Morgunblaðið - 06.10.2006, Side 36

Morgunblaðið - 06.10.2006, Side 36
36 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN RAGNAR Hall hrl. víkur í Morgunblaðinu 4. október að fréttum af bréfum, sem ég skrifaði nýlega mennta- málaráðherra og Þjóð- arbókhlöðu í tilefni af stjórn- sýslukæru Kjartans Ólafssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins og ritstjóra Þjóðviljans. Kjartani var neitað um aðgang að skjölum um síma- hleranir á Þjóðskjalasafninu, sem Guðni Th. Jóhannesson hafði fengið aðgang að, og telur Kjartan það brot á jafnræð- isreglu. Í bréfum mínum rifjaði ég upp, að mér var haustið 2003 neitað um aðgang að bréfasafni Halldórs K. Laxness, sem varð- veitt er á Þjóðarbókhlöðu, en þau Helga Kress og Halldór Guðmundsson fengu þá aðgang að þessu safni. Notuðu þau að- gang sinn til að skrifa um Lax- ness ritgerðir og bækur, sem kunnugt er. Tel ég einsætt, að jafnræðisreglan hafi þá verið brotin á mér ekki síður en Kjartani Ólafssyni nú (og raun- ar á Þór Whitehead líka, en hann sótti um aðgang að sömu skjölum og Kjartan, en fékk ekki). Það kom skýrt fram í fréttum um skrif mín, að bréfasafn Hall- dórs Laxness hafði verið gefið skilmála- og kvaðalaust á Þjóð- arbókhlöðuna. Það var gert við hátíðlega athöfn 1996 á degi ís- lenskrar tungu, 16. nóvember. Engu að síður heldur Ragnar Hall því fram, að erfitt sé að sjá, að jafnræðisreglan hafi ver- ið brotin á mér, þar sem fyrri eigendur bréfasafnsins hafi gef- ið þau með skilyrðum. Það er nákvæmlega það, sem þeir gerðu ekki! Ragnar skrifar: „Í erindinu mun koma fram, að af- hendingu bréfasafnsins til Þjóð- arbókhlöðunnar hafi fylgt sú kvöð, að aðrir skyldu ekki fá að- gang að því fyrstu þrjú árin en tilteknir nafngreindir fræði- menn.“ Þetta er fullkominn uppspuni hæstaréttarlögmanns- ins. Bréfasafnið hafði ekki aðeins verið gefið skilmála- og kvaða- laust 1996, heldur verið opið öll- um fræðimönnum, þar á meðal mér, frá 1996 og fram á haustið 2003, þegar því var að kröfu fyrri eigenda lokað í þrjú ár fyrir öðrum en þeim Helgu Kress og Halldóri Guðmunds- syni. Eitthvað skortir greinilega á, að Ragnar Hall undirbúi mál- flutning sinn sómasamlega. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Misskilningur hæstaréttarlög- manns Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is KÆRI Ómar ! Ég ætla að byrja á því að þakka þér og félaga þínum Hákoni Að- alsteinssyni fyrir frábæra leiðsögn og skemmtan, í þeim fjórum skemmtiferðum sem ég hef farið í að Kárahnjúkum, með ykkar leið- sögn. Mér er næst að halda að sagna- hefð ykkar sé arfur frá fornum kyn- slóðum, sem ekki höfðu ritmál, en sagnalistin kom í stað ritmáls. Þegar ég sá þig í Sjónvarpinu ýta úr vör við Hálslón varð mér að orði: „Ómar alltaf fyrstur“ en ég sá að meira bjó undir og varð hugsað til fornskáldsins: „Stjarna er fyrir stafni“. Það sem ég sá fyrir stafni þínum var sjálf leiðarstjarna okkar yndislega föðurlands, leiðarstjarna sem hefur leitt okkur það vel, að f.v. borgarstjóri NYC undraðist hverju við hefðum áorkað, miðað við að- stæður. Það voru aðrir tímar þegar frk. Sigríður frá Brattholti gekk til Reykjavíkur, til að fá rift samningi um virkjun Gullfoss og hafði sigur, sem við getum nú öll verið þakklát fyrir, en nú erum við Íslendingar í alþjóðlegu umhverfi og leiðir til tekjuöflunar hafa gjörbreyst. Nánast á hverjum degi heyrum við í fólki sem vantar peninga til góðra verka, svo sem til spítala og háskóla o.s.frv. Sama kvöld og þú ýttir úr vör kom eldri kona í sjón- varpið og sagði frá raun sinni vegna skertra bóta frá ríkinu og með þér í göngunni mátti sjá konu sem einu sinni ók á fund með ríkisstjórninni til að fá viðbótartekjur við eft- irlaunin. Þetta sýnir okkur að við megum ekki slá af við tekjuöflun því að mikið af okkar hefðbundna atvinnurekstri er ekki fyrir hendi lengur, vegna alþjóðavæðingar. Fljótsdalsvirkjun, sem ég vil nefna