Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Garðabær | Klukkan 10 árdegis í dag opnar IKEA stærstu verslun landsins í Kauptúni 4 í Garðabæ, við Reykjanesbrautina, sunnan við Víf- ilsstaði. „Jólin byrja snemma hjá okkur,“ segir Jóhannes Rúnar Jó- hannesson, framkvæmdastjóri IKEA, og það fer ekki framhjá nein- um sem kemur í verslunina. Góð aðkoma, næg bílastæði og mikið vöruúrval Í gær var allt á fullu í nýja versl- unarhúsnæðinu. Starfsmenn voru að þrífa, taka til, mála, setja vörur í hill- ur. Gera allt tilbúið fyrir stóru stund- ina. Aðrir sinntu sínum störfum í versluninni við Holtagarða og skelltu þar í lás fyrir fullt og allt að loknum vinnudegi. Sú verslun til- heyrir nú sögunni og nýr kafli hefst þegar fólki verður hleypt um nýja innganginn í Garðabænum í dag. „Verslunin við Holtagarða var orðin allt of lítil fyrir okkur og hafði sprengt alla aðstöðu utan af sér, að- gengi og bílastæði,“ segir Jóhannes Rúnar. Gólfflötur nýju verslunarinn- ar er um 20.600 fermetrar og hefur sölurýmið nær þrefaldast frá því sem áður var. Að sama skapi hefur vöruúrvalið aukist til muna og er nú boðið upp á um 7.000 vörutegundir. Svonefndar vörustúkur eru 55 sam- anborið við 20 áður og um 850 bíla- stæði eru við verslunina en við allar verslanirnar í byggingunni við Holtagarða eru um 400 bílastæði. „Húsið og umhverfið eru aðlöguð að þörfum viðskiptavinanna,“ segir Jó- hannes Rúnar. Hann rifjar upp að IKEA á Íslandi hafi byrjað í 500 fer- metra húsnæði í Skeifunni 1981, haft um 3.000 fermetra húsnæði í Húsi verslunarinnar í Kringlunni frá 1987 til 1994 og síðan verið í nær þrefalt stærra rými við Holtagarða. „Við fáum um 1,3 milljónir gesta á ári og gerum ráð fyrir að þeim fjölgi með betri og stærri verslun, betra að- gengi og fleiri bílastæðum,“ segir Jó- hannes Rúnar. Hann bendir á að gestafjöldinn þýði að hver íbúi á höf- uðborgarsvæðinu og næsta nágrenni komi sex til sjö sinnum í verslunina á ári sem sé met hjá samsteypunni. Hugsa fyrir öllu Víða í versluninni geta gestir feng- ið upplýsingabækling, málband, blað og blýant til aðstoðar við kaupin, skrifa til dæmis niður upplýsingar um ákveðna vöru og hvar hana sé að finna sé hún á sjálfsafgreiðslu- lagernum. Sérstakt barnasvæði og læstir skápar fyrir viðskiptavini eru á neðri hæðinni og 250 manna veit- ingastaður á efri hæðinni auk þess sem kaupa má smárétti og sænskar matvörur við útganginn. „Við reyn- um að hugsa fyrir öllu,“ segir Jó- hannes Rúnar. Jólin eru komin hjá IKEA í Garðabæ Morgunblaðið/RAX Íbúðir Fimm mismunandi stórar íbúðir með öllu hafa verið settar upp á annarri hæð hinnar nýju verslunar IKEA í Garðabæ. Þar geta viðskiptavinir séð hvernig koma má hlutum fyrir á hagkvæman hátt og fengið ýmsar hugmyndir. Sjálfsafgreiðsla Í mörgum tilfellum ná viðskiptavinir í vörurnar á sjálfs- afgreiðslulagerinn sem er vel skipulagður og merkingar vísa rétta veginn. IKEA opnar stærstu verslun landsins í dag Í HNOTSKURN » IKEA á Íslandi byrjaði íum 500 fermetra húsnæði í Skeifunni 4. apríl 1981. »Verslunin er opin alladaga vikunnar, frá klukk- an 10–20 á virkum dögum, 10– 18 á laugardögum og 12–18 á sunnudögum. Þrif Starfsmenn höfðu í nógu að snúast við að gera allt tilbúið fyrir opnun verslunarinnar í dag. AKUREYRI ANNA María Sigvaldadóttir og Magnús Bjarnason taka við rekstri verslunarinnar í Grímsey um