Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 47 ✝ Ragnar HeiðarGuðmundsson fæddist á Sauð- árkróki 24. janúar 1938. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu aðfara- nótt mánudagsins 4. september síðastlið- ins. Foreldrar hans voru Valgerður Kristjana Þorsteins- dóttir, f. 25. febrúar 1918, d. 26. maí 1989, og Guðmund- ur Kjartan Guðmundsson sjómað- ur á Siglufirði, f. 28. mars 1907, d. 23. ágúst 1957. Seinni maður Val- gerðar var Sigurður Þorvaldsson stýrimaður, f. 14. júlí 1928, d. 8. júní 2001. Systkini Ragnars eru: 1) Leifur Hreggviðsson (hálfbróðir sam- mæðra), kvæntur Kerstin Roloff. 2) Sólborg Ingibjörg, gift Kjartani Þorgeirssyni. 3) Kjartan Björn, kvæntur Björk Pétursdóttur. 4) Jóhann Sævar, kvæntur Þóru Björgu Ögmundsdóttur. 5) Freyja Auður. 6) Sigrún Helga, gift Sigurgeiri Marteinssyni. 7) Heið- rún Hulda gift Birni Matthíassyni. 8) Þorsteinn Ingi, kvæntur Jónu 29. janúar 1969, gift Heimi Hall- dórssyni, f. 3. febrúar 1967. Börn þeirra eru: a) Daníel Snær, f. 10. febrúar 2000, b) Rakel Björk, f. 13. ágúst 2005. 3) Erla Ösp, f. 15. ágúst 1971. Fyrrverandi sambýlis- maður hennar er Sverrir Benónýsson, f. 5. janúar 1965. Börn þeirra eru: a) Lilja Ósk, f. 24. apríl 1991, d. 24. apríl 1991. b) Ragnar Haukur, f. 15. júní 1992. c) Arnar Þór, f. 3. júní 1996. Ragnar hóf nám í bifvélavirkjun árið 1956 hjá bifreiðaverkstæði Sveins Egilssonar í Reykjavík. Eftir útskrift þaðan fór hann til Noregs og vann á bifreiðaverk- stæði í Ósló í eitt ár. Hann fór út í rekstur bifreiðaverkstæðis á Siglufirði með Birgi Björnssyni í nokkur tíma. Síðan vann hann hjá Siglufjarðarkaupstað sem við- gerðarmaður og bílstjóri í sam- felld 10 ár. Hann hóf rekstur síns eigin bifreiðaverkstæðis í maí- mánuði árið 1979 og starfaði þar til dauðadags. Ragnar tók þátt í stofnun Kiwanisklúbbsins Skjaldar og tók frá upphafi virkan þátt í öllu starfi klúbbsins. Útför Ragnars verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Lárusdóttur. 9) Sig- urður Óskar, d. 20. janúar 2005, var kvæntur Þórhöllu Guðmundsdóttur. 10) Einar Ásgrímur Sig- urðsson (hálfbróðir sammæðra), kvæntur Stefaníu Ámunda- dóttur. Ragnar kvæntist hinn 29. júlí 1967 Svanhildi Freysteins- dóttur frá Siglufirði, f. 18. febrúar 1940. Foreldrar hennar voru Freysteinn Bergmann Sig- urjónsson trésmiður, f. 10. febr- úar 1907, d. 3. janúar 1979, og Sigríður Fanney Sveinsdóttir, f. 5. janúar 1913, d. 10. desember 1975. Bróðir Svanhildar var Haukur Freysteinsson trésmiður, f. 31. maí 1942, d. 23. ágúst 1981. Börn Ragnars og Svanhildar eru: 1) Freysteinn Sigurður, f. 25. nóvem- ber 1967, kvæntur Kristínu M. H. Karlsdóttur, f. 26. maí 1970. Börn þeirra eru: a) Svanhildur Hanna, f. 15. apríl 1988, unnusti hennar er Sveinn Smári Grétarsson, f. 24. desember 1986. b) Karl Ragnar, f. 21. febrúar 1991. c) Steinar Freyr, f. 1. ágúst 1996. 2) Ragna Björk, f. Elsku besti Raggi minn. Þakka þér fyrir samfylgdina gegnum lífið. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín geta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Þín eiginkona, Svanhildur. Elsku pabbi. „Bless og góða ferð. Sjáumst fljótlega.