Morgunblaðið - 06.10.2006, Side 26

Morgunblaðið - 06.10.2006, Side 26
daglegt líf 26 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Þ ótt það geti hljómað eins og mikið mál að elda sérstaklega mat til að taka með sér í vinnu eða skóla má auðvelda sér lífið heilmikið. Það er til dæmis sniðugt að elda mikið í einu og frysta í hentugum pakkningum sem hægt er að grípa með sér úr frysti. Bæði er hægt að kaupa ým- iskonar einnota ílát en einnig margnota plastílát af ýmsum gerð- um. Margnota ílátum fylgir auðvit- að bæði uppvask og meiri fyrirhöfn en þau eru óneitanlega umhverf- isvænni. Annað gott ráð er að setja matinn á fallegan disk eða skál í stað þess að borða beint upp úr ílátinu sem maturinn er hitaður í – það er svo leiðigjarnt til lengd- ar. Síðast en ekki síst er svo mik- ilvægt að hafa alltaf eitthvað ferskt með sem hægt er að bæta við. Tóm- atur, salat eða ávöxtur getur gert mikið fyrir útlit, upplifun og holl- ustu máltíðarinnar. Mikilvægt er að kæla matinn strax eftir eldun og frysta eins fljótt og auðið er. Það er best að setja matinn strax í lítil box og inn í frysti um leið og mesta gufan er rokin af honum. Að sama skapi er afar mikilvægt að hita matinn vel áður en hans er neytt. Hægt er að hita mat í ofni, örbylgjuofni eða, ef ekki vill betur, í potti. Mjög mis- jafnt er eftir gerð og krafti ofns hve langan tíma hitunin tekur og því er best að prófa sig áfram með það. Þó má reikna með að það taki a.m.k. 10 mínútur að hita einn skammt ef maturinn er frosinn. Mikilvægt er að borða fjöl- breyttan mat og til að „auðvelda“ lífið er hægt að kaupa tilbúin buff og grænmetisrétti í miklu úrvali sem gaman getur verið að prófa með þessum hætti. Eftirfarandi uppskriftir henta vel til að pakka og frysta, en að sjálfsögðu eru þær einnig fínar í kvöldmatinn. Hefðbundið pæ með skinku og osti 4 skammtar 1 pakki smjördeig, 300 g 150 g skinka 4 egg 2½ dl matargerðarrjómi ½ msk. dijonsinnep ¼ tsk. salt 3 dl rifinn ostur, 17% 3 msk. blaðlaukur, mjög smátt saxaður svartur pipar Látið smjördeigið þiðna lítillega þannig að hægt sé að vinna með það. Fletjið plöturnar út þannig að þær passi í mótið eða mótin sem nota á. Þeytið saman egg, matargerðarrjóma, dijonsinnep, salt og pipar. Hellið í deigskelina og setjið skinku, blaðlauk og ost út í og bakið þar til eggjablandan er bökuð í gegn og pæið hefur tekið lit. Þetta pæ er mjög gott og einfalt og hægt að borða bæði heitt eða kalt. Betra er þó að borða það heitt ef það hefur verið fryst áður. Snið- ugt er að gera mörg pæ í litlum formum ef maður hefur aðgang að ofni í vinnunni. Passa þarf þó ef maður setur pæ í örbylgjuofn að hafa það ekki í álformi þar sem ör- bylgjuofnar og álpappír eiga ekki vel saman. Tex Mex-súpa 4–5 skammtar 2 msk. ólífuolía 2 laukar, saxaðir smátt 1 hvítlauksgeiri 80 g nautahakk 1 rauð paprika, söxuð í bita 1 kúrbítur, gróft rifinn 1 sæt kartafla, söxuð í bita 1 grænt chili, smátt saxað 1–2 tsk. tacokrydd 2 msk. kjúklingakraftur u.þ.b. 1½ l vatn 2 dósir hvítar baunir 1 dl steinselja Hitið ólífuolíu í potti og steikið laukinn og hakkið í stutta stund. Setjið papriku, chili, kúrbít, kart- öflu, kraft og taco-krydd saman við. Setjið 1 l af vatni saman við og látið sjóða við frekar lágan hita í 15 mín- útur. Hafið lokið á pottinum, ef mikið af vatninu gufar upp þarf að bæta við meira. Skolið baunirnar og bætið þeim út í ásamt steinselju, Morgunblaðið/Kristinn Linsuréttur sælkerans Einfalt að frysta og hita síðan upp að vild. Hádegisverður á ferð og flugi Heimatilbúið nesti er góð lausn fyrir þá sem eru komnir með leið á pulsum og mæjones- samlokum og langar að borða almennilegan mat í hádeginu segir Heiða Björg Hilmis- dóttir. Það getur þá ekki síður komið fjárhagnum eða heilsunni vel.  Bollur af öllum tegundum  Kjöt í sósu, eins og strog- anoff, hakk og spagettí og kjúklingaréttir  Plokkfiskur  Lasagna  Fiskgratín  Grænmetisbuff  Baunaréttir  Pæ  Ýmiss konar súpur  Eggjakökur Réttir sem henta vel til frystingar  Hrísgrjón, bygg og hirsi henta vel en kartöflur og rófur alls ekki.  Allt grænmeti sem hefur verið soðið áður hentar vel en salat, tómatar og gúrkur og þess háttar er betra að taka ferskt með. Meðlæti þarf að velja af gaumgæfni  Soðinn fiskur  Kjúklingabringur  Annað magurt kjöt án sósu  Pastasalat Réttir sem ekki er gott að frysta Hjálmar Freysteinsson heyrði afnýstárlegum atburði í Reykja- vík: Fínu húsin, fólkið, torgin felur næturmyrkrið dökkt. Hrífandi er höfuðborgin hafi ljósin verið slökkt. Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Sandi í Aðaldal las limru Ingvars Gíslasonar um Sandsbóndann og svaraði: Þegar Sandsbóndi í fýluna fer er fátt sem hann heyrir né sér. Hann ólmast um argur og ögrar mér kargur er samt vill hann sofa hjá mér. Gestrisnin er engu lík sem mætir ferðamönnum í Grímsey; Gríms- eyingar gefa þeim eyjuna með sér. Þegar stigið var upp í flugvélina á leið til baka varð til: Fólkið okkur Grímsey gaf gestrisni mun aldrei spara; Ísland sjáum yfir haf ekki viljum þangað fara. pebl@mbl.is Ljósin slökkt VÍSNAHORNIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.