Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í FYRSTA lagi. Samkvæmt er-
indisbréfi frá 16. janúar 2006 var
verkefni Ásmundar-nefndarinnar
tvíþætt. Annars vegar að fjalla um
búsetu- og þjónustumál aldraðra
með tilliti til fjölbreyttari búsetu-
forma, stoðþjónustu og samþætt-
ingar heimahjúkrunar og fé-
lagslegrar heimilisþjónustu. Þetta
var forgangsverkefni,
enda meginskylda
okkar að búa veikum
öldruðum viðunandi og
nútímalegan dval-
arstað og þjónustu, en
á því sviði erum við
langt á eftir nágranna-
löndum. Í öðru lagi að
skoða fyrirkomulag
tekjutengingar bóta
með hliðsjón af skerð-
ingum bóta lífeyr-
isþega vegna tekjuöfl-
unar, þar sem
jafnframt verði þó
horft til tekjujöfnunarhlutverks
tekjutengingar bóta.
Að okkar áliti náðist viðunandi
árangur varðandi fyrra verkefnið –
ef staðið verður við gefin loforð.
Varðandi síðara verkefnið náðist
alls ekki sá árangur sem við sótt-
umst eftir. Við teljum aðalástæðu
þess vera skýr skilaboð frá stjórn-
völdum um að ef ekki yrði gefið eft-
ir í lífeyrismálum væri þjón-
ustuþátturinn í uppnámi.
En fleira kom til er olli okkur
verulegum erfiðleikum í viðræðum
við stjórnvöld og sýnir í hnotskurn
að afar erfitt er að ná samningi við
þá aðila, m.a. vegna þekkingar- og
skilningsleysis á högum aldraðra.
Staðreynd er að stjórnvöld hafa
ekki birt grundvallarupplýsingar
um hagtölur, sem aðrar þjóðir birta
árlega og hefðu haft áhrif á afstöðu
okkar. Þessu til sönnunar má nefna
eftirfarandi:
1. Upplýsingar um „opinberan
framfærslukostnað“ í landinu fást
ekki.
2. Engar upplýsingar lágu fyrir
um meðaltalslífeyri.
3. Upplýsingar um hratt vaxandi
launamun samkvæmt svokölluðum
Gini-stuðli, hafa ekki verið birtar sl.
áratug á Íslandi. Hinn mikli launa-
munur kemur harðast niður á eldri
borgurum, en nær helmingur 67 ára
og eldri falla í lægstu tíund launa-
skalans.
4. Fyrir tíu árum var launa-
mismunur einna minnstur á Íslandi
í Vestur-Evrópu, en nú
erum við í hópi þeirra
þjóða sem hafa hæstan
Gini-stuðulinn. Staða
bótaþega á Íslandi er
þó í raun verri en í
mörgum nágranna-
löndum því að matar-
og lyfjakostnaður er 40
til 50% hærri en í ná-
grannalöndum, sam-
anber úttekt ríkisend-
urskoðunar og ASÍ
2006.
Fjármálaráðuneytið
neitar blákalt að skatt-
byrði á lægstu laun hafi þyngst um
10% á sl. áratug. Ríkisskattstjóri og
háskólamenn eru sammála okkur í
þessu máli. Einu svör fjármálaráðu-
neytis, og nú síðast formanns
stærsta þingflokksins í Frétta-
blaðinu sl. laugardag, eru upp-
skálduð reiknisdæmi sem á engan
hátt eiga við um bótaþega. Það er
staðreynd að kaupmáttur láglauna-
fólks hefur hækkað mun minna en
almennings. Gagnorðuðum og vel
unnum rannsóknum Stefáns Ólafs-
sonar er svarað með illa unnum yf-
irlýsingum.
Við teljum okkur hafa skrifað
undir áætlun í formi yfirlýsingar og
höfum aldrei samþykkt að störf
okkar að frekari úrbótum væru lögð
á hilluna næstu fjögur árin. Á fund-
inum í Ráðherrabústaðnum þann
19. júlí s.l. og í Kastljósi með for-
sætisráðherra gerðum við fulla
grein fyrir þeim kröfum sem enn
stæðu útaf borðinu. Má þar m.a.
nefna ítarlega úttekt á trygg-
ingalöggjöfinni, eins og segir í er-
indisbréfi forsætisráðherra. Nánari
útfærslu á lækkun skerðinga
gagnast í auknum mæli þeim sem
meiri tekjur hafa, ef ekki koma til
fleiri skattþrep, og gerðum við ít-
arlega grein fyrir kröfum okkar um
tvö skattþrep og fjármagnssköttun
á ávöxtunar- og verðbótahluta líf-
eyrissjóðsgreiðslna.
