Morgunblaðið - 06.10.2006, Side 20

Morgunblaðið - 06.10.2006, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Reykjavík. | Sérstök hátíðar- dagskrá var í Melaskólanum í gær í tilefni þess að 60 ár voru síðan kennsla hófst í skólanum. Það er athyglisvert að aðeins þrír skólastjórar hafa stjórnað skólanum. Fyrst var Arngrím- ur Kristjánsson í 18 ár, þá Ingi Kristinsson í 35 ár og svo Ragna Ólafsdóttir frá árinu 1994. Ragna og Soffía Stefáns- dóttir byrjuðu að kenna við skólann 1968 eða fyrir um 38 árum og eru með lengsta dagur hjá öllum nemendum og eins hefur margt breyst í kennsluháttum.“ Melaskólinn hefur gegnt mikilvægu hlutverki í Vestur- bænum í 60 ár. Flestir Vest- urbæingar hafa tengst honum á einn eða annan hátt og í huga margra hefur hann ætíð verið einn helsti miðpunkturinn á svæðinu. „Melaskóli hefur alltaf skip- að stóran og sérstakan sess í huga Vesturbæinga og við höf- um alltaf fundið fyrir miklum hlýhug hverfisbúa í garð skól- ans,“ segir Ragna Ólafsdóttir. starfsaldur núverandi starfs- manna. „Það hefur orðið gríðarleg breyting síðan við stöllurnar hófum hér kennslu,“ segir Ragna og bætir við að mesta breytingin hafi orðið um alda- mótin þegar einsetning hafi verið tekin upp samfara nýrri skólabyggingu. „Þegar ég byrj- aði að kenna hérna var skólinn þrísetinn. Fyrsti hópurinn kom klukkan átta, sá næsti um klukkan ellefu og sá þriðji um tvöleytið auk þess sem þá var kennt til hádegis á laugardög- um. Nú er talsvert lengri skóla- Morgunblaðið/Sverrir 60 ára Nemendur Melaskólans gerðu sér og öðrum glaðan dag í gær en þá var þess minnst, að skólinn á að baki 60 ára starf. Melaskólinn skipar sérstakan sess í huga Vesturbæinga Þrír skólastjórar hafa stjórnað skólanum og þar af einn í 35 ár Í HNOTSKURN » Arngrímur Kristjáns-son var fyrsti skólastjóri Melaskólans. Ingi Krist- insson tók við af honum 1959 og Ragna Ólafsdóttir hefur verið skólastjóri síðan 1994. » Árlega hafa um 600 sextil tólf ára nemendur verið í 1. til 7. bekk Mela- skóla undanfarin ár en fjöld- inn hefur farið upp í um 1.600 nemendur. HLYNUR Smári Þórð- arson er jafngamall Melaskólanum og bjó fyrstu 22 árin í skól- anum. „Það var frá- bært að búa í Melaskól- anum og þetta stóra hús var algjör æv- intýraheimur fyrir litla krakka,“ segir hann. Þórður Ágúst Þórð- arson, faðir Hlyns, var fyrsti húsvörður skól- ans og Hlynur segir að það hafi verið mikið lán að vera sonur húsvarð- arins. „Ég þvældist með pabba um allan skólann og það er ekki til sá staður í húsinu sem ég hef ekki komið á. Pabbi var með óteljandi lykla á risavaxinni lyklakipp- unni, að mér fannst, og mér þótti merkilegt að hann hafði lykil að hverri einustu hurð. Þegar ég óx úr grasi fór ég að fara sjálfur í leiðangra um hæðirnar. Ég kannaði hvern hlut og hvern kima og það var ekki síður skemmtilegt.“ Barbara Árnason listamaður skreytti Melaskólann og segir Þórður það hafa verið spennandi að fylgjast með henni mála myndina Börn að leik í skála skólans. „Hún gaf mér skissuna sem hún notaði sem uppkast og ég hef varð- veitt hana innrammaða,“ segir Hlynur. Fyrstu árin fengu nemendur lýsi í skólanum en síðar varð það að víkja fyrir lýsispillum. „Lýsisgeymslan var við hliðina á íbúðinni okkar í kjallaranum,“ segir Hlynur. „Þegar lýsisgjöfin lagðist af fengum við bræðurnir að- stöðu í kompunni. Þar útbjuggum við myrkrakompu og framkölluðum ljósmyndir.“ Hlynur segir að pabbi sinn hafi verið fyrirhyggjusamur og viljað eiga allt til alls fyrir skólann. „Allar vörurnar fyr- ir skólann voru geymdar í stórri geymslu og það var enn eitt ævintýrið að komast þar inn,“ rifjar hann upp. „Geymslan gekk alltaf undir nafninu „kaupfélagið“ og ég vissi ekki hvað orðið þýddi þegar ég var lítill en þar var allt milli himins og jarðar.“ Það eru ekki margir sem eru bókstaflega alltaf í skól- anum. „Það er ekki laust við að sumir hafi öfundað mig af því að þurfa ekki að fara út til að fara í skólann,“ segir Hlynur. „Það voru mikil forréttindi að búa í skólanum.