Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ALÞJÓÐLEGI gigtardagurinn
12. október á sér 10 ára sögu. Á
fundi alþjóðasambands gigtarfélaga
„Arthritis and Reumatism Int-
ernational“ í Helsinki 12. október
1996 var dagurinn ákveðinn og félög
hvött til þess að nota
daginn til þess að
skýra og auka skilning
á gigtarvandanum.
Um allan heim standa
gigtarfélög fyrir ýmsu
í anda þessa mark-
miðs.
Gigtarfélag Íslands
stendur í ár fyrir
göngu gigtarfólks frá
Lækjartorgi að Skóla-
vörðuholti í tilefni
dagsins.
Tilgangur göng-
unnar er að vekja at-
hygli á þeim stóra hópi
sem á við gigt og stoð-
kerfisvanda að stríða
hér á landi. Gengið er
undir kjörorðinu
„Gigtin gefur“.
Það gera sér ekki
allir grein fyrir því hve
gigt og stoðkerf-
isvandi er algengur í
samfélaginu, né hve
stór hópurinn er sem
tekur fullan þátt í samfélaginu, en
þarf að hafa mun meira fyrir því en
aðrir. Að greinast með gigt-
arsjúkdóm er meira en að segja það.
Viðhengið fylgir langflestum ævina
út og hefur í för með sér margvísleg
verkefni sem þarf að vinna úr.
Það er ekki einungis við hreyfi-
hömlun, þrekleysi, og verki að etja,
heldur einnig þekkingarskort á hög-
um fólksins, skilningsleysi og veru-
legum útgjaldaauka sem gigtinni
fylgir. Gigtarsjúkdómar eru ekki öll-
um sýnilegir. Gangan er upp í móti,
því gigtin er alltaf „á ann“.
„Gigtin gefur“ hljómar eflaust
undarlega í eyrum sumra. Það má
gefa sér með nokkuð áreiðanlegum
hætti að um 60.000 Íslendingar eigi
við gigtarsjúkdóma og annan stoð-
kerfisvanda að stríða. Þeir eru á öll-
um aldri, börn, unglingar, ungt fólk,
miðaldra og eldra fólk. Allt þetta
fólk er að takast á við hvunndaginn
eins og aðrir, en til þess að komast í
gengum hann, þarf fólkið að temja
sér ýmis gildi sem vert er að skoða í
samhengi við samfélag og lífshlaup
okkar allra. Til þess að komast í
gegnum daginn þarf skipulag, það
þarf einurð til að fylgja því eftir og
kraft til að komast alla
leið. Áræði, hug-
kvæmni, þolinmæði,
umburðarlyndi eru
hlutir sem flestum lær-
ist sem berjast við gigt
og stoðkerfisvanda. Allt
eru þetta gildi sem
gefa.
En „Gigtin gefur“
snýr að fleiru. Aðgengi
að góðu skilvirku heil-
brigðiskerfi skiptir öllu.
Snemmgreining gigt-
arsjúkdóma þýðir í dag
minni skaði, meiri
færni. Fólk heldur
vinnuþreki og tekur
fullan þátt í og skilar
samfélaginu margfalt
til baka þeirri fjárfest-
ingu sem í heilbrigð-
isþjónustunni liggur.
Að fjárfesta í úrræðum
við gigtarsjúkdómum
gefur.
Því miður, þrátt fyrir
gríðarlegar framfarir í
meðferð gigtarsjúkdóma, eru úr-
ræðin ekki betri en svo að allt of stór
hópur fólks fær ekki bót meina
sinna. Svarar ekki lyfjameðferð,
greinist seint, eða svör einfaldlega
finnast ekki. Fjárfestingar í rann-
sóknum er þörf. „Gigtin gefur.“ Nú-
verandi úrræði eru ófullkomin og
mikil þörf fyrir betri hjá stórum hópi
fólks.
Gigtarganga á alþjóðlegum gigt-
ardegi er til þess að minna á alla þá
sem við gigt eiga að stríða. Hóp sem
er of þögull og allt of mörgum ekki
sýnilegur.
Er fulltrúi hópsins við hliðina á
þér? Ef til vill báðum megin. Göng-
um saman.
Gigtin gefur
Emil Thoroddsen skrifar í til-
efni af alþjóðlega gigtardeg-
inum og minnir á gigtargöngu
Emil Thoroddsen
» Tilgangurgöngunnar
er að vekja at-
hygli á þeim
stóra hópi sem á
við gigt og stoð-
kerfisvanda að
stríða …
Höfundur er framkvæmda-
stjóri Gigtarfélagsins.
UNDANFARIÐ hefur nokkuð
verið rætt um laka stöðu barna.
Hrefna Ólafsdóttir segir frá börnum
sem misst hafa lífslöngunina og Eva
María Jónsdóttir telur að samfélagið
taki ekki tillit til þess að börnum sé
hollara að vera hjá foreldrum sínum
fyrstu árin. Líkur eru á
því að unglingaofbeldi,
sjálfsvíg æskufólks og
agaleysi eigi rætur að
rekja í skipbroti uppeld-
ismála. Þennan vanda
verður að leysa og ráð-
ast gegn honum um-
svifalaust.
Engin önnur leið er
úr þessu ástandi en að
foreldrar sinni börnum
sínum meira og þar með
verður hið opinbera að
gera þeim kleift að ann-
ast uppeldi barnanna.
Ef betur er að gáð kemur í ljós að
þetta er hvorki óleysanlegt né dýrt.
Ef gert væri ráð fyrir að heimilin
fengju 100 þús. kr. skattfrjálsar
greiðslur á mánuði fyrir hvert barn
undir skólaaldri, frá hinu opinbera
(sveitarfélögum eða ríkinu), væru
þær greiðslur svipaðar og hið op-
inbera greiðir nú þegar fyrir hvert
barn á leikskólum mánaðarlega að
meðaltali, eftir því sem mér er tjáð
(að teknu tilliti til fjárfestinga). Lítill
aukakostnaður yrði af því að greiða
foreldrum barna þetta fé fyrstu 5 árin
fyrir að annast börn sín. Auðvitað
gætu þeir foreldrar
sem það kysu, keypt
leikskólavist eftir sem
áður, en væntanlega
þyrfti að fækka og
breyta leikskólum.
Þessar greiðslur til
heimavinnandi foreldra
gætu auk þess orðið
grunnur lífeyr-
isgreiðslna, en bágur
lífeyrisréttur heima-
vinnandi fólks er til
skammar.
Ef foreldrar ættu
kost á að annast börn sín meir fyrstu
5 árin, þar sem þau lærðu aga og
sjálfsvirðingu um leið og þau nytu
ástar og umhyggju foreldranna væri
það áreiðanlega til góðs fyrir alla. Nú
eru níu mánaða gömul börn sett á
leikskóla og vistuð þar allt að 9 stund-
ir á dag. Hrædd líma þau sig við
„uppáhaldsfóstruna“ og ef hún víkur
hálfan metra frá þeim bresta þau
skjálfandi í grát. Er nema vona að
einhver missi trú á lífið.
Betri heim fyrir börn
Guðmundur Ólafsson
skrifar um uppeldismál
Guðmundur Ólafsson
»Hrædd líma þau sigvið „uppáhalds-
fóstruna“ og ef hún vík-
ur hálfan metra frá
þeim bresta þau skjálf-
andi í grát.
Höfundur er hagfræðingur.
HVERS vegna setur Samfylkingin
í Skagafirði Villinganes á tillögu að
aðalskipulagi? Svarið er einfalt: Al-
menningi hefur aldrei verið gefinn
kostur á að taka upplýsta afstöðu til
þeirra kosta sem eru í boði um nýt-
ingu jökulsánna. Samkvæmt lögum
er íbúum tryggður réttur til að gera
athugasemdir við skipulagstillögur
áður en sveitarstjórn samþykkir
skipulag. Þennan rétt mun Samfylk-
ingin í Skagafirði virða og ganga
skrefinu lengra en skipulagslög
kveða á um með því að kanna þegar
kosti friðunar Austurdals, gangast
fyrir kynningu á nýtingarkostum,
þ.m.t. friðun, og loks með því að virkj-
anakostir verði bornir undir íbúa sér-
staklega ef þeir koma upp á borðið.
Það er mikilvægt í umræðunni um
náttúruvernd að muna að þær hug-
sjónir á fólk í öllum flokkum og utan
stjórnmálaflokka, fólk á landsbyggð-
inni jafnt og á höfuðborgarsvæðinu,
fólk á öllum aldri og í öllum þjóð-
félagshópum. Samfylkingin og nátt-
úruverndarsinnar í öðrum stjórn-
málaflokkum eru þannig sammála
um gildi náttúruverndar. Hinsvegar
greinir okkur á um leiðirnar.
Í undirbúningi skipulagstillagna
fyrir Skagafjörð er mikið búið að
möndla með það í bakherbergjum
hvað mætti og hvað mætti ekki vera í
þeim skipulagstillögum sem lagðar
yrðu fyrir almenning. Slíkt bak-
tjaldamakk er engin trygging fyrir
náttúruvernd. Eina lýðræðislega og
heiðarlega leiðin er að kynna alla
kosti í stöðunni, taka þá umræðu sem
þarf og tryggja kjósendum tækifæri
til að taka upplýsta afstöðu eins og
lög gera ráð fyrir.
Til þess hefur meirihlutinn í sveit-
arstjórn Sveitarfélagsins Skaga-
fjarðar skuldbundið sig til að kynna
þá landnýtingarkosti sem fyrir liggja.
Um virkjanir hafa ennfremur verið
sett skilyrði um nýtingu orkunnar og
náttúruvernd, auk þess sem móta
skal stefnu um friðlýsingar sem taki
til helstu náttúruperla Skagafjarðar.
Þetta er stefnubreyting frá síðasta
kjörtímabili en þáverandi sveit-
arstjórnarmeirihluti hafði engar til-
lögur um verndun jökulsánna, Skata-
staðavirkjun var sett inn á
skipulagstillögu en ekkert var gert til
að undirbúa heildstæða náttúru-
verndaráætlun.
Samfylkingin er lýðræðislegur
flokkur sem hefur trú á dómgreind
kjósenda. Skagfirðingar eru ábyrgt
fólk sem mun takast á við spurn-
inguna um afturkræfar eða óaft-
urkræfar ákvarðanir af fullri alvöru.
Þær skipulagstillögur, sem nú liggja
fyrir, voru í meginatriðum tilbúnar í
byrjun síðasta kjörtímabils en þáver-
andi meirihluti reyndist ófær um að
ljúka aðalskipulagi. Nú loks fá Skag-
firðingar tækifæri til að taka afstöðu
til skipulagstillagnanna, þannig að
sveitarstjórn geti afgreitt og sam-
þykkt aðalskipulag sem íbúar geta
verið sáttir um og stoltir af.
Samfylkingin og Villinganes
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir,
Guðrún Helgadóttir og Vanda
Sigurgeirsdóttir fjalla um
stefnu Samfylkingarinnar í
náttúruverndarmálum
» Samfylkingin ognáttúruvernd-
arsinnar í öðrum stjórn-
málaflokkum eru þannig
sammála um gildi nátt-
úruverndar.
Gréta Sjöfn
Guðmundsdóttir
Höfundar fóru fyrir lista Samfylking-
arinnar í Skagafirði í síðustu sveit-
arstjórnarkosningum.
Guðrún
Helgadóttir
Vanda
Sigurgeirsdóttir
MENNTUN er hornsteinn þess
þekkingarþjóðfélags sem við stúd-
entar og líklega flestir aðrir lands-
menn vilja búa í, enda óumdeilt
hvaða áhrif menntun hefur á upp-
gang þjóðar. Efnahags-, félags- og
menningarleg áhrif eru mikil og já-
kvæð. Menntun hvetur fólk til dáða
og ýtir undir nýsköpun, rannsóknir
og framþróun í atvinnulífinu. Fjár-
festing í málaflokknum skilar þann-
ig miklum arði aftur til samfélags-
ins. Að sama skapi þarf að hlúa vel
að hátækni- og nýsköpunarfyr-
irtækjum og skapa slíkum fyr-
irtækjum samkeppnishæft rekstr-
arumhverfi. Skýr stefna og
eftirfylgni sem þessi er grundvall-
aratriði heilsteyptrar mennta-
málastefnu.
