Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þórður Ásgeirs-son fæddist á Húsavík 4. júní 1930. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 3. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ásgeir Kristjánsson f. 18. des 1906, d. 22.okt 1981, og Sig- ríður Þórðardóttir, f. 13. okt. 1905, d. 9. júní 1981. Bróðir Þórðar er Kristján, f. 26. júlí 1932. Fóst- urbróðir þeirra er Steinþór Þor- valdsson f. 28.maí 1932, bróður- sonur Sigríðar. 30. júní 1951 giftist Þórður eftirlifandi eiginkonu sinni Frið- riku Sigríði Þorgrímsdóttur, f. 8. júní 1932. Börn þeirra eru Birgir Þór, f. 23.sept 1951, kvæntur Maríu Alfreðs- dóttur, f. 18. nóv. 1954. Þau eiga fimm börn og tíu barna- börn. Sigríður Björg, f. 8. sept. 1954, var gift Brynj- ari Sigtryggssyni, f. 18. Ágúst 1949. Þau eiga þrjú börn. Ás- geir, f. 14. ágúst 1957 kvæntur Haf- dísi Hallsdóttur, f. 18. mars 1957. Þau eiga tvær dætur og eitt barnabarn. Þor- grímur Jóel, f. 2. okt. 1966, kvæntur Ölmu Lilju Ævarsdóttur, f. 28.okt. 1966. Þau eiga einn son. Þórður stundaði sjómennsku í 62 ár og þar af 55 ár í eigin út- gerð. Hann verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku afi. Þá er þessu lokið, ég held áfram með von um að þér líði betur þar sem þú ert núna. Nú verð ég bara að eiga þig í minningum. Sem betur fer á ég margar og bara góðar minn- ingar um þig. Sú fyrsta sem mér kem- ur í hug er þegar að ég var svona 2 ára og kom niður í skúr og þér tókst að láta mig borða hákarl og eftir þetta bað ég þig alltaf um að gefa mér „kall“. Þú ætlaðir sko að láta mig verða alvöru konu. Ég man einnig eft- ir öllum ferðalögunum sem að þið amma tókuð okkur yngri barnabörnin með í, kiwanisböllin, þar sem þú sást um happdrættið, gleymast líka seint og svo það sem að okkur krökkunum líkaði allaf best, það var ef amma bannaði eitthvað fór maður bara til afa og fékk leyfi. Að horfa á þig síð- ustu daga svona veikan og geta til dæmis varla tjáð þig við okkur er búið að vera hræðilegt og ég skil ekki hvernig þú gast þraukað svona lengi. Á sama tíma og ég er þakklát fyrir að þú hafir loksins fengið að fara, líður mér líka ömurlega yfir því að hafa misst þig úr lífi mínu. Þú varst mín mesta fyrirmynd og verður það alltaf. Það var alltaf hægt að treysta á þig og þú varst alltaf svo stoltur af manni. Held að það sé varla hægt að elska svona eins og þú elskaðir okkur öll. Elsku besti afi, guð geymi þig, þín er sárt saknað. Þín, Harpa. Elsku afi. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig en ég trúi því að nú líði þér betur. Eftir að þú veiktist hefur hugurinn æ oftar leitað til baka og þá koma upp svo margar skemmtilegar minningar. Allar Kiwanis-útilegurnar sem við krakkarnir fórum í með ykk- ur ömmu ásamt jólaböllunum og öll- um góðu stundunum sem ég átti hjá ykkur á Álfhólnum sem barn, þar var nú oft fjör þegar við krakkarnir vor- um öll saman komin. Þú varst alltaf að segja okkur krökkunum hversu ánægður þú værir með okkur og breytti engu þótt við yrðum fullorðin, alltaf hélstu áfram að segja okkur hversu ánægður og stoltur þú værir af okkur. Fyrir tveimur árum