Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Unnur BettýGuðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 5. september 1987. Hún lést af slysför- um 28. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru Guðrún Elín Björnsdóttir og Guðmundur Krist- ján Sigurbjörnsson búsett á Sauðár- króki. Bræður Unn- ar eru Björn Svavar f. 11. janúar 1985, og Brynjar Örn f. 5. maí 1991. Unnur ólst upp á Hofsósi til 1996, hún fluttist þá til Sauðár- króks, þar sem hún stundaði nám í Grunnskóla Sauðárkróks og síð- ar nám í grunndeild tréiðna í Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra á Sauðár- króki. Unnur starf- aði við hótel- og veitingaþjónustu á Staðarskála í Hrútafirði, af- greiðslustörf í Shellsport, Hótel Áningu, fiskvinnslu- störf hjá Fiskiðjunni Skagfirðingi og nú síðast á Hótel Eddu Eiðum. Útför Unnar Bettýjar verður gerð frá Hofsósskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. (Hallgrímur Pétursson.) Oft hafa skipst á skyn og skúrir í lífi Unnar Bettýjar, en að hún þyrfti að enda ævina svona fljótt, á ég erfitt með að sætta mig við. Ég minnist hennar svo sterklega þegar hún kom til mín nú í maí síðast liðnum og var þungt yfir henni og sagðist ætla að reyna að fá aðra vinnu. Fáum dögum síðar kom hún í dyrnar hjá mér glaðhlakkaleg bros- andi út að eyrum og sagðist vera búin að fá vinnu austur á Eiðum. Hjá mér var gamall nágranni sem vildi vita hver þessi glaðlega stúlka væri. Ég sagði honum hróðug, að ég ætti svo- lítið í henni. Daginn áður en Unnur Bettý ætl- aði austur áttum við notalegt samtal, en mér fannst hún reisa sér of miklar skýjaborgir og fór að hafa áhyggjur hvernig henni ætti eftir að vegna. Ég fékk viðvörun á mjög einkennilegan hátt og ákvað því að reyna mitt besta til að vara hana við. Allar þær hættur sem hugsanlega gætu verið á vegi hennar, lagði ég fyrir hana, eins og hún væri dóttir mín og bað hana að hugsa til móðurömmu sinnar þegar eitthvað bjátaði á. Hún lofaði því að gera sitt besta. Um það bil mánuði síðar kom hún í heimsókn geislandi af lífsþrótti og virtist loksins vera orðin hamingju- söm. Austurland hafði greinilega tek- ið vel á móti henni og haft góð áhrif á hana. Nú leið henni loksins vel. Morguninn sem sorgarfréttin barst okkur, kom gamli nágranninn minn gagngert til að spyrjast fyrir um þessa glaðlegu stúlku sem honum fannst svo einstaklega bjart og glað- legt yfir. Ég sagði honum að henni liði mjög vel, væri mjög ánægð og allt annað yfirbragð á henni og von mín væri sú, að það yrði áfram. En von mín varð að engu. Hví var þessi beður búinn barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: ,,Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum (Björn Halldórsson í Laufási.) Elsku Gummi, Guðrún, Björn og Brynjar, við hér í Skógargötu 16 biðj- um Guð að styrkja ykkur á erfiðum stundum. Eyrún. Það er sannarlega farið að hausta og myrkrið verður meira og meira. Dimmur var mánudagurinn 28. ágúst þegar mér bárust þær hræðilegu fréttir að Unnur Bettý systurdóttir mín væri dáin. Maður trúði þessu varla, að þessi tæplega 19 ára stúlka sem er rétt að byrja lífið væri látin. Gat þetta virki- lega verið satt? Sumum hlutum í lífinu ráðum við ekki. Það er einhver annar sem stjórnar og nú hefur greinilega verið þörf fyrir hana Unni Bettý „kallið var komið“. Ég er þakklátur fyrir að hafa feng- ið að kynnast þér og