Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 31
fólks en hún er svolítið brettaleg. Við seljum líka mikið af svokölluðum tölvuskinnum, sem er þunnt en sterkt slíður utan um tölvuna og þá er hægt að hafa hana vel varða í venjulegri tösku eða grípa hana með sér undir hendinni.“ Töskur til skiptanna Sigurður segir að það sé mikil sala í tölvutöskum allt árið og þeir selji varla orðið fartölvu án þess að fólk fái sér tösku með. „Fólk kemur líka til að endurnýja fartölvutöskuna eða kaupa sér aðra til skiptanna. Þegar verið er að þvælast um með tölvuna allan daginn, alla daga, vill fólk eiga tösku til skiptanna.“ Sigurður bendir á sér til stuðn- ings um breytta tíma í far- tölvutöskum að þeir hafi sett upp spegla í búðinni eftir margend- urteknar athugasemdir við- skiptavina um að slíkt vantaði. „Fólk vill spegla sig með töskuna til að sjá hvernig hún passar við það.“ Fartölvutöskur fást ekki eingöngu í tölvubúðum því þær má einnig finna í raftækjabúðum, tískuvöru- og ritfangaverslunum. Auk þess sem hægt er að finna mikið úrval af þeim á hinum ýmsu netsíðum. Þá er bara að passa að kaupa tösku af réttri stærð undir tölvuna og sjá til þess að hún sé í stíl við persónu hvers og eins svo heildarútlitið sé í lagi þegar mætt er í vinnuna eða skólann. Nettar Fartölvutöskur sem líta ekki út fyrir að vera fartölvutöskur eru málið um þessar mundir. Græn og rósótt úr Apple-búðinni og svört úr Debenhams. neytendur MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 31 E N N E M M / S ÍA / N M 2 3 12 0 Á NÆSTUNNI munu fetaostar frá Mjólku sem seldir eru í gler- krukkum koma á markað með breyttum merkingum. Með því að breyta merkingunum er brugðist við óskum um að aðgreina betur framleiðslu Mjólku frá vörum annarra framleiðenda um leið og útlit merkinga er samræmt betur því sem er á öðrum fetaosti frá Mjólku. „Við föllumst á að það hafi verið ákveðin hætta á ruglingi og teljum að það sé í þágu neytenda að það fari ekki á milli mála hvenær þeir eru að kaupa feta frá Mjólku og hvenær þeir eru með innflutta eða ríkisstyrkta vöru í höndunum,“ segir Ólafur M. Magn- ússon, framkvæmdastjóri Mjólku, í fréttatilkynningu frá Mjólku. Þar stendur enn fremur að á þeim níu mánuðum sem liðnir eru frá því að fetaosturinn frá Mjólku kom fyrst á markað hafi viðtökur neytenda verið mjög góðar og á fyrstu sex mánuðunum hafi fyrir- tækið náð tveggja ára sölumarkmiðum sínum. Í dag eru fram- leiddar 12 tegundir af fetaosti hjá Mjólku auk fjögurra tegunda af sýrðum rjóma. Mjólka breytir merkingum Freyðandi freist- ingar Húsgagnahöll- in, Bodum pressu- kanna 2.490 kr. Bodum mjólkurþeyt- ari 1.480 kr. Kaffi- tár: Update mjólk- urkanna 2.190 kr. Te og kaffi, Espresso krumpuglas 545 kr. Sætt og seiðandi Kaffitár, Amaretto kaffisýróp 187 ml. 380 kr. Súkku- laðihúðaðar kaffibaunir 100 gr. 300 kr. Selebes kaffi 250 gr. 580 kr. Hús- gagnahöllin, Zone súkkulaðidreifari 1.380 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.