Hákonarstöð, á eftir að skaffa vel í þjóðarbúið og ekki síður fram- tak þitt að byrja siglingar á Háls- lóni, það á eftir að verða geysi- vinsælt að sigla upp að Brúarjökli. Gönguleiðin upp Dimmugljúfur verður mjög vinsæl og þarf strax að huga að öryggismálum ferðamanna þar. Hina fornu Jöklu vil ég nefna Berglindaá og það á eftir að verða meira bergvatn en menn hafa hald- ið til þessa. Til að flýta fyrir fiski- göngum í ánni ætti að aka í hana húsdýraáburði til að gera gott lífríki í nú dauðum árfarvegi. Varlega verður að nota yfirfallið á Kára- hnjúkastíflu, sem ég vill kalla Óma- foss, því of mikið yfirfallsvatn getur skaðað lífríkið sem myndast fyrir neðan stíflu. Ekki óttast ég rykmengun frá Hálslóni, því mörg ráð eru til að hemja það, ef með þarf, en með öll- um ráðum verður að hemja eyðing- aröflin á Vesturöræfunum, sem er rykið frá flæðunum frá Kreppu og Jökulsá á Fjöllum. Það verður best gert með því að gera leiðigarða, þannig að árnar falli beint í farvegi sína og eftir leiðigörðunum ætti að gera góðan veg og tengja saman veginn að Kárahnjúkum og Þór- isvatni. Á núverandi eyðing- arflæmum ætti að planta lúpínu og síðar greniskógi og er ég handviss um að um og eftir næstu aldamót verður þar kjörlendi fyrir elg. Þetta verður allt að skoðast í því ljósi, að vegna loftslagsbreytinga verður hér meira um erlenda ferða- menn og í „Orðinu“ segir að mað- urinn eigi að yrkja jörðina. Að lokum, kæri Ómar. Margir miklir frumkvöðlar fá það orð á sig að þeir séu ekki með réttu ráði, þetta mátti Jónas frá Hriflu reyna og þetta má sjá í fylgistapi Fram- sóknarflokksins, sem hefur verið gerandinn í okkar þjóðlífi und- anfarin ár, okkur öllum til góðs. Niðurrifsmennina vil ég kalla Vinstri Svarta, en þeir dreifast um alla stjórnmálaflokka. Með vinsemd og virðingu, ELÍAS KRISTJÁNSSON forstjóri Kemís ehf. Opið bréf til Ómars Ragnarssonar Frá Elíasi Kristjánssyni: GÁTTAÐUR hefur maður fylgst með framkomu stjórnvalda í garð Kjartans Ólafssonar sagnfræðings, fyrrum alþingismanns og rit- stjóra Þjóðviljans og eins af dugmestu for- ingjum herstöðva- andstæðinga hér á landi. Á sínum tíma þurfti engar sérstakar laga- heimildir til að láta hlera símann hans. En þegar hann biður nú um að fá að sjá gögn um þær hleranir bregður svo við að til þess þarf að sögn ein- hverjar alveg sérstakar lagaheim- ildir. Kjartan Ólafsson varð eins og fjöldi annarra vinstri manna fyrir grófum mannréttindabrotum þeg- ar símtöl hans voru hleruð að ástæðulausu og upplýsingum um þau samtöl jafnvel komið á fram- færi við Bandaríkjamenn eða not- aðar að geðþótta nokkurra manna sem enginn vissi hvernig höguðu störfum sínum. Nú þegar upp hefur komist um þetta athæfi er aftur brotið á Kjartani og honum neitað um að- gang að skjölum sem ekki tókst að brenna. Honum er mætt með vífilengj- um, útúrsnúningum, landráða- brigslum og hótfyndni. Ráðherra menntamála og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, virðir þenn- an fyrrverandi alþingismann ekki svars þegar hann spyr hana eðli- legra spurninga um þá embætt- isfærslu undirmanns hennar að neita Kjartani um að sjá gögn sem safnað var um hann undir því yfirskini að hann væri þjóðhættulegur maður. Sjálfstæð- isflokkurinn bregst síðan við uppljóstr- unum um þessar símahleranir með því að láta birta í fræði- legu málgagni sínu, Þjóðmálum, grein eft- ir sagnfræðing sinn, Þór Whitehead, þar sem reynt er að rétt- læta þessar njósnir um þegna landsins með því að hér hafi nánast vaðið uppi vopnaður óaldarlýður á vegum Rússa. Og þar með eigum við vænt- anlega að líta svo á að Kjartan sé réttlaus. Ætli hann megi ekki þakka fyrir að vera ekki sendur til Guantanamo … Þessi ofstækisfulla sýn á sam- landa sína er gamalkunnug en orðin æði sérviskuleg og fráleitt að hún ráði störfum embættis- manna og yfirmanna þeirra. Þrátt fyrir allt ríkja nú aðrar hug- myndir um lýðréttindi en á dögum kalda stríðsins þegar menn töldu sér trú um að andstæðingurinn hefði horn og klaufir og hala og bæri að umgangast eftir því. Þó að þjóðskjalavörður eigi embætti sitt Sjálfstæðisflokknum að þakka verður einhver að leiða honum fyrir sjónir að starf hans er ekki fólgið í því að vera nokkurs konar Geheimrat eða Leyndarráð Flokksins. Og svo að það komi nú einhvers staðar fram: Kjartan Ólafsson á heiður skilinn fyrir framlag sitt til samfélagsins og væri sæmra að hann fengi að finna það nú þegar herinn er farinn en að hann sé enn vændur um landráð og gott ef ekki vopnaburð líka. Hann barðist ásamt mörgu öðru góðu fólki gegn hersetu Banda- ríkjamanna á Íslandi og sú bar- átta var ekki glæpsamleg heldur lofsverð. Hún fór ekki fram með ofbeldi heldur ljóðagerð og ræðu- höldum og söngvum og löngum göngum. Hitt er svo aftur annað mál að ég held að þeir Þjóðviljaritstjórar, Kjartan og Árni Bergmann, hafi á áttunda áratugnum miklu fremur orðið til þess að opna augu margra jafnaldra minna fyrir eðli Sovétskipulagsins en þeir sem höfðu og hafa bersýnilega enn hag af því að leiða allt tal um réttindi borganna jafnharðan að Volgu- bökkum. Lagaheimildir og Leyndarráð Guðmundur Andri Thorsson gerir athugsasemd við máls- meðferð í símhlerunarmáli Kjartans Ólafssonar » Þrátt fyrir allt ríkjanú aðrar hugmyndir um lýðréttindi en á dögum kalda stríðsins þegar menn töldu sér trú um að andstæðingurinn hefði horn og klaufir og hala og bæri að umgangast eftir því. Guðmundur Andri Thorsson Höfundur er rithöfundur. Sagt var: Þeir eru andsnúnir hvorutveggju. RÉTT VÆRI: ...andsnúnir hvorutveggja. Gætum tungunnar VIÐ búum í samfélagi þar sem til langs tíma hefur verið hálf- gerður dauðadómur að greinast geðveikur. Ég var greindur með alvarlegan geð- sjúkdóm fyrir 14 ár- um síðan, ég var á tímabili afar veikur og var kominn í þá stöðu að mér var ekki hugað líf í eðlilegu mannlegu samfélagi, ég átti að eyða mínu lífi á langdval- arstofnun fyrir geð- sjúka. En það er nú svo að alltaf er von, ég fann réttu tækin fyrir mig til að komast til heilsu. Margir spyrja vafa- laust hvernig það er hægt að ná bata þeg- ar staðan er orðin svona slæm eins og raunin var orðin og kannski enn frekar hvaða tæki það eru sem ég notaði til að komast til heilsu. Ég hef sett upp fyrir mig nokkur stik- korð sem ég nota til að gera lífið auðveld- ara og gerðu mér kleift að ná heilsu aft- ur. 1 Viðurkenning: Það er nauðs- inlegt að viðurkenna fyrir sjálfum sér og öðrum hvernig staðan er orðin og hvað þarf að gera. 2 Meðvitund: Ég þarf að vera vakandi yfir eigin líðan og vera tilbúinn til að grípa inn í ef til vandræða horfir. 3 Ábyrgð: Ég þarf að taka ákvörðun um að ná bata. 4 Aðgerðir: Ég þarf að vera tilbúinn til þess að framkvæma það sem þarf að gera til að ná lífi mínu í réttar skorður og líta til hinna 4 atriða sem hér fara á undan í því sambandi. Það er líka nauðsyn að vera tilbúinn til að nýta sér þá aðstoð sem í boði er, það er mikið af fólki bæði í heil- brigðiskerfinu og utan þess sem hefur mikla reynslu og getu til þess að aðstoða þá sem eru í erfiðleikum. Það þarf enginn að standa einn í svona baráttu og ég vil benda þeim sem eru að kljást við vanda af þessum toga á að þeir þurfa kannski ekki að finna upp hjólið aftur. Að lokum vil ég minna á að alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er okkar allra og með því að sameinast um þau málefni sem þar eru tekin fyrir á hverju ári þá bætum við samfélagið sem við lifum í og geðheilsu okkar allra. Engin heilsa án geð- heilsu. Að lifa af geðsjúkdóm Einar Björnsson skrifar í tilefni af Alþjóðlega geðheilbirgðisdeginum Einar Björnsson » Það þarfenginn að standa einn í svona baráttu og ég vil benda þeim sem eru að kljást við vanda af þessum toga á að þeir þurfa kannski ekki að finna upp hjólið aftur. Höfundur er fjölskyldufaðir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.