Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 41
skeiðið Að sættast við fortíðina.
Samkomur fyrir ungt fólk eru öll
föstudagskvöld kl. 20. Mót verður
haldið í Vatnaskógi 29. sept.–1. okt.
Verið er að vinna við framkvæmdir
í kirkjunni þessa daga til að skapa
betri aðstöðu fyrir starfið. Kirkjan
sendir líka út þætti á Ómega og út-
varpsstöðinni Lindinni.
Haustguðsþjónusta
eldri borgara
Á UNDANFÖRNUM árum hafa
Ellimálaráð Reykjavíkurprófasts-
dæma og kirkjurnar í prófastsdæm-
unum staðið fyrir sameiginlegri
haustguðsþjónustu sem er sér-
staklega ætluð eldri borgurum og
markar hún upphaf vetrarstarfs
þeirra í kirkjunum.
Að þessu sinni verður haustguðs-
þjónustan í Digraneskirkju þriðju-
daginn 12. september kl. 14. Sr.
Magnús B. Björnsson predikar og
þjónar fyrir altari.
Félagar úr kór Digraneskirkju
leiða almennan söng undir stjórn
Kjartans Sigurjónssonar organista.
Eftir guðsþjónustuna eru kaffi-
veitingar í boði sóknarnefndar
Digraneskirkju og Ellimálaráðs.
Allir eru velkomnir og eru eldri
borgarar sérstaklega hvattir til að
taka þátt í guðsþjónustunni þennan
dag.
Fjölskylduguðs-
þjónusta í Fríkirkjunni
í Reykjavík
FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA
kl 14. Barn borið til skírnar. Al-
mennan safnaðarsöng leiða að
venju þau Carl Möller og Anna
Sigga en njóta þó aðstoðar Frí-
kirkjukórsins sem kemur nú aftur
til starfa. Hjörtur Magni Jóhanns-
son leiðir stundina og prédikar. All-
ir velkomnir. Nanda kirkjuvarða
býður upp á kaffi í anddyrinu eftir
guðsþjónustuna.
Minnum á bænastundir í safn-
aðarheimilinu á þriðjudögum kl.
11.30.
Blómlegt vetrar- og
kórastarf í
Grafarvogskirkju
NÚ ER vetrar- og kórastarf Grafar-
vogskirkju hafið. Í Grafarvogs-
kirkju starfa fjórir kórar. Í þessum
kórum sem hafa sett sterkan svip á
safnaðarstarf kirkjunnar á undan-
förnum árum syngja yfir hundrað
einstaklingar. Kirkjukórinn hefur
hafið vetrarstarfið, eftir að hafa
farið ógleymanlega söngför til
Finnlands og Eistlands á liðnu
sumri. Kórstjóri er Hörður Braga-
son organisti. Fjölbreytt dagskrá er
framundan í vetur.
Innritun í kórana stendur nú yfir.
Upplýsingar veita kórstjórar, Gróa
í síma 699-1886 og Svava í síma
867-7882.
Vetrardagskrá safnaðarins sem
hér segir:
Foreldramorgnar. Starfið hjá
þeim hefst fimmtudaginn 14. sept-
ember kl. 10–12 í Grafarvogskirkju
og eru vikulega. Dagskráin er fjöl-
breytt.
Tíu til tólf ára – TTT. Fyrir börn
á aldrinum 10–12 ára, verður í skól-
um hverfisins. Auglýsingar með
tímasetningu birtast síðar.
Eldri borgarar. Eldri borgarar
hittast í kirkjunni á hverjum þriðju-
degi kl. 13.30.
Kirkjukór. Kirkjukórinn hefur
þegar hafið vetrarstarfið undir
stjórn Harðar Bragasonar, organ-
ista og kórstjóra.
Æskulýðsfélag. Fyrir unglinga í
8.–10. bekk á mánudagskvöldum kl.
20 í Grafarvogskirkju.
Safnaðarfélagið. Fundir hjá safn-
aðarfélaginu eru á mánudögum.
Fyrsti fundur vetrarins verður
mánudaginn 9. október kl. 20.
Alfa-námskeið. Hefst fimmtudag-
inn 11. janúar 2007. Um er að ræða
10 vikna fræðslunámskeið um
kristna trú og tilgang lífsins.
Krakkakór. Er fyrir sjö og átta
ára börn. Æfingar eru á mánudög-
um kl. 17.30–18.30. Kórstjóri: Gróa
Hreinsdóttir.