“ Þetta voru mín síðustu orð til þín á sunnudaginn var. Þið mamma voruð að halda norður eftir að hafa verið í brúðkaupi okkar Heimis á laugardeginum. Ég sé þig fyrir mér í kirkjunni svo hamingju- saman og stoltan af okkur. Við áttum alveg yndislegan dag saman og mun hann verða okkur dýrmætur í minn- ingunni. Við ætluðum að hittast aftur næstu helgi. En í stað þess erum við komin norður til að kveðja þig. Það eru svo margar minningar sem fara í gegnum huga minn. Þú vannst alla tíð mikið, en þú varst alltaf til staðar fyrir okkur, hvort sem þurfti að laga brotin leikföng, leggja okkur lífsreglurnar eða bara spjalla um lífið og tilveruna. Þegar ég fór í nám suður til Reykjavíkur 16 ára gömul fannst mér ég ansi fullorðin fyrstu vikurnar en síðan fór heimþráin að gera vart við sig og ófá símtölin hringdi ég í ykkur, bæði til að fá ráð við elda- mennskuna og bílinn, en samt bara oftast til að heyra í ykkur. Á þeim ár- um voruð þið mamma mjög dugleg að skreppa suður til að athuga hvernig við Steini bróðir hefðum það. Þegar ég kynnti ykkur fyrir Heimi tókuð þið honum opnum örmum og hann féll inn í fjölskylduna strax við fyrstu kynni. Ófá kvöldin sátuð þið Heimir saman og rædduð ýmis mál og aldrei var komið að tómum kof- unum hjá þér. Þú varst mikill lestr- arhestur, fréttaþyrstur og fróðleiks- fús, hvort sem það sneri að mönnum eða málefnum og þú hafðir skoðanir á öllu þó að þú værir ekki alltaf að bera þær á borð. Þið voruð svo stolt þegar krílin mín, Daníel Snær og Rakel Björk, bættust í hópinn. Rakel brosti alltaf sínu breiðasta brosi þegar þú komst úr vinnunni, tilbúin að láta þig taka sig í fangið svo hún gæti nú kíkt í brjóstvasann hjá þér og skoðað gler- augun þín og penna. Hjá Daníel var það fastur liður að líta inn á verk- stæðinu þínu og skoða verkfærin og fá einn brjóstsykurmola úr krúsinni. Elsku pabbi, ég sakna þín svo mik- ið. Ég bið góðan guð um að styrkja mömmu, systkini mín og okkur öll í fjölskyldunni í sorg okkar. Þín Ragna. Elsku pabbi. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur hjá okkur, þú sem varst stoð mín og stytta í lífinu. Þú varst alltaf tilbúinn til að hjálpa mér og strákunum mín- um. Gera við bílinn, laga ýmislegt á heimilinu eða hvað sem var, alltaf varst þú tiltækur. Við höfum átt saman margar ánægjustundir í gegnum tíðina og þakka þér sérstaklega fyrir alla hjálpina við undirbúning fermingar Ragnars Hauks í vor. Um síðustu helgi vorum við í brúðkaupi Rögnu og Heimis og áttum yndislega stund saman. Á sunnudeginum fórum við í bíltúr um Reykjavík og þú sýndir okkur staðinn þar sem þú byrjaðir að læra bifvélavirkjun fyrir nákvæm- lega 50 árum og talaðir um hve tím- arnir væru breyttir, vinnubrögðin væru önnur í dag en þá. Þessi morg- unstund okkar er mér ofarlega í huga núna á þessari sorglegu stundu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Takk fyrir allt, elsku pabbi minn, ég sakna þín mikið. Guð gefi okkur styrk í sorg okkar. Þín dóttir, Erla Ösp. Tengdafaðir minn, Ragnar Heiðar Guðmundsson, varð bráðkvaddur á heimili sínu aðfaranótt mánudags. Þegar einhver er tekinn frá ástvinum sínum á svo snöggan hátt, koma ótal minningar ósjálfrátt upp í hugann. Þegar þessi orð eru skrifuð sit ég í stofunni og horfi á brúðarmyndina af ykkur Svönu og hugurinn fer með mig í ferðalag. Það eru hátt í tveir áratugir síðan Steini kynnti mig fyrir pabba sínum, honum Ragga eins og hann var kallaður. Ragnar var hæg- látur en vinnusamur maður sem gott var að tala við. Til hans var hægt að leita ráða með flesta hluti. Ragnar hafði yndi af barnabörnum sínum og bar mikið traust til þeirra. Hann studdi þau við ýmis uppátæki og leiðbeindi þeim í leiðinni, það á eft- ir að vera þeim gott veganesti út í framtíðina. Ef Raggi varð vitni að því þegar ég skammaðist eða kvartaði yf- ir uppátækjum barnanna gaf hann þeim yfirleitt bros eða góðlegt glott. Það kunnu þau að meta, enda var traustið greinilega gagnkvæmt. Margar fleiri minningar hlaðast upp og erfitt er að setja þær allar niður á blað. Mín síðasta minning um Ragnar er þegar þau hjónin sitja í sófanum hjá dóttur sinni í Hafnarfirði með yngsta barnabarnið á milli sín. Það var mikið að gera hjá þeirri stuttu því hún príl- aði og boraðist í