Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF (  ) *+,     - - ./*0 123     - - 424 563 *78    - - 563 97' (      - - :403 1; <    - - ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands í gær námu 12,3 milljörðum króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir 5,0 milljarða. Úrvals- vísitala aðallista hækkaði um 1,0% í gær. Mest hækkun varð á hlutabréf- um FL Group, en þau hækkuðu um 11,4% í viðskiptum upp á 2,6 millj- arða. Bakkavör hækkaði næst mest, eða um 2,0% en mest lækkun varð hins vegar á bréfum Avion Gro- up, eða 0,9%. Hækkun í Kauphöll ● SÖLUHAGNAÐUR Kaupþings banka vegna sölunnar á 2,8% hlut bankans í Exista til fagfjárfesta nam um 3,4 milljörðum króna en bréfin voru seld á genginu 21,5 Kaupþing banki seldi níu lífeyrissjóðum 6,1% eignarhlut í Exista í byrjun ágúst og inn- leysti af þeirri sölu 5,7 millj- arða í geng- ishagnað. Kaupþing banki mun selja 1,2% til viðbótar fyrir skráningu Exista 15. september, helminginn til starfsmanna og hinn helminginn til almennings og verður söluhagnaður af þeim hluta tæpir 1,5 milljarðar til viðbótar. Samanlagður söluhagn- aður Kaupþings vegna 10,1% hlutar í Exista á þriðja ársfjórðungi verður því nálægt 10,6 milljörðum króna. Kaupþing fær á ellefta milljarð í söluhagnað SAMANLÖGÐ íbúðalán bankanna og Íbúðalánasjóðs drógust saman um 29% á milli júlí og ágúst. Þau námu 8,7 milljörðum króna í júlí en 6,2 milljörðum í ágúst. Íbúðalán bankanna námu 3,6 milljörðum króna í júlí en 3,0 millj- örðum í ágúst og drógust því saman um 17% milli mánaða. Útlán Íbúða- lánasjóðs drógust enn meira saman, eða um 37%, en þau voru 5,1 millj- arður í júlí en 3,2 milljarðar í ágúst. Þess ber að geta að útlán Íbúða- lánasjóðs í júlí voru 18% meiri en í mánuðinum á undan. Útlán sjóðsins í júlímánuði voru meiri en saman- lögð íbúðalán bankanna í fyrsta sinn frá því bankarnir hófu sam- keppni við Íbúðalánasjóð í ágúst ár- ið 2004. Upplýsingar um útlán Íbúðalána- sjóðs fyrir ágústmánuð koma fram í Mánaðarskýrslu sjóðsins sem birt var í gær, en útlán bankanna koma fram í tölum frá Seðlabankanum. Vísbending um samdrátt Í Vegvísi greiningardeildar Landsbanka Íslands kemur fram að alls hafi verið tekin 317 ný íbúðalán hjá bönkunum í ágúst, samanborið við 1.577 lán í ágúst í fyrra og yfir 3.000 í einum mánuði þegar mest var haustið 2004. Þá segir að ágúst sé fimmti mánuðurinn í röð sem fjöldi veittra íbúðalána hjá bönk- unum nái nýju lágmarki frá því þessi tegund útlána kom fram fyrir tveimur árum. Meðalfjárhæð íbúða- lána sé nú um 9,5 milljónir króna en hafi verið yfir 11 milljónir á tíma- bilinu frá september til desember 2004. Segir greiningardeild Lands- bankans að fækkun íbúðalána og lækkandi fjárhæð sé sterk vísbend- ing um samdrátt eftirspurnar á fasteignamarkaði. Í hálf fimm fréttum greiningar- deildar Kaupþings banka segir að það sem af eru þessu ári hafi heild- ar íbúðalán bankanna og Íbúða- lánasjóðs dregist saman um tæp 55% miðað við sama tímabil í fyrra. Kemst deildin að þeirri niðurstöðu að hér sé því á ferðinni enn ein vís- bending um að fasteignamarkaður- inn sé að hægja á sér. Íbúðalán dragast umtalsvert saman Samdráttur í útlánum bæði hjá bönkum og Íbúðalánasjóði Morgunblaðið/ÞÖK Samdráttur Greiningardeildir bankanna segja að samdráttur í íbúða- lánum sé vísbending um að fasteignamarkaðurinn sé að hægja á sér. Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is ÞÓTT EKKERT framhald yrði á út- gáfu erlendra banka á skuldabréfum í íslenskum krónum, svokölluðum jöklabréfum, það sem eftir er ársins myndu útgefin bréf vera um 43 millj- örðum meiri en sem nemur jökla- bréfum sem falla á gjalddaga á árinu. Þetta kemur fram í Markaðs- upplýsingum Lánasýslu ríkisins. Búið er að gefa út jöklabréf fyrir um 110 milljarða króna það sem af er þessu ári en bréf fyrir um 67 millj- arða koma til innlausnar á árinu. Fyrsta innlausn jöklabréfa hefst um miðjan september en alls koma til greiðslu höfuðstóll og vextir fyrir um 50 milljarða króna í mánuðinum. Frá marsbyrjun nemur útgáfa jöklabréfa um 49 milljörðum og segja sérfræðingar Lánasýslunnar það gefa til kynna stöðugan áhuga erlendra útgefenda og fjárfesta á skuldabréfum í íslenskum krónum. Heildarútgáfa jöklabréfa frá því útgáfa þeirra hófst snemma hausts í fyrra er 263 milljarðar. Stórtækastir í útgáfunni eru KfW Bankengruppe með 70,5 milljarða, Evrópski fjár- festingabankinn, 50 milljarða, og Rabobank í Hollandi, 39 milljarða. Útgáfa jöklabréfa umfram innlausn Í VEGVÍSI greiningardeildar Landsbankans er það sagt miður að Tryggingamiðstöðin (TM) hafi ekki tilkynnt um lækkun lánshæf- ismats norska tryggingafyrirtæk- isins NEMI Forsikring til Kaup- hallar Íslands. Lækkunin geti haft áhrif á virði samstæðunnar, að mati greiningardeildar Lands- bankans. Matsfyrirtækið Standard & Poor’s (S&P) lækkaði lánshæf- ismat NEMI úr BBB í BBB-, auk þess sem NEMI verður áfram á at- hugunarlista S&P með neikvæðum horfum. Því gæti lánshæfismatið verið lækkað enn frekar. En lækki það um einn flokk til viðbótar sé félagið dottið niður í svokallaðan „ruslflokk“ (junk rating). Ástæðan fyrir lækkuninni er samkvæmt Vegvísi Landsbankans sú, að TM fjármagnaði kaupin með víkjandi láni. TM keypti um 90% hlut í NEMI síðastliðinn apríl og fyrir liggur að TM muni eignast félagið að fullu. Greiningardeild Landsbank- ans segir að lægra lánshæfismat dragi úr möguleikum NEMI til vaxtar, sérstaklega ef matið verði lækkað enn frekar. Þá segir í Vegvísinum að samkvæmt upplýs- ingum frá TM hyggist félagið mót- mæla ákvörðuninni og grípa til þeirra ráðstafana sem tryggi hærra mat. S&P lækkar lánshæfis- mat NEMI »Útlán Íbúðalánasjóðs námu4,3 milljörðum króna í júní, 5,1 milljarði í júlí og 3,2 millj- örðum í ágúst. »Af 3,2 milljarða króna útlán-um Íbúðalánasjóðs í ágúst námu almenn lán 3,1 milljarði en leiguíbúðalán 100 milljónum. »Íbúðalán bankanna námu5,2 milljörðum króna í júní, 3,6 milljörðum í júlí og 3,0 millj- örðum í ágúst. Í HNOTSKURN                     ! "    2=  >!"? 7 2 = 7 2! >!"? 7 2 >!"? 7 @  '! >!"? 7 1 A!B 7 .C >!"? 7 >! A  7 9 "?D A  7 C  A     7 6 !  7 6 = . 7 7 ,E. 2 = , ! " *! ""!F@"! !# .&#!A  7 G"! 7 # $ %  .  >!"? 7 @ >!   7 :=   = >!"? 7 (H7 !& 7 /!I  '  7 J"'  7 &$'    ( ) *#"!K  *" "!    ( *  + :40L *M    !                             @! I !# I!!   ! F F F F F F F F F F F F F  -$  -$  F -$  -$ F  -$  -$  -$   -$  -$  -$  -$   -$  F -$  F -$ F  F-$ F F F F F  ! ?  /A M   9 "? *           F             F  F  F F                                          F  F   J ? M DB ! 2/  N 27"" ! .&'   ?  F     F F F F 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.