Morgunblaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 50
|föstudagur|6. 10. 2006| mbl.is
Staðurstund
Bragi Ásgeirsson minnist Ein-
ars Þorlákssonar, listmálara og
teiknara, sem lést 28. sept-
ember síðastliðinn. » 52
myndlist
Arnar Eggert Thoroddsen veit
ekki hvernig hann á að snúa sér
í sambandi við rokkgoðsögnina
Pearl Jam. » 53
af listum
Kvikmyndaleikstjórinn Ísold
Uggadóttir er aðalskona vik-
unnar að þessu sinni. Hún er
spennt fyrir humarsúpu. » 55
Þrautseig
Heimildamyndin Kettirnir hans
Mirikitani fær fjórar stjörnur
hjá gagnrýnanda vorum, Sæb-
irni Valdimarssyni. » 52
gagnrýni
Skrímslahúsið er heiti teikni-
myndar sem verður frumsýnd í
kvöld. Þar segir frá nokkrum
hugdjörfum krökkum. » 54
bíó
Svavar og Berglind höfðu séðallar spólurnar á vídeóleig-unni. Þau komu barninu íháttinn og hringdu í gamlan
vin. Þormóður mætti á svæðið og
spurði hvort þau kynnu einhver lög.
„Þokkalega kunnum við lög. Við
kunnum lög sem enginn hefur
heyrt,“ sögðu hjónin og litu montin
hvort á annað. „Jæja, lommér að
heyra,“ sagði Þormóður og taldi í.“
Svona hljómar opinbera útgáfan af
upphafi hljómsveitarinnar Skakkam-
anage sem á dögunum sendi frá sér
sína fyrstu breiðskífu, Lab of Love.
Skallablettagel
Skakkamanage er af krútt-
kynslóðinni margumræddu
og er þar í hópi með
Sigur Rós, amiinu og
múm en Örvar Þór-
eyjarson Smárason, meðlimur múm,
kemur einmitt lítillegu við sögu á
hinni nýju plötu Skakkamanage auk
Gunnars Arnar Tynes sem tók plöt-
una upp.
En hvað þýðir Skakkamanage og
hvernig á maður að bera það fram?
„Einhverjir hafa viljað bera það
fram Skallablettagel en það á að
bera það fram eins og það er skrifað
á íslensku,“ segir áðurnefndur Svav-
ar Pétur Eysteinsson, aðalsprauta
sveitarinnar. „Þetta er nafn sem
festist við mig þegar ég var ungling-
ur að alast upp í Breiðholtinu en það
kann enginn nákvæmlega söguna að
baki eða hvernig það atvikaðist né
hvað það þýðir. Þar sem ég sá að það
yrði þrautin þyngri að losna við það
ákvað ég í staðinn að nota nafnið á
útgáfufyrirtæki sem ég stofnaði fyrir
tíu árum og gaf út Múldýrið sáluga.
Síðar færðist nafnið yfir á hljóm-
sveitina.“
Rokkuð, róleg og rómantísk
Skakkamanage gaf í fyrravor út
stuttskífuna Hold Your Heart og eft-
ir það fannst meðlimum kominn tími
til að vinna að stórri skífu. Það
reyndist þó erfitt að vinna plötuna
hratt því að eins og svo algengt er
með hljómsveitir í dag er ekki stokk-
ið inn í hljóðver og platan hljóðrituð í
einum rykk. Upptökur fara fram í
bústöðum úti á landi, í bílskúrum,
kjallaraholum, svefnherbergjum og
alls staðar annars staðar þar sem
hægt er að tengja í rafmagn. Þrátt
fyrir það er ekki hægt að segja að
Lab of Love sé losaraleg þótt vissu-
lega sé að finna margar stefnur og
stemningar á plötunni.
„Ég myndi segja að hún væri alls
konar; rokkuð, róleg, rómantísk,
poppuð og væmin. Ég veit hins vegar
ekki hvort ég gæti sett tónlistina
undir neinn einn hatt.“
Aðspurður út í textana segir Svav-
ar Pétur að þeir séu allir byggðir á
sönnum atburðum.
„Þarna eru til dæmis tvö lög sem
fjalla um vinnuna, lag sem fjallar um
listamanninn sem blundar í manni og
hvernig maður á að höndla hann. Nú,
svo náttúrlega um ástina, hús ná-
grannans og kjaftasögur, svo eitt-
hvað sé nefnt.“
Næstu tónleikar Skakkamanage
verða í dag í Smekkleysuplötubúð á
Klapparstíg 27 kl. 17 og
á morgun verða síð-
degistónleikar í
bókabúð Máls og
menningar við
Laugaveg kl. 15.
Hvað þýðir Skakkamanage?
Óhætt er að segja að
Skakkamanage sé með
undarlegri nöfnum ís-
lenskrar tónlistarsögu.
Enginn veit nákvæm-
lega hvað orðið þýðir
og fáir kunna að bera
það rétt fram.
Sveitin gaf á dögunum
út sína fyrstu plötu,
Lab of love.
HARMLEIKUR séður frá loftinu – þannig
hljóðar fyrirsögn leikhúsgagnrýni breska
dagblaðsins The Guardian, sem gefur ís-
lenska leikhópnum Vesturporti fimm stjörn-
ur af fimm mögulegum fyrir uppfærslu sína á
Hamskiptunum eftir Franz Kafka. Verkið var
frumsýnt í Lyric Hammersmith-leikhúsinu í
London í fyrrakvöld. Gagnrýnandinn Michael
Billington segir sigur sýningarinnar felast í
hugvitsamlegri notkun á líkamanum til að ná
fram hinum sorglega kjarna í sögu Kafka.
Hann minnist einnig fyrri uppfærslna Vest-
urports á Rómeó og Júlíu og Woyzeck, sem
hann segir að hafi verið undraverðar.
The Daily Mail gerir frumsýningunni einn-
ig skil og birtir meðal annars skopmynd af
Gísla Erni Garðarssyni, sem bæði er annar
leikstjóri sýningarinnar og í aðalhlutverki
hennar, þar sem hann hangir á haus. Á svip-
aðan hátt og Billington segir gagnrýnandinn
að snilli uppfærslunnar felist í holdgervingu
líkamlegs sársauka, sem liggi til grundvallar
fjölskylduharmleiknum sem Hamskiptin séu.
Aðrir íslenskir leikarar í sýningunni eru
Nína Dögg Filippusdóttir og Ingvar E. Sig-
urðsson, en leikmynd gerir Börkur Jónsson.
Tónlistina gerðu þeir Nick Cave og Warren
Ellis.
Fimm stjörnur
fyrir Hamskiptin
Fimm stjörnur Uppsetning Vesturports á Hamskiptunum eftir Kafka hlaut þær.
arts.guardian.co.uk
www.dailymail.co.uk