Morgunblaðið - 06.10.2006, Side 32
Óhress „Foreldrar flestal
það er þýðingarlaust að se
Faðir lesblinds drengs,Sigurður Sigurðsson,er ráðþrota vegnaþeirra svara sem hann
fær frá Námsmatsstofnun um að
drengnum verði ekki veitt aðstoð
sem Sigurður telur nauðsynlega í
samræmdu prófi í íslensku í 7.
bekk þann 19. október nk. Hefur
hann farið fram á að Námsmats-
stofnun veiti leyfi sitt fyrir því að
lesblindir nemendur fái þá aðstoð
sem þeir þurfa en Námsmats-
stofnun býður upp á allt of tak-
markaða aðstoð að mati Sig-
urðar.
Í bréfi sínu til stofnunarinnar,
sem einnig var m.a. sent mennta-
málayfirvöldum og umboðsmanni
barna, segir Sigurður að ekki
verði annað séð en að drengurinn
gæti tekið þann hluta íslensku-
prófsins þar sem reynir á les-
skilning – ef próftextinn væri les-
inn fyrir hann og síðan lagðar
spurningar fyrir hann úr text-
anum. „Það skrýtna er að eftir að
[lesblind] börn eiga að vera búin
að lesa allan þennan texta, þá á
að lesa fyrir þau spurningar úr
textanum,“ segir Sigurður um þá
aðstoð sem stendur til boða. „En
þetta er alveg út í hött,“ segir
Sigurður. „Ég veit að öllum
kennurum finnst þetta alveg fá-
ránlegt og þetta endurspeglar
einhverja óbilgirni hjá Náms-
matsstofnun. Ég hef talað við þá
og engu tauti var við þá kom-
andi. Þeir mæla lesskilning en
þegar um lesblindan einstakling
er að ræða, þá er ekki hægt að
mæla lesskilning með því að láta
hann stauta sig fram úr texta
sem hann ræður ekki við. En það
er hægt að mæla lesskilning hjá
lesblindum einstaklingi með því
að lesa hreinlega textann fyrir
hann og athuga hvort hann skilur
innihald textans. Út á það gengur
þetta.
Lesblinda er þekkt og við-
urkennt vandamál og menn verða
hreinlega að taka tillit til þess.“
Sigurður segir vitað mál að
sonur hans muni fá mikið bakslag
að óbreyttu í prófinu eftir sex
ára þrotlausa vinnu við að reyna
að læra að lesa. „Ef þessu verður
ekki breytt mun ég ekki senda
hann í prófið og ég veit að for-
eldrar flestallra lesblindra barna
gera sér grein fyrir því a
þýðingarlaust að senda b
svona próf, því börnin fá
áfall.“
Lesblind börn orðið út
Sigurður Kári Kristján
formaður menntamálane
Telur aðstoð við lesblin
í grunnskólum vera of t
32 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
Lögð verður lykiláhersla ásýnilega löggæslu ogeflingu hverfa- oggrenndarlöggæslu í
samvinnu við sveitarfélög og fleiri
samkvæmt grundvallarstefnumót-
un nýs embættis lögreglustjóra
höfuðborgarsvæðisins sem Stefán
Eiríksson hefur verið skipaður í.
Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra ásamt nýrri yfirstjórn emb-
ættisins kynnti skipulag þess á
blaðamannafundi í gær.
Stefnt er að því að nýtt skipurit
hins nýja embættis verði formlega
staðfest í desember nk. en dóms-
málaráðherra staðfesti í gær
skipuritið til bráðabirgða. Sam-
kvæmt því er gert ráð fyrir að
starfsemi hins nýja embættis
skiptist í tvö meginsvið, annars
vegar löggæslusvið og hins vegar
stjórnsýslu- og þjónustusvið.
Aðstoðarlögreglustjórar fara
með yfirstjórn þessara tveggja
sviða.
Ingimundur Einarsson vara-
lögreglustjóri verður nú aðstoð-
arlögreglustjóri yfir stjórnsýslu-
og þjónustusviði og jafnframt
staðgengill lögreglustjóra. Þá hef-
ur dómsmálaráðherra ákveðið að
flytja Hörð Jóhannesson yfirlög-
regluþjón í embætti aðstoðarlög-
reglustjóra og mun hann stýra
löggæslusviði.
Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu-
þjónn almennrar deildar, verður
áfram yfir þeirri deild sem skipt-
ist í tvo meginhluta, almenna lög-
gæslu og svæðisstöðvar, þar sem
m.a. verður sinnt hverfalöggæslu,
forvarna- og fræðslustarfi og sam-
skiptum við sveitarfélög.
Skiptist í fjórar deildir
Egill Bjarnason, yfirlögreglu-
þjónn í Hafnarfirði, mun stýra
rannsóknardeild hins nýja emb-
ættis sem skiptist í fjórar deildir;
auðgunarbrot og sérrefsilagabrot,
fíkniefnabrot, ofbeldisbrot og
kynferðisbrot.
Egill Stephensen saksóknari
mun áfram stýra ákærudeild emb-
ættisins. Halldór Halldórsson
framkvæmdastjóri mun stýra
fjármála- og þjónustudeild
skiptist annars vegar í ley
þjónustudeild og hins veg
rekstrardeild. Sigríður Hr
Jónsdóttir starfsmannastj
stýra starfsmannadeild em
ins.
Á næstu vikum verður u
frekari tilflutningi stjórne
starfsmanna til hins nýja
is.
Björn Bjarnason dómsm
herra sagði í gær, um leið
óskaði yfirmönnunum til h
ingju með trúnaðarstörfin
færu allt reyndir menn se
sýnt mikla árvekni og dug
sínum störfum. „Það er þv
kot vísað fyrir okkur borg
að hafa slíka yfirstjórn fy
Ný yfirstjórn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu b
Lögreglumenn ver
og rannsóknir á afb
Í forystu Hörður Jóhannesson nýskipaður aðstoðarlögreglustjór
Eiríksson lögreglustjóri og Ingimundur Einarsson aðstoðarlögre
Stefnt er að því að
staðfesta nýtt skipurit
lögreglustjóra höfuð-
borgarsvæðisins innan
nokkurra vikna og er
blásið til sóknar í þágu
öryggis borgara
SAGAN ÖLL?
Upplýsingar um símahleranirog öryggislögreglustarfsemiá tímum kalda stríðsins hafa
komið talsverðu róti á hugi manna
undanfarna mánuði. Þær að mörgu
leyti takmörkuðu upplýsingar, sem
fram hafa komið, hafa ýtt undir alls
konar upphrópanir og samsæris-
kenningar. Sömuleiðis hafa komið
upp deilur um aðgang að þeim
gögnum, sem liggja til grundvallar
skrifum sagnfræðinga um þetta
tímabil, þar sem áðurgreindar upp-
lýsingar hafa komið fram.
Í þessu ljósi er auðvitað mikilvægt
að hreinsa andrúmsloftið með því að
opna aðgang að þeim gögnum, sem
um ræðir. Í júní síðastliðnum, eftir
að Guðni Th. Jóhannesson sagnfræð-
ingur dró fram í dagsljósið upplýs-
ingar um símahleranir, flutti Hall-
dór Ásgrímsson þáverandi
forsætisráðherra þingsályktunartil-
lögu, sem Alþingi samþykkti, um
skipun nefndar sem á að annast
skoðun gagna sem snerta innra og
ytra öryggi Íslands á árunum 1945–
1991 og ákveða frjálsan aðgang
fræðimanna að þeim. Alþingi sam-
þykkti í fyrradag í skyndi lög, sem
kveða á um heimildir nefndarinnar.
Þannig ber öllum opinberum starfs-
mönnum, núverandi og fyrrverandi,
að svara fyrirspurnum hennar.
Nefndarmenn eru ennfremur bundn-
ir þagnarskyldu um það, sem þeir
verða vísari um viðkvæmar einka-
lífsupplýsingar og það, sem enn
varðar virka öryggis- og varnar-
hagsmuni landsins.
Nefndin mun ekki vinna neinar
skýrslur eða upplýsingar upp úr þeim
gögnum, sem til eru um íslenzk ör-
yggismál frá dögum kalda stríðsins.
Hún mun eingöngu kveða á um að-
gang fræðimanna að þessum gögnum.
Það kemur svo í hlut fræðimanna;
sagnfræðinga, stjórnmálafræðinga og
annarra að skrifa sögu þessa tímabils,
greina frá þeim upplýsingum, sem
hafa verið varðveittar og setja þær í
samhengi.
Það er mikilvægt að saga þessa
tímabils sé sögð. Kalda stríðinu er
lokið og það á ekki að þurfa að fela
neitt, sem hvorki fellur lengur undir
einkamál né viðkvæm öryggismál.
