Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 32
lifun 32 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ S tundum þarf ekki að gera stór- kostlegar breytingar til þess að íbúð fái algjörlega nýtt yfirbragð og þá getur oft verið gott að fá ráðgjöf frá fagaðilum til þess að vel takist til. Finnur Björgvinsson arkitekt aðstoðaði nýlega son sinn, Alfreð Finnsson, og konu hans, Evu Björk Hlöðversdóttur, með slíkum hætti þegar þau fluttu frá Vest- mannaeyjum í sumar. Hjónin ungu höfðu fest kaup á íbúð í vesturbænum, í blokk sem var hönnuð af Gunnari Hanssyni og byggð 1960. Finnur var þeim innan handar varðandi valið á íbúðinni, en hann hafði einmitt unnið fyrir Gunnar á sínum tíma. Að mati Finns var þetta rétta íbúðin fyrir Alfreð og Evu Björk. „Ég sá strax að þessi íbúð bjó yfir mikl- um möguleikum á að verða glæsileg með ekki svo miklum breytingum. Hún hentaði Alfreð og Evu Björk mjög vel og eitt af því sem mér fannst mjög gott var að birtan kemur inn í hana á þrjá vegu, þ.e. gluggar eru á þremur veggjum og þannig gat hún orðið mjög björt,“ segir Finnur. Hjónin eyddu nokkrum mánuðum í að undirbúa íbúðina áður en þau fluttu inn. „Íbúðin var frekar þung og dökk þegar við tókum við henni. Það var mikið um dökkan panel, teppi á gólfum, þrönga ganga, skil- rúm og alstaðar hurðir sem lokuðu af rým- in,“ segir Eva Björk. Með ráðgjöf frá arkitektinum var því ákveðið að skipta um gólfefni á allri íbúð- inni og setja þar parket. Nokkrir veggir voru síðan teknir niður, sem og skilrúm milli stofu og eldhúss. Um leið opnaðist íbúðin og birtan fékk að flæða á milli rýma. Finnur sá þá líka hvernig hægt væri að gera skynsamlegar breytingar á her- bergjaskipan svo að íbúðin nýttist betur. „Við færðum innganginn inn í barna- herbergið og þó að íbúðin hafi verið ágæt- lega teiknuð, tel ég að breytingarnar hafi bætt hana,“ segir Finnur. Dökki panellinn í anddyrinu var sömuleið- is tekinn niður og öll íbúðin máluð í hvítum lit, fyrir utan part af vegg í stofunni sem er málaður í fallegum gráum lit. Eva Björk seg- ir þetta hugmynd arkitektsins og viðurkennir að hún hafi verið örlítið tortryggin í garð gráa litarins í byrjun. Núna sé hún hins veg- ar alsæl og sjái vel hvað þetta gerir mikið fyrir stofuna. Grái liturinn skapar einnig tengingu milli stofu og eldhússins þar sem hann teygir sig yfir í aðra hluti tengda eld- húsinu. Rimlagardínurnar í eldhúsgluggunum eru þannig til að mynda silfurgráar og end- urspegla litina í kring – eru ljósari upp við hvíta vegginn og grárri upp við gráa vegg- inn – og smellpassa fyrir vikið inn í rýmið. Þær mynda þá sömuleiðis tengingu við eld- hússtólana sem eru úr málmi og viði. Hluta gömlu eldhúsinnréttingarinnar gátu þau Alfreð og Eva Björk nýtt sér og sparað þannig það fé sem hefði farið í að kaupa nýja skápa og skúffur í allt. Í eldhúsinu er innréttingin þannig sumstaðar glæný í gegn á meðan að annars staðar var bara sett ný framhlið á eldri innréttingu. Ákveðið var að taka niður efri skápana í eldhúsinu til þess að létta yfirbragð eldhússins og var hluti þeirra skápa færður yfir í ganginn við barnaherbergið og betra skápapláss þannig skapað í íbúðinni. Hluta baðherbergisins var búið að gera upp fyrir, svo lítið þurfti að gera þar. Gólfið og einn veggur var þó flísalagt og stórum spegli síðan komið fyrir á baðherberginu ásamt ljósi fyrir ofan spegilinn, sem gefur rýminu glænýjan svip. Stofuskart með sögu Stofan á Kaplaskjólsveginum hefur tekið algerum stakkaskiptum eftir að skilrúmið sem skildi milli hennar og eldhússins var tekið niður. Nú er hún björt og glæsileg og við gráa vegginn sómir sér vel glæsilegur gamall skápur sem tilheyrði ömmu Alfreðs, Vigdísi Jakobsdóttur sem var eiginkona Al- freðs Gíslasonar, þáverandi bæjarstjóra í Keflavík. Gamli skápurinn gefur stofunni aukið vægi og nýtur sín vel í birtunni sem flæðir inn um stóra gluggana. „Safarístól- arnir“ sem Finnur fann í Danmörku, þegar hann var þar í arkitektanámi, og eru dönsk hönnun frá því fyrir 1940 sóma sér þá ekki síður vel þar. Íbúðin sem áður var dökk og drungaleg er nú björt og opin. Birta flæðir um þar sem áður voru hurðir og veggir og stórir speglar stækka smærri rými eins og and- dyri og baðherbergi. Finnur er líka, ekki síður en ungu hjónin, mjög sáttur við út- komuna. „Ég tel að mjög margt megi gera fyrir húsnæði án þess að öllu sé mokað út eins og svo margir gera í dag. Ég er ánægður með að Alfreð og Eva Björk fóru ekki út í neina vitleysu og bruðl við endurbætur á íbúðinni. Það eru til margar sniðugar og fallegar lausnir sem má framkvæma án þess að fara út í of mikinn tilkostnað. Það sem er mik- ilvægt er að nýta það sem er heilt og stend- ur fyrir sínu og hanna síðan lausnir í kring- um það.“ Hlutur með sögu Gamli skápurinn sómir sér vel í stofunni.Andrými Með því að fjarlægja efri skápana fékk eldhúsið léttara yfirbragð og var hluti gömlu skápanna endurnýttur á ganginum. Jafnvægi Rimlagardínurnar tóna vel við veggi og stóla í eldhúsi. Nýtt rými Flísarnar og spegillinn gera mikið. Eftir Sigrúnu Söndru Ólafsdóttur Gamalt og nýtt Fortíð og nútíð eiga vel saman. Með því að taka niður skilrúm nær birtan að flæða óhindrað um þessa blokkar- íbúð í Vesturbænum. Dökkt og þungt verður ljóst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.