Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 57 HÚMOR hins fyrirsjáanlega er eitt helsta einkenni listar svissneska listamannsins Roman Signer. Húm- or í ætt við teiknimyndir um Tomma og Jenna eða Kalla kanínu, grófur, barnslegur og oft næstum því ofbeld- iskenndur. Miðill hans er skúlptúr í tíma og rúmi, gjörningar og myndbönd. Að einhverju leyti má tengja verk hans list sem byggist á ákveðnu ferli eins og list Fischli og Weiss, en Signer byggir mun meira á kímni og mann- skepnan leikur stærra hlutverk í list hans. Verk hans leitast ekki við að koma á óvart, heldur skapa einmitt það sem áhorfandinn væntir, en það er einmitt það sem gerir þau áhrifa- rík, eins og þegar hann lét fjölmarg- ar vatnsfötur hvolfast yfir sig. Það má ímynda sér hvernig það er að horfa á listamanninn krjúpa undir upphengdum vatnsfötum og vita að bráðum hvolfast þær. Ekki verða verk hans þó leiðigjörn þó ferli hvers um sig megi heita fyrirsjáanlegt, því það er ómögulegt að vita hverju hann tekur upp á næst. Sumar innsetn- ingar hans hafa verið gerðar með fjölda aðstoðarmanna og oft felst mikil fegurð í skúlptúr-gjörningum hans, fegurð taumlausrar orku sem leyst er úr læðingi eitt andartak,og síðan fellur allt í dúnalogn. Fyndni Signers er dálítið gam- aldags fyndni og er ætlað að vera það, í ætt við fyrstu teiknimyndirnar sem ég nefndi hér að ofan eða kvik- myndir Chaplin eða Buster Keaton, en það er einmitt Charlie Chaplin sem kemur upp í hugann þegar verk Signer í Safni nú er skoðað, „Table and hat“ frá 2003. Hér er allt með kyrrum kjörum, loftblásarinn sem getur blásið á 216 km hraða á klukkustund eins og stendur á hon- um, borðið sem honum er stillt upp við og fallegi, svarti harðkúluhatt- urinn á borðinu miðju. Það er síðan í huga áhorfandans að kveikt er á blásaranum og blásið af miklum krafti á hattinn sem þyrlast hátt í loft upp, líkt og hattur Chaplins. Snjallar hugmyndir, einföld kímni og hrein lífsgleði einkenna þetta verk Signers eins og mörg önnur. „Chapeau“ er sagt upp á frönsku í merkingunni bravó, ég tek ofan. Það er óhætt að taka ofan fyrir Signer og list hans sem virkjar augnablikið og sköpunargleðina út í ystu æsar. „Bravó!“ MYNDLIST Safn við Laugaveg Til 10. september. Safn er opið mið. til fös. frá 14–18 og 14–17 lau. og sun. Aðgangur ókeypis. Roman Signer Ragna Sigurðardóttir Morgunblaðið/Ásdís Sniðugur Snjallar hugmyndir, einföld kímni og hrein lífsgleði einkenna mörg verk Signers, að mati gagnrýnanda. Ég var í Osló fyrir skemmstu,að fylgjast með Ibsenhátíðþjóðleikhússins þar í borg. Heimsótti ég meðal annars Ibsen- safnið sem var opnað fyrr á árinu eftir gagngerar endurbætur, á 100 ára dánarafmæli skáldsins. Er óhætt að mæla með heimsókn í safnið og ráðlegg ég gestum í Osló sérstaklega að geyma safnferðir til sunnudaga, því þótt borgin sé skemmtileg heim að sækja er hún leiðinleg að því leyti að hér um bil allt er lokað á sunnudögum, – nema kirkjurnar og söfnin.    Í Ibsensafninu íOsló er ný- stárleg yfirlits- sýning yfir ævi skáldsins og verkin sem eftir hann liggja. Fyrir utan þetta venjulega; alls kyns muni úr eigu Ibsens, sendibréf og fyrstuútgáfur af verkum hans, hefur áhugaverð heimild- armynd verið gerð þar sem Ibsen eru gerð góð skil á lif- andi og áhugaverðan hátt. Hápunktur heimsóknar í safnið er þó leiðsögn um íbúð Ibsens, þar sem nærvera skáldsins verður því sem næst áþreifanleg. Þarna bjó hann seinni hluta æv- innar, steinsnar frá konungshöll- inni, sat við skrifborð sitt við gluggann og byrjaði að skrifa stundvíslega alla morgna og vann til hádegis, þegar hann tók sér göngutúr niður að Grand Café og fékk sér hádegisverð. Ibsen var um margt óvenjulegur maður og sérvitur. Hann var til dæmis ekki sérlega félagslyndur og á Grand Café tók hann ekki þátt í líflegum umræðum menntamanna og listamanna, sem þar voru dag- legt brauð, heldur sat hann alltaf við sama borðið, einn, og fylgdist með mannlífinu.    