Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI BJÓÐUM AEG HEIMILISTÆKI Í ELDHÚSIÐ Á SÉRSTÖKUTILBOÐSVERÐI ÞEGAR KEYPTAR ERU HTH-„SETTU ÞAÐ SAMAN“ ELDHÚS INNRÉTTINGAR ÞRJÁR öldrunarstofnanir, sem kunnugt er um, sjá ekki um þvott á einkafatnaði íbúa sinna að öllu leyti þrátt fyrir að vera það skylt. Heil- brigðisráðuneytið mun senda þeim stofnunum skriflegar ábendingar og ganga eftir málinu. Kom það m.a. fram í svari Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ástu Möller, þingmanns Sjálfstæð- isflokks, á Alþingi í gær. Bæði dvalar- og hjúkrunarheimili skulu sjá vistmönnum fyrir þvotti á einkafatnaði nema um sé að ræða viðkvæman þvott sem þarfnast með- höndlunar í efnalaug eða þvottar í höndunum. Heilbrigðisráðuneytið sendi fyrirspurn til allra öldrunar- stofnana á landinu um hvernig þess- um málum væri háttað hjá þeim. Ekki fengust svör frá öllum en að sögn Sivjar er hjúkrunarheimilið Skógarbær eina stofnunin, sem kunnugt er um, sem almennt veitir ekki þá þjónustu en „Sunnuhlíð felur aðstandendum íbúa að sjá um þvotta fyrir ættingja sína hafi þeir mögu- leika á því en í nokkrum tilfellum sér Sunnuhlíð um þvott að öllu leyti, eða að hluta. Í Sóltúni sjá aðstandendur um þvott á einkafatnaði hjá um þriðjungi íbúanna þar sem þeir líta þannig á að það sé liður í að aðstoða ættingja sína og hafa hlutverk í dag- legu lífi þeirra“. Siv sagði ráðuneytið áður hafa fengið ábendingar um hirðuleysi öldrunarstofnana í þessum málum og hefði þá verið rætt við þær sím- leiðis. Nú er hins vegar tilefni til, í ljósi þeirra upplýsinga sem komið hafa fram í kjölfar fyrirspurnar Ástu Möller, að heilbrigðisráðuneytið árétti við stofnanirnar skriflega að þær eigi að sjá um þennan þvott. „Þær eiga að sjá um þessi mál þann- ig að við munum ganga eftir því,“ sagði Siv og bætti því við að ekki væri eðlilegt að ættingjar væru að sligast undan þvottamálum. Stofnanir sjá ekki um þvott á einkafatnaði vistmanna Morgunblaðið/Sverrir Rólegheit Seint verður sagt að mörg hitamál hafi verið rædd á Alþingi í gærdag, enda voru þingmenn afar dagfarsprúðir og andrúmsloftið létt. Eftir Andra Karl andri@mbl.is „AÐ MÍNU mati líður senn að því að mögulegt verði að auka lánshlutfallið að nýju í 90%. Ég er þó jafnframt tilbúinn að skoða fleiri leiðir til að auka möguleika ungs fólks til að eign- ast eigið húsnæði. Í því sam- bandi bendi ég einkum á að tenging útlána Íbúðalánasjóðs miðist við annað en brunabóta- mat,“ sagði Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, í svari sínu við fyrispurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingar, er hún spurði út í áhrif þess á lág- launafólk, sem áður fékk viðbótarlán hjá Íbúðalána- sjóði, að hámarkslánin voru lækkuð í 80%. Jóhanna nefndi einnig þá miklu verðsprengingu sem orðið hefur á húsnæðismarkaði og sagði það nær ógerlegt fyrir ungt fólk að kaupa sína fyrstu íbúð. Hún nefndi dæmi um að miðað við 10 milljón króna eign fyrir fimm árum þurfti fólk, miðað við 90% lán, að leggja sjálft fram eina milljón króna. Í dag kostar þessi sama eign hins vegar um 20 millj- ónir króna og vegna hækkunar og lækkunar á láns- hlutfalli þarf fólk að leggja fram fjórar milljónir fyr- ir sömu íbúð. Magnús svaraði því til að verðbólga sé versti óvinur þeirra sem skulda verðtryggð lán. „Með því að lækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs tímabundið í 80% og lækka hámarkslán í 17 milljónir var rík- isstjórnin markvisst að reyna að draga úr verðbólg- unni sem m.a. hefur verið knúin áfram af hækkun á verði íbúðarhúsnæðis. Að mínu mati var þetta rétt ákvörðun við þær aðstæður sem þá voru uppi,“ sagði Magnús en bætti því við að þegar áhrif þess- ara aðgerða komi enn betur í ljós sé fyrirséð að hlutfallið verði hækkað á ný. Sérstakur starfshópur settur á laggirnar Ráðherra