Morgunblaðið - 09.09.2006, Side 38

Morgunblaðið - 09.09.2006, Side 38
38 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Telja má að beyging sagn-orða í íslensku sé í föst-um skorðum en þess eruþó dæmi að út af því geti brugðið. Sterka sögnin kveða beygist svo: kveða, kvað, kváðum, kveðið og vh.þt. er kvæði. Beyging veiku sagnarinnar kveðja er hins vegar: kveðja, kvaddi, kvatt og vh.þt. er kveddi. Þessum sögnum má ekki rugla saman eins og gert er í eftirfarandi dæmum: Ég hefði talið eðlilegt að borgin ákveddi [þ.e. ákvæði] (19.2.06) og Vart líður sú vika að málsmetandi menn og konur kveði [þ.e. kveðji] sér ekki hljóðs á þessum síðum (23.3.06). * Í íslensku er að finna fjölmörg orðasambönd sem notuð eru til að heilsa eða kveðja, t.d.: Heil(l) og sæl(l), Sæl(l) (vertu), (komdu/ vertu) blessaður, blessuð o.s.frv. Í nútímamáli hafa slíkar kveðjur eignast skæða keppinauta því að unga fólki (einkum) notar kveðj- urnar hæ og bæ í tíma og ótíma að ógleymdu orðskrípinu ókei [e. orl/ oll korrect < all correct] en það er m.a. notað sem svar eða kveðja. Til okkar hafa einnig borist annars konar kveðjur eða óskir sem tíðk- ast með öðrum þjóðum, t.d. e. have a nice weekend og þ. Schönes Wochenende. Það má kallast góðra gjalda vert að þýða slíkt góss ef menn kjósa að nota það, t.d. góða/ (hæga) helgi, en kveðjurnar verður þá að nota í samræmi við reglur ís- lenskrar tungu. Á ónefndri út- varpsstöð heyrði umsjónarmaður þáttarstjórnanda tönnlast í sífellu á eftirfarandi: Áttu góða helgi! (23.6.06). Hér virðist orðmyndin áttu notuð í stað boðháttarmynd- arinnar eigðu. Orðasambandið eigðu góða helgi hljómar reyndar sérkennilega, góða helgi nægir í þessu samhengi. * Sögnin smella beygist svo: smella, smellti, smellt en sögnin fella hins vegar: fella, felldi, fellt. Þátíðarmyndin fellti mun vera til í óvönduðu talmáli en umsjónar- maður minnist þess ekki að hafa séð hana á prenti áður: Hann þreif í ... sýslumann[inn] á Selfossi og fellti (27.4.06). Forsetningar Forsetningin í gegnum/gegnum [< í geng um] er eldforn í ís- lensku. Í síðari alda máli er hún einkum notuð til að vísa til staðar í beinni merkingu og óbeinni, t.d.: brosa gegnum tárin; brjótast í gegnum e-ð (erfiðan texta); fara í gegnum e-ð (mál/skjöl) og kalla í gegnum svefninn. Í fornu máli gat hún einnig vísað til tíma, t.d.: þau vöktu nótt þá alla í gegnum og hann grét alla nótt í gegnum. Í nútímamáli er algengt að hún sé einnig notuð í fremur óljósri merkingu, samsvarandi d. gennem; e. per, through og þ. durch. Dæmi af þeim toga eru auð- fundin í fjölmiðlum, t.d.: auka framleiðslugetu gegnum (‘með’) stóriðju (17.2.06); Upplifun ungra múslíma á boðskap Bandaríkja- menna er í gegnum Ísrael (15.2.06); [vestræn menning] birt- ist þeim í gegnum ofbeldi (15.2.06); Ef flokkur … fær ekki að auglýsa stefnu sína og störf í gegnum (‘í’) þá fjölmiðla sem (24.4.06) og tjá ólíkar tilfinningar í gegnum (‘með’) vel valin orð (3.6.06). * Í nútímamáli er forsetningunum að og af alloft ruglað saman. Í ýmsum orðasamböndum vísar að til dvalar (með sögninni vera) en af til hreyfingar (með sögninni hafa) og þá kemur fram kerf- isbundinn munur, t.d.: gaman er að e-u — hafa gaman af e-u; ávinn- ingur er að e-u — hafa ávinning af e-u; e-m er skapraun að e-u — hafa skapraun af e-u; gagn er að e-u — hafa gagn af e-u og það er skömm að e-u — hafa/fá skömm af e-u. Þessa einföldu reglu hafa Ís- lendingar virt í að minnsta kosti 800 ár en eftirfarandi dæmi sam- ræmast henni ekki: Gay Pride er hátíð sem hefur gaman að [þ.e. af] sjálfri sér (12.8.06) og Það er að mörgu leyti eftirsjá af [þ.e. að] Árna Magnússyni úr stjórnmálum (7.3.06). Úr handraðanum Í nútímamáli eru orða- samböndin vera búinn að + nh. og hafa + lh.