“ Melaskólinn algjör ævintýraheimur Morgunblaðið/Brynjar Gauti Afmæli Hlynur Smári Þórðar- son með skissuna eftir Barböru Árnason listamann. Í HNOTSKURN »Gert er ráð fyrir að slátraðverði 82-83 þúsund fjár hjá Norðlenska á Húsavík í haust og 34 þúsund á Höfn. »Á Húsavík voru ráðnir 77starfsmenn í yfirstandandi sláturtíð, þar af eru 50 útlend- ingar. Á Höfn voru ráðnir 44 starfsmenn í haustslátrun, þar af er helmingur útlendingar. UM 70 útlendingar koma gagngert til landsins nú í haust til þess að vinna við slátrun sauðfjár hjá Norð- lenska, að sögn Reynis B. Eiríksson- ar, framleiðslustjóra. Að þessu sinni eru hinir erlendu starfsmenn frá 11 þjóðlöndum, sumir lítt vanir en margir hafa komið ár eftir ár og líkar vel, að sögn Reynis. Æ fleiri útlendingar hafa komið til landsins í sláturtíðinni síðustu ár en erfiðara er að fá heimamenn til starf- ans en áður. Um síðustu mánaðamót hafði verið lógað 44.500 dilkum á Húsavík og 8.600 á Höfn, sem er örlítið minna en í fyrra og segir Reynir ástæðu þess fyrst og fremst góða tíð; sumir bændur hafa viljað bíða með að koma með dilka til slátrunar vegna góðrar haustbeitar í heimahögum. Um 70 útlendingar við slátrun hjá Norðlenska MINNINGARSJÓÐUR kvenfélagsins Hlífar afhenti í vikunni barna- og unglingageðdeild Fjórðungssjúkra- hússins að gjöf tréleikföng gerð af Georg Hollander. Á myndinni eru kvenfélagskonur ásamt Páli Tryggvasyni yfirlækni barna- og unglingageðdeildar og listamann- inum Hollander, sem búsettur er í Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gáfu leikföng eftir Hollander „AF HVERJU ekki?“ svaraði Þor- valdur Lúðvík Sigurjónsson, for- stjóri Saga-fjárfestingarbanka, þeg- ar hann var spurður á blaðamannafundi í fyrradag hvers vegna höfuðstöðvar fyrirtækisins yrðu á Akureyri. Í samtali við Morg- unblaðið í gær talaði hann á svip- uðum nótum: „Fjármagn þekkir ekki landamæri, lit eða mállýskur.“ Þorvaldur er 35 ára Akureyringur og stúdent frá MA, lærði alþjóðavið- skipti og tungumál í Skotlandi og Þýskalandi. Bjó í fimm ár í útlöndum og hefur verið sjö ár í Reykjavík. Eftir stúdentsprófið var Þorvaldur á sjó á einum togara Útgerðarfélags Akureyringa, og aftur sumarið eftir fyrsta veturinn í háskóla. Hann nam fyrst í Edinborg en síðar í Reutlin- gen í Þýskalandi. Samhliða námi vann Þorvaldur við að selja fisk fyrir Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, bæði í Bretlandi og Þýskalandi. Eftir nám starfaði hann í eitt ár hjá SH í Bretlandi en flutti svo heim og hóf störf hjá Kaupþingi Norður- lands á Akureyri og þegar fyrirtækið var selt, 1999, hélt hann áfram hjá Kaupþingi í Reykjavík. Þorvaldur segist alltaf hafa haft gaman af fjármálamarkaðnum, en áhugamálin eru fleiri: Hann á flugvél og flýgur henni sjálfur á milli staða; tveggja hreyfla Cessna 340 sem hann kom með frá Bandaríkjunum fyrir þremur mánuðum. Áhuginn á flugi kviknaði snemma; Þorvaldur kveðst hafa byrjað að fljúga svif- flugu á Melgerðismelum 13 ára og tók hann einkaflugmannspróf 19 ára gamall. Þorvaldur er fjallagarpur og kleif Kilimanjaro í sumar og Mont Blanc í fyrrasumar ásamt fleirum, m.a. Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra KB-banka, og Lýði Guðmundssyni í Bakkavör. Þar með eru áhugamálin ekki al- veg upptalin; Þorvaldur hefur nefni- lega líka gaman af að reyna á sig á jafnsléttu og hefur tvívegis hlaupið maraþon; í Minneapolis 2004 og New York 2005. Fjármál, flug og fjallgöngur Forstjóri Saga-fjárfestingarbanka er flugmaður og maraþonhlaupari ÞORVALDUR Lúðvík Sigurjónsson er fæddur á Akureyri 15. júní 1971, sonur hjónanna Sigurjóns Þor- valdssonar verslunarmanns og Daníelu Guðmundsdóttur hjúkr- unarfræðings. Sigurjón er gjarnan kallaður „Brói í Eyfjörð“ og þannig tengdur verslun sem hann rak ár- um saman. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Forstjórinn AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.