Morgunblaðið - 06.10.2006, Síða 61

Morgunblaðið - 06.10.2006, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 61 Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Yfirlýsingar snemma dags lita það sem eftir lifir helgarinnar. Um leið og hrút- urinn hefur sagt það sem hann þarf upp- hátt, er það svo gott sem búið og gert. Í kvöld færðu hugsanlega peninga frá ein- hverjum sem hefur ráð á því að gefa þér þá. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ástvinir fara yfir mörk og telja sig gera það í þína þágu. Minntu píslarvottinn í þínu lífi á það um helgina, að þjáningar eru stundum óhjákvæmilegar, en vol- æðið er val. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Mikill kraftur og vitsmunalegur skýr- leiki eru gjafir að himnum ofan. Skrifaðu lista og þér tekst að koma öllu á honum í verk. Þú nærð líka sambandi við ein- hvern sem þú hefur saknað. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ef þú vilt þéna meiri peninga skaltu þroska með þér tilfinninguna fyrir rétt- indum. Ef þú trúir því ekki að þú eigir það skilið, verður það að ávinna sér eitt- hvað eintómt streð. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið býr yfir yndislegum gáfum sem best væri að deila á rólegan og sam- úðarfullan hátt. En ljónið er frjálslegt í fasi og stundum yfirdrifið, og þá er erf- iðara að halda aftur af sér. Umbunin læt- ur hins vegar ekki á sér standa. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ef þú færð tækifæri til þess að hafa áhrif á eða vingast við erfiða manneskju áttu að grípa tækifærið og hafa hraðan á. Skrúfaðu undir eins frá þokkanum, ann- ars ýfirðu bara einhverjar fjaðrir. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Teldu dýrgripina þína. Þú munt komast að raun um að þú átt marga og notar fáa. Ef þú gefur eitthvað frá þér býrðu til rými fyrir eitthvað nýtt. Meyjur eða krabbar eru hinir fullkomnu viðtak- endur rausnarskapar þíns. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn veit að blómstrandi fé- lagslíf krefst þess að maður standi við skuldbindingar sínar. Því miður hefur þú lofað þér svo víða að eitthvað verður undan að láta. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn vill framúrskarandi ár- angur og stendur sig því með prýði. Grafðu aðeins dýpra og þá finnur þú styrkinn sem þú þarft til þess að skína. Hæfileikar þínir skerpast bara þegar þú ert í hópi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Persónuleg sambönd fá fólk til þess að leita til þín eftir því sem þú ein/n hefur upp á að bjóða. Ef þú ert í umhverfi sem bælir sköpunarmátt þinn sem stendur er það ástæðan fyrir því að þú ert ekki að raka saman fé. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ævintýragirni vatnsberans ýtir undir óróleika og rölt. Svo virðist, að því lengra sem þú farir að heiman, því heppnari verðir þú. En mundu að gjalda þeim sem hafa gefið þér í sömu mynt. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Viðkvæmnistuðull fisksins er kominn upp í tíu, svo það er hugsanlegt að ein- hver nái að koma þér úr jafnvægi með því einu að hugsa eitthvað neikvætt þeg- ar þú ert nærri. En til allrar hamingju eru straumarnir í kringum þig aðallega jákvæðir. Sól í vog lætur undan sí- felldu mótvægi hins fulla tungls í hrúti. Sérhverju yin er mætt með yang. Í sérhverjum fullorðnum býr innra barn og í sérhverju barni býr innri fullorðinn. Á meðan sól og tungl kanna núverandi mótstöðu fer best á því fyrir okkur að leita leiða til þess að sætta okkar ýktustu hliðar. stjörnuspá Holiday Mathis árnað heilla ritstjorn@mbl.is Brúðkaup | Gefin voru saman 23. sept- ember sl. í Þorlákskirkju af sr. Baldri Kristjánssyni þau Ingibjörg Að- alsteinsdóttir og Sigurður Jónsson. Heimili þeirra er í Þorlákshöfn. Mynd ljósmyndastofa Hafnarfirði. MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudags- blað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgð- armanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100 eða sent tilkynningar á netfangið rit- stjorn@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Birki, berjalyng og vegur MIG langar til að leggja orð í belg um fyrirhugaðan veg gegn um Teigsskóg og fyrir Hallsteinsnes. Þar hefur úr- skurður um vegarlagningu strandað