Morgunblaðið - 06.10.2006, Side 4

Morgunblaðið - 06.10.2006, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tausófar Sjónvarpssó Þriggjasætasófar Leðursófar Tveggjasætasófar Hornsófar Komið og gerið góð kaup Varnarliðssala Geymslusvæðisins - Sigtúni 40 SÓFAR Í ÚRVALI OPIÐ: Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud. 12-18 12-18 12-18 12-21 10-18 10-18 12-18 HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær að Hrunaheiðar væru þjóðlenda en ekki eignarland prestsetursins Hruna. Þar með staðfesti rétturinn niður- stöðu óbyggðanefndar og Héraðs- dóms Suðurlands um sama efni en hratt kröfum Prestsetrasjóðs sem krafðist þess að úrskurður óbyggða- nefndar yrði felldur úr gildi. Prestsetrasjóður byggði kröfu sína til eignar á Hrunaheiðum eink- um á landamerkjabréfi frá 1885 en í því var sérstaklega tekið fram að kirkjan ætti Hrunaheiðar. Þau um- mæli höfðu raunar verið færð á bréf- ið af umráðamanni jarðarinnar neð- an við undirskriftir þeirra sem höfðu áritað það um samþykki aðliggjandi jarða. Af þessum sökum taldi Hæsti- réttur ekki að bréfið gæti verið til marks um að eigendur þessara jarða hefðu ekki haft athugasemdir um til- kall kirkjunnar til Hrunaheiða. Þar að auki yrði að líta til þess að ekki væri á valdi umráðamanns jarðar- innar að auka með bréfinu við rétt jarðarinnar umfram það sem hefði verið. Landamerkjabréfið nægði því ekki til að sanna eignarrétt Hruna og engar heimildir fundust sem sýndu að Hrunaheiðar hefðu við lok landsnámstíma talist til eignarlands tiltekinna jarða eða jarðar. Gljúfrin, ekki landið Í málinu var einnig stuðst við mál- daga Maríukirkju í Hruna, sem tal- inn er frá 1331, en samkvæmt honum hafði eigandi Hörgsholts gefið henni Laxárgljúfur öll norður frá Kald- bakslandi en Hæstiréttur taldi að draga yrði þá ályktun að gjöfin hefði aðeins tekið til gljúfranna sem slíkra og þeirra hlunninda sem þeim fylgdu, ekki til lands innan Hruna- heiða. Málið dæmdu Gunnlaugur Claess- en, Garðar Gíslason, Hrafn Braga- son, Ingibjörg Benediktsdóttir og Markús Sigurbjörnsson. Ólafur Björnsson og Jón G. Valgeirsson fluttu málið fyrir Prestsetrasjóð en Skarphéðinn Þórisson hrl. og Jón Sigurðsson hdl. voru til varnar fyrir ríkið. Hæstiréttur staðfestir úrskurð um að Hrunaheiðar séu þjóðlenda en ekki eignarland prestseturs Landamerkjabréf frá 1885 nægði Hruna ekki                                  ! " "   # $ %   &    ! " "  '       ! " "             !        "  ÞEGAR dæmt er í þjóðlendu- málum eru allar heimildir um hugsanlegan eignarrétt lagðar fram. Í dómi Hæstaréttar í máli Prestsetra- sjóðs gegn íslenska rík- inu var m.a. vitnað í Landnáma- bók en þar er greint frá því að Bröndólfur og Már, synir Nadd- odds og Jórunnar Ölvisdóttur barnakarls, hafi numið Hruna- mannahrepp svo vítt sem vötn deila og hafi Már búið að Berg- hyl. Þorbjörn jarlakappi hafi síð- an keypt land af Mávi Naddodds- syni fyrir neðan Selslæk á milli Laxár og búið á Hólum (líklega sömu jörð og nú nefnist Hrepp- hólar). Sú ályktun hefur almennt hefur verið dregin af Landnámu að landnám í Hrunamannahreppi hafi náð langt inn í landið og jafnvel lengra en annars staðar. Í henni er þó hvergi minnst beinum orðum á Hrunaheiðar og elsta heimildin um réttindi Hruna til heiðanna er frá 1840. Svo vítt sem vötn deila FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sagði við opnun Rann- sóknarþings norðursins, sem hófst í Oulu í Finnlandi í gær, að með breyttri heimsmynd á síðari árum hefði gildi norðursins aukist enn frekar. Nefndi hann einkum fimm atriði sem gerðu það að verkum að þróun mála í norðrinu hefði mikil áhrif á heimsmyndina. Ólafur Ragnar sagði að lofts- lagsbreytingar gerðust hraðar í norðrinu en