Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 45 spennt og ánægð að það geislaði af þér gleðin, þú ætlaðir að flytja til Eg- ilsstaða, ég samgladdist þér, en innst inni fannst mér það ömurlegt, mér leið eins og þegar þú fluttir frá Hofs- ósi, þú varst að fara frá mér aftur. En á Egilsstöðum eignaðistu góða vini og þú varst svo hamingjusöm og ánægð með lífið, en þá varstu tekin frá okk- ur, þegar lífið brosti svo breitt til þín. En núna ertu komin til ömmu, þar sem þú vildir alltaf vera, og þarft ekki lengur að rífast við okkur hin frænd- systkinin um ömmu. En elsku Unnur, minningin um þig mun alltaf lifa í hjarta mínu, ég geri allt sem ég get til að standa við bakið á fjölskyldu þinni, eftir þennan mikla missi. Hafðu það gott með ömmu. Þín frænka og vinkona, Bylgja. Elsku Unnur Bettý, þetta mánu- dagskvöld var eitt af því óraunveru- legasta sem ég hef upplifað, ég sat heima í stofu fyrir framan sjónvarpið þegar síminn hringdi, símtalið byrj- aði bara á spjalli og áður en ég vissi af fékk ég kalda vatnsgusu í andlitið þegar ég fékk þær slæmu fréttir að þessi unga stúlka í slysinu fyrir aust- an hafi verið þú. Svona fréttum er alltaf erfitt að kyngja, sérstaklega þegar svona góðhjartaðar manneskj- ur eru teknar frá okkur, persóna eins og þú sem alltaf var tilbúin til að hjálpa öðrum sama hvernig á stóð. Það var enginn minni en aðrir í sam- félaginu í þínum augum. Ég man þegar Unnur kom í blokk- ina fyrst, það var nú ýmislegt prakk- arast á þeim tíma sem við vorum saman í blokkinni. Leikherbergið sem mömmur okkar útbjuggu handa okkur í kjallaranum. Þær voru ekki fáar ferðirnar sem við hjóluðum í sveitina til að kíkja á hænsnin. Nú þegar við Unnur vorum orðnar hálffullorðnar lágu leiðir okkar ekki mikið saman en þó reyndum við að halda tengslin. Við héldum okkar hefð að fara á hverjum aðfangadegi í messu sama hvernig veðrið var, við létum okkur hafa það. Seinasta að- fangadag var engin messa okkur til mikillar gremju en það bættist nú upp því við vorum svo heppnar að vera að vinna saman akkúrat þennan dag. Við fengum alla vega að vera saman þennan dag ætli það hafi ekki verið eitthvað sem okkur þótti mik- ilvægt þó við hefðum kannski ekki áttað okkur á því fyrr en í fyrra ein- mitt þegar messan okkar var felld niður. Heimurinn getur verið svo grimmur oft að það nær engri átt, loksins þegar lífið leikur við mann vill það oft taka snöggan og oft ekki fal- legan endi. Ég trúi að Unnur eigi eftir að fylgj- ast með og gæta okkar. Mér þótti rosalega vænt um hana, ég hafði aldr- ei trúað hvað það væri erfitt að missa svona nálægan vin. Þegar ég var fimm eða sex ára dó afi minn og ég skildi aldrei af hverju mamma var að gráta yfir því að hann væri dáinn, en á þessu augnabliki þegar ég rifja þetta upp skil ég hana fullkomlega. Elsku Guðrún og Gummi, ég veit að amma Bettý tekur vel á móti Unni ykkar og mun hugsa óskaplega vel um hana fyrir ykkur, við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur að hún sé ekki í góðum höndum. Ég votta ætt- ingjum og vinum alla mína samúð um leið kveð ég góða vinkonu með sökn- uð í hjarta. Þín vinkona Matthildur. Í dag ríkir mikil sorg í huga mín- um, síst átti ég von á að kveðja þig svo snöggt. Fregnin um að Unnur Bettý Guðmundsdóttir hefði verið tekin frá okkur í hörmulega slysi 28. ágúst sl. varð mér mikill harmur og hef ég séð á bak góðum vini. Þó leiðir okkar hafi legið í sundur með árunum og við hist æ sjaldnar fór ávallt vel á með okkur. Það eru margar minningarnar sem fljúga gegnum hugann og gleymi ég seint þeirri stundu þegar þú komst til mín og skráðir þig í björgunarsveit- ina, Unglingadeildina Trölla. Þarna kom 14 ára stelpa, full af krafti og dugnaði sem ávallt tókst að virkja krakkana með í það sem gera þurfti. Ef eitthvað þótti miður skemmtilegt, heyrðist gjarnan í Unni, „það þarf nú stundum að gera leiðinlegu hlutina líka, svo skemmtilegu hlutirnir verði skemmtilegir