Morgunblaðið - 21.09.2006, Page 44

Morgunblaðið - 21.09.2006, Page 44
Næstkomandi laugardag verðurblásið til stórtónleika í Þjóðleik-húskjallaranum. Þar stíga á sviðhljómsveitirnar Langi Seli og Skuggarnir, Jeff Who? og Ske. Þótt líf Langa Sela og Skugganna sé ófá ár hefur lítið til þeirra spurst síðustu ár. Þar til á Menningarnótt í sumar þegar sveitin kom í fyrsta sinn í langan tíma op- inberlega saman og lék fyrir dygga aðdá- endur sem og nýja. Sveitin er að vinna að nýrri plötu um þessar mundir og er því aldrei að vita nema tónleikagest- ir fái smjörþefinn af því. Hljómsveitin Jeff Who? átti að margra mati eina bestu íslensku plötu síðasta árs, Deth Before Disco. Sveitin er nýkomin frá Danmörku þar sem hún hélt tónleika í Kaup- mannahöfn. Hljómsveitin Ske skartar nú tveimur nýj- um liðsmönnum, þeim Höskuldi Ólafssyni, fyrr- um liðsmanni Quarashi, og breska trommu- leikaranum Paul Maguire, sem áður hefur leikið með sveitum á borð við Echo and the Bunnyman og The Las. Að sögn Guðmundar Steingrímssonar, liðsmanns Ske, er þetta í fyrsta sinn sem sveitin kemur fram í þessari mynd, en þeir hafa æft saman síðan í vor. Spurður um breyttar áherslur í Ske með nýjum liðsmönnum svarar Guðmundur: „Þeir Höskuldur og Paul eru auðvitað báðir sterkir einstaklingar og eiga að baki langa sögu í rokkinu svo tónlistin okkar tek- ur mið af því. Tónlistin hefur orðið rokkaðri og hrárri fyrir vikið og betri að mínu mati.“ Ske kemur til með að leika ný lög í bland við eldri á tónleikunum á laugardaginn en sveitin stefnir á að senda frá Stórtónleikar í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardagskvöld og Langi Seli enn í fullu fjöri Hljómsveitin Ske Guðmundur Steingrímsson, Paul Maguire, Frank Hall, Höskuldur Ólafsson, Eiríkur Þorleifsson og Hrannar Ingimarsson. Jeff, Seli, Ske og Skuggarnir sér sína þriðju breiðskífu í byrjun næsta árs. Það er því ýmislegt fram undan hjá sveit- inni en Ske treður meðal annars upp í Listasafni Reykjavíkur á Iceland Airwaves- tónlistarhátíðinni fimmtudaginn 19. október næstkomandi. Húsið verður opnað klukkan 23 og stíga Langi Seli og Skuggarnir á svið hálftíma síð- ar. Miðaverð er 1.000 krónur. Staðurstund Bé-in eru vinsæl í plötubrans- anum, því Brain Police, Björk og Baggalútur koma öll við sögu á Tónlistanum þessa vikuna. »46 tónlist Hallur Karl Hinriksson mynd- listarmaður sýnir málverk í Óðinshúsi á Eyrarbakka um þessar mundir. » 47 Johnny Depp bregður sér í hlutverk svallara nokkurs í kvikmynd, sem telst þó vart hans besta. » 47 kvikmynd George Lucas færði gamla há- skólanum sínum í Kaliforníu peningagjöf upp á röska 12 milljarða króna. » 48 fólk Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is HAGÞENKIR, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, hefur úthlutað starfsstyrkjum til rit- starfa árið 2006. Heildarstyrkir ársins nema 6,7 milljónum króna og njóta 38 verkefni góðs af. Stærsti styrkurinn að þessu sinni nemur kr. 400.000 og renn- ur til dr Guðrúnar Sveinbjarn- ardóttur fornleifafræðings til út- gáfu bókar um fornleifarannsóknir í Reykholti á árunum 1987-1989 og 1997- 2003. Styrk að upphæð kr 300.000 hljóta: Björn Hróarsson til að vinna að alþýðlegu fræðiriti um hraunrennsli og hellafræði, Ármann Jakobsson til fræðilegrar útgáfu Morkinskinnu og þær Anna Guðrún Júl- íusdóttir og Sigríður Ólafsdóttir til að búa til námsefnið „Ég vil læra íslensku“. Fimm styrkir renna að þessu sinni til verkefna sem gefin verða út á stafrænu formi. Þegar blaðamaður náði tali af Guðrúnu Sveinbjarnardóttur kvaðst hún hæstánægð með að hafa hlotið styrkinn: „Í ritinu sem um ræðir verða teknar saman helstu niðurstöður forn- leifarannsókna í bæj- arstæði Reykholts. Gerð- ar hafa verið framvinduskýrslur að loknum uppgreftri hvert ár en niðurstöður rann- sóknarinnar ekki verið teknar saman í einu riti fyrr en nú,“ útskýrði hún um ritið sem hún vinnur að. Meðal þess sem rannsóknirnar í Reyk- holti leiddu í ljós voru merkilegar minjar um notkun hverahita á miðöldum: grjót- hlaðnir stokkar sem notaðir hafa verið til að veita bæði gufu og vatni í hús. Fræðirit | Stærsti styrkurinn til rits um fornleifarannsóknir í Reykholti Minjar Guðrún Sveinbjarnardóttir við rannsóknarstörf. Ármann Jakobsson Morgunblaðið/Sverrir Hagþenkir úthlutar 6,7 milljónum til ritstarfa Anna Guðrún Júlíusdóttir Björn Hróarsson Sigríður Ólafsdóttir |fimmtudagur|21. 9. 2006| mbl.is Haruki Murakami og bókin Nor- wegian Wood er umfjöllunarefni Árna Matthíassonar í Af listum að þessu sinni. » 47 bækur myndlist

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.