Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
SUÐURNES
Reykjanesbær | THG Arkitektar
hafa gefið Reykjanesbæ hug-
myndavinnu stofunnar vegna
áframhaldandi uppbyggingar
Reykjanesbæjar, ekki síst í
tengslum við miðbæinn og Vatns-
nesið. Gjöfin var afhent í tilefni af
opnun nýrrar vinnustofu THG í
Reykjanesbæ.
Ragnar Sær Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri Teiknistofu Hall-
dórs Guðmundssonar, THG, segir
að þegar starfsmenn fyrirtækisins
hafi farið að hugleiða hvað þeir
gætu gert skemmtilegt í tilefni af
opnun arkitektastofu í Reykja-
nesbæ hafi komið upp sú hug-
mynd að fara út í ákveðna hug-
myndavinnu við skipulag bæjarins
og gefa bænum. Gjöfin var síðan
afhent Árna Sigfússyni bæj-
arstjóra og Steinþóri Jónssyni,
formanni umhverfis- og skipulags-
ráðs, um helgina, þegar stofan var
opnuð. Ragnar segir að það hafi
fylgt gjöfinni að starfsmenn fyr-
irtækisins væru tilbúnir til að
standa að kynningu hugmynd-
anna, í samvinnu við bæjaryf-
irvöld.
Íbúðabyggð í Reykjanesbæ
þenst mikið út þessi árin, aðallega
meðfram Reykjanesbrautinni í átt-
ina upp á Vogastapa. Arkitektar
THG beindu hins vegar athygli
sinni að miðsvæði bæjarins, ekki
síst Vatnsnesinu. Þeir telja að þar
sé ónýtt svæði sem gefi mikla
möguleika við þróun bæjarins.
Telja þeir mikilvægt að staldra við
í útbyggingu bæjarins sem smám
saman grafi undan hugmyndum
um miðbæinn og horfa þess í stað
til illra nýttra svæða sem tengjast
miðbænum. Arnaldur G. Schram
arkitekt nefnir auk Vatnsnessins,
Hafnargötuna og tengslin við
íbúðabyggingar á varnarsvæðinu
þar sem breytingar eru að verða.
Töluvert er af iðnaðarhúsnæði á
Vatnsnesinu. Arnaldur er með
aðrar hugmyndir um nýtingu
svæðisins en algengastar hafa ver-
ið hér á landi á undanförnum ár-
um. Telur hann að kanna ætti nýt-
ingu á því húsnæði sem fyrir er í
stað þess að rífa það og byggja
allt upp að nýju. Það geti verið
nýja íslenska leiðin í nýtingu hafn-
arsvæða. Hann tekur ekki afstöðu
til þess hvaða starfsemi ætti að
vera þar. Það gæti verið blanda af
íbúðar- og iðnaðarhúsnæði. Nefnir
að unnt geti verið að endurnýta
gamalt atvinnuhúsnæði við upp-
byggingu listamannahverfis eða
viðskiptahverfis, að bandarískri
fyrirmynd. Auk Arnaldar unnu
Gunnar K. Ottósson, arkitekt á
stofu THG í Reykjanesbæ, og
Angelica Biddle arkitekt að þess-
um hugmyndum.
Arnaldur segir að forráðamenn
Reykjanesbæjar hafi tekið hug-
myndunum vel og lýst yfir áhuga
á samvinnu.
THG arkitektar gefa Reykjanesbæ hugmyndavinnu við skipulag Vatnsness og miðbæjarins
Áhersla verði
á miðsvæði í stað
útbyggingar
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Keflavík Töluvert er af atvinnuhúsnæði á Vatnsnesi, misjafnlega vel nýttu. Fram hafa komið humyndir um að
endurnýta hluta þess sem íbúðir eða skrifstofur, til þess að styrkja miðbæinn. Myndin er tekin við Ægisgötu.
Hugmyndir gefnar Halldór Guðmundsson afhendir Árna Sigfússyni hug-
myndavinnu arkitekta THG. Við hlið Halldórs stendur Gunnar K. Ottósson
en við hlið Árna stendur Steinþór Jónsson. Lengst til hægri eru Oddur Kr.
Finnbjörnsson ogo Samúel Guðmundsson, starfsmenn THG.