þt. svipaðrar merkingar, t.d.: Ég er búinn að lesa bókina [núna] og ég hef lesið bókina [áð- ur]. Í grannmálum okkar, t.d. ensku, dönsku og þýsku, er ekki að finna samsvörun við orða- sambandið vera búinn að + nh. Í fornu máli var merking þess reyndar önnur en í nútímamáli, sbr.: þá eru þau Gísli og Auður bú- in að láta upp tjöldin (‘tilbúin, reiðubúin til að); er eg nú búinn að berjast (‘tilbúinn til að berjast’) og nefna að því votta að hann er búinn að taka við tíund (‘reiðubúinn til að taka við greiðslu’). Merking- arbreytingin vera búinn að berjast ‘tilbúinn til að berjast’ > ‘hafa bar- ist’ felur því í sér nýmæli. Elstu öruggu dæmi um þá breytingu eru frá miðri 16. öld. Orðasambandið vera búinn að + nh. í nýrri merkingu er notað með kerfisbundnum hætti í nútímamáli, vísar einkum til þess sem er nýlok- ið og er jafnan notað með lifandi frumlagi (ekki hlutum). Það getur að vísu reynst snúið að gera ná- kvæma grein fyrir þeim notkunar- og merkingarmun sem er á orða- samböndunum vera búinn + nh. og hafa + lh.þt. en málkenndin ein ætti að duga. Umsjónarmaður hefur veitt því athygli að notkun orðasambands- ins vera búinn að + nh. hefur auk- ist talsvert á kostnað hafa + lh.þt., t.d.: Skólinn er búinn að búa [hefur búið við] mörg undanfarin ár við fjárskort (10.11.05); við erum búin að bíða [höfum beðið] með 64 millj- ónir vegna þess að framlag ríkisins kemur ekki (26.5. 06); allt búið að ganga vel [hefur gengið vel] frá fyrsta degi, veðrið búið að haldast [hefur haldist] gott (1.7.06) og Þessi námstími er búinn að stytt- ast [hefur styst] mikið (23.7.06). Ugglaust mun sumum finnast ofangreind dæmi góð og gild en umsjónarmaður kann ekki við mál- beitingu sem þessa og ekki styðst hún við málvenju. Í nútímamáli er forsetning- unum að og af alloft ruglað saman. jonf@rhi.hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 85. þáttur. HLUTI af því námsefni sem ég kenni við Háskólann á Akureyri er hagnýt efnafræði, en nemendurnir eru meðal annars á um- hverfis- og orkubraut. Í námskeiðinu er fjallað um orkugjafa og orku- bera og umhverfisþætti orkuframleiðslu. Ég hef verið frekar já- kvæður gagnvart vetni sem orkubera meðal annars vegna þess að orkunýting efnarafala, sem nota vetni, er hærri en til dæmis orkunýting í bensín- eða díselvél. Fyrr á þessu ári rakst ég á heimasíðu þar sem Ulf Bossel, Bald- ur Elíasson o.fl. fjalla um framtíð- armöguleika vetnissamfélagsins. Ég gaf slóðina inn á þessa heimasíðu í síðustu grein minni (www.efcf.com). Mér sýndist flest af því sem þar kem- ur fram vera vandað og mjög trú- verðugt enda byggt á staðreyndum og tilraunaniðurstöðum en ekki hug- arórum og óskhyggju. Þetta er meira en hægt er að segja um það sem í ljós kom þegar ég fór að kynna mér það sem Íslensk nýorka (ÍN) hefur látið frá sér fara. Eitt af því sem Bossel og félagar benda á er, að þó orkunýting vetnis í efnarafölunum sjálfum sé góð (um 50%) þá er heildarorkunýtingin í vetnisvögnum eða vetnisbílum jafn- vel minni en í venjulegri bensínvél. Viðbrögð mín við þessu voru þau að setja verulega fyrirvara við það sem ég hef verið að segja nemendum mín- um á undanförnum árum og kynna þeim fyrrnefndar nið- urstöður. Á þessum tíma hafði ég heyrt að vetn- isvagnaverkefninu í Reykjavík væri að ljúka og taldi ég líklegt að mönnum þætti nóg að gert í vetnisvæðingu Ís- lands að þessu sinni. Ekki virtist ÍN telja það því fulltrúi þeirra hvatti ráðamenn op- inberlega til þess að sýna nú myndarskap og setja meira fé í verk- efnið. Ég ákvað þess vegna að vekja athygli á því sem ég hafði grafið upp um málið í grein í Morgunblaðinu sem hét „Nú er lag fyrir okkur Ís- lendinga að henda peningunum í vit- leysu“. Greinin var meðal annars send til þess að fá viðbrögð frá sér- fræðingum ÍN við þeim upplýsingum sem ég hafði eftir Bossel. Engin við- brögð komu frá ÍN eða öðrum fylgj- endum vetnisvæðingarinnar. Það eru kannski svo lágar upphæðir sem hafa farið í þetta verkefni að það tekur því ekki að ræða það hvort þær nið- urstöður sem fyrir liggi núna réttlæti áframhald á því. Rannís mun hafa varið nálægt 600 milljónum króna á ári til þess að styrkja mestan hluta rannsókna á Íslandi. Ég hef ekki ná- kvæmar tölur um kostnaðinn við vetnisvagnaverkefnið en held að það sé hærri upphæð. Það væri gott ef ÍN upplýsti lesendur Morgunblaðsins um þetta því ekki hefur mér tekist að finna svör við þessu í þeim skýrslum sem eru á heimasíðu þeirra. Ég tel reyndar að almenningur eigi rétt á að fá a.m.k. upplýsingar um hvað mikið opinbert fé hefur verið sett í verk- efnið. Nýlega gerði ég athugasemd við grein Jakobs Björnssonar, fv. orku- málastjóra, sem fjallaði um svokallað FutureGen verkefni um orkufram- leiðslu úr kolum. Í svargrein hans sakar hann mig um að fara með rangt mál þegar ég segi að „Aðalatriði Fut- ureGen verkefnisins er ekki fram- leiðsla vetnis, enda er hér um ald- argamla framleiðsluaðferð að ræða. Aðalatriðið er söfnun koldíoxíðsins þannig að nýta megi orku jarð- efnaeldsneytis, sérstaklega kola, án þess að senda koldíoxíðið út í and- rúmsloftið“. Það að framleiðsla vetnis sé notuð til þess að ná orkunni úr kol- unum (um 60% orkunýting) um leið og koldíoxíðinu er safnað breytir því ekki að aðalatriðið er söfnun koldíox- íðsins. Lesendur þurfa ekki að hafa mín orð fyrir þessu þeir geta fengið staðfestingu á þessu af heimasíðu verkefnisins sjálfs en þar segir orð- rétt í greinargerð frá því í ágúst síð- astliðnum (Project Update, (Pro- gram Contact, Victor Der, U.S. Department of Energy): „The prim- ary goal for FutureGen is to validate the technical feasibility and the economic viability of zero emissions energy from coal …)“. Þetta má þýða á íslensku: Aðalmarkmið FutureGen verkefnisins er að sýna fram á að orkuframleiðslu úr kolum með eng- um útblæstri (á koldíoxíði, það er söfnun koldíoxíðsins og fergjun í iðr- um jarðar) sé tæknilega raunhæf og hagkvæm. Mér sýnist FutureGen verkefnið í raun vera óháð vetnisvæð- ingu samgöngukerfis Bandaríkjanna, sem Bush boðaði fyrir nokkrum ár- um, enda er einn möguleikinn sem þeir benda á um nýtingu vetnisins sá að framleiða rafmagn með því, vænt- anlega ekki til þess að nota þetta raf- magn síðan til þess að framleiða vetni með rafgreiningu! Það er athyglivert að Jakob segir að vetnisframleiðsla með rafgrein- ingu á Íslandi sé óraunhæf vegna þess að það er ekki samkeppnisfært við vetni framleiddu úr jarðgasi. Af þessu leiðir væntanlega að hann er sammála ÍN um að með hækkandi verði á jarðefnaeldsneyti verði vetn- isframleiðsla með rafgreiningu fyrir samgöngutæki samkeppnisfær eftir nokkur ár. Það sem fyrrnefndur Bossel og félagar benda meðal ann- ars á, er að vetni framleitt með raf- greiningu fyrir bíla eða almennings- vagna hefur í för með sér þvílíka sóun á orku að það geti aldrei keppt við rafknúin samgöngutæki. Það sem fram kemur á þeirra heimasíðu finnst mér miklu trúverðugra en það sem ég hef heyrt frá fylgjendum vetnis- væðingar og fv. orkumálastjóra á Ís- landi. Orkumál á villigötum Sigþór Pétursson fjallar um orkumál og vetnisvæðingu » Á þessum tíma hafðiég heyrt að vetnis- vagnaverkefninu í Reykjavík væri að ljúka og taldi ég líklegt að mönnum þætti nóg að gert í vetnisvæðingu Ís- lands að þessu sinni. Sigþór Pétursson Höfundur er prófessor í efnafræði við Háskólann á Akureyri. Sagt var: Tvö lög voru afgreidd frá alþingi. RÉTT VÆRI: Tvenn lög voru afgreidd … (Það voru ekki sönglög.) Gætum tungunnar AGALEYSI hefur verið til um- ræðu síðustu vikur í fjölmiðlum. Er ef til vill ákveðið agaleysi í íslensku þjóðinni? Margir líta á aga sem eitt- hvað vont og skelfilegt, en agi er mörk, agi er gæska og kærleikur og það þurfa allir einhver mörk í lífinu. Reglur um útivist- artíma barna og ung- linga er hluti af þeim mörkum sem sett eru, en of margir virða ekki þessi mörk. Hvað með hraðatakmarkanir á götum borgarinnar það eru mörk en hvað hefur verið að gerast nú í sumar, alltof margir virða ekki þessi mörk, oft með skelfilegum af- leiðingum. Það er merkilegt að fólk skuli ekki geta virt þau mörk sem sett eru. Við skulum athuga það að við fullorðna fólkið erum fyr- irmyndir barna og ung- linga, við skulum vera jávæðar fyrirmyndir og fara eftir ríkjandi reglum, ef við brjótum þær erum við ekki góð- ar fyrirmyndir. For- eldrar eiga að setja börnum og unglingum mörk. Allir þurfa mörk í lífinu bæði börn og full- orðnir. Ef ekki væru sett mörk væri hér hálfgert villimannasamfélag. Hver og einn gerði bara það sem hon- um sýndist. Það er ekki samfélag sem við kjósum að búa í. Við viljum að allir fari eftir þeim reglum sem settar eru og við viljum einnig geta verið örugg í þjóðfélaginu. Við eigum að geta geng- ið á götum úti óáreitt. Börn og unglingar eru yndislegar mannverur. Við megum ekki veita þeim sjálfstæði sem þau ráða ekki við. Það er engum hollt að vera sjálf- stæður of snemma í lífinu allra síst unga fólkinu okkar í dag. Foreldrar verða að vita hvar börnin þeirra eru, með hverjum þau eru og hvað þau eru að gera, það eru jú foreldrarnir sem bera ábyrgðina á uppeldi barna sinna. Það verður að setja börnum mörk. En hvaða mörk eru sett börn- um sem allt niður í 13 ára eru drukkin niður í bæ hvort heldur sem er á menningarnótt, versl- unarmannahelgi eða um aðrar helgar, ráfandi um göturnar langt fram eft- ir nóttu. Hvar eru for- eldrar þessara barna? Hvernig stendur á því að foreldrar leyfa börn- um að fara með vinum sínum á útihátíð eins og á Akureyri? Ég sá með eigin augum börn sem voru fermd í vor og að- eins eldri, útúrdrukkin og nokkur augsýnilega í öðrum efnum, reikandi um miðbæ Akureyrar. Þetta var skelfileg sjón, ég spurði mig oft hvar eru foreldrar þessara barna. Hvað er í gangi, þetta eigum við ekki að líða, þetta er ekki komið til að vera, ég samþykki það aldrei. Ég hef horft upp á unglinga verða áfengi og eiturlyfjum að bráð og það er skelfi- legt. Mig svíður að heyra fólk tala um að líklega sé þetta bara svona, unglingar eru farnir að drekka svo snemma, aldurinn er alltaf að færast niður. Nei, þetta á enginn að sætta sig við. Styðjum og styrkjum börnin okkar og verum með þeim, forðum þeim frá neyslu áfengis og/eða annarra vímu- efna, freistingarnar eru alls staðar, því miður. Það er sama hversu lítill hópurinn er sem hér um ræðir einn eða tuttugu, hver og einn ein- staklingur er svo dýrmætur. Hvetj- um börnin okkar og segjum þeim hversu mikið við elskum þau og ver- um með þeim, börnin eru það dýr- mætasta sem við eigum. Börnin okkar eru dýrmæt Björk Jónsdóttir fjallar um aga og fyrirmyndir Björk Jónsdóttir » Við skulumathuga það að við fullorðna fólkið erum fyr- irmyndir barna og unglinga, við skulum vera já- kvæðar fyrir- myndir og fara eftir ríkjandi reglum … Höfundur er móðir og skólastjóri Brúarskóla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.