Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ræður milli deiluaðila með milli- göngu þriðja aðila, þ.e. Þýskalands. Margir Ísraelar eru ósáttir við að ÍSRAELAR afléttu í gær endanlega átta vikna löngu hafnbanni sínu á Líbanon en áður höfðu þeir leyft flug til og frá landinu. „Herfloti Sameinuðu þjóðanna undir forystu Ítala hefur tekið við eftirliti á svæð- inu í fullu samráði við ísraelska her- inn og mun tryggja að ekki verði flutt inn vopn handa Hizbollah,“ sagði Miri Eisin, talsmaður skrif- stofu Ehuds Olmerts, forsætisráð- herra Ísraels, í gær. Ítalir munu leggja fram 2.450 her- menn í alþjóðlega friðargæsluliðið sem mun taka sér stöðu við landa- mæri Ísraels og Líbanons en einnig munu Frakkar og Spánverjar leggja fram mikið lið. Amir Peretz, varn- armálaráðherra Ísraels, tjáði í gær Frank-Walter Steinmeyer, utanrík- isráðherra Þýskalands, að hann von- aði að Ísraelar yrðu búnir að draga á brott allt innrásarlið sitt frá Líb- anon innan tveggja vikna. Peretz sagði ennfremur að Þjóðverjar gætu lagt fram „mikilvægan skerf“ í til- raunum sem gerðar eru til að fá Hiz- bollah-menn til að láta lausa tvo ísr- aelska hermenn sem þeir rændu á sínum tíma. Ránið átti stóran þátt í að Ísraelar ákváðu að gera innrás í Líbanon til að reyna að knésetja Hizbollah er hafði skotið fjölda flug- skeyta á nyrstu byggðir Ísraels. Steinmeyer svaraði að hann væri ekki sannfærður um að rétti tíminn væri runninn upp til að hefja við- aðgerðunum í Líbanon skyldi ljúka án þess að hermennirnir væru látnir lausir. AP Standið rétt Liðsmenn frönsku Útlendingahersveitarinnar við hátíðlega athöfn í gær þegar vígð var ný brú sem þeir reistu í Suður-Líbanon. Hafnbanni Ísraela á Líbanon endanlega aflétt Peretz vill að Þjóðverjar hafi milli- göngu um lausn ísraelskra hermanna Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is New York. AP. | Nokkrir fyrrverandi embættismenn í valdatíð Bills Clint- ons hafa gagnrýnt ABC-sjónvarps- stöðina fyrir að ætla að sýna leikna heimildarmynd um aðdraganda at- burðanna 11. september 2001 en þeir segjast hafa heimildir fyrir því að í henni sé að finna rangfærslur. Talsmenn ABC vísa gagnrýninni hins vegar á bug og segja að enginn hafi enn séð endanlega útgáfu myndarinnar, m.a. af því að enn sé verið að klippa hana til. The Path to 9/11 er fimm klukkustunda löng mynd sem sýnd verður í tveimur hlutum, nk. sunnu- dag og mánudag, en meðal leikara í henni eru Harv- ey Keitel og Donnie Wahl- berg. Byggt er á viðtölum og fyr- irliggjandi gögnum, þ.m.t. ítarlegri skýrslu nefndar Banda- ríkjaþings um atburðina 11. september 2001, en forráðamenn ABC segja koma fram að fálmkennd framganga embættismanna hafi valdið því, að hryðjuverkamönnum tókst ætl- unarverk sitt. Hópur demókrata, m.a. Made- leine Albright, fyrrverandi utanrík- isráðherra, og Sandy Berger, sem var þjóðaröryggisráðgjafi, segist hins vegar hafa heimildir fyrir því að í myndinni séu atriði, sem alls ekki byggist á veruleikanum. Hefur Berger mótmælt atriði, þar sem hann er sýndur hafna beiðni CIA um leyfi til að gera árás á Osama bin