Sköpum Íslandi sérstöðu
Michael E. Porter, prófessor við
Harvard-háskóla og einn virtasti
fræðimaður heims um stefnumiðaða
stjórnun og samkeppnishæfni, hélt
nýlega fyrirlestur á Íslandi. Meg-
ininntak fyrirlestrar Porters var að
til að skara fram úr væri ekki rétta
leiðin að reyna að vera betri en
samkeppnisaðilarnir – rétta leiðin
væri að vera einstakur og skapa
sér sérstöðu! Þetta er lykilatriði í
þeirri stefnumótun sem nauðsynleg
er í menntamálum á Íslandi.
Á þessum miklu uppgangstímum
í þjóðfélaginu ættum við Íslend-
ingar ekki að sætta okkur við að
fylgja einfaldlega þeim þjóðum
heims sem standa okkur næst í
menntamálum. Við þurfum að inn-
ræta íslensku þjóðinni frumkvæði
og taka forystu í þessum mála-
flokki.
Fjölbreytni í námsvali
Ein af grunnforsendum öflugs
menntakerfis eru jöfn tækifæri til
náms. Allir eiga jafnan rétt á því að
stunda nám og þennan rétt verður
að standa vörð um. Jafnrétti til
náms einskorðast þó ekki við nem-
endur sem hyggjast stunda nám við
Háskóla Íslands heldur felur jafn-
rétti til náms einnig í sér að fjöl-
breytni sé til staðar þegar kemur
að námsvali. Hæfileikar fólks liggja
á mismunandi sviðum og teljum við
í Vöku mikilvægt að stjórnvöld
leggi meira af mörkum þegar kem-
ur að háskólamenntun sem og ann-
arri framhaldsmenntun á borð við
iðnmenntir.
Arðbær fjárfesting
Til þess að ná þeim markmiðum
okkar um að skapa Íslandi sérstöðu
í menntamálum á heimsvísu, stuðla
að jafnrétti til náms og efla nýsköp-
un háskólamenntaðra þurfa stjórn-
völd að fjárfesta í menntun. Bæði
með auknum fjárveitingum og skat-
taívilnunum til fyr-
irtækja sem vilja
fjárfesta í menntun
og nýsköpun. Við
þurfum á hugarfars-
breytingu að halda. Í
stað þess að hugsa
um aukið fjármagn
til menntunar sem
kvöð á þjóðfélagið er
kominn tími til að
hugsa um þetta
aukna fjármagn sem
eina arðbærustu
langtíma fjárfestingu
sem völ er á.
Sækjum fram
í krafti þekkingar
Nú er kosningavetur genginn í
garð, prófkjör í fullum gangi og því
tækifæri fyrir stjórnmálamenn að
taka af skarið og setja menntun í
fyrsta sætið. Að mati Vöku, félags
lýðræðissinnaðra stúdenta við Há-
skóla Íslands, ættu stjórnmálamenn
að sjá mikil sóknarfæri í mennta-
málum. Því er mikilvægt að veita
þeim aðhald og minna þá á mik-
ilvægi heimaræktaðrar þekkingar
og hugvits í nútímasamfélagi. Tök-
um undir orð Kristínar Ingólfs-
dóttur; „hugsum stórt og sækjum
fram í krafti þekkingar“.
Í dag ætla stúdentar að ganga
fylktu liði niður á Austurvöll og
mæla með menntun. Við teljum
nauðsynlegt að stuðla að jákvæðu
viðhorfi til menntunar og viljum ná
kröfum okkar fram á jákvæðan
hátt í samvinnu við Háskólann,
stjórnvöld og þjóðina alla. Við vilj-
um hvetja sem flesta til að mæta
niður á Austurvöll kl.15.30 og sýna
stúdentum stuðning í verki. Vaka
mælir með menntun – hvað um
þig?
Vaka mælir með menntun
Andri Heiðar Kristinsson og
Helga Lára Haarde hvetja
stjórmálamenn til að gera
menntamál að baráttumálum
sínum í prófkjörum
» Í dag ætla stúdentarað ganga fylktu liði
niður á Austurvöll og
mæla með menntun.
Andri Heiðar Krist-
insson
Höfundar eru formaður
og ritari Vöku, félags lýðræðis-
sinnaðra stúdenta.
Helga Lára
Haarde
Fáðu úrslitin
send í símann þinn