og þannig er það nú bara“. Ef eitthvað var um að vera í Sveinsbúð á þessum árum varst þú mætt á svæðið, byrjuð að taka til hendinni eins og þér einni var lagið og ekkert verið að tvínóna við hlutina. Þegar þú minnkaðir við þig í starfi björgunarsveitarinnar vegna anna, sáum við á bak góðum félaga sem starfaði af hugsjón. Þótt þú hefðir sagt þig úr starfi sveitarinnar vegna anna, komst þú alltaf þegar mikið var að gera, einkum í kringum jól og ára- mót, endaði yfirleitt með því að þú varst komin með fullt af verkefnum og sást ekki út úr augum, ekki var kvartað yfir því. Síðast þegar ég frétti af þér, var þegar þið Eygló hitt- ust í Varmahlíð, þú á leið austur og hún vestur. Skyndilega kveður þú þennan heim, mig setur hljóðan á stundu sem þessari og velti fyrir mér tilgangi lífs- ins. Megi guð varðveita og blessa minningu þína, hún mun lifa í hjarta okkar sem þekktu þig og voru þér samferða. Guðmundur, Guðrún, Björn Svav- ar, Brynjar Örn og aðrir aðstandend- ur, votta ég ykkur mína dýpstu sam- úð. Ingvar Gýgjar Sigurðarson. Við sitjum hérna og rifjum upp all- ar góðu minningarnar sem við áttum með þér, meðan tárin trítla niður kinnarnar. Það eru engin orð sem fá því lýst hversu sárt það er að missa þig. Elsku Unnur þú vast tekin frá okkur allt of fljótt, en við geymum all- ar góðu stundirnar með þér í hjarta okkar. Þú varst svo hress og kát stelpa og þrátt fyrir hindranirnar sem urðu á vegi þínum stóðstu alltaf eins og klettur. Það var sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, þú gerðir allt vel og varst hörkudugleg. Björgunar- sveitin spilaði stóran þátt í lífi þínu, þar eyddir þú mörgum stundum og þar leið þér vel. Á síðustu árum grunnskólagöngu okkar kynntumst við þér best. Okkur er það minnis- stæðast hversu dugleg þú varst að taka þátt í félagslífi skólans og þá sér- staklega við uppsetningu leikrits 10. bekkjar. Það var sama hverju þurfti að redda þú varst rokin til með bros á vör. Svo kom að Danmerkurferðinni og öllu því sem henni fylgdi. Þar þétt- ist hópurinn til muna og án efa var þetta eitt ógleymanlegasta ævintýri bekkjarins. Guð tók þig er þú varst í blóma lífs- ins og maður hugsar alltaf af hverju, af hverju þú og af hverju svona snöggt. Það var svo margt sem við áttum ósagt og ógert. Við viljum samt trúa því að þér hafi verið falið annað æðra hlutverk á öðrum og betri stað. Guð nú vinur haldi í þína hönd, hjálpi þér og verndi alla stund. Gæfunnar hann leiði þig um lönd, lukkunnar á nýjan endurfund. Sorgir allar svífi nú á braut sjálfur komir heill úr hverri raun. Leysir vinur hverja þunga þraut, þerrist tár og grói andleg kaun. (Lilja Bjarkardóttir) Elsku Guðmundur, Guðrún, Björn og Brynjar, við biðjum Guð að styðja ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum, hugur okkar er hjá ykkur. Anna Berglind, Anna Ragna og Sara Björk. Takk fyrir tímann sem við með þér áttum, tímann sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir góða tíð eftir kveðjuna hér. Þinn orðstír mun lifa um ókomna daga. Indælar minningar hjarta okkar ber. (P.T.) Þegar þær fréttir bárust mér að kveldi 28. ágústs sl. að enn eitt bana- slysið hefði orðið í umferðinni datt mér ekki í hug að þar færi ung stúlka sem ég þekkti svo vel en þekkti þó ekki. Það eru einungis rúm þrjú ár síðan ég horfði á Unni Bettý taka við prófskírteininu sínu við skólaslit Ár- skóla á Sauðárkróki. Þarna var hún búin með grunnskólann og svo glöð og ánægð með sjálfa sig, með lífið, með allt, svo full tilhlökkunar að tak- ast á við framhaldsskólann og lífið sjálft og bara allt það sem framtíðin bauð henni upp á. Í dag horfum við á eftir þessari lífsglöðu stúlku ofan í jörðina og við veltum því fyrir okkur hver sé eiginlega tilgangurinn, er ein- hver tilgangur með þessu öllu? Það er sannarlega fátt um svör. Ég veit ekki hver tilgangurinn er, hins vegar trúi ég því að öll okkar tilvera sé í höndum Guðs almáttugs og við verðum