Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
menning
Verkið fjallar, eins og oftaster með verk Fosse, umósköp hversdagsleganharmleik,“ segir Egill
Heiðar Anton Pálsson um leikritið
Sumardag. „Við kynnumst konu
sem fyrir mörgum árum myrti
manninn sinn á voveiflegan hátt.
Mörgum árum seinna fer hún að
glíma við það sem gerðist. Hún
hefur haldið til í húsinu þar sem
þau hjónin bjuggu og hefur smám
saman verið að grafa sína eigin
gröf, að segja má, frekar en að
leysa þau vandamál sem hún stend-
ur frammi fyrir.“
Verkið verður frumsýnt í Þjóð-
leikhúsinu í kvöld og skartar í aðal-
hlutverkum Margréti Vilhjálms-
dóttur og Kristbjörgu Kjeld sem
fara með hlutverk konunnar ólán-
sömu á ólíkum tímum. Sumardagur
er fyrsta leikrit Fosse sem sýnt er
í íslensku atvinnuleikhúsi en leik-
hópurinn Jelena hélt fyrir
skemmstu nokkrar sýningar á
verkinu Purpura í Verinu í Loft-
kastalanum.
Leikskáldið lítið fyrir leikhús
„Fosse er eitt stærsta og vinsæl-
asta leikskáld okkar tíma í dag, og
kominn tími til að íslenskir leik-
húsgestir fái að upplifa verk hans,“
segir Egill Heiðar. „Í leikritum
hans virðist við fyrstu sýn ekki
mikið ganga á. Hann er mikill
naumhyggjusinni í textaskrifum
sínum og er í Noregi fyrst og
fremst þekktur sem ljóðskáld. Ég
vann með honum í Þýskalandi fyrir
nokkrum árum og hann sagði mér
frá því hvernig hann álpaðist út í
leiklist. Hann segist sjálfur aldrei
hafa verið mikið gefinn fyrir leik-
hús, en vinir hans hvöttu hann til
að skrifa sitt fyrsta verk, sem hann
gerði, og eftir það hafa leikritin
eins og runnið út úr honum.“
Fosse hefur stundum verið kall-
aður arftaki Ibsens innan norrænn-
ar leikritahefðar. „Þegar maður les
verkin fyrst láta þau lítið yfir sér.
Það er kannski þess vegna að
menn hafa líkt honum við Ibsen, en
ég er ekki alveg sammála þeirri
skoðun,“ segir Egill Heiðar. „Í nor-
rænni leikritahefð eru áberandi
mikil átök stétta, kúgun kvenna,
eða eitthvað í þá áttina. Söguhetj-
urnar eru að glíma við félagsleg
vandamál sem skapa spennu. Í
verkum Fosse er ekkert slíkt, held-
ur má frekar lýsa þeim sem stórri
baráttu litla mannsins við lífið, sem
gæðir verk hans iðulega ljúfsárum
sársauka.“
Það sem ekki er sagt
Egill segir verk Fosse áhuga-
verða áskorun fyrir leikara: „Text-
inn í leikritinu, það sem sögu-
persónurnar segja, er aldrei það
sem þær ættu að vera að segja,“
segir Egill og útskýrir nánar hvað
hann á við: „Við þekkjum öll þessa
skandinavísku fjarrænu frá tilfinn-
ingalífinu. Hún skapar ákveðið
tungumálaleysi, því þegar ein-
staklingurinn svo lendir í ein-
hverjum hörmungum hversdagsins
á hann ekki til orðin sem þarf til að
eiga við þær kringumstæður sem
hann er staddur í. Eins og Witt-
genstein orðaði það einhvers staðar
er tungumálið glasið en hugmynd-
irnar eru vatnið sem flæðir ofan í
það. Burðargeta tungumálsins er
því takmörkuð, en þegar menn hafa
agað sig í ljóðlist, líkt og Fosse,
geta þeir stundum með innbyrðis
mótvægi orðanna náð að opna upp
heilan heim. Úr orðunum verða til
miklar gátur – gátur milli þess sem
er sagt, sem oftast er lítið og lít-
ilvægt, og þess sem er ósagt og
stórt. Það er það sem leikararnir
þurfa að glíma við á sviði.“
Egill vill þó ekki kalla leikrit
Fosse ljóð: „Hann skapar mann-
eskjur af holdi og blóði. Sjálfur hef-
ur Fosse lýst því sem svo, verandi
gamall djassmúsíkant, að þegar
hann skrifar, skrifar hann bara
taktinn. Það er þessi taktur sem
skapar samtöl sem hafa ótrúlega
raunsæislegt yfirbragð.“
Konan sem
myrti
manninn sinn
Ögurstund „Hún hefur smámsaman verið að grafa sína eigin gröf.“ Anna
Kristín Arngrímsdóttir og Kristbjörg Kjeld í Sumardegi.