Barnakór. Fyrir börn frá níu ára
aldri. Æfingar eru á þriðjudögum
kl. 17.15–18.30. Kórstjóri: Svava
Kr. Ingólfsdóttir.
Unglingakór. Er fyrir 12 ára og
eldri. Æfingar eru á þriðjudögum
kl. 16–17.45 og fimmtudögum kl.
16.30–18. Kórstjóri: Svava Kr. Ing-
ólfsdóttir.
Kyrrðarstundir í Grafarvogs-
kirkju verða í hádeginu á mið-
vikudögum kl. 12 með altarisgöngu
og fyrirbænum. Boðið er upp á létt-
an hádegisverð á vægu verði að
lokinni stundinni. Stundirnar hefj-
ast miðvikudaginn 6. september.
Sorgarhópur sem fjallar um sorg
og sorgarviðbrögð mun starfa í vet-
ur, líkt og síðastliðna vetur. Prestar
kirkjunnar sjá um skráningu í hóp-
inn og hefst starfið í janúar 2007 og
verður á mánudögum í 10 skipti.
Ætlað þeim sem hafa misst nána
ástvini.
Að búa einn/ein. Um mánaða-
mótin sept.–okt. hefst námskeið í
Grafarvogskirkju sem nefnist „Að
búa einn/ein“. Námskeiðið er ætlað
þeim sem gengið hafa í gegnum
skilnað nýlega.
Bænahópur. Á hverju sunnu-
dagskvöldi kl. 20 hittist bænahópur
í kirkjunni og er hann öllum opinn.
Al-Anon er með fundi á föstu-
dagskvöldum kl. 20.
AA-hópur hittist á laugardags-
morgnum kl. 11.
Fermingarstarf. Sunnudaginn
10. september kl. 11 er fermingar-
börnum úr Borgaskóla, Engjaskóla,
Korpuskóla, Rimaskóla og Víkur-
skóla og foreldrum þeirra boðið
sérstaklega til guðsþjónustu í
Grafarvogskirkju. Að loknum guðs-
þjónustunum verður fundur með
foreldrum og fermingarbörnum.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 41
FRÉTTIR
Fiðluleikur. Hjörleifur Valsson. Kirkjukór
Lágafellssóknar. Organisti Jónas Þórir.
Fermingarfræðslan er að hefjast í Lága-
fellssókn og eru börnin sem ætla að taka
þátt í því starfi hvött til að mæta í guðs-
þjónustuna. Sunnudagaskólinn hefst í
Lágafellskirkju kl. 13. Prestarnir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Prestur sr. Gunnþór Þ. Ingason.
Organisti Antonia Hevesi. Félagar úr Kór
Hafnarfjarðarkirkju leiða söng. Sunnu-
dagaskólar í Strandbergi og Hvaleyrar-
skóla á sama tíma.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Sunnu-
dagaskólinn kl. 11. Nú hefst barnastarf
vetrarins með nýju og spennandi efni. Fjöl-
breytt dagskrá fyrir börn á öllum aldri. Ver-
ið með frá upphafi. Guðsþjónusta kl. 13.
Kór Víðistaðasóknar flytur létta söngva
undir stjórn Úlriks Ólasonar.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Sunnudaga-
skóli kl.11. Umsjón hafa Sigríður Kristín,
Edda, Hera og Örn. Kvöldvaka kl. 20. Kór
og hljómsveit kirkjunnar leiðir tónlist og
söng. Fjallað verður um ólíka sálma í
sálmabókinni og söguna á bak við þá.
Kaffi í safnaðarheimilinu að lokinni guðs-
þjónustu.
ÁSTJARNARSÓKN í samkomusal Hauka,
Ásvöllum: Guðsþjónusta kl. 17. Prestur
sr. Carlos Ferrer. Kór Ástjarnarsóknar und-
ir stjórn nýs tónlistarstjóra safnaðarins,
Kristínar Waage. Kaffi og léttar veitingar
að helgihaldi loknu.
KÁLFATJARNARKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 14. Presdtur sr. Carlos Ferrer. Kór
Kálfatjarnarkirkju undir stjórn Franks Her-
lufsen. Kaffi og léttar veitingar að helgi-
haldi loknu.
VÍDALÍNSKIRKJA: Messa kl. 11. Prest-
arnir Jóna Hrönn Bolladóttir og Friðrik J.