Að lokum skal tekið fram að í yf-
irlýsingu ríkisstjórnarinnar og LEB
segir m.a. „að yfirlýsingin sé til
vitnis um gagnlegt samstarf og
samráð aðila og endurspegli sam-
komulag um aðgerðir ríkisvaldsins í
málefnum aldraðra sem komi til
framkvæmda næstu fjögur árin,
eins og nánar er lýst í tillögum
nefndarinnar.“
Þessi yfirlýsing, eða samkomulag,
kemur á engan hátt í veg fyrir að
LEB haldi áfram harðri baráttu
fyrir bættum kjörum aldraðra, sam-
anber þær kröfur sem að framan
greinir, enda er í yfirlýsingunni eða
samningnum ekki greint frá fyrr-
nefndum kröfum.
Leitað verður til Alþingis í þess-
um efnum og væntum við stuðnings
þingmanna við okkar óskir. Við
treystum því að samkennd og
mannúð stýri afstöðu þingmanna í
þessu máli. Að öðrum kosti verður
barist fyrir því að ellilífeyrisþegar
og 68-kynslóðin, sem nú hefur vakn-
að, muni fylgja þeim frambjóð-
endum í þingkosningum sem styðja
kröfur okkar um úrbætur á lífs-
kjörum láglaunafólks, þar á meðal
ellilífeyrisþega.
Við erum ekki lögst í kör
Ólafur Ólafsson fjallar um
kjör eldri borgara » Staða bótaþega á Ís-landi er þó í raun
verri en í mörgum ná-
grannalöndum því að
matar- og lyfjakostn-
aður er 40 til 50% hærri
en í nágrannalönd-
um …
Ólafur Ólafsson
Höfundur er formaður LEB.
MIG langar til að koma á framfæri
þakklæti við Rauða kross Íslands og
Íslendinga sem hafa stutt dyggilega
við starf Rauða kross-
ins í Malaví í þágu
þeirra sem eiga um sárt
að binda vegna alnæm-
is.
Samstarfið hófst árið
2000 í framhaldi af
söfnun Rauða kross Ís-
lands fyrir alnæm-
issmitaða í sunn-
anverðri Afríku. Það
sama ár hétu Rauða
kross félögin í Afríku
og samstarfsfélög
þeirra því að auka að-
stoð við þá sem líða
vegna alnæmisvandans.
Á þessum tíma skorti
okkur í Malaví reynslu
á þessu sviði og fjár-
magn til að vinna að
undirbúningi og fram-
kvæmd alnæmisverk-
efna. Hins vegar gátum
við nýtt reynslu okkar
af öðrum verkefnum
sem byggjast á starfi
sjálfboðaliða að fræðslu
og heilsuvernd í sínu
samfélagi.
Samstarfi Rauða
kross Íslands og mal-
avíska Rauða krossins
var valinn staður í
Nkalo í Chiradzulu-héraði en það er
eitt fátækasta svæði landsins. Þar er
hlutfall alnæmissmitaðra hvað hæst
og félags- og heilbrigðisþjónusta er
bágborin. Í Nkalo er þéttbýlt, mennt-
unarstig er lágt og flestir eru sjálfs-
þurftarbændur með litla landskika til
ræktunar.
Sjálfboðaliðar úr héraðinu voru
þjálfaðir í heimahlynningu fyrir þá
sem á þurftu að halda. Að auki sjá
sjálfboðaliðar um fræðslu og koma af
stað sjálfshjálparhópum í samvinnu
við smitaða.
Verkefnið gengur nú mjög vel og í
samráði við Rauða kross Íslands var
ákveðið að beina sjónum enn frekar að
börnum sem líða vegna alnæmisvand-
ans. Nauðsynlegt er að
hlúa að foreldrum svo
þeirra njóti við sem
lengst og finna mun-
aðarlausum börnum ný
heimili. Einnig þarf að
aðstoða fóstur-
fjölskyldur og upplýsa
börnin um uppruna sinn
og erfðarétt. Veita þarf
börnum aðstoð til að
halda áfram skólagöngu
og tryggja að þau fái
góða næringu, m.a. með
að koma upp mat-
jurtagörðum. Yngstu
börnin fá mat í athvörf-
um sem verið er að koma
upp og fá þar kennslu og
umönnun. Þorpsbúar sjá
um að byggja athvörfin
en Rauði krossinn útveg-
ar efnið sem til þarf.