annars staðar. Þess vegna væri norðrið mikilvægasta mælistikan á hraða loftslagsbreyt- inga, einkum vegna bráðnunar jökla og íss á norðurslóðum og vegna þeirra áhrifa sem sú bráðn- un kynni að hafa á hafstraumana og á hækkun sjávarborðs um alla veröld. Því hefði umræðan um loftslagsbreytingarnar beint at- hygli að norðr- inu með alger- lega nýjum hætti. Í öðru lagi benti forsetinn á að um það bil fjórðung af van- nýttri orku heimsins væri að finna á norður- slóðum og um- ræðan um nýtingu þessa orkuforða og áhrif þeirrar nýtingar á löndin sem geyma orkuna og efnahagslíf heimsins væri æ mikilvægari. Í þriðja lagi ræddi hann um norðvesturleiðina og sagði að hún gæti breytt heimsviðskiptunum með sama hætti og Súez-skurð- urinn hefði gert á sínum tíma. Í fjórða lagi nefndi forsetinn mannréttindi og réttindi sam- félaga. Hann sagði að bæði á Norð- urlöndum og annars staðar á norð- urslóðum væri óuppgert að mörgu leyti hver réttindi og staða frum- byggja og samfélagshópa væru og slíkt hefði mikil áhrif á stöðu sam- svarandi hópa vítt og breytt um veröldina. Þá minnti Ólafur Ragnar á að kalda stríðið væri búið en norðrið væri sá heimshluti sem Bandaríkin og Rússar kæmu að með sérstök- um hætti ásamt Norðurlöndum og Kanada. Þess vegna gæti samvinna á norðurslóðum skipt mjög miklu máli og ef til vill væri hentugra að þróa slíka samvinnu á norðurslóð- um vegna þess að þar væru færri ríki við borðið heldur en innan ým- issa annarra alþjóðastofnana. Þróun mála í norðr- inu hefur mikil áhrif Forseti Íslands ræddi um gildi norðursins í Finnlandi Ólafur Ragnar Grímsson NOTENDUR mbl.is geta nú með auðveldum hætti skoðað innlend og erlend fréttamyndskeið á vefvarpi mbl.is. Á forsíðu mbl.is er gluggi hægra megin þar sem hægt er að velja á milli myndskeiðanna. Erlend fréttamyndskeið berast mbl.is frá Reuters-fréttastofunni en innlend myndskeið eru gerð af starfsfólki Morgunblaðsins. Sýnilegra vefvarp Eftir Örnu Schram arna@mbl.is MÖRÐUR Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi í fyrradag að það væri óþolandi að menntamálaráðherra, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, skyldi enn ekki hafa brugðist við þeirri málaleitan Kjart- ans Ólafssonar, fyrrverandi ritstjóra og alþingismanns, að fá aðgang að þeim skjölum í Þjóðskjalasafni um símhleranir, sem Guðna Th. Jóhann- essyni var veittur aðgangur að. „Ég skora á ráðherra að bregðast við hið skjótasta,“ sagði Mörður. „Þögn menntamálaráðherra er sér- kennileg og vandræðaleg vegna þess að hún vekur spurningar um heilindi ríkisstjórnarinnar allrar í þessu máli. Í öllu falli um heilindi Sjálfstæðis- flokksins sem virðist hafa verið sér- stakt bólvirki í þessari njósnastarf- semi á liðnum árum.“ Eins og fram hefur komið hefur Kjartan Ólafsson sent menntamála- ráðherra stjórnsýslukæru vegna þeirrar ákvörðunar þjóðskjalavarðar að synja honum um aðgang að gögn- um um símhleranir á árunum 1949 til 1968 og krafist þess að sú ákvörðun verði felld úr gildi. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi í fyrradag að Páll Hreinsson, formaður nefndar um rannsókn á opinberum gögnum, hefði greint frá því að störf nefndarinnar og lög um frjálsan að- gang hennar að gögnum í vörslu stjórnvalda ættu ekki að koma í veg fyrir aðgang Kjartans að gögnunum. Össur sagði nauðsynlegt að þetta álit Páls kæmi fram, „vegna þess að einn nefndarmanna, þjóðskjalavörður, hefur í opinberri umræðu vísað til þess að það sé beðið eftir niðurstöðu þessarar nefndar til þess að hægt sé að verða við ósk Kjartans“. Ráðherra bregðist við málaleitan Kjartans Þingmenn Samfylkingar gagnrýna menntamálaráðherra Kjartan Ólafsson Mörður Árnason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.