En saga kalda stríðsins verður ekki
bara saga af því að stjórnvöld hafi
fengið dómsúrskurð til að fá að
hlera síma hjá þessum eða hinum.
Hún verður ekki aðeins saga af því
hvaða menn stunduðu slíka starf-
semi til að gæta öryggis íslenzka
ríkisins eða hvaða aðferðum þeir
beittu. Hún verður líka saga af því
hvernig óvinveitt, erlend ríki stund-
uðu njósnir hér á landi og leituðust
við að ná hér ítökum og áhrifum. Og
hvernig innlendir menn, stjórnmála-
flokkar og samtök tengdust þessum
ríkjum. Sem betur fer reyndi aldrei
á það hvernig hin sósíalíska bylting,
sem marga dreymdi um á Íslandi,
færi fram.
Af þessu öllu er mikil saga ósögð.
Og löngu tímabært að hún komi fram
í dagsljósið.
EFLING LÖGGJAFARVALDSINS
Þrískipting valdsins er ein afgrundvallarforsendum lýðræð-
isins. Til þess að lýðræðið dafni
þurfa valdstoðirnar allar að hafa
styrk og sjálfstæði. Í þessum efnum
hefur lengi hallað á Alþingi og er
orðið tímabært að leggja áherslu á
að auka sjálfstæði þingsins gagn-
vart framkvæmdavaldinu.
Í Morgunblaðinu í gær birtist
grein eftir Bjarna Benediktsson,
þingmann Sjálfstæðisflokksins, um
stöðu Alþingis. Bjarni ber saman
rekstrarkostnað þingsins og fram-
kvæmdavaldsins á fjárlögum og
bendir á að á „sama tíma og ráðu-
neyti og undirstofnanir taka til sín
aukið fjármagn vegna þeirra verk-
efna sem þar eru unnin situr þingið
því eftir með því sem næst óbreytt-
an rekstur“.
Meginatriðið í grein Bjarna er að
þingið skuli eiga síðasta orðið. Í
seinni tíð megi hins vegar vafalaust
finna dæmi þess að meirihluti þings-
ins hafi sýnt ríkisstjórninni fullmik-
inn sveigjanleika við afgreiðslu
stjórnarfrumvarpa.
Hann segir að þingið skorti fjár-
hagslegt svigrúm til að kaupa sér-
fræðiaðstoð við frumvarpsgerð og
dæmi séu um að frumvarp hafi ekki
verið samið af þeirri ástæðu að ekki
var hægt að kaupa þá sérfræðiað-
stoð sem þurfti. „Ekki er það til
merkis um mikið sjálfstæði gagn-
vart framkvæmdavaldinu,“ skrifar
hann. „Það á ekki einungis að vera á
færi ráðuneyta að leggja fram viða-
mikil lagafrumvörp, en ef þingið á
ekki að vera alfarið upp á fram-
kvæmdavaldið komið með frum-
varpsgerð er ljóst að breyta þarf
áherslum og auka fjárveitingar til
nefndasviðs þingsins til þessara
verkefna.“
Ábendingar Bjarna eru orð í tíma
töluð. Þingið á ekki að vera af-
greiðslustofnun fyrir hugðarefni
framkvæmdavaldsins, þótt störf
þess markist vissulega af áherslum
ríkisstjórna. Hlutverk þingsins er
að veita framkvæmdavaldinu að-
hald. Eigi þingið að geta það verður
það að geta lagt sjálfstætt mat á
hlutina, hvort sem um er að ræða
innlend málefni eða erlend, varn-
armál, Evrópumál eða landbúnaðar-
mál. Sem dæmi um það hvað Alþingi
er þröngur stakkur sniðinn er að
nefndasviði þess eru nú ætlaðar 370
þúsund krónur á ári til ráðstöfunar
til kaupa á sérfræðiþjónustu, eins
og Bjarni bendir á. Það fé dugir
skammt.
Staða þingsins stafar sennilega að
einhverju leyti af því að þingmenn
vilja forðast að fá á sig það orð að
þeir hlaði undir sjálfa sig með fjár-
veitingum. Sú nálgun er hins vegar
röng. Alþingi er einn af hornstein-
um lýðræðisins. Aðbúnaður þess
þarf að vera í lagi. Alþingi þarf að
geta gegnt hlutverki sínu. Það kann
að kosta peninga, en það getur orðið
mun dýrkeyptara að láta það ógert
að jafna stöðu löggjafarvaldsins
gagnvart framkvæmdavaldinu.