Vonir standa til að hægt
verði að byggja þrjú at-
hvörf í Nkalo strax á
þessu ári.
Í öllu okkar starfi er
mikil áhersla lögð á
fræðslu við að koma í
veg fyrir fordóma í garð
smitaðra og aðstand-
enda, og til að hefta út-
breiðslu sjúkdómsins.
Alnæmisverkefnið í Nkalo er nú fyr-
irmynd verkefna í þágu barna sem
stefnt er að að framkvæma í fleiri hér-
uðum Malaví.
Starf okkar til stuðnings börnunum
í Nkalo getum við ekki unnið án stuðn-
ings ykkar Íslendinga og því hvetjum
við ykkur til að leggja okkur lið í dag.
Stuðningur Íslend-
inga er mikilvægur
Ethel Kaimira þakkar Íslend-
ingum þeirra framlag í átakinu
Gengið til góðs
Ethel Kaimira
» Í öllu okkarstarfi er
mikil áhersla
lögð á fræðslu
við að koma í
veg fyrir for-
dóma í garð
smitaðra og að-
standenda, og til
að hefta út-
breiðslu sjúk-
dómsins.
Höfundur er aðstoðarframkvæmda-
stjóri Rauða kross Malaví.
EINS OG fram hefur komið
sögðu sjálfstætt starfandi hjarta-
læknar upp samningi sínum við
ríkið um síðustu áramót og tók
uppsögnin gildi 1. apríl sl. Sama
dag tók gildi ný reglugerð nr. 241/
2006.
Reglugerð í stað samninga
Reglugerðin hefur í för með sér
að ef sjúklingur vill að Trygg-
ingastofnun ríkisins taki þátt í
kostnaði við heimsókn til sjálf-
stætt starfandi hjartasérfræðings
þarf hann tilvísun frá heim-
ilislækni til að fá endurgreiðslu
frá TR. Þar sem áður dugði ein
ferð til hjartalæknis þarf sjúkling-
ur nú þrjár ferðir á jafnmarga
staði.
Stór hluti samskipta hjarta-
lækna og sjúklinga þeirra hefur
verið reglubundið eftirlit án milli-
göngu annarra lækna. Ástæður
fyrir uppsögn hjartalæknanna á
samningnum var að einingar í
samningi sérgreinalækna og ríkis
nægðu ekki fyrir þeim fjölda er til
þeirra leitaði.
Hjartaheill og Hjartavernd hafa
lengi haldið uppi áróðri og boðið
upp á mælingar á blóðfitu og blóð-
þrýstingi til að vekja fólk til vit-
undar um fyrstu einkenni hjarta-
sjúkdóma. Mælingarnar hafa
aukið sókn í þjónustu hjartalækna
og verið forvörn gegn alvarlegum
áföllum. Fleiri komast nú fyrr
undir læknishendur, komast hjá
að fara í stórar og dýrar aðgerðir
og geta síðan lifað eðlilegu lífi.
Það er árangur sem hlýtur að
skipta miklu máli og sýnir nauð-
syn fullnægjandi þjónustu við
hjartasjúklinga.
Þetta mál vekur margar áleitn-
ar spurningar.
1) Er ekki sjálfsögð krafa að
stjórnvöld leiti eftir áliti og sam-
starfi við hagsmunasamtök sjúk-
linga?
Hjartasjúklingar hafa með sér
öflug samtök sem einnig eru
ásamt nokkrum öðrum sjúklinga-
samtökum aðilar að SÍBS. Um-
rædd reglugerð var sett á af
stjórnvöldum án nokkurrar vitn-
eskju, hvað þá samráðs við samtök
þessa hóps. Deilan snerist þó fyrst
og fremst um hagsmuni þeirra.
Auk þess var kynning stjórnvalda
á reglugerðinni ófullnægjandi.
Sjúklingasamtök gegna mik-
ilvægu hlutverki. Innan þeirra
geta sjúklingar sótt styrk hver til
annars og þau berjast fyrir og
gæta hagsmuna þeirra. Eitt besta
dæmið þar um eru samtök berkla-
sjúklinga, SÍBS sem byggðu upp
Reykjalund af ótrúlegri framsýni
og krafti. Eins og flestir vita er nú
rekin þar öflugasta
endurþjálfunarstöð
landsins sem sinnir
mörgum sjúklinga-
hópum.
Það er algerlega
úr takti við nú-
tímann að neyt-
endur þjónustu hafi
ekkert um fram-
kvæmd hennar að
segja.