Laden. Og Albright er ósátt við atriði þar sem hún er sýnd vara stjórnvöld í Pakistan við yfirvof- andi loftárásum á Afganistan 1998. „Þetta atriði, eins og mér er sagt að það sé, er ósatt og ærumeiðandi,“ sagði hún. Madeleine Albright Gagnrýna mynd um 11. september Kabúl. AP. | Að minnsta kosti átján manns týndu lífi í sjálfsmorðsárás nærri sendiráði Bandaríkjanna í Kabúl í Afganistan, sextán Afganar og tveir bandarískir hermenn, auk sprengjumannsins. Tilræði þetta kemur í aðdraganda þess, að Banda- ríkjamenn minnast þess nk. mánu- dag að fimm ár eru liðin frá hryðju- verkaárásunum 11. september 2001. Tilræðismaðurinn ók bíl sínum á bílalest á vegum Bandaríkjahers. Þrjátíu og einn særðist í árásinni, en hún átti sér stað í aðeins um 100 metra fjarlægð frá bandaríska sendiráðinu. Þetta var ein mann- skæðasta árásin af þessum toga í Kabúl en talibanahreyfingin hefur lýst ábyrgð á ódæðinu á hendur sér. Átök hafa harðnað mjög í Afgan- istan að undanförnu og í gær sagði yfirmaður breska heraflans í land- inu, Ed Butler, að bardagar milli hersveita Atlantshafsbandalagsins og talibana væru nú harðari en átök í Írak. Áður hafði James L. Jones, yf- irhershöfðingi NATO, sagt að senda yrði fleiri hermenn til Afganistans til að taka þátt í aðgerðum gegn talib- önum. Um 20.000 hermenn eru nú á vegum NATO í landinu og u.þ.b. jafn margir bandarískir hermenn. Átján týndu lífi í Kabúl Reuters Rústir Bandarískur hermaður á vettvangi sjálfsmorðsárásarinnar. LARS Leijonborg, leiðtogi Þjóð- arflokksins í Svíþjóð, baðst afsök- unar í fyrrakvöld á því, að sam- flokksmenn hans skyldu hafa brotist inn í tölvukerfi Jafn- aðarmannaflokksins. Leijonborg stóð sig vel í sjón- varpinu og virðast Svíar vilja trúa því, að hann hafi ekkert vitað fyrr en sl. sunnudag. Það nýjasta er svo það, að tveimur tölvum var stolið frá Hægriflokknum í Västerås í fyrrinótt. Trúlegt þykir, að „venju- legir innbrotsþjófar“ eigi sök á því en tölvurnar eru sagðar geyma við- kvæmar upplýsingar. Svíar vilja trúa Leijonborg Peking. AFP. | Stjórnvöld í Kína hafa lítið gert til að halda minningu Maós formanns á lofti í tilefni af því að í dag eru 30 ár liðin frá dauða hans. Margir Kínverjar hafa þó Maó enn í háveg- um og minnast liðinnar tíðar með ljúf- sárum söknuði, einkum fátækt fólk sem hefur síður notið góðs af hag- vextinum í Kína, er óánægt með vax- andi launamun í landinu og kvartar yfir spillingu. Margir Kínverjar gerðu sér ferð til Peking í því skyni að skoða smurt lík Maós og votta minningu hans virð- ingu sína á dánarafmælinu. „Það hefur verið draumur minn að fara til Peking og sjá Maó formann,“ sagði Lei Fuchun, 64 ára fyrrverandi verkamaður sem fór til höfuðborg- arinnar í fyrsta skipti frá suðvest- anverðu Kína til að sjá lík Maós. „Hann var mikill leiðtogi,“ sagði Lei í biðröð við grafhýsi Maós á Torgi hins himneska friðar í Peking. „Ég dái hann og er honum þakklátur. Á valdatíma hans voru tengslin á milli fólks einföld, þau einkenndust ekki af blekkingum og svikum eins og núna.