að trúa því að allt hafi sinn tilgang, líka líf og dauði þessarar indælu stúlku. Það er stórt skarð sem höggvið hefur verið í fjölskyldu Unnar Bettýjar og við sem eftir erum verðum að horfast í augu við það að hún er farin frá okk- ur og við getum ekki kvatt hana eða fullvissað hana um hve okkur þótti vænt um hana, á annan hátt en að hugsa til hennar og biðja þess að henni líði vel þar sem hún er. Foreldrum hennar, bræðrum og öðrum aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur og varðveita. Minningin um þessa indælu stúlku lifir. Sigrún M. Gunnarsdóttir og fjölskylda. Ég kynntist Unni Bettý núna um miðjan júní er hún kom til starfa hjá mér á sumarhótelinu Hótel Eddu Eiðum. Ég talaði við hana í síma og nokkrum dögum síðar var hún komin til vinnu hjá mér. Unnur var frábær starfskraftur og mjög fjölhæf, það var sama hvaða verkefni henni var rétt, allt leysti hún vel af hendi. Ég sá hvernig sjálfstraustið jókst með hverjum deginum sem leið. Hún var mjög fljót að tileinka sér verkin og þurfti ekki að segja henni nema einu sinni hvernig gera átti hlutina og þá gat ég treyst því að hlutirnir yrðu vel gerðir. Við vinnu í veitingasalnum var henni hrósað í hástert fyrir einlæga og góða þjónustu. Þannig var hún í allri sinni umgengni við bæði gesti og samstarfsmenn. Hún vildi allt fyrir alla gera og bað ekki um neitt í stað- inn. Hún var vinur vina sinna. Allir starfsmenn bjuggu saman á hótelinu og var samband okkar betra fyrir vikið. Oft sátum við Unnur eftir vinnu og spjölluðum um daginn og veginn, til dæmis framtíðina og hvað við vildum gera eftir sumarið. Ég get ekki lýst sjokkinu sem kom er ég heyrði að Unnur væri dáin, þessi brosmilda, góða og yndislega stelpa sem allir elskuðu og dáðu. Unnur Bettý, ég þakka þér fyrir þennan tíma sem ég fékk að kynnast þér. Guðmundur, Guðrún, Brynjar Örn og Björn Svavar, megi Guð varðveita ykkur í sorg ykkar. Jón Gunnar, Hótel Edda Eiðar. Elsku Unnur Bettý (bo), ég trúi varla ennþá að þú sért farin frá okk- ur. Við vorum bara búnar að þekkjast í tæpt ár en vorum límdar saman all- an tímann nema upp á það síðasta. Ég var svo oft að hugsa til þín og ætl- aði að hafa samband en ég hélt alltaf að ég myndi hafa nægan tíma. Það var svo gaman oft hjá okkur eins og þegar við leigðum saman, þú varst alltaf svo góð við Ragnheiði og dýrkaði hún þig, þú varst nú viðstödd marga atburði í lífi hennar, 1 árs af- mælið, þegar hún fór að tala og margt fleira sem ég ætla að segja henni frá í framtíðinni. Hún man ennþá að þú gafst henni lala bangsann sinn og segir oft „Unnur“ þegar hún leikur sér að honum. Og þegar við vorum að fara allar saman á skrallið ég, þú og Ríkey. Á tímabili vorum við alltaf 3 saman. Og eru til ófáar myndir af öllu sem við gerðum af okkur. Árámótin seinustu vorum við allar saman heima hjá mér og minningarnar síðan það kvöld verða alltaf til. Öll ferðalögin sem við fórum í og þá séstaklega þegar við stoppuðum í Borgarvirki og nutum sólarinnar á leiðinni suður og svo ferðin til Búdapest í apríl. Ég mun geyma allar góðu minn- ingarnar um þig alla ævi. Fallega brosið þitt og húmorinn, traustið og vináttan, ef það var eitthvað að varstu alltaf fyrst á staðinn til að hjálpa. Við gátum líka setið tímunum sam- an og spjallað um heima og geima og veltum oft fyrir okkur hvað fólk myndi halda ef það hefði heyrt í okk- ur, en þér var sama, varst bara eins og þú varst. Ég átti eftir að segja þér frá svo miklu sem hefur gerst í und- anfarið hjá okkuð mæðgum en von- andi kemur annar tími til þess. Takk fyrir allt dúllan mín. Nálgast nú sólin náttstaðinn, nú ertu fjarri, vinur minn. Skyldum við hittast í morgunmund, mild verður gleðin við endurfund. (Sigurður Ágústsson) Við mæðgur vottum fjölskyldu, að- standendum og vinum Unnar okkar innilegustu samúð. Inga Sk. og Ragnheiður Petra. Elsku Unnur, það líður ekki sá dagur að við hugsum ekki til þín, sjáum fyrir okkur bros þitt sem lýsti