Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 35 ÍSLENSKIR háskólar eru í fjár- hagskreppu og fer tilvistarvandi þeirra vaxandi. Við það bætist að mennta- málayfirvöld hafa færst undan því að marka skýra stefnu um fjármögnun há- skólamenntunar í takt við gjörbreytta mennt- unarhætti hérlendis sem og annars staðar á Vest- urlöndunum. Æ fleiri sækja sér lengri menntun og útskrifast með próf- gráðu úr háskólum um all- an heim. Háskólar heims- ins eru að verða drifkraftur alþjóðavæð- ingarinnar í sinni bestu mynd. Mikill fjöldi náms- manna fer til annarra landa til að sækja sér hluta háskólamenntunar sinnar. Til dæmis um þessa þróun hljóta erlend- ir nemendur um 30% af doktorsgráðum í Banda- ríkjunum á ári hverju. Þetta hlutfall er enn hærra í Bretlandi eða um 38%. Námsmönnum sem fara til annarra landa til að menntast hefur fjölgað gríðarlega. Árið 1975 gerðu það um 800.000 stúdentar en árið 2004 voru þeir orðnir tvær og hálf milljón talsins. Þá má nefna að 10% grunnnáms- nemenda í breskum há- skólum eru erlendir námsmenn. Tíundi hver, hvorki meira né minna og fer fjölgandi. (Newsweek 21. ágúst 2006.) Forysta bandarískra háskóla Afleiðingarnar af framrás háskólanna og þeim aukna fjölda af hverjum ár- gangi sem sækir nám í háskóla eru miklar og jákvæðar. Til að styðja við bakið á þessari þróun þarf aukna fjár- muni og ýmis merki eru um að Evr- ópuþjóðirnar hafi sofið á verðinum. Skólarnir eru undirfjármagnaðir og fjarar nú undan þeim vegna mikillar fjölgunar nemenda en allt of lítils fjár- magns til að styðja við og standa undir þessari öru fjölgun nemenda. Á meðan blómstra bandarískir skólar og er nú svo komið að af tíu bestu há- skólum í heimi eru átta bandarískir og trónir sá frægi skóli Harvard á toppn- um. Tveir breskir skólar, Cambridge og Oxford ná inná topp tíu. Af 45 bestu háskólum í heimi eru 29 bandarískir. Nokkrir japanskir og kan- adískir en örfáir evrópskir skólar ná inná listann yfir þá bestu í heimi. Það er af sem áður var og er nú forskot banda- rískra háskóla á alla aðra skóla í heim- inum afar mikið. Þar kemur margt til en fjármögnun og fjármagn spilar þar stærstu rulluna. Fjármögnun háskólanáms Til að ná skriði á háskólana í Evrópu þarf að breyta verulega fjármögn- unargrunni þeirra. Fjölbreyttari fjár- mögnun en ríkisframlagið eitt þarf að koma til. Því er spurningin um fjármögnun há- skólamenntunar til framtíðar eitt af stærstu og brýnustu verkefnum stjórn- málanna næstu misserin. Fái skólarnir ekki það fjármagn sem þeir þurfa hægir á efnahagslífinu og dregur úr mætti þjóðanna. Skólarnir þurfa að draga saman segl- in, fækka nemendum og loka deildum. Líkt og er að gerast með opinberu há- skólana á Íslandi. Þeir eru fjársveltir með afgerandi hætti þannig að nú er það tekið að bitna verulega á starfsemi þeirra og viðgangi. Deildir berjast í bökkum og er lokað. Aðrar bera sig illa og eru reknar við lítil efni af stórhuga fólki sem lætur afskiptaleysi mennta- málayfirvalda ekki buga sig. Menntamálaráðherra hefur brugðist því stóra verkefni að leiða til lykta víð- tæka og opna umræðu um framtíð- arfjármögnun háskólamenntunar í landinu. Stórorðar yfirlýsingar hennar frá því fyrir tveimur árum um skóla- gjöld sem allra meina bót urðu að gjalti þegar á hólminn var komið. Nú er svo lágt