á því að vernda þyrfti birkiskóg. Mér finnst þetta óþarfa vangavelt- ur. Ef menn skoða veginn um Vatna- heiði eða svokallaða vatnaleið á Snæ- fellsnesi, sjá menn að þar er vegurinn lagður af þvílíkri snilld að það er eins og tepparenningi hafi verið rúllað yfir landið . Það sést ekkert rask eða nán- ast ekkert og krækiberjalyngið vex upp að malbiki. Þarna sjá menn að hægt er að leggja veg án þess að skaða umhverf- ið. Svo má líka velta fyrir sér hver nýtur þessa fallega umhverfis ef eng- inn vegur liggur þarna um. Þegar ráðamenn víla ekki fyrir sér að sökkva tugum ferkílómetra undir vatn, ætti ekki að vera mikið mál að taka ákvörðun um veg þarna sem yrði öllum til hagsbóta. Er ekki kominn tími til að hugað sé fyrst og fremst að öryggi vegfarenda þegar ráðist er í vegarlagningu og að sú leið sem valin er sé örugg og alltaf opin? Með kveðju, Þrúður Kristjánsdóttir, Sunnubraut 19, Búðardal. Frábær Geisladiskabúð Valda ÉG er einn af þeim sem kaupi tals- vert af geisladiskum og tónlistar- DVD. Eftir að ég uppgötvaði Geisla- diskabúð Valda á horni Laugavegs og Vitastígs, þarf ég ekki mikið að leita annað til að finna alla þá tónlist sem hugurinn girnist. Úrvalið þar er hreint með ólíkindum, sama hvort um er að ræða rokktónlist, blues eða jazz. Ég ætla t.d. að fullyrða að úrvalið af jazztónlist er hvergi meira hér á landi en í Geisladiskabúð Valda. Raunar er úrvalið þar af alls konar tónlist svo mikið að suma DVD- og geisladiska sem ég hef fundið þar, hef ég ekki fundið í stærstu tónlist- arbúðum í London og París. Svo er líka þægilegt að geta skipt út diskum hjá Valda og hann er mjög sanngjarn í slíkum vöruskiptum. Ég mæli því eindregið með því að safnarar og tónlistaráhugafólk leggi leið sína til Valda. Stefán Guðmundsson. Lýst eftir stolnu málverki MÁLVERKI eftir Guðmund Björg- vinsson var stolið á sýningu í Iðu fyrir rúmu ári. Vitað er hver þjófurinn er en hann hefur ekki skilað verkinu þrátt fyrir ítrekuð tilmæli og lög- reglukæru. Líklegt er að hann hafi selt verkið og sá sem hefur það undir höndum (eða þeir sem vita hvar það er niðurkomið) vinsamlegast beðnir um að hafa samband við málarann í síma 661 1493. Verkið er 100x75 cm, málað með akríl á striga. Morgunblaðið/Einar Falur FRÁ HÖFUNDI „TRAINING DAY“ OG „THE FAST AND THE FURIOUS“ / AKUREYRI WORLD TRADE ... kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.I. 12 THE ALIBI kl. 8 - 10 B.i.16. ÓBYGGÐ... Ísl tal. kl. 6 Leyfð / KEFLAVÍK BEERFEST kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 12 NACHO LIBRE kl. 8 B.i. 7 ÓBYGGÐIRNAR Ísl tal. kl. 6 Leyfð AN INCONVENIENT... kl. 10 Leyfð WORLD TRADE CENTER kl. 5:50 - 8 - 10:40 B.i. 12.ára. WORLD TRADE CE... VIP kl. 4 - 8 - 10:40 BEERFEST kl. 5:50 - 8 - 10:15 B.i. 12.ára. STEP UP kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:15 B.i. 7.ára. ÓBYGGÐIRNAR m/Ísl. tali kl. 4 - 6 LEYFÐ THE WILD m/ensku tali kl. 4 LEYFÐ HARSH TIMES kl. 8 - 10:40 B.i. 16.ára. NACHO LIBRE kl. 3:45 - 5:50 B.i. 7.ára. BÖRN kl. 8:30 B.i.12.ára. MAURAHRELLIRINN m/Ísl. tali kl. 3:45 LEYFÐ THE PROPOSITION kl. 10:40 B.i. 16.ára. / ÁLFABAKKI BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON eee Ó.H.T. RÁS2 eeee HEIÐA MBL FRAMLAG ÍSLENDINGA TIL ÓSKARSVERÐLAUNA! FRÁ EINHVERJUM MEST SPENNANDI LEIKHÓP SEM ÍSLENDINGAR EIGA Í DAG, VESTURPORT, KEMUR HREINT ÚT SAGT MÖGNUÐ KVIKMYND BÖRN! ELDFIM OG TÖFF HÖRKUMYND MEÐ CHRISTIAN BALE „AMERICAN PSYCHO“, „BATMAN BEGINS“ OG EVA LONGORIA „DESPERATE HOUSEWIVES“ eee L.I.B. Topp5.is eee S.V. Mbl. FRAMLEIDD AF TOM HANKS. „the ant bully“ eeeee LIB - topp5.is eeee HJ, MBL eeee Tommi - Kvikmyndir.is MEÐ HINUM EINA SANNA JACK BLACK OG FRÁ LEIKSTJÓRA “NAPOLEON DYNAMITE” KEMUR FRUMLEGASTI GRÍNSMELLURINN Í ÁR. eee E.B.G. Topp5.is E.T. kvikmyndir.is Takið þátt í spennandi ferðalagi þar sem villidýrin fara á kostum. Ekki missa af fyndnustu Walt Disney teiknimynd haustins. kvikmyndir.is AÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS ER KOMIN T EFTIR ÐLA AF I ATH! ENGVIR ÞJÓÐVERJAR VORU SKAÐAÐIR EÐA MEIDDIR Á MEÐAN TÖKUM MYNDARINNAR STÓÐ. eee EMPIRE RÐ ANNAÐ TU AÐ TAKA PORIÐ. ÓBYGGÐIRNAR„THE WILD“ Sýnd með íslensku og ensku tali ! GLÆNÝ TEGUND AF FERÐAMÖNNUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.