upp allt og allir tóku eftir. Við kynnt- umst þér fyrst á Hofsósi í afmæli sem við vorum í, þú sagðir okkur að þú værir að fara að flytja á Krókinn. Þú varðst brátt góð vinkona okkar og komst í bekkinn hjá Þuríði. þegar leið á unglingsárin minnkuðu tengsl okk- ar en samt höfðu við samskipti. Fyrir rúmum tveim árum byrjaðir þú að vinna á Shellsport þar sem við unnum og þá urðum við aftur góðar vinkon- ur. Seinasta sumar vorum við mikið saman bæði í vinnunni og utan henn- ar, vorum að vinna saman næstum því á hverjum degi. Þú varst svo opin og hlý persóna og deildir öllu með okkur. Þú varst hörkudugleg og gerðir allt vel sem þú tókst þér fyrir hendur. Þakka þér æðislega fyrir allt sem við fengum að upplifa með þér, þú átt stað í hjarta okkar og þér verð- ur aldrei gleymt. Unnur, við trúum því að þú sért á góðum stað og að þér líði vel, sért hjá ömmu þinni sem þér þótti svo ótrúlega vænt um. Hvíldu í friði, elsku vinkona okkar. Elsku Gummi, Guðrún, Bjössi og Brynjar við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og við hugsum til ykk- ar á þessum erfiða tíma. Þuríður Elín og Erla Hrund Þórarinsdætur. Ég á mjög erfitt með að trúa að þetta hafi gerst, mér líður eins og ég sé föst í einhvers konar slæmum draumi og vona að ég vakni sem fyrst. Hvernig getur lífið verið svona miskunnarlaust og ósanngjarnt? Að hrifsa burtu unga stúlku í blóma lífs- ins. Eftir erfiðleika síðustu ára var eins og ský hefði dregið frá sólu og geislar hennar hefðu loks náð að verma líf hennar, en þá var öllu lokið getur almættið verið ósanngjarnara en það? Unnur Bettý hafði alla tíð átt sérstakan stað í hjarta mínu, hún var mér sem dóttir. Unnur átti yndislega foreldra og bræður og fjölskyldan stóð saman í blíðu og stríðu, fyrir þau er þetta gríðarlegt áfall eins og gefur að skilja, elsku yndislegu Guðrún, Gummi, Björn Svavar og Brynjar Örn þið vitið hvernig mér líður og ég finn sárt til með ykkur. Þið þurfið að standa þétt saman eins og þið hafið alltaf gert, núna er það lífsnauðsyn. Við verðum að halda áfram þó í dag virðist það óhugsandi. Þótt Unnur Bettý hafi verið ung að árum þá hafði hún þurft að þroskast hratt og takast á við ýmsa erfiðleika en hún kom út sem sigurvegari því hún hafði breitt bak og var mjög dug- leg í því sem hún tók sér fyrir hendur af heilum hug, enda hafði hún fjöl- skylduna sína á bak við sig, amma hennar Bettý skipaði sérstakan sess í hennar lífi og þegar hún kvaddi þetta líf seint á síðasta ári var erfitt að skilja af hverju. En kannski hefur hún verið send á undan til þess að búa Unni Bettý betra líf í öðrum heimi og taka hana upp á arma sína eins og hún var alltaf tilbúin að gera í þessu lífi. Eflaust er tilgangur með öllu því sem lífið býður upp á en hann liggur ekki alltaf í augum uppi. Eina sem ég veit er að Unnur Bettý á aldrei eftir að hverfa úr huga mínum eða hjarta ég elskaði hana eins og ég elska börn- in mín án skilyrða, þannig var það alltaf og mun alltaf verða svo lengi sem ég lifi. Hennar verður sárt saknað á mínu heimili. Amalía Sörensdóttir. Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna and- láts og útfarar ástkærs vinar míns, RAFNS ÞÓRÐARSONAR, Vesturgötu 32, Akranesi. Fyrir hönd aðstandenda og vina, Auður Halldórsdóttir. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför hjartkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HJALTA ÓLAFS JÓNSSONAR, Skúlagötu 20, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- heimilisins Sóltúns fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Halldóra Þ. Sveinbjörnsdóttir, Ragna Kristín Hjaltadóttir, Jón E. Hjaltason, Sigríður Alda Sigurkarlsdóttir, Vignir S. Hjaltason, Snorri Hjaltason, Brynhildur Sigursteinsdóttir, Lilja Hjaltadóttir, Kristinn Örn Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði LEGSTEINAR SteinsmiðjanMOSAIK Hamarshöfða 4 – sími 587 1960 www.mosaik.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.