Morgunblaðið - 06.10.2006, Síða 52

Morgunblaðið - 06.10.2006, Síða 52
52 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning GAMALL vinur og starfsbróðir Einar Þorláksson hvarf til feðra sinna eftir stutta legu fimmtudaginn 28. september. Kaflaskipt sjúk- dómssaga hans var þó miklu lengri og stigmagnaðist síðustu árin, lík- aminn farinn að gefa sig svo varla leit hann glaðan dag. Tímabil staðbundinna samvista okkar varði einungis veturinn 1955– 56 og tengdist listaakademíunni í Kaupmannahöfn, áður hafði Einar verið við myndlistarám í Hollandi árlangt og mun fyrstur Íslendinga hafa leitað á þau mið. Gerðist meira en áratug fyrr en hið opinbera í landinu fór að mylja undir ungu kyn- slóðina og núlistir, og framsæknar listspírur frá Íslandi tóku að streyma þangað. Á konunglegu akademíunni var Einar að hefja nám hjá einhverjum prófessoranna í málunardeild, ég hins vegar allvel sjóaður innan dyra frá fyrri tíð. Hafði valið að eyða dönskum styrk til rannsókna á steinþrykkivið Grafíska skólans sem var á þeim tíma frjáls, óháð og opin deild innan akademíunnar sem starfandi myndlistarmenn sóttu stíft til. Fyrstu kynnin voru eftirminnileg fyrir okkur báða, vildi þannig til að eitt sinn er ég síðla dags settist að snæðingi í veitingakjallaranum fræga, sat hann beint á móti mér, kannaðist ég ekkert við manninn, kenndi einungis að hér var nýr nem- andi á ferð. En fljótlega varð ég var við að hann horfði mikið til mín og í miðri máltíð kynnti hann sig hikandi sem samlanda, vildi þá svo gæfulega til að ég skildi hann strax og lifnaði um leið yfir honum og upp spunnust nokkrar samræður sem leiddu til frekari kynna. Varamál er eins og 1000 mállýskur með örlitlum sem drjúgum frávikum, en þar sem Ein- ar var mjög hraðmæltur, jafnvel svo að venjulegt fólk átti erfitt með að greina orðaflauminn, var hann mjög hikandi við að ávarpa mig, heyrn- arlausan manninn, og satt að segja var það hrein slembilukka að ég skildi hann í fyrstu atrennu. Seinna áttum við eftir að hafa mikið gaman af þessu, nefnilega alls óvíst um framhald kynna okkar ef svo hefði ekki verið þar sem framhleypni var síður en svo okkar sterka hlið. Frá að segja, að eftir að við höfðum brall- að eitt og annað í heilan vetur kom hann mun skýrmæltari heim til föð- urtúna, og mér sagt að hafi gert fólkið hans forviða. Yfirleitt nauð- synlegt að menn tali eitthvað hægar og skýrar við þá sem lesa af vör- unum auk þess að stundum verður að endurtaka sum orð, en annars er það eins og að tala við hvern annan. En um þessa hæfileika mína að gera aðra skýrmæltari hafði ég hvorki fram að því né síðar gert mér neinar grillur. Á liðnum vetri var nákvæmlega hálf öld frá þessum heppilegu kynn- um, en tíminn er afstætt hugtak auk þess sem haldið hefur verið fram að sjálft minnið sé fljótandi vökvi ein- hvers staðar í heilakirnunni. Þegar sest var niður fyrir framan tölvuna og farið að hræra í meintum vessum, undraðist ég mjög að sumar minn- ingarnar streymdu svo ljóst fram að líkast var sem einungis væru liðnar örfáar vikur frá atburðunum, en aðr- ar reyndust stórum fjarlægari ef ekki horfnar í eitthvert svartholið. Sunnar í álfunni er orðtækið „mad- donna mía“ óspart notað um mjög óvænt og ófyrirséð tilvik og hefði ósjálfrátt ruðst fram í þessu tilfelli. Þennan vetur var líka annar ný- nemi við akademíuna, Kári Eiríks- son að nafni, en ég get ómögulega munað okkar fyrstu kynni svo þau hafa verið almennari og engin slembilukka að baki, sá var líka stórum opnari, ekkert að tvínóna né velta fyrir sér hlutunum, brasaði bara á. Þetta var magnaður og eft- irminnilegur vetur, Laxness nóbelað á haustnóttum, sem hleypti að sjálf- sögðu eldmóði í margan landann, og Ísland á hvers manns vörum. Litla einangraða eyríkið í norðri hafði fengið meiri vigt í hópi bræðraþjóð- ann sem og út á við. Gaman að lifa þá tíma og vera Íslendingur í borginni við Sundið. Samangangur okkar þriggja eðli- lega nokkur og vinnugleðin drjúg. Það var aðallega að þeir litu inn til mín, grafíski kjall- arinn for- vitnilegur stað- ur en aldrei var það tilefni til að fá sér í tána, skreppa á Nýhöfnina né Minefeltet, slík útrás