lagst í pólitískri stefnumótun að þessari grundvall- arspurningu um framtíð háskólamennt- unar í landinu, hvernig á að fjármagna menntunina, er vísað af ráðherra menntamála til skólanna sjálfra. Vilji þeir skólagjöld skulu þeir óska eftir því, eru svör stjórnvalda til fjársveltra háskóla. Viðvörun til Íslendinga Uppbygging þekking- arsamfélags og hátækni- iðnaðar er að sjálfsögðu grundvölluð á auknum fjölda einstaklinga með há- skólamenntun og öflugum rannsóknarháskólum í fremstu röð. Því er nið- urstaða nýrrar skýrslu OECD um háskóla- menntun hérlendis öflug viðvörun til værukærra og metnaðarlítilla stjórn- valda. Menntamálaráðherra getur ekki lengur komið sér undan því að marka stefnu um fjármögnun há- skólamenntunar á Íslandi. Fjármögnun rannsókna og kennslu annars vegar og gæðamálin hins vegar eru vandi íslenskra háskóla samkvæmt skýrslu sem sex erlendir sérfræðingar unnu fyrir OECD. Það er mikilvægt að at- vinnulífið komi að háskóla- menntun í auknum mæli. Styrkjum til rannsókna- starfs háskólanna þarf að fjölga verulega og leita verður allra leiða til að veita auknu fjár- magni til háskólanna. Gjaldfrjáls menntaleið Það þarf að vera til staðar opin gjald- frjáls menntaleið frá leikskóla til há- skóla. Þá þarf að skilgreina hvar skóla- gjöld eiga rétt á sér, t.d. í tilteknu framhaldsnámi að uppfylltum vissum skilyrðum á borð við námslán og náms- styrki hafi námslokum verið náð á skil- greindum tíma. Einkareknu háskól- arnir hafa heimild til að innheimta skólagjöld ofan á ríkisframlagið og á þeirri heimild er ekki þak. Annað en í Bretlandi þar sem þakið er um 300.000 krónur á ári en opinberu skólarnir hafa þar einnig heimild til innheimtu gjald- anna. Skólagjöld eiga aldrei að vera lausn á fjárhagsvanda eins og íslensk stjórn- völd leggja til. Notkun þeirra og upp- töku þarf að skoða heildstætt, enda geta t.d. hófleg skólagjöld verið hvati til að námslokum sé náð á sem skemmst- um tíma. Allt þarf þetta að ræðast á sem breiðustum grunni. Styrkjakerfi og afkomutengd skólagjaldalán Aukinni gjaldtöku þarf að mæta með nýju námsstyrkjakerfi og afkomu- tengdum skólagjaldalánum sem breyt- ast að fullu í styrki hjá þeim sem lægri tekjur hafa. Það er grundvallaratriði til að tryggja jafnrétti til náms, líkt og gert var í Bretlandi þegar breskum há- skólum var veitt heimild til að inn- heimta skólagjöld í fyrsta sinn árið 1998. Áður en kemur til að veita skólunum aukna heimild til gjaldtöku þarf að skil- greina þörfina og setja markmið um ár- angur. Framlög hins opinbera til há- skólamenntunar verður að auka til jafns við það sem gerist í samanburðarlönd- unum en auðvitað eru takmörk fyrir þeirri aukningu og þess vegna þarf að ræða framtíð fjármögnunar háskólanna til að þeir sitji ekki fastir í vítahring fjárskorts sem hamlar starfsemi þeirra. Fjárfesting í háskólanámi skilar sér margfalt til baka og meiri hagvexti til þjóðarbúsins en ýmis önnur atvinnu- uppbygging sem hið opinbera kemur að með einum eða öðrum hætti. Við þurf- um að ráðast í fjárfestingar- og gæða- átak í íslensku menntakerfi og því er nauðsynlegt að ítarleg umræða fari fram um þessi mál með heildstæðum og yfirveguðum hætti. Framtíðarfjármögn- un háskólastigsins Eftir Björgvin G. Sigurðsson Björgvin G. Sigurðsson » Við þurfumað ráðast í fjárfestingar- og gæðaátak í ís- lensku mennta- kerfi og því er nauðsynlegt að ítarleg umræða fari fram um þessi mál með heildstæðum og yfirveguðum hætti. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. sl. Guðmundur sagði nýju lögin fela í sér verulega breytingu á íslensku há- skólakerfi. Ákveðið hefði verið í desember árið 2004 að ráðast í breytingar á lögum um háskóla frá árinu 1997, en á þeim tíma hefðu miklar breytingar orðið á íslenska háskólaumhverfinu. Til að mynda hefði háskólum fjölgað um helming frá árunum 1997–2005 og framlög til menntamála hefðu aukist hröðum skrefum. Guðmundur sagði að í nýju lögunum væri brugðist við mörgu af því sem OECD hefði lagt til um úrbætur. Nýtt væri í lögunum að stjórnvöld myndu nú viðurkenna skóla á háskólastigi með form- legum hætti. Háskólagreinum væri skipt niður í sex meginfræðasvið og þyrftu háskólar að sækja um viðurkenningu á þeim sviðum sem þeir kenndu. Stefnt væri að því að ljúka við að innleiða nýju lögin á næstu tveimur árum og upp úr áramótum myndi menntamálaráðuneytið auglýsa eftir um- sóknum um viðurkenningar af þremur fræðasviðum af sex. jög gott. „Við ræðum þó [í skýrslunni] sem við telj- öld þurfi að bæta úr,“ segir rra sé að nemendur fái ekki námsönn lokinni og þurfi a bankalán til framfærslu á um löndum fái nemendur áður en önnin hefst og að taka bankalán fyrir út- m. r Árnason, ráðuneytisstjóri í áðuneytinu, ræddi um ný astigið, sem tóku gildi í júlí ging háskóla Morgunblaðið/Ómar sókna og gæðamál. »Úttekt OECD á íslenska há-skólastiginu er hluti af úttekt sem gerð var í 24 löndum. »Markmiðið með úttektinni er aðkanna áhrif opinberrar stefnu- mörkunar í málefnum háskóla í löndunum og vísa veginn um úrbæt- ur og nýjungar. » Skýrslan var samin af sex er-lendum sérfræðingum sem dvöldu hér á landi í vikutíma, heim- sóttu alla háskóla og hittu að máli fjölmarga hagsmunaaðila. »Haustið 2004 voru átta skólar áÍslandi á háskólastigi og nem- endur í skólunum voru rúmlega 16.600 talsins. »Starfsfólk háskólanna var þárúmlega 1.600 talsins og stöðu- gildi við skólana alls 1.132. Í HNOTSKURN Gunnarsson, rektor Háskól- ri, ræddi þá breytingu sem kýrslu OECD á íslenska há- „Hér á landi hefur kerfið ast frá því að hafa einn há- ð þróa kerfi með fleiri há- sluhöfundar benda á að skólalögin frá 1997 og 2006 nviði í stefnuna og stefnuna ildstætt háskólakerfi hér á Þorsteinn. Nú væru átta há- nu en reglurnar til að úthluta ru næstum eins margar og andinu. agði að annað sem leiddi af akerfið væri lítt þróað hér á það skorti formlegar upp- ramkvæmd menntunar á há- að er enginn miðlægur m nemendur á háskólastigi ngin vitneskja um afdrif kjenda sem hafnað er í ein- g hvort þeir fái inni í öðrum hver eru afdrif nemenda finu,“ sagði Þorsteinn Gunn- D Morgunblaðið/Brynjar Gauti að sögn rektors HR. ÍSLENSKA há- skólastigið stendur á tímamótum eftir skeið vaxtar og auk- innar fjölbreytni og nauðsyn er á ít- arlegri skoðun, um- ræðu og aðgerðum til að stuðla áfram að framþróun og gæðum, sagði Þor- gerður Katrín Gunn- arsdóttir, mennta- málaráðherra, í ávarpi sem hún flutti þegar hún setti málþingið í gær. Í ávarp- inu vék hún meðal annars að fjármögnun háskólastigsins, sem rætt er í skýrslu OECD. Þorgerður Katrín sagði að um- ræða um þessi mál yrði sífellt mikilvæg- ari „og skýrsluhöfundar OECD bentu réttilega á að aukning fjármagns til há- skólastigsins og nýjar fjármögn- unarleiðir verði meginviðfangsefni stefnumótunar fyrir æðri menntun á Ís- landi. Þetta sé verulega viðkvæmt póli- tískt viðfangsefni þar sem það feli líklega í sér nauðsyn þess að víkja frá hinu rót- gróna viðhorfi að háskólamenntun sé réttur allra sem þess óska og skilgreina hana þess í stað sem sérstakan ávinning þeirra sem hennar njóta“, sagði ráð- herra. Skýrsluhöfundarnir teldu ljóst að þörf yrði fyrir fjármögnun umfram það sem hið opinbera hefur tök á að leggja til, þar sem hugsanlegt væri að hægði á vexti þjóðarframleiðslu næstu misserin. Skólagjöld lögð til í nýlegri úttekt OECD „Ég tel að erfitt verði að horfa framhjá þeim sjónarmiðum sem þarna koma fram,“ sagði Þorgerður Katrín og bætti við að svipuð skoðun kæmi fram í nýlegri úttekt OECD á íslenskum efnahags- málum þar sem beinlínis væri lagt til að tekin yrðu upp skólagjöld í ríkisreknum háskólum. „Það er hins vegar ljóst að umræðan um fjármögnun háskóla á eftir að þroskast frekar og þeir valkostir sem þar eru fyrir hendi að skýrast. Opinber framlög til háskólastigsins hafa aukist verulega á síðustu árum. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að gera enn betur í þeim efnum á næstu árum og þá ekki síst með það að leiðarljósi að efla enn frekar gæði kennslu og rannsókna innan íslenskra háskóla. Það er hins vegar ljóst að ef ís- lenskir háskólar ætla að ná því markmiði í framtíðinni að verða í fremstu röð verð- ur meira að koma til en aukning op- inberra framlaga, til að mynda nánari tenging við atvinnulífið. “ Keppt um nemendur Þorgerður Katrín sagðist einnig vilja benda á að aðgangur að háskólamenntun væri mjög opinn hér á landi, en víðast hvar annars staðar væru strangari skil- yrði um inntöku. „Ef horft er til ná- grannalanda okkar er mikil samkeppni meðal nemenda um að fá háskólapláss. Ég nefni sem dæmi Svíþjóð þar sem tveir nemendur keppa um hvert pláss sem er í boði og helmingur umsækjenda fær ekki inni í háskóla. Á Íslandi er staðan hins vegar sú – samkvæmt lýsingu OECD – að hér keppa nemendur ekki um að komast inn í háskóla heldur háskólar um að fá til sín nemendur,“ sagði Þorgerður Katr- ínHún sagði að samkvæmt tölum Hag- stofunnar stunduðu rúmlega sextán þús- und manns nám við íslenska háskóla á síðasta ári og nemendum héldi áfram að fjölga. Hvergi hefði verið tryggður jafn opinn og greiður aðgangur að háskóla- menntun og hér á landi. Um stýringu innan háskólakerfisins sagði Þorgerður Katrín að hún teldi að sá háttur sem nú væri hafður með samn- ingum við háskóla um kennslu og rann- sóknir hefði reynst ágætlega. OECD benti reyndar á að það frelsi sem háskól- ar hefðu haft til að setja sér markmið leiddi til togstreitu milli ákvarðana stofn- ana og heildarmarkmiða stjórnvalda. Þetta kynni einnig að mati OECD að leiða til þess að háskólar horfðu um of til skammtímasjónarmiða. „Við endurskoðun kennslusamninga við háskólana tel ég rétt að þetta verði haft í huga og rætt. Sú stefna stjórnvalda að beina meira fjármagni í samkeppn- issjóði veitir þó möguleika á því að rann- sóknafé renni til metnaðarfullra verk- efna,“ sagði Þorgerður Katrín. Umræða um fjármögn- un æ mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.