benti auk þess á að fjármálaráðherra hafi sett á laggirnar sérstakan starfshóp sem fara á yfir kosti og galla núverandi tilhögunar í fasteigna- skráningar og fasteignamati á vegum hins opin- bera. Eitt af verkefnum hópsins verður að leita svara við þeirri spurningu hvort að rök séu fyrir því að halda í skyldutryggingu vegna bruna á fasteign- um, t.a.m. með því til hliðsjónar að slík skylda virð- ist einsdæmi. „Verði niðurstaðan sú að ekki sé þörf fyrir slíka skyldutryggingu virðist allur grundvöll- ur brostinn fyrir því að miða lánshæfi eigna við brunabótamat,“ sagði Magnús Stefánsson. Brátt hægt að auka lánshlutfall Magnús Stefánsson Í HNOTSKURN »Vegna hækkunar á húsnæðis-markaði hefur mikill þrýstingur myndast á leigumarkaði, auk þess sem skammtíma og yfirdráttarlán hafa aukist. »Jóhanna Sigurðardóttir, þing-maður Samfylkingar, telur að á milli 1600 og 1700 manns séu á bið- lista eftir leiguíbúðum, eingöngu í Reykjavík. LAGT hefur ver- ið fyrir Alþingi frumvarp um breytingu á um- ferðarlögum, ökumanni sem hyggst beygja til hægri við gatna- mót á umferð- arljósum er heimilt að beygja á móti rauðu ljósi, nema sérstaklega sé tekið fram að það sé óheimilt. Flutnings- maður er Hjálmar Árnason, ásamt Björgvini G. Sigurðssyni og Einari Má Sigurðarsyni. Frumvarpið hefur áður verið flutt en í greinargerð þess segir að oft neyðist bifreiðastjóri, sem hyggst taka hægri beygju, til að bíða á móti rauðu ljósi þótt engin umferð sé í þá akstursstefnu. Talið er að þetta myndi losa um umferð- arteppur á álagstímum og almennt greiða fyrir umferð. Myndi losa um umferðarteppu Hjálmar Árnason JÓHANNA Sig- urðardóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, spurði iðn- aðarráðherra út í tillögur Sam- keppnisstofn- unar sem fram komu í ágúst sl. um viðskipta- banka. Vildi hún m.a. fá að vita hvort ráðherra hygð- ist beita sér fyrir framgangi til- lagnanna með því að koma í veg fyrir aðgangshindranir að mark- aðnum, s.s. með niðurfellingu stimpilgjalds og afnámi upp- greiðslugjalds. Jón Sigurðsson sagði tillögurnar skynsamlegar en telur þeim beint að markaðnum en ekki löggjaf- anum og framkvæmdavaldinu. Jón sagði marga hafa rætt um að afnám stimpilgjalds væri heppilegt en það yrði að fara eftir stöðu í hagstjórn- inni hvenær farið yrði í slíkt. Stimpilgjald ekki afnumið að sinni Jón Sigurðsson GRUNNFJÁRHÆÐ húsaleigubóta hefur ekki hækkað í sex ár, eða frá árinu 2000, sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir, þingmaður Samfylkingar, og beindi þeirri spurningu til fé- lagsmálaráðherra hverju það sætti. Magnús Stefánsson svaraði því m.a. til að meðaltalsfjárhæðir húsa- leigubóta hefðu hækkað umtalsvert á umræddu tímabili auk þess sem bótaþegum hefði fjölgað mikið. „Vegna þessarar miklu þenslu í málaflokknum hefur ekkert svig- rúm verið til að hækka grunn- fjárhæðir húsaleigubóta,“ sagði Magnús og benti á að útgjöld sveit- arfélaga til húsaleigubóta hefðu hækkað verulega að raunvirði, heildargreiðslur milli áranna 2005 og 2006 um ríflega 110%. Ekkert svigrúm til hækkunar LAGT hefur verið fyrir Alþingi frumvarp um breytingu á áfeng- islögum. Með því er gert ráð fyrir að heimilt verði að framleiða án leyfis vín úr innlendum berjum, ávöxtum eða jurtum til eigin neyslu sem í eru að rúmmáli minna en 15% af hreinum vínanda. Flutnings- menn eru Guðjón A. Kristjánsson, Drífa Hjartardóttir, Kolbrún Hall- dórsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Birkir Jón Jónsson. Í greingerð með frumvarpinu kemur m.a. fram að með því auka frelsi með þessum hætti gæti orðið til þekking við gerð matarvína sem kynni síðar að verða séríslensk framleiðslu- og verslunarvara, t.d. vín úr hreinni náttúruafurð eins og íslenskum berjum. Vilja breytingu á áfengislögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.