Hjartar þjóna fyrir altari ásamt Nönnu Guð-
rúnu Zoëga djákna. Sunnudagaskóli á
sama tíma undir stjórn Ármanns H. Gunn-
arssonar æskulýðsfulltrúa. Jóhann Bald-
vinsson leiðir lofgjörðina ásamt kór Vídal-
ínskirkju. Allir velkomnir. Sjá
www.gardasokn.is
NJARÐVÍKURKIRKJA (Innri-Njarðvík):
Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Organisti
Dagmar Kunakova og meðhjálpari er Krist-
jana Gísladóttir. Sóknarprestur.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta
sunnudag kl. 11. Prestur sr. Skúli S.
Ólafsson. Að guðsþjónustu lokinni fer
fram aðalsafnaðarfundur Keflavíkur-
sóknar. Allir velkomnir.
AKUREYRARKIRKJA: Æðruleysismessa
kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa og sr. Sólveig
Halla. Arna Valsdóttir og Pálmi Gunnars-
son sjá um tónlist og leiða söng. Móheið-
ur Guðmundsdóttir syngur einsöng. Kaffi í
safnaðarheimili á eftir.
GLERÁRKIRKJA: Barnastarf og guðsþjón-
usta kl. 11. Fermingarbörn ásamt for-
eldrum hvött til að koma. Sr. Arnaldur
Bárðarson þjónar. Félagar úr Kór Glerár-
kirkju syngja. Organisti er Hjörtur Stein-
bergsson. Hádegissamvera miðvikudag.
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Fjöl-
skyldusamkoma kl. 11. Upphaf vetrarins í
barna- og unglingastarfinu. Jóhanna
Benný Hannesdóttir. Allir velkomnir.
ÓLAFSVALLAKIRKJA: Guðsþjónusta
sunnudag kl. 14. Fermingarbörn vetrarins
eru boðuð til kirkjunnar og taka á móti
Biblíu og hefja með þeim þætti fermingar-
störfin.
SKEIÐFLATARKIRKJA í Mýrdal: Guðsþjón-
usta sunnudag kl. 14. Organisti er Kristín
Björnsdóttir. Almennur safnaðarsöngur.
Væntanleg fermingarbörn næsta vors sér-
staklega hvött til að mæta með forráða-
mönnum sínum. Sóknarprestur.
REYNISKIRKJA í Mýrdal: Guðsþjónusta
sunnudag kl. 20.30. Organisti er Kristín
Björnsdóttir. Almennur safnaðarsöngur.
Fjölmennum til kirkju. Sóknarprestur.
VILLINGAHOLTSKIRKJA í Flóa: Kvöld-
guðsþjónusta sunnudag kl. 21. Organisti
Ingi Heiðmar Jónsson. Sr. Egill Hallgríms-
son, dómkirkjuprestur í Skálholti, messar
í sumarfríi sóknarprests.
SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11 sunnu-
dag. Kirkjukórinn syngur, organisti Jörg
Sondermann. Léttur hádegisverður í safn-
aðarheimilinu að lokinni athöfninni.
Þriðjudaginn 12. september 2. septem-
bertónleikar. Hörður Áskelsson leikur á
orgel Selfosskirkju og hefjast tónleikarnir
kl. 20.30. Kaffisopi á eftir. Miðvikudagur-
inn 13. september kl. 11. Foreldra-
morgunn í lofti Safnaðarheimilisins. Opið
hús, hressing og spjall. Sr. Gunnar Björns-
son.
GAULVERJABÆJARKIRKJA: Guðsþjón-
usta sunnudag kl. 14.
MOSFELLSKIRKJA í Grímsnesi: Messa
sunnudag kl. 14. Sr. Rúnar Þór Egilsson.
Heilsustofnun NLFÍ: Guðsþjónusta kl. 11.
Sóknarprestur.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Reyniskirkja í Mýrdal.
BÍLAUMBOÐIÐ ASKJA frum-
sýnir um helgina tvo lúxusbíla frá
Mercedes-Benz af gerðinni GL-
Class og E-Class.
GL-Class er rúmgóður lúxusjeppi
með háu og lágu drifi auk þess að
vera búinn ríkulegum staðalbúnaði.
Mercedes-Benz GL-Class er fáan-
legur með öflugum dísil- og bensín-
vélum sem skila allt að 388 hest-
öflum. GL-Class er búinn öllum
þeim búnaði sem kröfur eru gerðar
til í lúxusbílum, auk þess að vera
rúmgóður og fáanlegur með sætum
fyrir allt að sjö manns. Á sama tíma
er frumsýndur nýr E-Class en
tækninýjungar í honum eru margar.