TVEIR starfsmenn eru í upphafi á nýrri arkitektastofu THG að Brekkustíg
39 í Njarðvík en fyrirhugað að þeir verði fjórir innan tíðar. Starfsmenn
fyrirtækisins eru alls 30.
Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar, THG, er með mikil verkefni í
Reykjanesbæ og á Suðurnesjum og tengist starfsemin ekki síst samvinnu
fyrirtækisins við Fasteign hf. sem er með mikil umsvif á opinberum fast-
eignamarkaði á Suðurnesjum. Þannig á og rekur Fasteign hf. alla skóla,
leikskóla og íþróttamannvirki Reykjanesbæjar og stendur í stöðugri upp-
byggingu í samvinnu við bæjarfélagið. Flestar byggingarnar eru hannaðar
hjá THG. Fasteign rekur einnig skóla og íþróttamannvirki í Sandgerði og
Vogum.
Ragnar Sær Ragnarsson, framkvæmdastjóri THG, segir að miklir mögu-
leikar séu framundan á svæðinu. Nefnir hann sem dæmi uppbyggingu og
tækifæri á Keflavíkurflugvelli.
Mikil umsvif á Suðurnesjum
LÖGREGLAN á
Akureyri stöðv-
aði og handtók
seint í fyrrakvöld
ökumann mótor-
hjóls sem ekið
hafði á allt að 200
km hraða í Öxna-
dal og Hörgár-
dal. Hafði lög-
reglan elt hann um 22 km leið áður
en hann hægði á sér, ók út fyrir veg
og reyndi að skjótast í felur.
„Reynsla lögreglunnar á Akur-
eyri af bifhjólamönnum er mjög góð
og mikill hraðakstur eins og út-
lenska í okkar eyrum. Hvað þá
svona glæfraakstur,“ sagði lög-
reglumaður á Akureyri í samtali við
Morgunblaðið í gær. „Við vitum að
þeir spýta stundum svolítið í en
ekkert í líkingu við þetta og við höf-
um verið mjög ánægð með bifhjóla-
menn hér á svæðinu.“
Lögreglan mætti mótorhjólinu á
hringveginum við Hraun í Öxnadal
þar sem það mældist á 147 km
hraða. Sneri lögreglan við og elti
hjólið sem mældist að meðaltali á
um 180 km hraða og segir lögreglan
allar líkur á að það hafi náð 200 km
hraða einhvern tíma á leiðinni.
Við Þelamerkurskóla hægði öku-
maður mótorhjólsins loksins ferð-
ina, ók út fyrir veg og fannst
skömmu síðar undir vegg. Hann
kvaðst ekki hafa orðið þess var að
lögreglan væri á hælum sér. Lög-
reglan segir eltingaleikinn hafa ver-
ið skráðan með myndavélabúnaði.
Ökumaður mótorhjólsins var
handtekinn, fulltrúi sýslumanns
kallaður á vettvang og ökumaður-
inn sviptur ökuréttindum á staðn-
um.
Sviptur
réttindum
á staðnum
Ók mótorhjóli á allt að
200 km hraða í Öxnadal
AKUREYRI,
sameiginlegt
lið KA og Þórs
í handbolta,
lék í gær fyrsta
opinbera leik-
inn þegar
Sjallamótið
hófst, en það
er æfingamót
sem KA hefur
haldið á hverju
hausti í nokkur
ár en fer nú fram í nafni nýja liðs-
ins, Akureyrar – handbolta. Fjög-
ur lið taka þátt í karlakeppni
mótsins, Fylkir og ÍR auk Ak-
ureyringanna og svo skemmtilega
vildi til að það voru Akureyri 1 og
Akureyri 2 sem léku fyrsta leik
mótsins. Fyrrnefnda liðið, sem að-
allega var skipað reyndari leik-
mönnum Akureyrar, sigraði 27:20
en leikið er í 2 x 20 mín. Mótinu
lýkur kl. 16 í dag. Í kvennaflokki
taka þátt Akureyri, HK, FH og
Haukar. Leikið er í KA-heimilinu.
Söguleg stund
hjá KA og Þór
Í TILEFNI alþjóðlega forvarn-
ardagsins gegn sjálfsvígum stend-
ur Geðverndarfélag Akureyrar og
nágrennis fyrir opnu málþingi í
sal Brekkuskóla á Akureyri á
morgun, sunnudaginn, 10. sept-
ember, frá kl. 16 til 18.30.