afa sinn, sem var hinn ánægðasti með uppátæki skott- unnar. Ég stóð og fylgdist með þeim og hugsaði með mér hve Ragnar væri í raun hamingjusamur maður. Það er stutt á milli gleði og sorgar. Takk, Raggi, fyrir allar minningarn- ar sem þú skilur eftir hjá okkur. Elsku Svana, Steini, Ragna og Erla, ykkar missir er mikill. Ég mun biðja þann sem þessum heimi stýrir að hugga og styrkja ykkur í sorginni. Ykkar Kristín María Hlökk Karlsdóttir. „Sjáumst aftur eftir viku á ættar- mótinu,“ voru kveðjuorð okkar systk- inanna eftir yndislegan dag. Ragna Björk var að giftast Heimi sínum í síðsumarblíðu og Raggi var sæll og glaður eins og hann var nú oftast. En nú fylgjum við honum til grafar á þeim degi sem ættarmótið átti að vera. Þrátt fyrir sorgina í huga okkar gleðjumst við yfir öllum góðu minn- ingunum frá æskuárunum og sam- verustundum með þeim Svönu og börnunum þeirra. Þau hjónin hafa veitt okkur ómet- anlega aðstoð við að byggja upp á Rá- eyri, sumarbústaðnum okkar á Siglu- firði, og fylgjast með honum. Án hjálpar þeirra hefði verið erfitt að vera með bústað svo langt frá heim- ilum okkar. Það var alltaf gott að hitta hann því hann sá góðu hliðarnar á fólki og öll- um málum og var ekki að tala um það sem miður fór. Hann var mikill og góður heimilisfaðir, Svana, börnin hans og þeirra fjölskyldur voru ætíð í fyrsta sæti. Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú, þó ævin sem elding þjóti, guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. – Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur – síðar. (Jóhannes úr Kötlum.) Við minnumst Ragga með miklum söknuði og biðjum góðan Guð að styrkja fjölskyldu hans. Systkinin. Elsku Ragnar. Ég þakka þér fyrir allt gott. Guð veri með fjölskyldu þinni. Þín mágkona, Þórhalla. Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Úr Spámanninum) Hann afi okkar er dáinn og það er sárt að kveðja hann. Hann var alltaf til staðar fyrir okkur, hvort sem við þurftum að láta laga hjólin okkar eða fá aðstoð við að framkvæma þær mörgu hugmyndir sem við fengum. Afi þreyttist ekki á því að hafa okkur í kringum sig. Okkar bestu minningar um afa eru þegar hann tók okkur með sér þegar hann var að bardúsa eitt- hvað, hvort sem það var á verkstæð- inu, yfir á Ráeyri, í sveitinni eða í garðinum. Við eigum eftir að minnast þess þegar við komum við á verk- stæðinu og læddumst inn á skrifstofu og nældum okkur í mola. Á leiðinni til baka mættum við oft afa sem bara brosti, því hann vissi alveg hvað við vorum að gera. Svo var alltaf hægt að fara til hans og fá svör við ýmsum spurningum um lífið og tilveruna. Við viljum þakka afa fyrir allar þær minningar sem við eigum um hann og líka fyrir alla þá ást og kærleika sem hann sýndi okkur. Svanhildur, Karl, Steinar, Ragnar, Arnar, Daníel og Rakel. Það er svo oft sem kallið kemur þegar síst er von. Það er ekki lengra síðan en á laugardaginn var, 2. sept- ember, að Ragna Björk, dóttir Ragn- ars Heiðars Guðmundssonar, gifti sig í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Það var bjartur og fallegur dagur, brúð- urin í fögrum kjól og faðir brúðarinn- ar hreyknari en orð fá lýst. Ragnar heitinn lék við hvern sinn fingur, gerði að gamni sínu og kenndi sér einskis meins. Flest systkina hans og ættingjar voru viðstödd og sátu brúð- kaupsveisluna. Í ráði var að öll ættin, systkini Ragnars og afkomendur, héldu ættarmót helgina eftir, 9. sept- ember. Allir kvöddust að veislu lok- inni glaðir í bragði og sögðust mundu sjást um næstu helgi. En svo kom kallið. Aðfaranótt mánudags varð Ragnar bráðkvaddur heima á Siglufirði. Svona er oft skammt milli lífs og dauða. Í stað ætt- armóts verður jarðarför sem fram fer í