Ferðin í Ibsensafnið var bæðiskemmtileg og fræðandi og ómissandi upplifun þegar litið er til baka til Oslóarferðarinnar. Þegar ég yfirgaf safnið var mér hugsað til þess hversu mikill fengur væri af samskonar safni í Reykja- vík. Þá á ég við safn, eða sýningu öllu heldur, þar sem bókmenntasögu Ís- lendinga væru gerð skil allt frá Sonartorreki til Tímans og vatns- ins. Mig fór að dreyma um einn stað, bókmenntamiðstöð Íslands, í miðborg Reykjavíkur, þar sem út- lendingar jafnt sem innfæddir gætu fengið heildstætt yfirlit yfir helstu afrek landsmanna á sviði bók- mennta. Vissulega eru til sérsöfn hér og þar, á dreif um landið: Handritin eru til sýnis í Þjóðmenningarhús- inu, safn um Halldór Laxness er á Gljúfrasteini og safn um Davíð Stefánsson á Akureyri. En það er enginn staður þar sem finna má bókmenntasögu Íslands alla á ein- um stað. Ég held hún myndi örugglega slá í gegn, sýning þar sem gestum yrði sýnd á myndrænan og lifandi hátt saga íslensku bókaþjóðarinar. Sýnt væri hvernig sjálfsmynd þjóðar endurspeglast í verkum ástkærustu skálda hennar, og sagt frá ævi og afrekum þeirra andans jöfra sem Ísland hefur alið. Þar væru þau öll komin undir eitt þak, Snorri Sturluson, Hallgrímur Pétursson, Hulda, og allir hinir, og myndu örugglega laða að sér heilu hjarðirnar af fróðleiksfúsum gest- um. Safn um skáld ’Ég held hún myndiörugglega slá í gegn, sýn- ing þar sem gestum yrði sýnd á myndrænan og lif- andi hátt saga íslensku bókaþjóðarinnar.‘ asgeiri@mbl.is AF LISTUM Ásgeir Ingvarsson Meistarinn Henrik Ibsen varði miklum tíma við skriftir í herberginu sem nú hefur verið gert upp í upprunalegri mynd í Ibsensafninu í Osló. Safnið Ibsensafnið í Osló er í síðustu íbúð skáldsins, stuttan spöl frá Konungshöllinni. Fólk folk@mbl.is Hafnfirska rokksveitin Jakobína-rína er á meðal þeirra þriggja hljómsveita sem troða upp á Iceland Airwaves tónleikum í London þann 12. september. Hinar eru sænska hljómsveitin Love is All, og Bretarnir Tilly and the Wall. Tónleikarnir nefnast „A Taste of Airwaves“ og eru haldnir í London’s King’s College. Hljómsveitirnar þrjár munu allar koma fram á Iceland Airwaves hátíð- inni í ár, sem fer fram í áttunda sinn í miðborg Reykjavíkur dagana 18.–22. október. Airwaves tónleikarnir í London eru haldnir í samvinnu við Icelandair, að því er segir í tilkynningu. Tilgang- urinn er fyrst og fremst að kynna Ice- land Airwaves fyrir starfsmönnum tónlistarbransans og fjölmiðlum í London – og hinum almenna listá- hugamanni í borginni. Í framhaldi af Airwaves tónleik- unum í London mun Jakobínarína halda í tónleikaferð með Love is All og leika í Sheffield 14. sept., Glasgow 15. sept., Manchester 16. sept., Birm- ingham 17. sept. og loks Oxford 18. september.    Morgunblaðið/Eggert Bandarískagamanleik- konan og spjall- þáttastjórnand- inn Ellen De- Generes verður aðalkynnir á Ósk- arsverðlaunahá- tíðinni næsta ár. Hún kveðst vera í sjöunda himni vegna þessa, en hún hefur tvisvar verið kynnir á Emmy- verðlaunahátíðinni. DeGeneres verður önnur konan sem kynnir Óskarsverðlaunahátíð; sú fyrsta var Woopi Goldberg. Verð- launin verða afhent 25. febrúar nk. HJARTAKNÚSARINN Channing Tatum (She’s the Man) leikur pöru- piltinn Tyler Gage sem slitið hefur barnsskónum í vafasömum bæj- arhluta. Hann lætur sig dreyma um nýtt líf á betri slóðum, en kemst í kast við lögin og er dæmdur til að inna af hendi samfélagsþjónustu við snobbaðan efristéttarskóla. Þar er hann óþægur ljár í þúfu, uns hann kynnist Noru sem Jenna Dewan leikur (Take the Lead). Hún er við það að sjá drauma sína sem dansari rætast, en vantar aðeins framúrskarandi dansfélaga. Nora uppgötvar að Tyler er hæfi- leikaríkur götudansari og fljótlega taka neistar að fljúga á milli þeirra, bæði á dansgólfinu og utan þess. Dans Nora hefur fengið allt upp í hendurnar en Tyler hefur þurft að olnboga sig í gegnum lífið. Þegar þau mætast á dansgólfinu fara neistar að fljúga. Frumsýning | Step Up Ballerína og götustrákur ERLENDIR DÓMAR: Entertainment Weekly 75/100 Boston Globe 75/100 The New York Times 60/100 USA Today 50/60 (allt skv. Metaritic.com)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.