flutti ég ásamt minni fjölskyldu í næsta raðhús við ykkur ömmu og við það jukust sam- verustundir okkar mjög mikið. Varla leið sá dagur að ég ekki rölti yfir í heimsókn og átti ég þá margar góðar stundir með ykkur sem mér finnst í dag svo ómetanlegt. Elsku afi, það hefur verið svo sárt að fylgjast með þér berjast við þenn- an illvíga sjúkdóm og þó það sé sárt er ég svo fegin að þú hefur fengið hvíld- ina. Guð geymi þig, elsku afi minn. Þín, Arna Elsku afi minn, nú ert þú farinn á brott frá okkur, en minning þín lifir samt enn og mun gera um ókomna tíð. Það sem við gerðum saman hér áður fyrr er mér flest í fersku minni, sjó- ferðirnar, rjúpnaveiðin og ekki síst svartfuglinn, þar sem ég fékk hrós fyrir það þegar ég náði fleiri en einum fugli í skoti, en svo heyrði ég stapp ef ég var of bráður á mér og „feilaði“ jafnvel. En flest sem ég kann í dag, hef ég lært af þér, bæði af leiðsögn þinni og að fylgjast með þér í leik og starfi. Eitt er það sem mér þykir mjög vænt um, en það er þegar einhver segir að ég líkist þér, bæði taktar, hegðun og einstaka svipmót, þá fyllist hjarta mitt hlýju og stolti og þá veit ég að ég er að gera eitthvað rétt. En allt tekur þetta víst enda og nú er þínu hlutverki lokið hér hjá okkur og eitthvað annað spennandi tekur nú við, kannski er „Siggi Valli búinn að kaupa bátinn“ svo þið getið byrjað að róa strax, því þú varst aldrei mikið fyrir það að bíða með hlutina. Með þökk fyrir allt kveð ég þig með söknuði. Ein í huga mér lifir þín mynd svo heil og sönn. Sem aðeins lítil stund væri mér liðin hjá síðan þú varst hér í faðmi mér. Ein í hjarta mér lifa þín orð, þitt vinar þel, sem aldrei sveik þó ég gæti ei skilið allt sem að þú gafst mér þá af hjarta þér. Þó ár og fjarlægð skilji okkur að og engin geti komið í þinn stað mun samt minningin þín lifa á meðan lifi ég á meðan lifi ég. Og ég þakka vil þá dýru gjöf að lífið leit til mín og leiddi mig til þín. En ár og eilífð skilja okkur að og engin getur komið í þinn stað, þó skal minning þín lifa á meðan lifi ég, á meðan lifi ég. Og ég þakka vil þá dýru gjöf að lífið leit til mín og leiddi mig til þín. (Friðrik Erlingsson) Þinn Þórður. Kveðja til afa. Í barnsins djúpa trega ég kem að hvílu þinni með kveðjublómin mín. Þín minning verður alltaf einsog vor í vitund minni. Þar vermir sól og skín. Ég treysti þér og fann að í hita handar þinnar var heilög von og þrá. Þú vaktir, hjartans afi, í barmi bernsku minnar Það besta, sem ég á. Og núna þegar blærinn strýkur heitri hendi og heilsar grænni jörð, Þá hverfur þú í burtu að ævi þinnar endi, en ást og þakkargjörð er kveðja mín og okkar, hún er eldur sá á arni, sem yljar kaldan dag. En Guð, sem öllu ræður, gef þínu besta barni hið bjarta sólarlag. (Valdimar Hólm Hallstað) Guð geymi þig, elsku afi Barnabarnabörn. Í dag kveð ég mætan mann sem mér þótti mjög vænt um. Doddi var kvæntur Rikku föðursystur minni og að sjálfsögðu kallaði ég hann því alltaf Dodda frænda þegar ég var barn og hef gert það allar götur síðan og mun halda því áfram. Doddi hafði stórt hjarta og þann eiginleika að öll börn löðuðust að hon- um enda