Ósagt „Sögupersónurnar segja ekki það sem þær ættu að vera að segja.“
Kjartan Guðjónsson og Katla Margrét Þórisdóttir í hlutverkum sínum.
Átök Margrét Vilhjálmsdóttir leikur aðalsöguhetjuna þegar hún er yngri
og myrðir eiginmann sinn.
eftir Jon Fosse í þýðingu Hjalta
Rögnvaldssonar.
Leikarar: Anna Kristín Arngríms-
dóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Katla
Margrét Þorgeirsdóttir, Kjartan
Guðjónsson, Kristbjörg Kjeld og
Margrét Vilhjálmsdóttir
Leikgervi: Kristín Thors
Lýsing: Rainer Eisenbraun
Leikmynd: Martin Eriksson
Tónlist: Hildur Ingveldardóttir
Guðnadóttir
Hár: Guðrún Erla Sigurbjarnadóttir
Aðstoðarleikstjóri: Gísli Pétur
Hinriksson
Leikstjóri: Egill Heiðar Anton
Pálsson
Sumardagur
Í kvöld frumsýnir Þjóðleikhúsið leikritið Sum-
ardag. Ásgeir Ingvarsson ræddi við Egil Heiðar
Anton Pálsson, leikstjóra verksins, um norska
naumhyggjuskáldið Jon Fosse.
www.leikhusid.is
asgeiri@mbl.is
GÖNGUR og réttir eru nú hafnar um allt
land með þúsund radda brag. Einnig þarf
Sinfóníuhljómsveitin að sinna sínu fé – og
helzt afla nýs um leið, því eins og mennta-
málum landsins er háttað í dag er fátt sem
gulltryggir nýliðun hlustenda að beztu tón-
list allra tíma. Þvert á móti virðist hún kaf-
færast æ meir í síaukinni skyndibitaneyzlu
og auglýsingaskrumi. Þar við bætist að áður
fyrr eltist unglingamúsíkin venjulega af fólki
fyrir þrítugt. En ef fram heldur sem nú
horfir gæti pönk og dauðarokk líklega farið
að glymja á elliheimilum innan tuttugu ára.
Það er því ekki nema von að forráðamenn
SÍ reyni af megni að sporna við fótum og
stuðla um leið að eðlilegri fjölbreytni í tón-
listarlífi landsmanna. Kynningartónleikarnir
á fimmtudag áttu upphaflega að vera á
Austurvelli, en fluttust í Vetrargarð Smára-
lindar vegna óhagstæðrar veðurspár. Við
það vannst að vísu skárri ómvist (og jafnvel
betri en í Háskólabíói), án þess að þyrfti að
reiða sig á rafmögnun. Á móti vó inn-
kaupakliður verzlanagesta og tíst úr krökk-
um á leið í bíó, er hlutu að undrast hið
skringilega lifandi aðkomumuzak.
