Morgunblaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 44
Næstkomandi laugardag verðurblásið til stórtónleika í Þjóðleik-húskjallaranum. Þar stíga á sviðhljómsveitirnar Langi Seli og Skuggarnir, Jeff Who? og Ske. Þótt líf Langa Sela og Skugganna sé ófá ár hefur lítið til þeirra spurst síðustu ár. Þar til á Menningarnótt í sumar þegar sveitin kom í fyrsta sinn í langan tíma op- inberlega saman og lék fyrir dygga aðdá- endur sem og nýja. Sveitin er að vinna að nýrri plötu um þessar mundir og er því aldrei að vita nema tónleikagest- ir fái smjörþefinn af því. Hljómsveitin Jeff Who? átti að margra mati eina bestu íslensku plötu síðasta árs, Deth Before Disco. Sveitin er nýkomin frá Danmörku þar sem hún hélt tónleika í Kaup- mannahöfn. Hljómsveitin Ske skartar nú tveimur nýj- um liðsmönnum, þeim Höskuldi Ólafssyni, fyrr- um liðsmanni Quarashi, og breska trommu- leikaranum Paul Maguire, sem áður hefur leikið með sveitum á borð við Echo and the Bunnyman og The Las. Að sögn Guðmundar Steingrímssonar, liðsmanns Ske, er þetta í fyrsta sinn sem sveitin kemur fram í þessari mynd, en þeir hafa æft saman síðan í vor. Spurður um breyttar áherslur í Ske með nýjum liðsmönnum svarar Guðmundur: „Þeir Höskuldur og Paul eru auðvitað báðir sterkir einstaklingar og eiga að baki langa sögu í rokkinu svo tónlistin okkar tek- ur mið af því. Tónlistin hefur orðið rokkaðri og hrárri fyrir vikið og betri að mínu mati.“ Ske kemur til með að leika ný lög í bland við eldri á tónleikunum á laugardaginn en sveitin stefnir á að senda frá Stórtónleikar í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardagskvöld og Langi Seli enn í fullu fjöri Hljómsveitin Ske Guðmundur Steingrímsson, Paul Maguire, Frank Hall, Höskuldur Ólafsson, Eiríkur Þorleifsson og Hrannar Ingimarsson. Jeff, Seli, Ske og Skuggarnir sér sína þriðju breiðskífu í byrjun næsta árs. Það er því ýmislegt fram undan hjá sveit- inni en Ske treður meðal annars upp í Listasafni Reykjavíkur á Iceland Airwaves- tónlistarhátíðinni fimmtudaginn 19. október næstkomandi. Húsið verður opnað klukkan 23 og stíga Langi Seli og Skuggarnir á svið hálftíma síð- ar. Miðaverð er 1.000 krónur. Staðurstund Bé-in eru vinsæl í plötubrans- anum, því Brain Police, Björk og Baggalútur koma öll við sögu á Tónlistanum þessa vikuna. »46 tónlist Hallur Karl Hinriksson mynd- listarmaður sýnir málverk í Óðinshúsi á Eyrarbakka um þessar mundir. » 47 Johnny Depp bregður sér í hlutverk svallara nokkurs í kvikmynd, sem telst þó vart hans besta. » 47 kvikmynd George Lucas færði gamla há- skólanum sínum í Kaliforníu peningagjöf upp á röska 12 milljarða króna. » 48 fólk Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is HAGÞENKIR, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, hefur úthlutað starfsstyrkjum til rit- starfa árið 2006. Heildarstyrkir ársins nema 6,7 milljónum króna og njóta 38 verkefni góðs af. Stærsti styrkurinn að þessu sinni nemur kr. 400.000 og renn- ur til dr Guðrúnar Sveinbjarn- ardóttur fornleifafræðings til út- gáfu bókar um fornleifarannsóknir í Reykholti á árunum 1987-1989 og 1997- 2003. Styrk að upphæð kr 300.000 hljóta: Björn Hróarsson til að vinna að alþýðlegu fræðiriti um hraunrennsli og hellafræði, Ármann Jakobsson til fræðilegrar útgáfu Morkinskinnu og þær Anna Guðrún Júl- íusdóttir og Sigríður Ólafsdóttir til að búa til námsefnið „Ég vil læra íslensku“. Fimm styrkir renna að þessu sinni til verkefna sem gefin verða út á stafrænu formi. Þegar blaðamaður náði tali af Guðrúnu Sveinbjarnardóttur kvaðst hún hæstánægð með að hafa hlotið styrkinn: „Í ritinu sem um ræðir verða teknar saman helstu niðurstöður forn- leifarannsókna í bæj- arstæði Reykholts. Gerð- ar hafa verið framvinduskýrslur að loknum uppgreftri hvert ár en niðurstöður rann- sóknarinnar ekki verið teknar saman í einu riti fyrr en nú,“ útskýrði hún um ritið sem hún vinnur að. Meðal þess sem rannsóknirnar í Reyk- holti leiddu í ljós voru merkilegar minjar um notkun hverahita á miðöldum: grjót- hlaðnir stokkar sem notaðir hafa verið til að veita bæði gufu og vatni í hús. Fræðirit | Stærsti styrkurinn til rits um fornleifarannsóknir í Reykholti Minjar Guðrún Sveinbjarnardóttir við rannsóknarstörf. Ármann Jakobsson Morgunblaðið/Sverrir Hagþenkir úthlutar 6,7 milljónum til ritstarfa Anna Guðrún Júlíusdóttir Björn Hróarsson Sigríður Ólafsdóttir |fimmtudagur|21. 9. 2006| mbl.is Haruki Murakami og bókin Nor- wegian Wood er umfjöllunarefni Árna Matthíassonar í Af listum að þessu sinni. » 47 bækur myndlist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.