Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is FLEST fólk sem glímir við alvar- lega geðsjúkdóma á borð við geð- klofa getur náð bata en venjulega er ekki mikið um þessa staðreynd fjallað, að sögn franska sálfræð- ingsins Alains Topors, sem kemur hingað til lands í dag á vegum Geð- hjálpar. Topor mun á morgun og á laug- ardag halda fyrirlestra þar sem hann fjallar meðal annars um hvað sé bati við alvarlegum geðrösk- unum, hversu algengt sé að fólk nái bata og hvað virki í bataferli. Topor, sem starfar í Svíþjóð, stýrir um þessar mundir rannsóknar- og þró- unarteymi í Stokkhólmi sem vinnur að langtímarannsókn á ein- staklingum sem greinst hafa með geðrof. Sjúklingar beita ýmsum aðferðum til að ná bata Topor segir mikilvægt að reyna að svara þeirri spurningu hvernig hægt sé að hjálpa fólki sem greinst hefur með alvarlegar geðraskanir til þess að ná bata. Hann segir að sjúklingarnir geti sjálfir hafi áhrif á og fólk beiti mismunandi leiðum til að reyna að ná bata. Til að reyna að draga úr sjúkdómseinkennum stunda sumir félagsstörf. „Slíkt kann að verða til þess að raddir sem þetta fólk kann að heyra innra með sér trufla það minna en ella,“ segir Topor. Aðrir dragi sig hins vegar í hlé vegna þess að þeim finnist sjúkdómseinkenni ágerast þegar þeir eru í félagsskap annarra. Enn öðrum reynist vel að stunda útivist, skrifa ljóð eða reyna með öðrum hætti að tjá tilfinningar sín- ar. Topor segir afar mikilvægt að hlutverk sjúklingsins sjálfs í eigin bataferli sé viðurkennt. Það sé ekki hægt að lækna fólk með lyfjum eða annarri tækni. Slíkt geti hjálpað en ekki veitt varanlega lausn. Fjölskyldan mikilvæg fyrir þá sem eru veikir Þá segir hann að fjölskyldur geð- sjúkra geti reynst mikilvægur hluti af bataferli hinna sjúku. Með því að leggja til húsaskjól, mat eða pen- inga eða hreinlega vera til staðar fyrir hinn veika geti þær hjálpað viðkomandi. „Stundum, þegar hin- um veika líður ekki vel, er afar mik- ilvægt að einhver sé til staðar sem sýnir væntumþykju,“ segir Topor. Hann segir að það hafi einnig reynst sumum sem glíma við geð- sjúkdóma vel að eiga gæludýr. Rannsóknir sem hann hafi tekið þátt í hafi sýnt að gæludýraeign geti hjálpað með ýmsum hætti. „Við komumst að þessu í rannsóknum okkar. Við tókum löng viðtöl við fólk og í ljós kom að sumum fannst það hjálpa sér að eiga gæludýr,“ segir hann. Gæludýrin séu háð eig- endum sínum og það kunni að hjálpa sjúklingum sem eru vanir því að þurfa mikið að treysta á aðra að hugsa um dýrin. Topor kveðst þeirrar skoðunar að margar þeirra stofnana sem fólk með alvarlegar geðraskanir leitar til hjálpi því ekki að ná bata. „Fólk þarf að fá það á tilfinninguna að það geti sjálft breytt lífi sínu og verið virkir þátttakendur í því,“ segi hann. Sjúklingar sem dveljist á lok- uðum stofnunum venjist því að aðr- ir geri hlutina fyrir það. Þar sé einnig mörgum sjúklinganna tjáð að þeir glími við sjúkdóm sem muni fylgja þeim ævilangt og að þeir muni þurfa að taka lyf það sem eftir er ævinnar. „En þetta er ekki rétt,“ segir Topor. Mikill meirihluti sjúk- linganna geti náð bata og margir þeirra muni ekki þurfa að taka lyf alla ævi. „Það er mikilvægt að vekja vonir hjá þessu fólki um að það geti komist yfir sjúkdóminn. Ef fólki er tjáð að það sé haldið sjúkdómi sem vari ævilangt, að það muni þurfa á lyfjum að halda alla ævi og geti ekki eignast fjölskyldu, lifað kynlífi, stundað nám eða búið í eigin hús- næði er ekki verið að hjálpa því,“ segir Topor. Slík skilaboð geti orðið til þess að fólk missi vonina þótt sumum takist að ná sér á strik að nýju. Topor bendir á að það sem skipti máli sé hið góða í lífinu. Allir vilji geta notið þess sem lífið hefur upp á að bjóða og því sé það slæmt þegar vonir fólks um að geta notið lífsins séu að engu gerðar. Fyrrum sjúklingar vinna með þeim sem glíma við veikindi Topor segir þá þróun hafa orðið í Skandínavíu undanfarin ár að fólk sem glími við