Yfirskrift dagsins í ár er Skiln-
ingur vekur von. Málþingið er öll-
um opið á meðan húsrúm leyfir og
dagskrá þess fjölbreytt.
„Markmiðið með málþinginu er
að rjúfa þá þöggun sem ríkt hefur
um sjálfsvíg hér á landi og beina
sjónum að einni af meginorsökum
ótímabærra dauðsfalla sem oft er
hægt að koma í veg fyrir,“ segir í
fréttatilkynningu. Dagskrá mál-
þingsins er fjölbreytt og verða
mörg sjónarmið kynnt.
Rætt um forvarnir
gegn sjálfsvígum
SKÚLI Helgason, kunnur útvarps-
maður á árum áður og nú fram-
kvæmdastjóri Samfylkingarinnar,
brá sér í óvenjulegt hlutverk í gær en
var þó ekki á ókunnum slóðum; Skúli
skaust í hljóðver og las inn á band
hlutverk sögumannsins í barnaleikrit-
inu um Karíus og Baktíus, sem Leik-
félag Akureyrar frumsýnir fljótlega.
Segja má að leiklistin sé Skúla í
blóð borin því foreldrar hans, Helga
Bachmann og Helgi Skúlason, voru
lengi í hópi ástsælustu leikara þjóð-
arinnar. Faðir hans leikstýrði eftir-
minnilegri sjónvarpsmynd um þá
Karíus og Baktus 1970 og fór þá með
hlutverk sögumannsins, sem Skúli
gerir nú. Og í sjónvarpsmyndinni lék
Skúli hvorki meira né minna en sjálf-
an Jens, drenginn sem borðaði of
mikið sælgæti og fékk tannpínu.
Skúli var fimm ára. „Þetta er eft-
irminnilegur tími. Myndin var tekin
upp í vesturbænum og það var á þvot-
taplaninu við Ægisíðu sem lang-
skemmtilegasta atriðið var tekið upp;
þar sem ég fékk að sprauta á ein-
hvern karl,“ sagði Skúli og hló, og tel-
ur líklegt að hann hafi reynt að standa
sig illa í tökum til þess að fá að
sprauta oft á mótleikarann! Einnig
var myndað við sjoppu sem stóð við
Birkimel, og á tannlæknastofu.
Skúli segir að Jens hafi verið þögull
sem gröfin í myndinni, en hann vein-
aði samt þegar honum var illt í tönn-
unum, bæði heima hjá sér og á tann-
læknastofunni. „Það var reyndar
rödd eldri bróður míns sem var notuð
í myndinni þannig að það er tímabært
að ég fái að tala aðeins í verkinu núna,
áratugum síðar.“
Skúli man enn hvað hann fékk í
laun fyrir að fara með hlutverk Jens.
„Ég fékk 500-kall á verðlagi ársins
1970, sem var mikill peningur í aug-
um fimm ára drengs á þeim tíma, og
svo fékk ég sleikibrjóstsykur eins og
ég gat í mig látið á meðan verið var að
mynda í sjoppunni. Ég hugsaði um
það seinna að það hefði ef til vill verið
sérkennilegt að borga drengnum með
sleikibrjóstsykri – svona miðað við
boðskapinn í myndinni …“
Skúla fannst bráðsniðugt þegar
Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri
LA, hringdi og bað hann að fara með
hlutverk sögumannsins. „Ég hló
fyrst, en það kom vel á vondan að rifja
upp þessi bernskubrek. Og auðvitað
kom ekki annað til greina en að slá
til,“ segir hann.
Lék Jens í Karíusi og Baktusi 1970 en er nú sögumaðurinn
„Kom ekki annað til
greina en að slá til“
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Sögumaður Skúli í hljóðverinu, Ástrós Gunnarsdóttir leikstjóri í baksýn.
» Skúli var fimm ára þegarhann lék Jens í sjónvarps-
mynd um Karíus og Baktus.
» Helgi heitinn Skúlasonleikari, faðir Skúla, leik-
stýrði sjónvarpsmyndinni
1970.
» Skúli fullyrðir að hann hafiverið duglegur að bursta
tennurnar síðan hann lék Jens.
„Verkið er mikil hrollvekja og
hafði tilætluð áhrif á mig...“
Í HNOTSKURN