dag. Ragnar var á 69. aldursári er hann lést, langt um aldur fram. Hann var öllum systkinum sínum, niðjum og venslafólki stoð og stytta í hvívetna, ávallt tilbúinn að hjálpa og gera allt sem hann var beðinn um. Brotthvarf Ragnars er okkur öllum harmdauði, fjölskyldu hans, ættingjum, vensla- fólki og svo Siglfirðingum öllum, þar sem skarð er nú rofið í raðir þeirra. En þótt við séum öll ósátt við þenn- an skyndilega missi verður nú að horfa til framtíðar. Þeir sem trúa á annað líf eftir þetta geta hugsað til þess að Ragnar mun ganga að verk- efnum sínum í nýrri veröld af sömu elju og hann gerði hér í þessum heimi. Sjálfur trúi ég því að hann fylgist með okkur hinum megin frá og vaki yfir velferð okkar, þótt við getum ekki séð til hans. Við verðum einfaldlega að halda lífinu áfram hér og lifa í þeim anda er hann tamdi sér alla sína ævi, vinnusemi, drengskap og skyldu- rækni við ættingja og samfélag. Við Heiðrún vottum Svönu, börn- um, tengdabörnum og barnabörnum dýpstu samúð okkar. Björn Matthíasson. Enn á ný er höggvið skarð í hópinn okkar, sem útskrifaðist frá Gagn- fræðaskóla Siglufjarðar vorið 1955. Vinur okkar og kær skólabróðir Ragnar Guðmundsson lést öllum að óvörum aðfaranótt mánudagsins 4. september og mun hans verða sárt saknað í okkar röðum. Ragnar eða Raggi eins og við nefndum hann í daglegu tali var sá eini okkar, sem enn átti heima á Siglufirði og var hann þess vegna sjálfskipaður sendi- herra okkar á staðnum. Við höfum komið saman á hverju vori, skóla- systkinin, til margra ára og oftar en ekki hefur leiðin legið til Siglufjarðar. Þá var Raggi vanur að sjá um allt, sem sjá þurfti um og alltaf var fallegt heimili þeirra Svönu opið fyrir okkur. Þar áttum við margar ánægjustund- irnar. Síðast kom hópurinn í heim- sókn á sl. ári, en þá voru liðin 50 ár síðan við útskrifuðumst, en eftir út- skriftina héldum við síðan hvert í sína áttina. En alltaf héldum við saman og var Raggi þar einn traustasti hlekk- urinn og lét sig aldrei vanta. Það verður öðruvísi að koma til Siglu- fjarðar hér eftir, þegar hann tekur ekki lengur á móti okkur, glaðvær og kátur eins og hann var alltaf. En minningin um allar ánægjustundirn- ar í gamla heimabænum okkar mun alltaf fylgja okkur og þá mun hann koma fyrstur upp í hugann. Raggi var mikill gæfumaður. Æsku- og unglingsárin voru þó ekki alltaf dans á rósum, en Raggi var viss um hvað hann vildi og fór til Reykja- víkur til náms í bifvélavirkjun, sem síðan varð hans ævistarf. Fljótlega að loknu námi fyrir sunnan sneri hann aftur heim til Siglufjarðar og bjó þar alla tíð. Hann setti á stofn bifvéla- verkstæði, staðfesti ráð sitt og byggði sér og fjölskyldu sinni glæsilegt heimili. Raggi og Svana voru mjög samhent og það var reisn yfir hinu fallega heimili þeirra og garðurinn umhverfis húsið bar húsfreyjunni fagurt vitni. Börn þeirra þrjú hlutu gott uppeldi og munu búa að því á lífs- leiðinni. Vinátta er sennilega eitt það dýr- mætasta, sem hver manneskja öðlast og vinátta, sem til er stofnað á unga aldri er án efa dýrmætust allrar vin- áttu. Þennan dýrgrip eignuðumst við skólasystkinin og höfum reynt að fara vel með hann í áranna rás og ræktað þessa vináttu enn meir eftir því sem árin hafa liðið. Okkur er því alltaf brugðið þegar skörð koma í hópinn, en við huggum okkur við minningarn- ar um gömlu og góðu árin og hugsum til þeirra með virðingu og þökk sem á undan eru farin, en þau eru nú orðin 7. Við sendum Svönu, börnum hennar og fjölskyldunni allri hugheilar sam- úðarkveðjur og biðjum Ragnari vini okkar guðs blessunar. Megi minning hans lifa. Skólasystkinin frá Siglufirði. Ragnar Heiðar Guðmundsson Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.