2) Er ekki augljós
mismunun í því
fólgin að setja tilvís-
unarskyldu á suma hópa sjúklinga
en ekki aðra ? Stenst það jafnræð-
isreglu stjórnarskrárinnar?
Við höfum fullan hug á, ef ekki
rætist úr, að fá úrskurð umboðs-
manns Alþingis þar um. Reglu-
gerðin mismunar einnig hjarta-
sjúklingum. Aðeins þeir sem hafa
notið þjónustu sjálfstætt starfandi
hjartalækna þurfa tilvísun en þeir
sem leita til hjartalækna starfandi
innan veggja sjúkrahúsa þurfa
enga tilvísun að sýna. Til eru lög
um réttindi sjúklinga. Fróðlegt
væri einnig að fá túlkun lögfróðra
hvort þessi reglugerð gengur ekki
gegn 3. grein þeirra laga. Þá mis-
munar hún læknum þar sem sér-
staklega er kveðið á að einungis
heilsugæslu- og heimilislæknar
megi skrifa þessar tilvísanir.
3) Leiðir reglugerðin til hag-
ræðingar?
Eins og margir óttuðust þegar
reglugerðin var sett hefur fimm
mánaða reynslutími ekki sýnt
fram á að hún sé hagkvæm á
nokkurn hátt, a.m.k. ekki fyrir
sjúklingana. Hver sjúklingur verð-
ur nú að fara þrjár ferðir fram og
til baka til að fá endurgreidda
þjónustu hjartalæknis. Varla
þarf að útskýra það óhagræði,
tímasóun og kostnað sem þessu
fylgir. Þyngst verður þetta þeim
sem búa við lakastar aðstæður
og heilsu. Hætta er á að margur
úr þeim hópi muni veigra sér við
að leita sér nauðsynlegrar lækn-
ishjálpar þegar frá líður. Þá er
vitað að ýmsir sem heimsækja
hjartalækna greiða allan kostn-
aðinn sjálfir.
Heilbrigðisráðherra sagði í
blaðaviðtali 14. ágúst sl. að þau
mál sem hún hefði sett á oddinn
væru lýðheilsumál og málefni
eldri borgara. SÍBS og Hjarta-
heill fagna þessu frumkvæði ráð-
herra og óska henni alls góðs í
framkvæmd góðra mála. Lýð-
heilsa er umfangsmikið hugtak
og rúmar fjöldamarga þætti.
Einn mjög mikilvægur er að
sjúklingar fái rétta meðhöndlun
sem fyrst og síðan reglulega eft-
irfylgd þeirra sem best kunna til
verka til að vinna bug á eða
halda sjúkdómnum í skefjum.
Það minnkar líkur á sjúkra-
húsvist og dýrum aðgerðum,
vinnutapi og jafnvel ótímabærum
dauða. Það er því þjóðhagslega
mjög hagkvæmt.
Lausn á þessu máli byggist á
að samningar náist milli ríkisins
og sjálfstætt starfandi hjarta-
lækna og því skorum við á heil-
brigðisráðherra að hafa frum-
kvæði að samningaviðræðum við
hjartalækna þegar í stað. Það er
mikilvægt lýðheilsumál og engin
ástæða til að ætla annað en að
heilbrigðisráðherra vilji fylgja
orðum sínum eftir með aðgerðum
sem sátt er um meðal hjarta-
sjúklinga.
Hjartaheill og SÍBS eru fús til
samstarfs við ráðherra og ráðu-
neyti heilbrigðis- og trygginga-
mála og önnur stjórnvöld um öll
mál er snúa að forvörnum, bættri
heilsu, betri og hagkvæmari heil-
brigðisþjónustu fyrir félagsmenn
sína og aðra landsmenn.
Ósanngjörn reglugerð
Haraldur Finnsson og Helgi
Hróðmarsson fjalla um þjón-
ustu við hjartasjúklinga
» Lausn á þessu málibyggist á að samn-
ingar náist milli ríkisins
og sjálfstætt starfandi
hjartalækna og því
skorum við á heilbrigð-
isráðherra að hafa
frumkvæði að samn-
ingaviðræðum við
hjartalækna þegar
í stað.
Helgi Hróðmarsson
Haraldur Finnsson er formaður
Hjartaheilla á höfuðborgarsvæðinu.
Helgi Hróðmarsson er fram-
kvæmdastjóri SÍBS.
Haraldur Finnsson
Páll Jóhann Einarsson skrifar
um trú og vísindi.
Gunnar Jóhannesson skrifar
um trú og vísindi.
Guðjón Sveinsson: Rík þjóð en
fátæk í anda.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar