Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 26
heilsa 26 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Gigtsjúkir og aðstandendurþeirra ganga upp í móti ídag. Slagorð þeirra er„Gigtin gefur“ enda segir Svala Björgvinsdóttir, verkefnastjóri fræðslu hjá Gigtarfélagi Íslands sjúk- dóminn gefandi á ýmsan hátt. Haldið er upp á alþjóðlega gigtardaginn um heim allan í dag en um þessar mundir á Gigtarfélagið einnig 30 ára afmæli. „Við ákváðum því að standa fyrir þessari göngu í dag frá Lækjartorgi upp á Skólavörðuholt enda finnst okkur mikilvægt að vera sýnileg,“ segir Svala sem útskýrir yfirskrift göngunnar betur. „Gigtin gefur svo sannarlega margt. Frá ein- staklingnum séð gefur hún verki, þreytu og alls kyns einkenni en hún gefur líka þolinmæði og víðsýni. Gigt- sjúkir þurfa nefnilega margir hverjir að læra að gera hlutina hægar og setja sér mörk svo eitthvað sé nefnt. Og ef við getum haldið gigtarfólki á vinnumarkaðinum er það gefandi fyr- ir samfélagið.“ Um 60 þúsund Íslendingar eru greindir með einhvers konar gigt en að sögn Svölu eru gigtarsjúkdómar á þriðja hundrað talsins. „Þeir eru flokkaðir í sex flokka. Sá fyrsti er bólgusjúkdómar, s.s. iktsýki, rauðir úlfar, æðabólgur, herslimein, psorias- isliðagigt og barnaliðagigt svo eitt- hvað sé nefnt. Annar flokkurinn er liðbólgur sem tengdar eru sýkingum, þriðji er kristallasjúkdómar á borð við þvagsýrugigt, fá fjórði slitgigt, fimmti vöðva-, vefjagigt og festumein og loks beinþynning sem einnig er flokkuð sem gigtarsjúkdómur.“ Einkennin eru allt frá því að vera væg og upp í mjög alvarleg og sumir þessara sjúkdóma geta beinlínis verið lífshættulegir. Dæmi um slíka sjúk- dóma eru Rauðir úlfar og herslimein sem báðir eru fjölkerfissjúkdómar sem ráðast á bandvef og geta lagst á líffæri á borð við húð, nýru, lungu og hjarta. „Það skiptir höfuðmáli að fá rétta greiningu og meðferð sem fyrst,“ segir Svala. „Því fyrr sem hægt er að byrja meðferð, því meiri möguleikar eru á að hefta sjúkdóm- inn og á það við um alla gigt- arsjúkdóma.“ Hún bætir því við að gríðarlegar framfarir hafi orðið í meðferðarúrræðum undanfarinn ára- tug og nefnir sérstaklega svokölluð „bíólógísk“ lyf sem hafa breytt lífi fjölmargra gigtarsjúklinga til hins betra. Hugurinn vill „Þegar einstaklingur veikist af langvinnum sjúkdómi þýðir það gjarnan breyttar aðstæður,“ heldur hún áfram. „Yfirleitt fer fólk í gegn um sorgarferli yfir því að vera ekki lengur heilbrigt enda er það komið með sjúkdóm sem mun fylgja því um langan tíma og jafnvel alla ævi. Þetta sorgarferli endurtekur sig svo í hvert sinn sem það missir einhverja hæfni, þegar það hættir að geta gert eitt- hvað sem það gat áður. Að auki þurfa gigtarsjúklingar að takast á við verki, þreytu og stirðleika daglega. Við gleymum þessu stundum enda er okkur tamt að tala frekar um þá sjúk- dóma sem eru bráðir og banvænir.