Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 33 r. Hann viðstaddir slendinga efði verið amstarfið eimsstyrj- varnar- i verið í amkomu- ndirstaða mvinnu á mála. Og skilningur d að und- irrita útvíkkar og dýpkar þetta samband á nokkrum sviðum, en grundvallarbreytingin, að sjálf- sögðu, er sú, að bandarískar her- sveitir munu framvegis ekki hafa varanlega viðdvöl á Íslandi,“ sagði Geir. Geir sagði jafnframt að reynt hefði verið „að smíða nýja umgjörð sem tekur þessa staðreynd með í reikninginn og reynt að tryggja, að við getum séð um varnir okkar, að við getum veitt Bandaríkjamönnum aðgang þegar þörf krefur, og öðr- um þjóðum Atlantshafsbandalags- ins (Nató), skyldu slíkar aðstæður koma upp. Jafnframt munum við í þessu sameiginlega samkomulagi eiga samvinnu að því er lýtur að al- þjóðlegri glæpastarfsemi, landa- mæraeftirliti, gagnhryðjuverkaað- gerðum, lögreglustörfum, strand- gæslu og svo mætti áfram telja líkt og [Rice] utanríkisráðherra tók fram. Því erum við mjög sátt. [Valgerð- ur Sverrisdóttir] utanríkisráðherra er hér með mér til að staðfesta þetta samkomulag. [Björn Bjarna- son] dómsmálaráðherra, sem ber ábyrgð á löggæslu og strandgæslu á Íslandi, er einnig hér til að undir- strika það mikilvægi sem við tengj- um þessu samkomulagi,“ sagði for- sætisráðherra. Geir þakkaði Rice og samninga- liði hennar fyrir með þeim orðum að hann vonaði að þetta væri ekki „upphafið að endinum“ heldur „endirinn á upphafinu“. Samband við rétta aðila Geir og Valgerður áttu stuttan fund með Rice utanríkisráðherra áður en skrifað var undir sam- komulagið. „Það var ágætur fund- ur,“ sagði Geir við Morgunblaðið. „Við töluðum bæði um þessi tíma- mót í samstarfi ríkjanna og annað sem er í gangi þessa dagana. Ég var mjög ánægður með athöfnina þegar skrifað var undir og það sem hún sagði þar.“ Geir sagði Rice hafa undirstrikað, eins og reyndar aðrir framámenn sem íslensku ráðherr- arnir hafa hitt að máli í Wash- ington, að Bandaríkjamenn muni leggja áherslu að fylgja eftir ákvæðum um áframhaldandi við- ræður þjóðanna og nefndi reglu- bundnar viðræður um æfingar og samstarf á milli lögreglu og land- helgisgæslunnar á Íslandi við sam- svarandi stofnanir í Bandaríkjun- um. „Þetta eru hlutir sem verður að byrja að vinna í strax. Undirskriftin er mikill áfangi en síðan þarf að fylgja þessu öllu eftir og hér hafa menn lagt áherslu á að greiður að- gangur verði að réttum aðilum hér fyrir vestan í framhaldinu,“ sagði Geir Haarde við Morgunblaðið. Íslensku ráðherrarnir þrír, Geir, Valgerður og Björn, hittu einnig Donald Rumsfeld varnarmálaráð- herra á fundi í Pentagon, banda- ríska varnarmálaráðuneytinu. „Það var líka mjög góður fundur. Við ræddum um mörg atriði sem tengj- ast samstarfinu um varnarmál og hvernig á að fylgja samkomulagi þjóðanna frekar eftir,“ sagði Geir Haarde. endinga munu ögulegar varnir Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson irrita samkomulagið um varnarmál og Valgerður Sverrisdóttir fylgist með. VALGERÐUR Sverrisdóttir utan- ríkisráðherra segir Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hafa tekið vel í þá hug- mynd að skoða möguleika á gerð fríverslunarsamnings og fjárfest- ingasamnings á milli Íslands og Bandaríkjanna. „Í tengslum við þær breytingar sem nú eru að verða á sam- skiptum ríkjanna höfum við notað tækifærið í þessari ferð til að ræða önnur