alvarlegar geðrask- anir stígi í auknum mæli fram á sjónarsviðið og lýsi bata sínum, en þetta sé af hinu góða. Á vinnustað sínum sé núorðið ráðið fólk til starfa sem áður hafi glímt við alvar- legar geðraskanir. Þetta sýni þeim sem enn eru veikir fram á að þrátt fyrir sjúkdóminn geti þeir átt möguleika á bata. Spurður hversu margir sem veikjast af geðsjúkdómum geti náð bata segir Topor að það hafi verið rannsakað mikið. Rannsóknir á fólki sem greinst hafi með geðklofa sýni að á bilinu 50–66% þess nái bata. Flestir með geðrask- anir geta náð bata Heldur fyrirlestra Alain Topor. Sjúklingar geta sjálfir haft mikil áhrif á bataferli sitt Í HNOTSKURN »Alain Topor tók virkanþátt í afstofnanavæðingu geðheilbrigðiskerfisins í Sví- þjóð. »Hann hefur skrifað fjöl-margar bækur um félags- sálfræði og bataleiðir fyrir fólk með alvarlega geðsjúk- dóma. »Topor stýrir nú rann-sóknar- og þróunarteymi í Stokkhólmi. GUÐRÚN Bjarnadóttir sál- fræðingur býður sig fram í 5.–6. sæti á framboðs- lista Samfylking- arinnar í Suðvest- urkjördæmi. Hún hefur verið virk í stjórnmálum frá árinu 1974 og set- ið í ýmsum nefnd- um og ráðum hjá Hafnarfjarðarbæ, m.a. sem varaformaður barnavernd- arnefndar á síðasta kjörtímabili. Í fréttatilkynningu segir að áhersla Guðrúnar í stjórnmálum hafi jafnan verið á mannsæmandi afkomu og að- stæður fólks, einkum að öll börn alist upp við skilyrði sem gefa þeim tæki- færi til að blómstra. Guðrún hefur frá árinu 2000 verið sálfræðingur á Mið- stöð heilsuverndar barna en var lengi sérkennari og talmeinafræðingur í Hafnarfirði, Reykjavík og víðar. Á ár- unum fyrir 2000 kenndi hún sálfræði og uppeldisfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Guðrún lauk doktors- prófi í skólasálfræði frá Pennsylvania State University. Gefur kost á sér í 5.–6. sæti Guðrún Bjarnadóttir SVEINN Krist- insson, bæjar- fulltrúi á Akra- nesi, gefur kost á sér í 1. sæti á lista Samfylkingarinn- ar í Norðvestur- kjördæmi. Sveinn er kenn- ari að mennt og var skólastjóri á Ströndum, á Snæfellsnesi og einnig kennari í Dölum og á Akranesi. Hann varð varabæjarfulltrúi á Akranesi 1990 en var kjörinn bæjarfulltrúi 1994. Síðustu tvö kjörtímabil gegndi hann ýmist starfi formanns bæjarráðs eða forseta bæjarstjórnar á Akranesi. Hann hefur verið virkur þátttakandi í félagsmálum og stjórnmálum frá unga aldri og sinnt margvíslegum verkefnum á þeim vettvangi. Fyrir utan margvísleg trúnaðar- störf fyrir bæjarstjórn Akraness hef- ur Sveinn setið í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og einnig í stjórn Faxa- flóahafna sem fulltrúi Akraneskaup- staðar. Hann hefur einnig setið í ýms- um nefndum á vegum Samtaka sveitarfélaga. Sveinn gefur kost á sér í 1. sætið Sveinn Kristinsson AUÐUR Lilja Erlingsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna, hefur ákveðið að gefa kost á sér í forvali Vinstri- hreyfingarinnar – græns fram- boðs í Reykjavík- urkjördæmunum og Suðvestur- kjördæmi 2. desember nk. Auður sækist eftir 2. sæti í forvalinu. Auður Lilja hefur setið í stjórn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík og sat jafn- framt í kosningastjórn VG fyrir síð- ustu borgarstjórnarkosningar. Auk starfa sinna fyrir VG hefur hún starfað í Stúdentaráði, stjórn Stúd- entaráðs og situr nú í stjórn Fé- lagsstofnunar stúdenta. Auður Lilja mun útskrifast með meistaragráðu í opinberri stjórn- sýslu frá Háskóla Íslands í lok þessa mánaðar, en áður var hún út- skrifuð sem stjórnmálafræðingur frá sama skóla. Á næstunni opnar Auður Lilja vefsíðu sína, www.aud- urlilja.is. Gefur kost á sér í 2. sætið Auður Lilja Erlingsdóttir LÁRA Stefáns- dóttir á Akureyri býður sig fram í 2. sæti Samfylking- arinnar í Norð- austurkjördæmi. Lára er fram- kvæmdastjóri Tölvuskólans Þekkingar sem starfar í Reykja- vík og á Akureyri. Hún er nú 1. vara- þingmaður flokksins í kjördæminu, í stjórn Samfylkingarinnar á Akur- eyri og hefur starfað í ýmsum nefnd- um