var hann jafnan kallaður afi Doddi af flestum þeirra þó blóðtengsl væru engin. Það segir meira en mörg orð. Ég á ótal minningar um þig, elsku Doddi minn, og þegar ég rifja þær upp er Rikka frænka oftast partur af þeim því þið mynduðuð órjúfanlega heild. Ég minnist kríueggjaleiðangurs út í Flatey á Ásgeiri Þh. Mér leist ekki á að fara með þar sem ég óttaðist mjög að verða sjóveik en ferðin út í eyju gekk vel. Heimferðin var ekki eins vel heppnuð, farið að gefa í vind og brjál- uð bræla að mínu mati en þú hlóst að mér og sagðir að þetta kallaðist ekki bræla, ég vissi ekki hvað það væri. Við Rikka og Sirrý kúrðum niðri í lúkar og ég varð svo sjóveik að mig langaði hreinlega að deyja. En öll komust við heim en ég var með sjóriðu í marga daga á eftir. Ég minnist ferða á sjóstöng með þér og pabba á sumarkvöldum í blankalogni. Sólin að setjast og allt svo friðsælt og yndislegt. Flóinn svo fallegur og fullt af fiski, Kinnarfjöllin speglast í sjónum og þú við stjórnvöl- inn. Þetta hefðum við aldrei getað án þín. En það er tvennt sem stendur upp úr þegar minningarnar hrannast upp. Önnur sú minninga er þegar þú, á góðum stundum með glas í hendi tókst Mexíkanahattinn. Þú varst óborganlegur í því hlutverki, þú söngst af svo mikilli innlifun og gleði og með svo miklum tilþrifum að allir sungu með. Og því meira sem sungið var með því meiri tilþrif hjá þér. Eng- inn getur toppað þá frammistöðu. Hin minningin er um hina árlegu svartfuglsveislu sem þið Rikka buðuð okkur fjölskyldunni í um hver einustu jól. Ég veit hversu mikla vinnu þú lagðir á þig við að skjóta, hamfletta og svíða fuglinn og Rikka síðan að mat- búa hann ásamt öllu meðlætinu en fyrir okkur var þetta hápunktur jólanna. Að koma til ykkar um jólahá- tíðina, finna svartfuglsilminn í loftinu og lesa jólakortin sem þið fenguð er minning sem aldrei gleymist. En það voru fleiri en við fjölskyldan sem nutu gestrisni ykkar, það sýndi sig í þeim mikla bunka af kortum sem þið fenguð hver einustu jól þar sem fólk lofaði gestrisni ykkar og hjarta- hlýju enda var vel tekið á móti öllum sem sóttu ykkur heim eða kynntust ykkur á annan hátt og þeir voru margir. Elsku Rikka, síðasta ár er búið að vera erfitt í veikindum Dodda en nú líður honum betur. Að kveðja lífsföru- naut sinn til rúmlega fimmtíu ára skil- ur eftir sig sorg og tómarúm. En þá er gott að eiga minningar um góðan mann og gleðiríkar stundir. Elsku Birgir og Maja, Sirrý, Ásgeir og Hafdís, Jóel og Alma, ég votta ykk- ur, börnum ykkar og barnabörnum mína innilegustu samúð. Elsku Doddi, takk fyrir allt. Kveðja. Þórný. Einn af máttarstólpum Húsavíkur, dugnaðar- og eljumaður er fallinn frá. Það er óhætt að segja að Þórður frændi minn Ásgeirsson, eða Doddi eins og hann var jafnan kallaður hafi frá fyrstu tíð unnið hörðum höndum eða síðan hann náði að teygja sig uppá beitningaborðið við hlið föður síns sem stráklingur, uns kraftar hans vorum á þrotum nú í vor sökum sjúk- leika. Sjómennskuna gerði hann að sínu ævistarfi, fyrst hjá öðrum útgerðum en síðan stofnaði hann sína eigin út- gerð og varð skipstjóri á Húsavík alla tíð. Doddi ásamt