Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 244. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
TÖFRAAUGNABLIK
MIKILVÆGT AÐ GETA HLEGIÐ AÐ SJÁLFUM SÉR
GUNILLA BERGSTRÖM Í LESBÓKARVIÐTALI
BRAIN POLICE
„VISSUM NÁKVÆMLEGA
HVAÐ VIÐ VILDUM“
Á FERÐ OG FLUGI >> 59
FULLYRT er í skýrslu leyniþjón-
ustunefndar öldungadeildar Banda-
ríkjaþings, sem birt var í gær, að
Saddam Hussein, fyrrverandi forseti
Íraks, hafi ekki haft nein formleg
tengsl við al-Qaeda-samtökin og hafi
litið á íslamska ofstækismenn sem
ógnun við stjórn sína. George W.
Bush Bandaríkjaforseti og Dick
Cheney varaforseti fullyrtu fyrir
innrásina í Írak 2003 að Saddam
hefði haft slík tengsl við hryðju-
verkasamtökin.
Fram kemur í skýrslunni að leyni-
þjónustan, CIA, hafi sannanir fyrir
því að fulltrúar al-Qaeda og íraskra
stjórnvalda hafi nokkrum sinnum átt
fundi á tíunda áratugnum en ekki sé
hægt að tala um formleg tengsl eða
samstarf í því sambandi.
Bush og Cheney hafa verið sak-
aðir um að hafa reynt að blekkja al-
menning með því að tengja innrásina
í Írak við baráttuna gegn alþjóðleg-
um hryðjuverkasamtökum. Óspart
var vitnað í gömul ummæli Bush og
Cheneys í gær og ljóst að demókrat-
ar munu notfæra sér málið.
„Þegar Saddam Hussein var við
völd í Írak og stýrði einhverri blóð-
ugustu ríkisstjórn 20. aldar … var
hann lengi búinn að hafa tengsl við
al-Qaeda,“ sagði Cheney í júní 2004.
Engin formleg tengsl
Stjórn Bush Bandaríkjaforseta sögð hafa beitt blekkingum
fyrir Íraksstríðið til að tengja Saddam við al-Qaeda
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
REGNHLÍFAR komust í tísku í Bretlandi á 19. öld og eru mikið þarfaþing en oft
er nokkuð vandasamt að hemja þær í þjóðlegum íslenskum rokrassi eins og hér er
barist við í Reykjavík. Sums staðar rignir þó ekki minna en á suðvesturhorninu,
þannig segja Norðmenn að í Bergen fæðist fólk með regnhlífar. Þorsteinn Jóns-
son, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í gærkvöldi að fremur hlýtt væri
á landinu miðað við árstíma, þurrt yrði á Norðurlandi en búast mætti við skúrum
og rigningu næstu daga sunnan- og vestanlands. Þeir sem ætla sér að nota tæki-
færið um helgina og tína krækiber og bláber í tæka tíð fyrir frostnæturnar verða
því að taka fram viðeigandi klæðnað eða taka afleiðingunum.
Morgunblaðið/Ásdís
Lárétt og þjóðleg rigning
Madrid. AP. | Stjórnendur Pasarela
Cibeles, þekktrar tískusýningar í
Madrid á Spáni, nota nú ákveðna
mælingaformúlu, þar sem meðal
annars er borin saman þyngd og
hæð, til að meta hvort fyrirsæturnar
séu grennri en boðlegt þyki. Um 30%
kvenna sem ætlunin var að sýndu
fatnað á sýningunni féllu á prófinu.
Sýningarstjórarnir sögðust vilja
ráða konur sem væru ímynd „feg-
urðar og hreysti“ en ekki „sárþjáðar
renglur“ sem virtust vera nánast á
grafarbakkanum.
Þegar sýningin var haldin í fyrra
bárust mótmæli frá læknum og
kvennahreyfingum vegna þess að
sumar stúlkurnar voru svo grindhor-
aðar. Ákváðu ráðamenn í Madrid því
að þrýsta á sýningarstjórana um að
ráða eðlilega skapaðar konur. Þær
gætu þá orðið fyrirmynd ungra
stúlkna sem eru sumar helteknar af
holdafarinu og eiga til að svelta sig
svo harkalega að þær veikjast.