“ Hundruð manna voru í biðröðinni og margir þeirra sögðust sakna valdatíma Maós. „Á þessum tíma tíma tók fólk byltinguna alvarlega, óttaðist refsingu og slæm áhrif,“ sagði Jiang Bin, 58 ára ríkisstarfs- maður frá Shanxi-héraði. „Núna, eftir umbæturnar, hefur efnahagurinn þróast og fólk er orðið ósvífnara. Ég tel að þessir tímar hafi verið betri, það var jöfnuður meðal hinna vinn- andi stétta og embættismennirnir voru ekki eins spilltir.“ Margir ungir Kínverjar virðast einnig bera mikla virðingu fyrir Maó. „Ég tel að Maó hafi verið mikilmenni, í huga okkar var hann ekki maður, heldur guð,“ sagði Cai, Kínverji á fer- tugsaldri, en hann var aðeins barn þegar byltingarleiðtoginn dó. Mörg mistök Líkt og margir aðrir Kínverjar kvaðst Cai dá Maó fyrir þátt hans í byltingunni og stofnun kínverska al- þýðulýðveldisins. „Hann sameinaði Kína og hjálpaði fátæka fólkinu. Ef til vill hefur annað fólk í heiminum ímu- gust á honum en við Kínverjar mun- um alltaf líta á hann sem mikinn leið- toga.“ Maó stóð þó fyrir pólitískum hreinsunum og herferðum sem leiddu til hungursneyðar og kostuðu millj- ónir manna lífið. Nöfn herferðanna voru sakleysisleg – hundrað blóm, stóra stökkið, menningarbyltingin – en afleiðingar þeirra voru skelfilegar. „Ég tel að við getum sagt núna að Maó hafi orðið á mörg mistök,“ sagði Kínverji sem skoðaði safn til minn- ingar um byltingarleiðtogann í fæð- ingarþorpi hans, Shaoshan. „Það leik- ur ekki nokkur vafi á því að menningarbyltingin var verst, en honum urðu á mörg önnur mistök.“ Leiðtogar kommúnistaflokksins viðurkenndu fimm árum eftir dauða Maós að honum hefðu orðið á mikil mistök með því að hrinda menning- arbyltingunni af stað. Gagnrýni bönnuð Ráðamennirnir í Kína hafa þó bannað opna umræðu og gagnrýni á arfleifð Maós þar sem þeir óttast að hún geti orðið til þess að fólk taki að gagnrýna núverandi leiðtoga og ein- ræði kommúnistaflokksins. Ekkert benti til þess í gær að kín- versk stjórnvöld hygðust minnast dánarafmælisins opinberlega og sér- fræðingar í málefnum Kína sögðu að stjórnin óttaðist að mikil minning- arhátíð gæti leitt til óánægjubylgju og götumótmæla. „Kínverska þjóðfélagið á við alvar- leg vandamál að stríða. Ef menn standa ekki rétt að dánarafmælinu getur almenningur notfært sér það til að fá útrás fyrir óánægju sína,“ sagði blaðamaðurinn Li Datong. „Þegar menn tala um Maó geta þeir ekki komist hjá því að minnast á menning- arbyltinguna og þá staðreynd að tug- milljónir manna sultu í hel.“ „Hann var ekki maður, heldur guð“ AP Dáður og dýrkaður Ungir Kínverjar syngja áróðurssöngva í veitingahúsi í Peking þar sem minningu Maós formanns er haldið á lofti. »Menningarbyltingin í Kínaseint á sjöunda áratugnum og í byrjun áttunda áratugarins kostaði tugi milljóna manna líf- ið. »Menningarbyltingin byggð-ist á hugmyndum Maós um stöðuga stéttabaráttu til að koma í veg fyrir endurreisn kapítalisma. Byltingin leystist upp í óöld. »Leiðtogar kínverska komm-únistaflokksins lýstu því yf- ir fimm árum eftir dauða Maós að hann hefði haft „70% rétt fyrir sér og 30% rangt“ á valda- tíma sínum. Í HNOTSKURN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.