félaga sínum, lét smíða fyrir sig 12 rúmlesta bát á Seyðisfirði árið1971 og var hann skírður Ásgeir í höfuðið á föður Dodda, Ásgeiri Kristjánssyni sem líka var einn af máttarstólpum Húsavíkur á sínum tíma, bæjarfulltrúi til margra ára, og forystumaður í verkalýðsmál- um þar í bæ. Til gamans má geta þess að föðuramma Dodda, Þuríður Björnsdóttir var ein af stofnendum Verkakvennafélagsins Vonar á Húsa- vík 28. apríl 1918 og var kosin fyrsti formaður þess . Þá voru einungis fjög- ur félög verkakvenna á landinu öllu og sýnir það hversu rótgróin og sterk verkalýðshreyfingin er á Húsavík. Uppvaxtarár Dodda voru því mót- uð af sterkri félagshyggju og að bera hag lítilmagnans sér fyrir brjósti en einnig að vinna hörðum höndum til að sjá sér og sínum farborða og í því samhengi finnst mér nauðsynlegt að minnast á Sigríði Þórðardóttur móður Dodda sem var ein sú besta kona sem ég hefi kynnst. Hún bjó fjölskyldu sinni afar hlýlegt og fallegt heimili í s.k. Ásgeirshúsi sem allir Húsvíking- ar þekkja. Heimili Ásgeirs og Sigríðar var opið öllum, ekki síst þeim sem minna máttu sín og komu þangað margir til að þiggja velgjörðir hjá þessum höfðingjum. Þá var ekki spurt um stétt né stöðu, allir voru velkomn- ir. Doddi sótti stíft sjóinn á Ásgeiri sínum og reri á línu á vetrarvertíðum, stundum allt norður fyrir Kolbeinsey og fiskaði jafnan mikið. Ekki voru flókin siglingar- eða fiskileitartæki um borð en jafnan skilaði Ásgeir sér í land á réttum tíma þrátt fyrir rysjótt veður á erfiðu hafsvæði. Doddi frændi var hörku sjómaður en hann var gæt- inn og hafði öryggið jafnan í fyrir- rúmi. Þess vegna var hann alla tíð farsæll skipstjóri sem lét sér annt um mann- skapinn og bátinn sinn. Seinna keyptu þeir félagar sér stærri bát sem einnig var skírður Ás- geir og stunduðu þeir m.a. rækjuveið- ar á Skjálfandaflóa ásamt línuveiðum. Á síðustu árum hefur Doddi gert út minni bát með syni sínum Ásgeiri og hefur hann þá sinnt störfum í landi og hefur beitningaskúrinn hans verið viðkomustaður margra Húsvíkinga sem leið hafa átt um höfnina. Kannski gerðu menn sér ferð niður á höfn til að koma við í beitningaskúrnum hans Dodda. Ég fór þangað oft þegar ég kom til Húsavíkur til að heilsa uppá frænda minn sem jafnan dreif mig með sér heim ef ekki voru háalvar- legar umræður í gangi í skúrnum. Doddi var einstakt ljúfmenni, hafði góða kímnigáfu og jafnan lék bros um varir. Ég veit hins vegar að hann gat verið harður í horn að taka ef svo bar undir en það sá ég aldrei. Mín fyrsta minning um Dodda er þegar ég kom til Húsavíkur sem smá- polli með móður minni í heimsókn á strandferðaskipi. Þá vorum við hjá Dodda og Rikku og er mér sérstak- lega minnisstætt þegar við Ásgeir frændi minn ásamt fleiri strákum not- uðum pottlokin hennar Rikku fyrir stýri í bílaleik og brunuðum á milli hæða og fylgdi okkur mikill hávaði. Einnig man ég þegar Doddi fór með mig niður á bryggju til að sýna mér alla bátana. Mér fannst þetta mikill ævintýraheimur, allt var svo stórt og mikið miðað við smáþorpið þar sem við bjuggum vestur á fjörð- um og bátarnir svo óendanlega marg- ir. Einnig kem ég