Ekki virtust heldur veitingamenn klasans
yfir sig hrifnir af þessari óvæntu við-
skiptatruflun ef marka má hvað harðbannað
var að tylla sér við nærliggjandi borð þótt
engar fengust gefnar ástæður. Engu var lík-
ara en að einhverjum þætti kominn köttur í
ból bjarnar. Það er því opin spurning hversu
miklu þetta annars nýstárlega frumkvæði
hafi skilað að sinni, enda virtust kyrrstæðir
hlustendur varla fleiri en um hundrað
manns.
Að öðru leyti var sönn ánægja að leik
stærsta og elzta „cover bands“ landsins, eins
og Lísa Pálsdóttir kynnti það hnyttilega í
byrjun, og ástæðulaust að velta sér upp úr
staðtengdu tákngildi fyrsta atriðis, Fanfare
for the Common Man eftir Copland, enda sí-
fersk klassík í glampandi blæstri pját-
ursdeildar. Eftir það kom hlustvæn smá-
perluröð á festi. Fyrst Rómversk kjötkveðja
(Berlioz), Ungversk hreifla nr. 1 (Brahms)
með kostulegum mislöngum fermötum í
anda hins óborganlega rakstursatriðis
Chaplins úr Einræðisherranum og Nimrod
úr Enigmatilbrigðum Elgars er Gamba
kynnti mjög skemmtilega. Upphafsþáttur úr
Sheherazade Rimskíjs særði síðan fram
austurlenzka rómantík 1001 nætur, og Pomp
and Circumstance Elgars skein af liðinni
viktoríanskri hemsveldistign þó að strengir
virtust þar á hópeflisnálum eftir að komast
inn á réttum tíma í Land of Hope and
Glory.
Loks var slegið á léttustu strengi með
m.a. tveim lögum eftir Jón Múla Árnason,
Manstu gamla daga og loks hneggjandi út-
setningu Páls Pampichlers á Sprengisandi
Kaldalóns. Þrátt fyrir gustmikinn leik hjó ég
samt eftir því hvað skvampandi léttmetið
vakti minni athygli hlustenda en kyrrlát
angurværð Nimrod-tilbrigðis Elgars. Mætti
því e.t.v. álykta að ekki er alltaf á vísan að
róa hjá hátthossuðum stærsta samnefnara.
Köttur í ból bjarnar?
TÓNLIST
Smáralind
Sýnishorn úr vetrardagskrá eftir Copland, Berlioz,
Brahms, Elgar o.fl. Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj.
Rumons Gamba. Kynnir: Lísa Pálsdóttir. Fimmtudag-
inn 7. september kl. 17.
Sinfóníutónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
LEIKHÚSÁHUGAFÓLK getur glaðst yfir
nýútkomnum bæklingi, en í honum er að
finna upplýsingar um allt það helsta sem er
á döfinni hjá leikhúsum, danshópum og leik-
hópum landsins.
Íslendingar eiga heimsmet í leikhús-
aðsókn og fleiri landsmenn fara í leikhús á
ári hverju en sækja fótboltaleiki og því sjálf-
sagt að koma til móts við þennan fjölmenna
hóp með þessum hætti, segir meðal annars í
tilkynningu frá útgefendum.
Að sögn aðstandanda vilja starfsmenn
leikhúsa með þessum hætti gefa almenningi
kost á að kynna sér á aðgengilegan hátt það
sem er að gerast í leikhúsunum í vetur og
geta sótt fjölbreytta viðburði eftir sínu
höfði.
Það eru Borgarleikhúsið, Þjóðleikhúsið,
Leikfélag Akureyrar, Íslenska óperan, Ís-
lenski dansflokkurinn, sjálfstæðu leikhúsin
og Útvarpsleikhúsið sem standa að útgáf-
unni.
Af þessu tilefni hittust allir fulltrúar leik-
húsanna, sem að bæklingnum standa, í
Hressingarskálanum síðastliðinn föstudag
og skáluðu fyrir hinni nýju útgáfu.
Nýtt tímarit um leikhúsdagskrá
Morgunblaðið/Golli
Skál Fulltrúar leikhúsanna skála fyrir nýútkomnum bæklingi.