Morgunblaðið - 06.10.2006, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 06.10.2006, Qupperneq 28
matur 28 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Eftir að hafa fyrr á árinugefið út leiðarvísi umveitingastaði í New Yorkræðst Michelin nú til at- lögu við annað stærsta veitinga- húsavígi Bandaríkjanna, borgina San Francisco og nágrenni. Viðtök- urnar við rauðu bókinni hafa væg- ast sagt verið blendnar, en hún kom út í byrjun vikunnar, og hafa margir af helstu sérfræðingum Bandaríkjanna farið háðuglegum orðum um nálgun Michelin. Alls var 28 veitingastöðum út- hlutað stjörnu en einungis einn þeirra hlaut æðstu viðurkenningu Michelin, þrjár stjörnur. Var það The French Laundry í Yountville og er veitingamaðurinn Thomas Keller þar með orðinn annar veit- ingahúsaeigandinn í sögunni sem rekur tvo þriggja stjörnu staði en hann er einnig eigandi Per Se í New York. Sá eini sem hefur leikið þetta eftir er Frakkinn Alain Du- casse sem nú á reyndar þrjá þriggja stjörnu staði; í París, Mónakó og New York. Hentar ekki borginni? Fjórir veitingastaðir státa nú af tveimur stjörnum; Michael Mina og Aqua í San Francisco, Manresa í Los Gatos og Cyrus í Healdsburg. Athygli vekur að einn af þekktustu stöðum svæðisins, Chez Panisse í Berkeley, fékk einungis eina stjörnu. Fyrirfram höfðu margir veit- ingamenn á San Francisco-svæðinu lýst yfir efasemdum um að nálgun Michelin myndi henta borginni enda þykja „eftirlitsmenn“ Michel- in leggja mest upp úr því að matur og þjónusta sé í samræmi við franska staðla og venjur. Matar- menning San Francisco þykir hins vegar afslappaðri og óformlegri en sú franska og sú í New York, þó svo að maturinn sjálfur sé á hæsta heimsmælikvarða. Michelin segir hins vegar að nær allir starfsmennirnir, sem tóku út veitingastaðina, hafi verið banda- rískir og flestir þeirra frá Vest- urströndinni. Gagnrýni Vesturstrandarbúa virðist ekki síst snúast um það að ekki fleiri staðir hafi fengið tvær til þrjár stjörnur og menn velta upp mismunandi ástæðum. Michael Bauer hjá San Francisco Chronicle segir að það hái hugsanlega öðrum veitingastöðum – sem ættu skilið að fá þrjár stjörnur væru þeir bornir saman við þá staði í New York sem fengu þá upphefð – að French Laundry sé einfaldlega svo miklu, miklu betri en aðrir veit- ingastaðir. Samanburðurinn skekki myndina. Harvey Steiman, sem ritar greinar um veitingahús fyrir hið áhrifamikla tímarit Wine Specta- tor, er hins vegar ómyrkur í máli og segir að Michelin hafi slegið blautri tusku framan í San Fran- cisco. „Sem íbúi San Francisco verð ég að segja eins og er að þessi borg á meira skilið,“ segir Steiman. San Francisco og stjörnurnar frönsku San Francisco Íbúar borgarinnar eru allt annað en ánægðir með hve sparlega Michelin útdeildi stjörn- um sínum til þeirra fjölmörgu sælkerastaða sem þar er að finna. Thomas Keller Annar tveggja kokka sem eiga tvo þriggja Michelin stjörnu staði. French Laundry Eini veitingastaðurinn í San Franc- isco svæðinu með þrjár Michelin-stjörnur. Michelin-stjörnur eru eftirsótt við- urkenning fyrir veitingahús og stjörnugjöfin, seg- ir Steingrímur Sigurgeirsson, er umdeild eftir því. Stækkaðu við þig fyrir aðeins 1.990.000 kr. HAUST TILBOÐ Á VECTRA ELEGANCE Reynsla bíleiganda er að pláss sé dýrt. Nýr Opel Vectra býður upp á hámarksrými fyrir alla farþega en er í verðflokki með mun smærri bílum. Í akstri gefur hann dýrari bílum ekkert eftir og öll hönnun er gjörbreytt með gæði og þægindi sem algjört forgangsatriði. Núna bjóðum við þennan frábæra bíl á hausttilboði. Komdu til okkar, keyrðu hann og kollvarpaðu fyrri hugmyndum þínum um Opel.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.