Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 37
STUNDUM er sagt að fangelsi
eigi að gera fanga að betri mönn-
um. Þá er væntanlega gengið út frá
því að ástæða þess að þeir eru í
fangelsi sé sú að eitthvað sé bogið
við þá og því þurfi að breyta. Þegar
svo er sagt þá fylgir sjaldnast ein-
hver skilgreining á því hvað sé góð-
ur maður og þá sennilega vegna
þess að það hljóti að
liggja í augum uppi:
Góður maður er nýtur
þegn og sómakær,
hjálpfús og um-
hyggjusamur o.s.frv.
Oft er fullyrt að
brotamenn séu „verri“
en annað fólk vegna
afbrotanna sem þeir
fremja. Þau viðbrögð
eru algeng þegar um
alvarleg brot er að
ræða sem og reyndar
hin minni. Hver er sú
illska sem rekur mann
til að myrða annan? Nauðga og
misþyrma? Svíkja og pretta? Af-
hjúpa brotin ekki siðlausar mann-
eskjur sem eiga ekkert annað skil-
að en að vera bak við lás og slá?
Í grunneðli sínu eru fangar ekki
„verri“ en annað fólk þó spor
þeirra hafi vikið af leið, upplag
þeirra er misjafnt eins og gengur
og gerist. Í mörgum tilvikum hefur
hvers kyns óregla deyft siðavitund
þeirra og þeir margir verið hertir í
heimi afbrotanna. Auk þess hefur
uppeldi sumra verið sem eldur og
þeir ekki sloppið úr honum án sviða
og sóts. Skólagöngu margra þeirra
er áfátt og líf þeirra hefur verið
háskalegt. Þorri þeirra býr svo að
segja á jaðri samfélagsins þar sem
önnur lögmál gilda en í hinu al-
menna samfélagi. Þá eru sumir
þeirra annað hvort sjúkir á geði
eða standa á daufri línu sem skilur
á milli sjúkleika og heilbrigðis.
Ljóst er að í málum brotamanna
er samfélaginu mikill vandi á hönd-
um og ef hann væri auðleystur
þyrfti engan að brýna til verka.
Starfsmenn fangelsanna sem
fangar kynnast leitast við að hafa
áhrif á þá til hins
betra. Vinnan göfgar
manninn, var ein-
hverju sinni sagt. Í
mörgum fangelsum
má margt hafa nyt-
samlegt fyrir stafni.
Sum fangelsi bjóða
upp á skóla, flest
þeirra upp á einhver
vinnutækifæri og tóm-
stundir. Stundum get-
ur þessi uppbygging
reynst erfið þar sem
þau sem byggja á upp
eru ekki ætíð mót-
tækileg fyrir því jákvæða og upp-
byggilega sem kann að vera í boði
hvort heldur það er nú vinna, skóli
eða holl tómstund. Auk þess skort-
ir oft upp á úthald og þolgæði.
Andfélagslegan vítahring getur
verið erfitt að brjóta niður, víta-
hring sem hefur kannski verið
mörg ár í mótun, hann verður ekki
rofinn á einni nóttu. Tæpast verður
unnið á margra ára dópneyslu í
stuttri afplánun, það er enda líka
vafamál hvort fíkniefnaneytendur
eigi yfir höfuð heima í hefð-
bundnum fangelsum. Þá hefur
margoft verið bent á nauðsyn sér-
stakrar meðferðardeildar fyrir
fanga.
Draumafangelsið – ef svo er
hægt að segja – væri náttúrlega
staður kröftugrar og stöðugrar
endurhæfingar. Þar væri boðin
fram skilvirk einstaklingsmiðuð
meðferð til sálar og líkama; fjöl-
breytileg vinna við hæfi sem
flestra, góður skóli og hvetjandi.
Fyrirlestrar og umræður um hvaða
leiðir séu heppilegastar til farsæld-
ar og hamingju. Heilbrigt líf og
hollar tómstundir væru í öndvegi
sem og öflug fjölskyldutengsl.
Markviss undirbúningur að því að
verða frjáls manneskja og þegar út
væri komið væri búið tryggja gott
húsaskjól, tekjur, vinnu eða nám,
sem og að efla kynni við góða fé-
laga og vini. Í einu orði sagt: Heil-
brigð þátttaka í hversdagslegu lífi
sem við flest lifum. Það er nefni-
lega hagur allra þegar öllu er á
botninn hvolft að fólk komi út úr
fangelsi vel í stakk búið til að tak-
ast á hendur við daglegt líf.