landans lá að ég best veit niðri lungann af sjötta áratugnum. En við Einar skruppum stundum á virðuleg kaffihús með Sigríði Bjarnadóttur kjólameistara sem bjó á sama gistiheimili og hann og voru það vænar og prúðmannlegar stund- ir. Áhuginn á myndlist núsins og gærdagsins mikill, og þegar fréttist af viðamikilli Picasso-sýningu í Hamborg og að nemendur akademí- unnar fengju afslátt á lestarferðum þangað, urðum við upptendraðir, fyr og flamme, og við þeir langfyrstu sem settu nöfn sín á listann og vor- um mikið hreyknir af. En lagðir af stað kom í ljós að við vorum þeir einu sem fóru í þessa upphafsferð hvað okkur þótti býsna klént, eink- um er í ljós kom að þetta var stærsta yfirlitssýning sem nokkru sinni hafði verið sett upp á verkum meistarans og frábærilega vel skipulögð. Um vorið fórum við einnig með hópi frá dönsku akademíunni í heimsókn til norsku akademíunnar í Ósló og var það allnokkur fjöld. Vel var tekið á móti hersingunni og okkur strax boðið í móttöku í skólanum sem sjálfur Per Krogh stýrði, þar næst var okkur deilt á milli nemenda, þ.e. þeirra sem gátu tekið til sín næt- urgesti. Lentum við Einar hjá ann- áluðum hæfileikamanni í málm- grafík sem vildi helst skenkja okkur morgunverð í fljótandi formi, tveggja lítra bjórflöskum, en okkur hugnaðist meir eitthvað dálítið harð- ara undir tönn sem ég sótti í nálægt bakarí. Náunginn hafði einhvern tímann álpast á bíómynd um Tou- louse Lautrec hvar Jose Ferrer átti stórleik í gervi snillingsins og hafði naumast runnið af honum síðan. En þetta voru bjartir og stórkostlegir dagar með lærdómsríkum skoð- anaferðum á daginn og gleðskap á kvöldin. Fyrir okkur Einar var heimsókn á vinnustofu Jóns Stefánssonar í bak- húsi við Store Kongensgade mjög eftirminnileg, tilefnið 75 ára afmæli málarans. Tímamótanna hafði verið getið í öllum helstu blöðum Kaup- mannhafnar, maðurinn enda nafn- kenndastur íslenskra málara utan landsteina á þeim árum, Islands store maler, eins og það hét. Jón tók afar vel á móti okkur, lék á als oddi en engir tappar flugu úr flöskum meðan við dokuðum við, markmiðið einungis að taka í höndina á meist- aranum og votta honum virðingu og þakklæti sem virtist gleðja hann mjög. Einar kunni strax svo vel við sig í Ósló að hann nam þar næstu tvö ár- in, fyrst við akademíuna þar næst listiðnaðarskólann og eignaðist marga nána vini sem hann hélt tryggð við. Bæði árin vorum við í góðu sambandi bréflega og kom þá í ljós að hann var skemmtilega stíl- fær, hafði mjög ísmeygilegan og léttan húmor og að auki fágætlega persónulega rithönd. Á seinni árum átti hann til að senda mér línu af ýmsu tilefni og var þá samþjöppuð orðgnóttin slík að ég hafði orð á því og sagði að hann ætti að skrifa meira, helst láta ljós sitt skína á op- inberum vettvangi. Alkominn heim hélt Einar reglu- lega sýningar allt fram til ársins 1998, ásamt því að taka þátt í fjölda samsýninga, hins vegar voru þau ljónin á veginum hve ósýnt honum var um að halda sér og list sinni fram, þannig að nafn hans festist ekki í sama mæli í minni fólks og ýmissa annarra af sömu kynslóð. Markaðssetning eigin verka var honum framandi, auk þess vann hann meira og minna hjá Raforku- málastjóra síðar Orkustofnun, frá 1954 til 1998. Líkast til ekki nógu sterkbyggður til að hafa mikla af- gangsorku til þeirra svipmiklu at- hafna sem hann var þó maður til, auk þess að þurfa á köflum að takast á við illvíg veikindi Einar var ekki einungis kunnur Jóni Stefánssyni, heldur mikill vinur Svavars Guðnasonar og mun hafa verið tíður samgangur á milli þeirra, og veit ég að meistararnir báðir höfðu mikla trú á hæfileikum hans, einkum þótti þeim til um sýn hans á litum. Einar var félagslyndur og nýtur meðlimur sýningarnefndar FÍM, á mestu uppgangsárum Haustsýning- anna sálugu, og að því kom að hann var kosinn formaður hennar 1974. Árið hans var hún haldin að Kjar- valsstöðum og sló öll met um vel- gengni, bæði um aðsókn og sölu. Seinna við stofnun Listmál- arafélagsins var hann kosinn for- maður þess og gegndi þeirri stöðu meðan það var og hét, um að ræða best sóttu framkvæmdina að Kjar- valsstöðum í þau skipti sem árvissar sýningarnar