Renglurnar
af sviðinu
Haag. AFP. | Umhverfisvernd-
arsamtökin Greenpeace hvöttu í gær
Evrópusambandið til þess að banna
notkun á efnasamböndum sem gera
plastefni í kynlífsleikföngum, sem
stundum eru kölluð „hjálpartæki
ástalífsins“, mýkri og meðfærilegri.
Mýkingarefnin, sem nefnast þalöt,
gætu valdið notendum heilsutjóni.
„Í kynlífsleikföngunum eru sams
konar eiturefni og Evrópusam-
bandið hefur bannað að notuð séu í
leikföng fyrir börn,“ sagði í frétta-
tilkynningu frá aðalstöðvum Green-
peace í Hollandi í gær.
„Við höfum rannsakað margs kon-
ar framleiðsluvörur síðustu árin en
höfum aldrei rekist á jafnhátt hlut-
fall [af þalötum],“ sagði talsmaður
samtakanna, Bart van Opzeeland.
Liðsmenn Greenpeace segja að
rannsóknir sanni að þalöt geti rask-
að jafnvægi hormóna í líkamanum,
dregið úr frjósemi og haft slæm
áhrif á nýru og lifur.
Baneitruð
kynlífstæki?
Eftir Brján Jónasson og
Örlyg Stein Sigurjónsson
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
úrskurð Héraðsdóms Reykjavík-
ur um að 16 ára piltur skuli sæta
gæsluvarðhaldi til 26. september
nk. vegna hnífstungu. Piltinum er
gefið að sök að hafa stungið 25
ára karlmann í bakið með hnífi að
tilefnislausu í Laugardalnum að-
faranótt sl. þriðjudags.
Í úrskurði Héraðsdóms
Reykjavíkur frá því á þriðjudag
er haft eftir piltinum að hann hafi
farið á netið til að kynnast manni
með það í huga að drepa ein-
hvern. Þar hafi hann komist í
samband við manninn sem hann
síðar stakk í bakið. Fram kemur
að þeir hittust þrisvar. Fyrst við
heimili piltsins, þar sem þeir töl-
uðu saman. Síðar fóru þeir á rúnt-
inn og tók pilturinn að eigin sögn
þá hníf með til að stinga og drepa
manninn, en sagðist ekki hafa
fengið tækifæri til þess.
Pilturinn sagði lögreglu að
hann hefði svo farið aftur á rúnt-
inn með fórnarlambinu aðfara-
nótt sl. þriðjudags. Leið þeirra
hefði legið í Laugardalinn við
Skautahöllina, þar sem pilturinn
hefði farið út að reykja og mað-
urinn farið út úr bílnum til að
kasta af sér vatni. Kvaðst piltur-
inn þá hafa laumast aftan að
manninum og stungið hann í bak-
ið. Hann sagði manninn þá hafa
litið við og hann því tekið á rás og
hlaupið í burtu.
„Aðspurður kvað hann þetta
hafa verið vilja sinn og að hann
langaði að prófa að drepa mann
Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhald
yfir 16 ára pilti sem stakk mann í bakið
Langaði að
prófa að
drepa mann
»Eftir að 16 ára pilt-urinn var handtekinn
var gerð húsleit á heimili
hans. Þar fundust tveir
hnífar og leðurslíður af
þeim þriðja.
»Hnífurinn sem beittvar fannst í bifreið
mannsins sem var stung-
inn. Hnífurinn var með
tæplega 10 cm löngu blaði,
og var blóðugur eftir árás-
ina.
»Árásarmaðurinn þarfað sæta geðrannsókn
samkvæmt úrskurði hér-
aðsdóms, sem Hæstiréttur
staðfesti.
Í HNOTSKURN
♦♦♦
og að [maðurinn] hefði verið sá
fyrsti sem hann fann til þess,“
segir í úrskurði héraðsdóms um
gæsluvarðhald, sem Hæstiréttur
hefur nú staðfest.
Í ljósi þessa metur lögregla það
svo að pilturinn kunni að vera
hættulegur og því nauðsynlegt að
hann sæti gæsluvarðhaldi svo
fleiri verði ekki fyrir árásum
hans. Að auki megi ætla að ef pilt-
urinn verði látinn laus geti hann
torveldað rannsókn málsins, m.a.
með því að hafa áhrif á vitni.
Karlmaðurinn sem var stung-
inn dró hnífinn úr baki sínu og gat
komið sér sjálfur á slysadeild.
Betur fór en á horfðist, því hnífs-
lagið fór í gegnum vöðva og
reyndist nóg að sauma sárið.