Menn horfa til þeirra fjármuna
sem rynnu í slíkt uppbygging-
arstarf og velta vöngum yfir því
hvort það skili sér í nokkru. Rík-
isvaldið hefur ekki hraðað sér neitt
í þessu efni enda þótt t.d. búið sé
að benda á svo áratugum skiptir að
Hegningarhúsið við Skólavörðustíg
sé gersamlega óbrúkhæft sem
fangelsi. Fjárvana kerfi hefur ekki
aðeins slæm áhrif á fanga og
starfsmenn þess. Það getur líka
tendrað ómeðvitað vonleysi
ráðamanna og vakið hugsanir á
borð við: „Koma ekki sömu hvort
sem er aftur og aftur inn í fang-
elsið? Sýna rannsóknir það ekki?
Og eru þeir ekki allir á kafi í dópi?
Er þeim nokkuð viðbjargandi?
Hvað á að vera að púkka undir þau
sem ganga gegn lögum samfélags-
ins?“
Lýðræðissamfélög nútímans
hafa í hávegum virðingu fyrir
manninum. Mannúð og velferð
allra eru einkunnarorðin. Sú virð-
ing tekur jafnt til fanga sem ann-
arra. Þess vegna verður að búa
skynsamlega og vel að föngum í
refsivistinni. Ef það er ekki gert þá
eru fangelsin sem hverjar aðrar
geymslur fyrir lifandi fólk. Það
viljum við ekki. Stefna og framtíð-
arsýn nýs fangelsismálastjóra hef-
ur hreyft við mörgum og er það
vel. En þeir sem fara með valdið
stjórnmálamennirnir – þurfa að
bregðast djarfmannlega við og öðl-
ast nýja og nútímalega sýn í mál-
efnum afbrotamanna.
Velferð fanga er allra hagur
Hreinn S. Hákonarson fjallar
um fangelsismál » Tæpast verður unniðá margra ára dóp-
neyslu í stuttri afplán-
un, það er enda líka
vafamál hvort fíkniefna-
neytendur eigi yfir höf-
uð heima í hefðbundn-
um fangelsum.
Hreinn S. Hákonarson
Höfundur er fangaprestur
þjóðkirkjunnar og formaður
fangahjálparinnar Verndar.
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali
?!VERÐLAUN RANNÍS FYRIR FRAMLAG TIL VÍSINDAMIÐLUNARTILNEFNA
HVERN VILT ÞÚ ?
Dómnefnd skipa: Edda Lilja Sveinsdóttir frá vísindaskrifstofu menntamálaráðuneytisins, Viðar Hreinsson framkvæmdarstjóri
ReykjavíkurAkademíunnar og Hjördís Hendriksdóttir sviðsstjóri alþjóðasviðs RANNÍS.
Vísindamiðlunarverðlaun RANNÍS eru veitt einstaklingi fyrir sérstakt framlag til vísindamiðlunar.
Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi vísindamiðlunar fyrir samfélagið sem felst m.a. í því að auka
skilning almennings á vísindum, tækniþróun og nýsköpun.
Verðlaunin eru 500 þúsund krónur og verða afhent á árlegum degi evrópskra vísindamanna sem verður
haldinn hátíðlegur föstudaginn 22. september.
RANNÍS óskar eftir tilnefningum um verðlaunahafa frá hvaða sviði vísinda, tækni og fræða sem er.
Með framlagi til vísindamiðlunar er átt við sérstakt framtak sem miðar að því að auka skilning og áhuga
almennings á öllum aldri á vísindum og nýsköpun og mikilvægi þeirra í nútímasamfélagi. Öllum er heimilt
að senda inn tilnefningar til verðlaunanna. Með tilnefningu skal fylgja lýsing á viðkomandi framlagi.
Við val á verðlaunahafa verður lagt mat á brautryðjendastarf, frumleika og þann árangur sem viðkomandi
einstaklingur hefur skilað til vísindamiðlunar.
Frestur til að skila inn tilnefningum er til 15. september 2006.
Tilnefningum má skila inn til RANNÍS, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, eða með tölvupósti til rannis@rannis.is merkt Vísindamiðlunarverðlaun.
Fréttir
í tölvupóstismáauglýsingar
mbl.is