félagsmanna voru haldnar á staðnum. Rifjaði hér upp eitt og annað af samskiptum okkar, sem er frá leið voru því miður minni en skyldi, svona líkt og allur samgangur myndlistarmanna á Íslandi. Ljós- glætan helsta samveran í sýning- arnefnd FÍM, samskipti í listmál- arafélaginu og eftirminnilegur gleðskapur að loknu góðu dagsverki við nefndarstörf sem og eftir opn- anir sýninga, einkum að hans heima á Hávallagötunni. Með Einari Þorlákssyni kveður heim þennan mætur halur og drjúg- ur liðsmaður í list og mennt. Einar Þorláksson Morgunblaðið/Árni Sæberg Skriftir Sturlu Olíumálverk eftir Einar Þorláksson. Einar Þorláksson Eftir Braga Ásgeirsson GAMALL maður fær uppreisn æru er efni heimild- armyndar sem minnir meira en lítið á Mój Nikifor (’04), stórvirkið á RIFF 2005. Örlögin leiða saman kvikmyndagerðarkonuna Lindu Hattendorf og úti- gangsmanninn Jimmy Mirikitani, sem hefur hreiðrað um sig í nágrenni Lindu, á horni Charl- tonstrætis og Sjöttu traðar í SoHo. Hann skrimtir á list sinni, er bráðflinkur teiknari með næmt auga og ofantekinn af köttum. Það á sér skýringar líkt og annað í lífi þessa einfara. Skömmu eftir kynnin á sér stað hryðjuverkaárásin á Tvíburaturnana í nokkur hundruð metra fjarlægð, Linda tekur Jimmy inn á heimili sitt og farsæld utangarðs- manns er ráðin. Jimmy gerist stjórnsamur, en Linda er þolinmóð og smám saman, með hjálp netsins, tekst henni að finna ættingja karlsins, sem fer einnig að opna sig. Hann fæddist 1920 í Sacramento, af japönsku for- eldri. Þau héldu síðar heim en Jimmy, þá ungur og upprennandi listamaður, sneri aftur til Bandaríkj- anna til þess eins að vera settur í stríðsfangabúðir líkt og aðrir Japanskættaðir Bandaríkjamenn máttu þola á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Í búðunum hrundi heimur Jimmys, með þraut- seigju og kærleika tekst Lindu að púsla slitrunum saman og í myndarlok er hann kominn aftur út í þjóðfélagið, búinn að finna sjálfan sig og sættast við aðstæðurnar. Myndin er ekki aðeins merkileg sakir efnisins heldur kann Linda að segja sögu með litlu, staf- rænu upptökuvélinni, og klippa hana þannig að við vitum aldrei hvað gerist næst. Linda kemur eins og frelsandi engill inn í líf Jimmys og við upplifum fá- títt kraftaverk í hörðum heimi. Kraftaverk við Charltonstræti KVIKMYNDIR RIFF 2006: Iðnó Heimildarmynd. Leikstjóri: Linda Hattendorf. Viðmæl- andi: Jimmy/Tsutomu Mirikitani. 74 mín. Bandaríkin. 2006. Kettirnir hans Mirikitani – The Cats of Mirikitani  Sæbjörn Valdimarsson NOKKRAR heimildamyndir um mat- vælaframleiðslu og -neyslu, á borð við Su- persize Me, sjónvarpsþættina You are What You Eat og leikna kvikmyndagerð metsölu- bókarinnar Fast Food Nation, eru grág- lettnar hrollvekjur um þennan veigamesta iðnað veraldar. Þær sjokkera meðan á sýn- ingu stendur en eru undurfljótar að gleym- ast þegar hungrið sverfur að. Við viljum ekki svelta og til að fyrirbyggja garnagaul gerist matvælaframleiðslan tæknivæddari með hverjum degi, lífrænt ræktaðar afurðir eru munaðarvara. Þeir jarðarbúar sem á annað borð hafa í sig og á innbyrða æ meira af kjöti og fiski sem er hrein verksmiðjuframleiðsla og aust- urrísku kvikmyndagerðarmennirnir eru hvergi bangnir við að leiða áhorfendur í all- an sannleika um hvað gerist innan dyra í slíkum iðjuverum. Heimsókn í kjúklingabú er e.t.v. hroðaleg- asta upplifunin í Vort daglegt brauð, af nógu er að taka og myndin sláandi frá fyrstu mín- útu til þeirrar síðustu, hver ófögnuðurinn rekur annann. Utan dyra er sárast að sjá hvernig trjástofnar eru hristir með vélbún- aði, handtínslan er greinilega orðin of dýr. Að því loknu kemur önnur maskína og skófl- ar upp afurðunum. Við sjáum fjölda dæma um síaukna vélvæðinguna og hversu vélræn störfin eru sem enn eru unnin af manns- hendinni, allt frekar ókræsileg sjón. Galli við myndina er hversu hæggeng hún er, of löngum tíma er varið í nánast hverja einustu töku. Ókræsilegt, næstum ókristilegt KVIKMYNDIR RIFF 2006: Háskólabíó Heimildamynd. Leikstjóri: Nikolaus Geyrhalter. 95 mín. Austurríki 2005. Vort daglegt brauð – Unser täglich Brot  Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.