Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BÆJARSTJÓRN Fljótsdalshéraðs og Landsvirkjun héldu opinn fund um framkvæmdastöðu Kára- hnjúkavirkjunar, áhættumat, breyt- ingar á Jöklu og sauðfjárveikiv- arnagirðingu meðfram ánni á fimmtudagskvöld. Heimamenn töldu löngu tímabært að fá upplýsingar um alla áhættu- þætti tengda virkjunarframkvæmd- inni og átöldu seinagang við gerð viðbragsáætlunar vegna hugsanlegs stíflurofs. Landsvirkjun hefur lokið sínu þar að lútandi og eftir er af hálfu almannavarnadeildar ríkislög- reglustjóra og almannavarnanefnd- ar Fljótsdalshéraðs og Borg- arfjarðar eystri að ljúka vinnu viðbragðsáætlunar og láta fara fram æfingu samkvæmt henni. Var hvatt til að öllum þeim heimilum sem eru neðan við stíflur Kárahnjúkavirkj- unar verði send viðbragðsáætlunin til upplýsingar. Pétur Ingólfsson, verkfræðingur hjá Landsvirkjun, svaraði gagnrýni um seinagang á þann veg að rann- sóknir hefðu tekið sinn tíma sam- hliða framkvæmdum og ekki hefðu verið leyfi til þess jarðrasks sem nauðsynlegt hefði verið til að rekja sprunguhreyfingar á virkjunarsvæð- inu fyrir framkvæmdir. Fyrirspurnir heimamanna snerust m.a. um hvernig tryggingum þeirra sem orðið gætu fyrir tjóni væri hátt- að. „Það er ekkert vandamál að tryggja þetta,“ sagði Pétur. „Þetta er allt tryggt í bak og fyrir með lág- um iðgjöldum. Landsvirkjun er m.a. tryggð fyrir tjóni upp á 18 millj- arða.“ Spurt var hvernig Jökla muni haga sér á láglendi, hvort hún muni flæmast um eða grafa sér nýjan far- veg og var því svarað þannig að áin myndi flæmast um láglendi fyrstu árin og smám saman grafa sér einn stöðugan farveg niður að Héraðs- flóa. Alcoa lét kanna framkvæmdina Menn tókust á um óháð áhættu- mat og spurði Landsvirkjun hver ætti að standa straum af slíku og benti á þá óháðu, alþjóðlegu ráðgjaf- arnefnd sem fylgst hefði með fram- kvæmdinni allan tímann, auk þess sem Alcoa hefði fengið sérfræðinga til að kanna virkjunarframkvæmd- ina niður í kjölinn á árunum 2003 og 2004. „Stíflurof ólíklegt, áhætta telst viðunandi“ hafði Aðalsteinn Jónsson, bóndi í Klausturseli, eftir Lands- virkjunarmönnum og sagði að setti að sér hroll við að hlusta á menn lýsa slíku yfir í hans eyru sem byggi und- ir stífluveggnum, eða í rúmlega 50 km fjarlægð. „Eru menn svona efins hjá Landsvirkjun? Hvaða áhætta er viðunandi af manngerðum fram- kvæmdum fyrir íbúa eins og mig sem bý undir stífluveggnum? Hversu langan tíma hef ég, komi eitthvað upp á með stífluna, til að forða mér? Hvaða möguleika á ég á að forða mínum eignum ef til slíks kæmi? Hvað má reikna með að jarðir neðan stíflunnar falli í verði? Það er eitthvað sem Landeigendafélag Jök- ulsár á Dal ætti að taka alvarlega til skoðunar. Menn hafa eingöngu horft til fallbóta, en hvaða áhrif hefur þessi framkvæmd á jarðaverð?