og ráðum á vegum flokksins. Lára er kerfisfræðingur með meistarapróf í menntunarfræðum. Hún hefur starfað sem vinnumaður í sveit, við skógrækt, fiskvinnslu og innflutning á raflagnaefni. Lengst hefur hún starfað í tölvu- geiranum, fyrst í almennri tölvu- þjónustu, þá forritun en síðar við kennslu, fyrirlestra og ráðgjöf hér heima og erlendis um notkun upplýs- ingatækni í skólastarfi, sérstaklega Netsins. Auk þess hefur Lára starfað í nor- rænum og íslenskum nefndum og komið að gerð námsskráa í upplýs- ingatækni fyrir skóla. Gefur kost á sér í 2. sætið Lára Stefánsdóttir ♦♦♦ ♦♦♦ TILLÖGUR nefndar iðnaðarráðherra um frestun útgáfu rannsóknarleyfa hafa lítil áhrif á starfsemi orkufyrirtækjanna í nánustu fram- tíð, að mati talsmanna þeirra. Gjástykki stendur út af Agnar Olsen, framkvæmdastjóri verkfræði- og framkvæmdasviðs Landsvirkjunar, sat í nefnd iðnaðarráðherra fyrir hönd Samorku. Hann sagði að varðandi það sem væri á döfinni hjá Landsvirkjun væri það kannski Gjástykki sem stæði útaf, með hliðsjón af tillögum meiri- hluta nefndarinnar. Hann gerði því fyrirvara við skýrslu hennar. „Ég taldi að það ætti að heimila rannsóknir í Gjástykki vegna þess að allir umsagnaraðilar, sveitarstjórnir og opin- berar stofnanir, hafa veitt samþykki sitt fyrir rannsóknum þar.“ Agnar sagði að skýrslunni fylgdi tillaga að lagabreytingum. Framhaldið væri því í hönd- um iðnaðarráðherra. Hann sagði að búið væri að gera yfirborðsmælingar í Gjástykki og ætl- unin hefði verið að rannsaka svæðið betur nú í haust. Samkvæmt tillögunum fær Lands- virkjun ekki rannsóknarleyfi fyrir Skaftár- veitu til ársins 2010. Agnar sagði að Skaftár- veita væri ekki inni í orkuöflunaráætlun Landsvirkjunar fyrir þá stóriðjuáfanga sem nú eru til umræðu. Engin áhrif á HS næstu árin Tillögur um frestun útgáfu rannsóknarleyfa í Brennisteinsfjöllum til 2010 hafa ekki áhrif á áform Hitaveitu Suðurnesja um virkjanafram- kvæmdir í nánustu framtíð, að sögn Júl- íusar J. Jónssonar forstjóra. „Hvað varðar álver í Helguvík höfum við meira verið að horfa til Krísuvík- ursvæðisins, heldur en Brennisteins- fjalla, þannig að við höldum okkar striki þrátt fyrir þetta,“ sagði Júlíus. „Ef við fáum rannsóknarleyfi á Krísuvíkur- svæðinu, fyrir utan það sem við erum með, þá á það að geta dugað í það sem við ætlum að vera búnir að gera á ár- unum 2010 til 2011.“ OR fagnar sátt „Við fögnum því alltaf hjá Orkuveitu Reykjavíkur þegar hægt er að sætta sjónarmið í þessum efnum,“ sagði Guðmundur Þór- oddsson, forstjóri OR. Hann sagði að tillögur nefndarinnar hefðu ekki mikil áhrif hjá OR í nánustu framtíð, því þeir hefðu ekki ætlað inn á ný svæði fyrr en eftir 2010. Þeir hefðu beðið mjög lengi eftir niðurstöðu varðandi umsókn um rannsóknarleyfi í Brennisteinsfjöllum og verið hættir að gera ráð fyrir að fá svar í bráð. „Við teljum það eitt af vandamálum í orku- málum okkar Íslendinga hversu óljóst reglu- gerðarumhverfið er og hve erfitt stjórnvöld hafa átt með að taka afstöðu til ákveðinna um- sókna um leyfi. Við teljum mjög gott ef út úr þessu kemur ferli sem er skilvirkt og skilar ákvörðunum fljótt.“ Guðmundur sagði að áform OR um orkuöfl- un í nánustu framtíð væru fyrst og fremst á svæðum þar sem þeir hefðu allar heimildir. Til- lögurnar hefðu því ekki áhrif á starfsemina næstu árin. Guðmundur sagði að OR hefði gert þann fyr- irvara að ganga ætti frá leyfisveitingu vegna umsóknar OR um rannsóknarleyfi á svæðinu ofan Grændals, í beinu framhaldi af Heng- ilssvæðinu þar sem OR hefur rannsóknarleyfi. Hann sagði að OR hefði farið fram á að rann- sóknarleyfi sem búið var að úthluta þar með skilyrðum, en er útrunnið, yrði endurútgefið. „Við getum alveg fallist á þau skilyrði sem þar voru sett. Það mundi styrkja stöðu okkar.“ Nefndartillögur hafa ekki áhrif á orkufyrirtækin í nánustu framtíð Agnar Olsen Júlíus J. Jónsson Guðmundur Þóroddsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.