E-Class er meðal annars búinn nýrri
gerð framljósa sem lýsa mun lengra
en áður hefur þekkst án þess að
trufla umferð sem kemur á móti.
Einnig er E-Class búinn stöð-
ugleikakerfi sem tryggir öruggan
akstur, segir í fréttatilkynningu.
Sýningin um helgina stendur yfir í
húsakynnum Öskju við Laugaveg og
fer fram í dag, laugardag og á morg-
un, sunnudag frá kl. 12 - 17. Einnig
geta Mercedes-Benz eigendur kom-
ið með bíla sína í bremsu- og högg-
deyfaskoðun í boði þjónustudeildar
Öskju við Laugaveg. Boðið verður
upp á kaffi og reynsluakstur á
nýjum Mercedes-Benz bílum.
Askja frumsýnir tvo bíla
LISTAMENN taka höndum saman
og sýna stuðning við nátt-
úruvernd á Íslandi með listsköpun
og tónlistarviðburðum í dag, laug-
ardaginn 9. september. Farið
verður frá Hlemmi kl. 13, með
karnivalgöngu sem fer niður
Laugaveginn og endar á Aust-
urvelli en þar verða tónleikar og
uppákomur og er öllum opið að
taka þátt. M.a. koma fram: Mr.
Sillu og Mongoose, Ghostdigital,
Palindrome, Cocktail Vomit, Bent
og Magga Legó. Einnig verður
opnun í Gallerí Gyllinhæð og
silkiþrykk fyrir utan Nakta apann
og getur fólk komið með flíkur og
töskur til að láta prenta á, segir í
fréttatilkynningu. Nánari uppl. á
skapandiskodun@hotmail.com.
Karnivalganga
og tónleikar
STYRKTARHÁTÍÐ verður hald-
in í Festi Grindavík á morgun,
sunnudaginn 10. september kl.
17–19. Hátíðin er haldin til að
styrkja 10 ára gamlan dreng,
Frank Bergmann Brynjarsson
sem greindist með hvítblæði fyrr
á þessu ári og er að fara til Sví-
þjóðar í mergskipti.
Meðal þeirra sem fram koma á
hátíðinni eru: Latibær, KK, Ellen,
Rúnar júl, Bigalow, Bjarni Ara og
Ástvaldur Traustason, Bríet
Sunna, Ingó, Gréta, Davíð og
Stefán, Skítamórall o.fl.
Miðaverð fyrir fullorðna er
1.500 kr. og 1.000 kr. fyrir börn.
Einnig er hægt að leggja frjálst
framlag inn á reikn nr: 143-26-199
kt:140996-3199.
Styrktarhátíð í Grindavík
DAGANA 18. og
19. september
stendur Endur-
menntunarstofn-
un Háskóla Ís-
lands fyrir
námskeiði með
Mike Richards-
son undir heit-
inu: Hvernig
næst afburða ár-
angur í stjórnun hjá opinberum að-
ilum.
Markmið námskeiðsins er að
þátttakendur skoði aðstæður, við-
horf og hegðun á eigin vinnustað í
ljósi fimm lykilþátta í því að ná af-
burða árangri.
Mike Richardson hefur komið
hingað til lands þrisvar áður sem
ráðgjafi og leiðbeinandi hjá Reykja-
víkurborg, Reykjanesbæ og kennari
hjá Endurmenntun HÍ árin 2004 og
aftur 2005. Á því námskeiði gáfu
95% þátttakenda matsþætti nám-
skeiðsins „hæfni til að miðla náms-
efninu“ hæstu einkunn og 100%
sögðu að efnið myndi nýtast þeim
mjög vel eða vel í starfi. Mike var
framkvæmdastjóri borgarinnar
Christchurch á Nýja Sjálandi á ár-
unum 1992-2002. Borgin vann til
margvíslegra verðlauna fyrir árang-
ur og brautryðjendastarf og hefur
verið talin í fremstu röð vel rekinna
borga. Hann hefur verið ráðgjafi
fjölmargra opinberra aðila víðs veg-
ar um heiminn, m.a. WHO, Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunar Samein-
uðu þjóðanna, um stjórnkerfi borga
í Suðaustur-Asíu og er eftirsóttur
gestafyrirlesari um umbætur í op-
inberri stjórnsýslu.
Skráning og nánari upplýsingar
fást hjá Endurmenntun H.Í. síma
525-4254 eða endurmenntun@hi.is
Námskeið um
árangur í stjórnun hjá
opinberum aðilum
Mike Richardson