“ spurði Aðalsteinn. Menn gagnrýndu einnig að samskipti Landsvirkjunar við heimamenn væru lítil og þeim ekki sýnd virðing og spurðu hvað ætti að gera við líkið af virkjuninni þegar hún yrði óstarfhæf vegna aur- burðar. Kallað var eftir ítarlegri um- ræðu um áhrif af flutningi Jöklu yfir í farveg Lagarfljóts og spurt hvort Landsvirkjun hefði gert spár um áhrif hlýnunar vegna gróðurhúsa- áhrifa á rennsli Jöklu og mat á tryggðri orkugetu Kárahnjúkavirkj- unar í því samhengi. Röð atburða þyrfti til stíflurofs Í endurskoðuðu áhættumati Landsvirkjunar segir afar ólíklegt að stíflurof geti orðið og að aðdrag- andi slíkrar atburðarásar væri þá langur. Áhættan hafi ekki aukist frá fyrra mati og sé metin minni en sam- þykkt ásættanleg áhætta vegna snjóflóða. Þær hættur sem lagðar eru til grundvallar matinu eru flóð, jarðskjálftar, lónfyllingin sjálf, gall- ar á mannvirkjum og skemmd- arverk. Kristján Már Sigurjónsson, verk- fræðingur hjá KEJV, segir að ein- ungis röð atburða geti valdið stífl- urofi, enginn einn atburður geti valdið því einn og sér og margt þurfi að gerast nánast samtímis. Verði stíflurof er um gríðarlegt afl að ræða og mikinn rennslishraða. Eftir slíkt flóð yrði allur gróður þakinn drullu og aur og um eitthvert rof að ræða, frekar en að jarðvegsþekjan skol- aðist öll burt í flóðfarveginum. Óli Grétar Sveinsson, deildarstjóri á rannsóknadeild Landsvirkjunar, sagði vatn koma á yfirfall Hálslóns og út í gamla farveg Jöklu síðari hluta sumars og gerðist það hægt og um það yrði tilkynnt. Uppsetning sauðfjárveikiv- arnagirðinga með Jöklu frá Kára- hnjúkum að Héraðsflóa er nú á loka- stigi og kostar framkvæmdin um 45 milljónir króna. Girðir sér um verkið og viðhald fyrstu tvö árin, en Lands- virkjun um viðhald eftir það. Íbúarnir undir stífluveggnum GUÐJÓN Hjörleifsson, alþing- ismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2.–3. sæti á framboðs- listalista Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi. „Með setu minni á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili hef ég öðlast dýr- mæta þing- reynslu, meðal annars því að gegna formennsku í sjávarútvegsnefnd og með setu í samgöngu- og félagsmálanefnd Al- þingis,“ segir í frétt frá Guðjóni. Guðjón býður sig fram í 2.–3. sæti Guðjón Hjörleifsson FIMM manns voru handteknir á fimmtudagskvöld vegna fíkniefna- máls á höfuðborgarsvæðinu. Við húsleit fundust á annað hundrað grömm af meintu hassi í sölu- umbúðum og einnig lítilræði af am- fetamíni. Þeir sem voru handteknir eru á tvítugs- og þrítugsaldri. Þremur þeirra var fljótlega sleppt en tveir voru yfirheyrðir frekar og var sleppt í gærmorgun. Málið var sam- starfsverkefni lögreglunnar í Kópavogi, Hafnarfirði og Tollgæsl- unnar. Fimm teknir í fíkniefnamáli »Gerð viðbragðsáætlunarvegna stíflurofs í Hálslóni situr föst hjá almannavarna- deild ríkislögreglustjóra. Heimamenn krefja yfirvöld um að ljúka slíkri áætlun og kynna hana. »Talið er að aðeins röð sam-verkandi atburða geti vald- ið stíflurofi. »Alcoa fékk sérfræðinga tilað kanna virkjunarfram- kvæmdina ofan í kjölinn á ár- unum 2003 og 2004. »Kallað er eftir ítarlegri um-ræðu um áhrif af flutningi Jöklu yfir í farveg Lagarfljóts. Tilkynnt verður þegar vatn er að fara á yfirfall Hálslóns út í hinn gamla farveg Jökulsár. »Gert er ráð fyrir að fyllingHálslóns hefjist nú í sept- ember. Í HNOTSKURN Margt á huldu fyrir heimafólki um grenndaráhrif Kárahnjúkavirkjunar Fréttaskýring | Heimamenn kalla eftir rýmingaráætlun vegna hugsanlegs stíflurofs og almennri kynningu. Spáð í áhættu Fundargestir átöldu Landsvirkjun fyrir slælegar upplýsingar. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.