mun varðveita minningarnar um þig. Ég vona að núna sértu á friðsælum og björtum stað þar sem þú hittir Bettý ömmu þína því ég veit hún tekur vel á móti þér. Þið áttuð svo margt saman og voruð svo nánar. Eftir standa ástvinir og reyna eftir fremsta megni að fóta sig í sorginni. Guð gefi ykkur styrk. Blessuð sé minning Unnar Bettýj- ar. Hugsandi um engla ég hugsa til þín. Með hárið þitt eldrautt og heilbrigða sýn. Er lát þitt ég frétti brást lífstrúin mín. Hugsandi um engla ég hugsa til þín. Guð fylgi þér engill þá ferð sem þér ber. Þótt farin þú sért, þá veistu sem er. Að sorg okkar hjörtu nístir og sker. Við sjáumst á ný þegar kemur að mér. (KK – þýð. ÓGK) Elsku Guðrún, Gummi, Björn og Brynjar Ykkur votta ég mína dýpstu samúð. Jón Ágúst Björnsson. Elsku hjartans frænka. Af hverju þú, sem eftir langan veg varst farin að sjá ljós og tilgang með lífinu, því er þér svo svipt frá okkur í blóma lífsins? Hefur þér elsku Unnur verið ætlað annað? Við erum sann- færð um það elsku Unnur. Núna ert þú hjá Bettý ömmu þinni, Níels afa og Steinunni ömmu okkar og sem prinsessa. Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein, né blómstígar gullskrýddir alla leið heim. Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar, á göngu til himinsins helgu borgar. En ég hefi lofað þér aðstoð og styrk, og alltaf þér birtu þó leiðin sé myrk. Mitt ljúfasta barn ég lofað þér hef, að leiða þig sjálfur hvert einasta skref. (Staðf. Hjálmar Jónsson.) Með þessari bæn kveðjum við þig elsku Unnur en þú verður alltaf bros- andi í huga okkar. Megi guð og allir góðir mættir styrkja ykkur Guðrún mín, Guð- mundur, Björn og Brynjar í sorg ykkar sem enginn mannlegur máttur fær skilið. Níels, Þórdís, Svandís og Gyða. Elsku Unnur mín. Það er svo margt sem maður vildi hafa sagt en gerði ekki. Allar góðu stundirnar okkar sem við áttum á Króknum eru vel geymdar í mínu hjarta. Þegar mér var sagt að þú værir farin frá okkur fór stórt brot úr mínu hjarta því þú varst mér meira en frænka, alltaf skildir þú mig, hvernig mér leið og ég vissi hvernig þér leið. Við söknum þín svo mikið að því er ekki hægt að lýsa, þú varst eins og stóra systir Anítu og Hemma og allt- af gátu þau leitað til þín á Króknum. Aníta mín sagði að núna hefði guð vantað fallegan engil til sín. Margar af mínum bestu stundum átti ég með þér því þú varst mín stoð og stytta í einu og öllu. Þetta er til þín, Unnur mín: Hugsandi um engla ég hugsa til þín. Með hárið þitt eldrautt og heilbrigða sýn. Er lát þitt ég frétti brást lífstrúin mín. Hugsandi um engla ég hugsa til þín. Guð fylgi þér engill þá ferð sem þér ber. Þótt farin þú sért, þá veistu sem er, að sorg okkar hjörtu nístir og sker. Við sjáumst á ný þegar kemur að mér. (KK – þýð. ÓGK) Við biðjum guð um að geyma þig, elsku fallega frænka okkar, og veita Guðrúnu, Gumma, Bjössa og Brynj- ari styrk á þessum erfiðu tímum. Þín verður sárt saknað. Hrefna, Guðjón og börn. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku Unnur Bettý, ég vil varla trúa því, að það sé búið að taka þig frá okkur. Þú sem varst alltaf svo hress, kát og brosmild stelpa og alltaf varstu svo hlý og góð við mig. Ég var búin að hæla þér fyrir hvað þú hefur breyst við að fara austur á land, ég fann það svo vel þegar þú komst til mín helgina sem þú varst að fara á Húnavökuna og alltaf varstu kátari og hressari. Ég var svo ánægð þegar þú sagðist ætla að fara að vinna fyrir austan. Því ég kunni svo vel við mig þar. Elsku Unnur Bettý, ég vil að síð- ustu þakka þér fyrir hvað þú reyndist ömmu þinni vel og hvað þú hlustaðir alltaf vel á hana. Elsku frænka mín, hvíl þú í friði. Elsku Gummi, Guðrún, Björn Svavar og Brynjar Örn. Guð styrki ykkur í ykkar miklu sorg. Berta. Elsku Unnur, ég gleymi aldrei þeim degi þegar þú kvaddir þennan heim, mér fannst allt vera hrunið, og lítið eftir til að halda áfram með lífið. Við frænkurnar vorum ótrúlega góð- ar vinkonur og að missa þig var öm- urlegt. Ég veit að lífið á að halda áfram og ég veit að þú myndir vilja það, en það er ótrúlega erfitt að þurfa að halda áfram og hafa þig ekki, en núna veit ég að þú verður alltaf hjá mér. Ég á margar góðar minningar um okkur saman og þeim gleymi ég aldr- ei. Ég man hvað það var leiðinlegt þegar þú fluttir frá Hofsósi, við sem vorum alltaf saman, vorum allt í einu teknar í sundur. Við brölluðum margt saman og gátum gert ömmu okkar virkilega þreytta á öllum látunum í okkur. Og allt sem við gerðum sem við máttum ekki, það var ekkert sem gat stoppað okkur að gera það, sama þó að það væri elskulega amma okk- ar, en við vissum að hún yrði aldrei reið við okkur og héldum alltaf áfram. Ef amma var þreytt á okkur þá lét hún okkur í hendurnar á afa, af því að við vorum skotturnar hans, og þá var komið að því að gera afa þreyttan. Það var svo gott þegar þú komst eitt sumarið til ömmu og varst að vinna í unglingavinnunni, þá var Unnur frænka komin aftur heim. Ég gleymi ekki þegar þú sagðist þurfa að koma til mín þegar ég bjó á Króknum og segja mér eitthvað, þú varst svo Unnur Bettý Guðmundsdóttir Kæru vinir og vandamenn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku drengsins okkar, bróður, barnabarns, mágs og frænda, PÉTURS SNÆS PÉTURSSONAR, Vallargötu 42, Sandgerði. Guð blessi ykkur öll. Snæfríður Karlsdóttir, Pétur Guðlaugsson, Ari Gylfason, María G. Pálsdóttir, Hrannar Már Pétursson, Guðrún Pétursdóttir, Helgi Pétursson, Helena Sirrý Pétursdóttir, Arna Siv Pétursdóttir, Gréta Frederiksen, Karl Einarsson og frændsystkini. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Hamrahlíð 17, lést á Landakoti miðvikudaginn 30. ágúst. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu frá Fossvogskapellu föstudaginn 8. september. Ólafía Andrésdóttir, Halldóra Andrésdóttir, Guðmundur Andrésson, Haukur Andrésson, Valgerður Andrésdóttir, Hörður Andrésson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, HELGA SIGURJÓNSDÓTTIR, lést á heimili sínu, Hvammi á Húsavík, þriðju- daginn 5. september. Jarðsungið verður frá Húsavíkurkirkju þriðju- daginn 12. september kl. 14.00. Sigurjón Pálsson, Katla Leósdóttir, Páll Þór Sigurjónsson. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ANNA S. JÓHANNSDÓTTIR, Fornhaga 11, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 6. september. Ásgeir Sæmundsson, Sæmundur Ásgeirsson, Steinunn Jóhannsdóttir, Ásdís Ásgeirsdóttir, Helgi Árnason, Haukur Ásgeirsson, Ásdís Pálsdóttir, Anna Guðný Ásgeirsdóttir, Bjarni Á. Friðriksson, Hafdís Ásgeirsdóttir, Gyða Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN LAXDAL, er látin. Útför hennar verður auglýst síðar. Elín Laxdal, Jón Laxdal Arnalds, Ellen Júlíusdóttir, Ragnar Arnalds, Hallveig Thorlacius, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.