mikið til Kristjáns, eða Kidda, en þeir voru einu synir þeirra Sigríðar og Ásgeirs. Engin stelpa var á heimilinu fyrr en móðir mín kom sem unglingur inná heimili þeirra er hún stundaði nám á Húsa- vík, en móðir hennar Bára var systir Ásgeirs. Ég held að Ásgeir og Sigga hafi ætíð litið á móður mína eins og dóttur sína. Afskaplega kært var á milli ömmu minnar Báru og bræðra hennar, hún eina stelpan en þeir sex bræðurnir. Friðrika Þorgrímsdóttir, eða Rikka eins og hún er kölluð, hefur verið lífs- förunautur Dodda í meira en hálfa öld. Heimili þeirra hefur verið fastur viðkomustaður minn þegar ég hef átt leið um Húsavík og þar hefur alltaf verið einstaklega gott að koma enda gestrisni þeirra beggja við brugðið. Í veikindum Dodda hafa Rikka og Kiddi verið vakin og sofin yfir líðan hans og gat hann þess vegna verið heima hjá Rikku sinni allt þar til fjór- um dögum fyrir andlátið. Oft sátum við frændur við eldhús- borðið og sagði hann mér sögur af sjónum, útgerðinni eða úr bænum og Rikka töfraði fram glæsilegt kaffi- borð á nokkrum mínútum. Doddi sagðist hafa verið að kaupa svo og svo mörg tonn af kvóta, hann keypti og fiskaði eins og hann mátti, en hann skildi ekkert í þeim sem voru að braska og leiga frá sér kvótann til að gera ekki neitt. Nei, það var ekki hans stíll. Hans stíll var að vinna og afla. Þess vegna var hann einn af mátt- arstólpum Húsavíkur og líka einn af máttarstólpum íslensku þjóðarinnar. Takk fyrir trygga vináttu, frændi minn, megi guð geyma þig. Við móðir mín og fjölskylda, send- um öllum ættingjum Dodda innilegar samúðarkveðjur. Páll Ægir Pétursson. Mín fyrstu kynni af Dodda voru þegar ég kom um tvítugt til Húsavík- ur með kærustunni og við fórum í heimsókn til Rikku frænku og Dodda. Á móti mér tók stór og veðurbarinn sjóari með stórt hjarta, sem elskaði að vera innan um börn, sem öll kölluðu hann afa Dodda. Þau hjónin tóku á móti okkur eins og við værum þeirra eigin börn og svo hefur verið um okk- ar börn líka og eiga þau ótal minn- ingar um Kiwanis útilegur og skemmtanir sem þótti sjálfsagt að bjóða þeim í rétt eins og öllum hinum börnunum. Doddi átti fleiri „barna- börn“ en gengur og gerist af því að hjá honum voru öll börn afabörnin hans. Að heimsækja afa Dodda og Rikku (því maður nefnir ekki afa Dodda nema Rikka fylgi með, svo samhentar voru þessar elskur) var alltaf svo notalegt. Hvort sem um var að ræða kaffisopa, gott vínglas með smá pólitísku ívafi, (þó ekki værum við nú alltaf sammála um menn og málefni), eða svartfuglsveisluna ár- legu um jólin sem við söknuðum lengi eftir að við fluttum suður, alltaf voru móttökurnar eins og um kóngafólk væri að ræða og enginn fór svangur frá þeim bæ, svo mikið er víst. Þegar við fjölskyldan fluttum suður sáum við minna af Dodda en hann fylgdist með og kom í heimsókn til okkar og við til hans. Honum fannst ófært að hafa okkur fisklaus þarna á Suðurlandinu, því ekki væri ætan fisk að fá þar að hans sögn. Hann kom því Þórður Ásgeirsson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Alhliða útfararþjónusta í 16 ár Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.