samskipti, sér- staklega á viðskiptasviðinu, og ég hef orðið vör við áhuga og vilja bandarískra stjórnvalda á útvíkk- un á samstarfi þjóðanna,“ sagði Valgerður við Morgunblaðið í Washington í gær. „Starfssystir mín, Condoleezza Rice, tók vel í þá hugmynd að skoða möguleika á gerð fríversl- unarsamnings og fjárfestinga- samnings á milli ríkjanna og sömu sögu er að segja af annarri starfs- systur minni, Susan Schwab, sem fer með utanríkisviðskiptamál. Ég hef lagt áherslu á það sem utan- ríkisráðherra að stuðla að því að viðskipti við Bandaríkin aukist og að styrkari stoðum verði skotið undir viðskipti þjóðanna og á fundinum með Schwab var ákveð- ið að háttsettir embættismenn myndu hittast reglulega með það að markmiði að ryðja úr vegi við- skiptahindrunum og auðvelda þannig viðskipti, og á þá ákvörð- un lít ég sem mikilvægt skref í rétta átt,“ sagði Valgerður. Í Washington Valgerður Sverrisdóttir, Condoleezza Rice, Geir Haarde og Björn Bjarnason í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í gær. Tók vel í hugmynd um fríverslunarsamning á milli þjóðanna arde og Condoleezza Rice takast í hendur í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í Washington í gær. Metum hlutverk Íslands mikils DONALD Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, neitar því að hann hafi í mörg ár viljað flytja bandaríska varn- arliðið frá Íslandi. „Ég myndi ekki orða það þannig,“ sagði Rumsfeld þegar blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann um þetta fyrir utan Pentagon, varn- armálaráðuneytið í Washington, í gær. Rumsfeld sagði að Bush forseti hefði óskað eftir því, þegar hann kom til starfa í Hvíta húsinu, að áherslum Bandaríkjanna á sviði hermála yrði breytt frá því sem nauðsynlegt þótti í kalda stríðinu og starfsemin færð inn í 21. öld- ina, eins og hann orðaði það. „Það hefur þýtt að við höfum fært her- afla frá mörgum löndum og slík- ar breytingar eru alltaf erfiðar. En við metum mikils sambandið við Íslendinga, sem staðið hefur yfir í 65 ár og erum mjög þakklátir fyrir það mikilvæga hlutverk sem Íslendingar léku á dögum kalda stríðsins.“ Rumsfeld sagðist hafa átt góðan fund með íslensku ráðherrunum í gær, þar sem framhald hins góða sambands þjóðanna hefði verið til umræðu; í hvaða búning best væri að klæða það í upphafi 21. ald- arinnar, eins og hann tók til orða. Reuters Donald Rumsfeld Þekkist boð um að koma til Íslands isráðherrann hefðu boðið sér til Ís- lands og „ég hef lýst því yfir, að ég myndi mjög gjarnan vilja koma. Ég sé nokkra í hópi blaðamann- anna sem ferðast með mér. Gerið ykkur klára! Ég vona og hygg, að við munum brátt fara til Íslands,“ sagði Condoleezza Rice. Valgerður sagðist, í samtali við Morgunblaðið, fyrst hafa nefnt þetta við Rice þegar Rice hringdi í hana fljótlega eftir að Valgerður varð utanríkisráðherra, og síðan aftur á fundinum í gær. CONDOLEEZZA Rice, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, hefur þekkst boð um að koma í opinbera heimsókn til Íslands. Rice greindi frá þessu þegar samkomulag þjóð- anna um varnarmál var undirritað í gær í utanríkisráðuneytinu í Washington. Kvaðst Rice vonast til að af því gæti orðið sem fyrst, en ekki lægi fyrir hvenær það gæti orðið. Hún sagði í gær, þegar sam- komulag þjóðanna var undirritað, að forsætisráðherrann og utanrík-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.