kom- andi helgi og ætla að nefna hana Búðina. Áður hét verslunin Gríms- kjör. Það er því tryggt að versl- unarrekstur leggst ekki af í eynni þegar fráfarandi kaupmenn, Guð- rún Sigfúsdóttir og Brynjólfur Árnason, láta af störfum. Anna María hefur starfað annað slagið við verslunina og þekkir því nokkuð til starfseminnar. Hún sagði að einhver breyting yrði á af- greiðslutímanum og hann eitthvað styttur yfir veturinn. Þó verður op- ið alla daga, nema sunnudaga, bæði fyrir og eftir hádegið. Afgreiðslu- tíminn verður lengdur fyrir jólin og vöruúrvalið aukið þá. Leita að bestu kjörum „Ég ætla að reyna að hafa sam- bærilegt vöruúrval og verið hefur,“ sagði Anna María. Hún hefur verið að ræða við birgja og kanna mögu- leika á innkaupum til verslunarinn- ar. Eins hefur verið rætt um sam- starf við stærri verslunarkeðjur, en ekkert hefur enn verið ákveðið í þeim efnum. „Við erum að leita að bestu kjör- um og leita eftir tilboðum, ég ætla að reyna að vera grimm í því. Við fáum blöðin með tilboðunum í landi og sjáum vörur auglýstar á lægra verði en heildsalar geta boðið. Þótt maður sé lítill þarf að reyna að gera eitthvað fyrir viðskiptavinina hér heima. Afgreiðslumaður Flugfélags Íslands kom til okkar með þær fréttir að félagið myndi bjóða okkur ríflegan afslátt af flutningsgjöldum alla leið frá Reykjavík og hingað. Það auðveld- ar okkur að vera með ferskara grænmeti og aðra slíka vöru,“ sagði Anna María. Morgunblaðið/Helga Mattína Kaupmenn Hjónin Magnús Þór Bjarnason og Anna María Sigvaldadóttir eru nú að taka við rekstri verslunarinnar í Grímsey og ætla að nefna verslunina Búðina. Þau hafa meðal annars gert út Sædísi EA 54. Nýir kaupmenn í Grímsey FYRSTI SNJÓR vetr- arins féll á Akureyri í fyrrakvöld en und- anfarna daga hefur veðrið dansað hina hár- fínu línu milli hausts og veturs eins og ung kona orðaði það á bloggsíðu sinni nú fyrr í vikunni. Gunnþór Hákonarson hjá Framkvæmdar- miðstöð Akureyr- arbæjar sagðist ekki hafa þurft að ræsa menn út vegna þessa en aðeins hefði verið sandborið. Akureyrarbær er með samninga um snjó- mokstur við nokkra ein- staklinga og fyrirtæki sem verða að bregðast við með hálftíma fyr- irvara þegar kallið kem- ur. Þurfi hins vegar ekk- ert að moka fást engar tekjur. Menn eru því í startholunum á Ak- ureyri þegar Vetur kon- ungur lætur á sér kræla fyrir al- vöru. Að sögn lögreglunnar á Akureyri hafa engin óhöpp verið tilkynnt sem rekja má til hálkunnar, enda segir hún það sjaldan gerast í fyrstu snjó- unum. Það keyri allir svo varlega á sumardekkjunum þegar fyrsti snjór- inn kemur en þegar vertardekkin eru komin undir fari menn að spýta í og þá byrji óhöppin að dynja yfir. Vetrardekkin undir bílana Starfsmaður Dekkjahallarinnar á Akureyri segir að þar á bæ hafi ver- Flottur snjókall Salka og Bríet, nemendur í Brekkuskóla, voru afar ánægðar með snjóinn. Hárfín lína milli hausts og veturs Eftir Ragnhildi Aðalsteinsdóttur ið byrjað að skipta yfir í vetrardekk fyrir viðskiptavini strax í gærmorg- un og mikið hafi verið að gera allan daginn. Sem fyrr kætist unga fólkið yfir snjónum á meðan þeir sem eldri eru skammast yfir að þurfa nú að skafa af bílunum. Í Brekkuskóla á Akur- eyri var mikið fjör hjá krökkunum sem skemmtu sér í snjókasti og bjuggu til snjókalla. Ljósmynd/Ragnhildur Aðalsteinsd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.