“ Svala segir gigtina krefjandi að því leyti að þeir sem þjást af henni þurfa stöðugt að finna nýjar leiðir til að tak- ast á við daglega lífið. „Menn þurfa að spyrja sig: Ef ég get ekki gert þetta, hvað get ég þá gert? Kannski get ég hjólað fyrst ég get ekki gengið? Fólk þarf að læra að takast á við þessar breyttu aðstæður og finna út úr því hvernig þeir geta átt gott líf þrátt fyr- ir sjúkdóminn. Það getur verið erfitt þegar hugurinn vill en líkaminn ræð- ur ekki við hlutina – að sætta sig við að maður geti ekki gert allt eins og þegar maður var frískur. Þess vegna skiptir svo miklu máli að hver og einn læri hvað hentar honum og hvar hans mörk liggja. Þannig geta margir átt góð lífsgæði þrátt fyrir að vera með þessa sjúkdóma.“ Göngufólk mun safnast saman í dag á Lækjartorgi klukkan 17 og hálftíma síðar verður haldið af stað áleiðis upp Bankastræti og Skóla- vörðustíg. „Við vonumst að sjálfsögðu til að sem flestir komist,“ segir Svala. „Eflaust verður það mörgum erfitt þótt það sé ekki lengri spölur en þetta, ekki síst vegna þess að við göngum upp í mót. Þeir sem treysta sér ekki alla leið geta komið inn í gönguna, t.d. við Bergstaðastræti eða jafnvel ofar. Menn spyrja sig kannski hvers vegna ekki var gengið í hina áttina en við vildum hafa þetta svona. Fyrir okkur er þetta táknrænt því það er á brattann að sækja fyrir gigt- arfólk.“ Á brattann að sækja Morgunblaðið/Golli Gengur Svala Björgvinsdóttir fer í gigtargönguna í dag. »60.000 Íslendingar erumeð gigt og stoðkerf- isvanda. »10 til 14 börn greinast áári með alvarlegan stoð- kerfisvanda. »Gigt getur gefið einkennifrá hvaða líffæri sem er. »Gigtarsjúkdómar eru áþriðja hundrað. »Sumir gigtarsjúkdómareru lífshættulegir. HNOTSKURN TVÆR nýjar rannsóknir hafa stað- fest að mataræði getur haft áhrif á hættuna á eitilfrumukrabbameini, öðru en Hodgkins-sjúkdómnum. Við eitilfrumukrabbamein verður illkynja breyting í hópi eitilfrumna, sem eru mikilvægur þáttur í vörnum líkamans gegn sýklum, og þær fara að fjölga sér stjórnlaust. Um 12% þeirra sem fengið hafa eitilfrumukrabbamein eru með svo- nefndan Hodgkins-sjúkdóm. Yfir 30 tegundir Hinar eitilkrabbameinstegund- irnar skiptast í meira en 30 slíkar sem nefndar hafa verið NHL- eitilfrumukrabbamein. NHL- tilfellunum fjölgaði um 74% í Banda- ríkjunum frá 1975 til 2002 og er þetta nú fimmta algengasta krabba- meinið meðal bandarískra kvenna og hið sjötta algengasta meðal karla. Báðar rannsóknirnar byggðust á því að bera saman mataræði hóps með NHL-krabbamein og annars hóps sem var laus við sjúkdóminn. Ávextir líka æskilegir Önnur rannsóknin var gerð í Bandaríkjunum og hin á Ítalíu. Sú bandaríska bendir til þess að þeir sem borða mest af grænmeti séu í 42% minni hættu en þeir sem borða minnst af grænmeti. Í ítölsku rann- sókninni var þetta hlutfall 51%. Ávextir virðast einnig minnka hætt- una á eitilfrumukrabbameini sam- kvæmt ítölsku rannsókninni. Áður höfðu rannsóknir bent til þess að mikil neysla á dýraprótíni, mettaðri fitu, steiktu rauðu kjöti og mjólkurvörum yki hættuna á eitil- frumukrabbameini. Mikil fiskneysla er hins vegar talin minnka hættuna. Grænmeti minnkar hættu á eitil- frumukrabba Morgunblaðið/Ómar Morgunblaðið/ÞÖK Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.