Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ NÝJASTA STÓRVIRKIÐ FRÁ OLIVER STONE. STÓRMYND SEM LÆTUR ENGAN ÓNSNORTIN. SÖNN SAGA UM HUGPRÝÐI OG ÓTRÚLEGA MANNBJÖRG. NICOLAS CAGE SÝNIR STÓRLEIK Í MYNDINNI. eee BBC eeee EMPIRE / KRINGLAN BEERFEST kl. 5:45 - 8 - 10:10 B.i.12.ára. JACKASS NUMBER TWO Forsýning kl. 8 B.i.12.ára. HARSH TIMES kl. 10:20 B.i. 16.ára. BÖRN kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.12.ára. UNITED 93 kl. 6 B.i.14.ára. eee LIB, TOPP5.IS eee ROLLING STONE ÓBYGGÐIRNAR „THE WILD“ Sýnd með íslensku og ensku tali ! GLÆNÝ TEGUND AF FERÐAMÖNNUM Ekki missa af fyndnustu Walt Disney teiknimynd haustins. www.haskolabio.is • Miðasalan opnar kl. 17HAGATORGI • S. 530 1919 NICOLAS CAGE SÝNIR STÓRLEIK Í MYNDINNI. eee BBC eee ROLLING STONE eeee EMPIRE eeee TOPP5.IS ÞEGAR FRÉTTIR AF DAUÐA DÍÖNU PRINSESSU SKÓKU HEIMSBYGGÐINA, DRÓ HENNAR HÁTIGN ELÍSABET II DROTTNING SIG TIL HLÉS INNAN VEGGJA BALMORE KASTALA. EINN ÓVÆNTASTI GLEÐIGJAFI ÁRSINS eeee SV, MBL „LEIKURINN EINSTAKUR OG UMFJÖLLUNAREFNIÐ ÁHUGAVERT.“ eee MMJ, KVIKMYNDIR.COM THE QUEEN ER ÞRISTUR eee EGB, TOPP5.IS LOKASÝNINGARTILBOÐ 400 KR. BJÓLFSKVIÐA eee H.J. - MBL eeee blaðið ÓBYGGÐIRNAR „THE WILD“ Sýnd með íslensku tali ! GLÆNÝ TEGUND AF FERÐAMÖNNUM WORLD TRADE CENTER kl. 5:30 - 8:30 - 10:10 B.i.12.ára ZIDANE kl. 8 THE ROAD TO GUANTANAMO kl. 8:10 - 10:20 ÁN TEXTA B.i.16.ára THE QUEEN kl. 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ ÓBYGGÐIRNAR m/Ísl. tali kl. 6 LEYFÐ BJÓLFSKVIÐA kl. 6 B.i.16.ára PIRATES OF THE CARI... 2 kl. 8:15 Tilboð 400kr. B.i.12.ára SIGURVEGARI kvikmyndahátíðin í Berlín BESTI LEIKSTJÓRINN ÖRFÁAR SÝNINGAR! EINN AF BESTU KNATTSPYRNUMÖNNUM SÖGUNNAR Munið afsláttinn Árnað heilla ritstjorn@mbl.is Hreinræktun hunda og katta ÉG vil aðeins ræða um hreinræktun á hundum og köttum. Þegar fólk er að rækta hunda og ketti finnst mér gróðarsjónarmið ráða þar öllu. Mér finnst það vera á ábyrgð hunda- og kattafélagsins að tilkynna þessa starfsemi til skattayfirvalda, þannig að fólk sem stendur í þessari rækt- un borgi skatta af starfseminni. Það fólk sem síðan kaupir þessi hreinræktuðu dýr vill svo bara kaupa læður eða tíkur til þess að það geti svo í framtíðinni grætt pen- inga sjálft. Fólki, sem gerir þetta, finnst ekki vænt um dýrin heldur vill það bara græða peninga. Það er kominn tími til að um þetta séu sett lög, þannig að fólk fari að borga skatta af þessari starf- semi líkt og aðrir borgarar þurfa að greiða skatt af launum sínum. Það verður þá kannski til þess að fólk hættir að rækta hunda og ketti bara til þess að græða á því, heldur vegna þess að því þyki vænt um dýrin. Hugsið um hag dýranna en ekki ykkar eigin. Breytið lögunum strax. Dýravinur. Hver er ábyrgur? ERUM það við þegnarnir eða ein- hver æðri? Ég er að höfða til þess sem gera þarf til að halda of- framboði fíkniefna frá ungdóminum og of mörgum öðrum. Mörg fyrirtæki og sveitarfélög hafa styrkt baráttu Svavars Sig- urðssonar sem berst fyrir fíkniefna- lausu Íslandi. En ríki og Reykjavík- urborg, sem hafa handa í milli mest fé, hafa síðan Svavar hóf sitt sjálf- boðastarf lítið sem ekkert komið að. Þessir aðilar eyða stórum fjár- munum og miklu mannafli í að fást við afleiðingarnar. Í stað þess að gera lögreglu og tolli starf sitt ár- angursríkara. Þetta virðist vera allt á ábyrgð Svavars og almættisins sem tók málið í sínar hendur að eigin frum- kvæði. Svo þegar hann hefur stund- að þessi mál í 12 ár og lagt allt sitt persónulega til málefnisins fer for- setinn í auglýsingaferð með einum lyfjaframleiðendarisanum að því er virðist helst þeim til stuðnings. En við borgararnir og aðrir vel- unnarar eru þeir einu sem láta eitt- hvað til málefnisins rakna. Við erum borgarar ríkisins og það verður ekki annað en það sem við gerum úr því. Hugsið ykkur ef æðsti draumur Svavars yrði að veruleika og lög- regla og tollur fengju til afnota gegnumlýsingartæki eins og þeir hafa í Svíþjóð. Það tæki virkar þannig að gámar og bílar eru gegn- umlýstir og kemur þá í ljós á auga- bragði hvort eitthvað misjafnt sé á ferðinni. Þá er líka hægt að grípa inn í ferlið áður en efnið kemst á al- mennan markað. Æsku vorri og þjóð til heilla. Ég læt þessi skrif mín duga í bili en hvet menn til að taka höndum saman í þessari velferðarbaráttu. En það heyrist frá mér aftur um hvers eðlis og hvernig skannerinn virkar sem Svavar er að vinna að. Erling Smith. Árgangur 1974 úr Fellaskóla VIÐ ætlum að hittast kæru skóla- félagar úr Fellaskóla eða árgangur 1974. Endilega kíkið á blog.central- .is (leit og endurfundir) eða hafið samband við Önnu Lilju Rafnsdótt- ur í síma 862-5508 eða Röggu í síma 846-2525. Reynum nú að koma öll saman. Ragga. Leiðrétting – röng kennitala Í PISTLI í Velvakanda í gær, mið- vikudag, var gefin upp röng kenni- tala á söfnunarreikningi fyrir Ómar Ragnarsson. Rétt reikningsnúmer og kennitala er: 0101-26-101717, kt: 611085-0529. Hver smíðar gardínukappa? HVER smíðar gamaldags gard- ínukappa (sem bogna til endanna) eftir teikningum. Þeir sem gætu lið- sinnt mér vinsamlega hafið sam- band í síma 846 0922. Nokia-sími týndist í miðbænum NOKIA 6230i-sími, svartur og grár, týndist í miðbæ Reykjavíkur 22. september sl. Ef einhver hefur fundið símann vinsamlega hafið samband í síma 899 0560. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/RAX 90ára afmæli. Ídag, 12. októ- ber, er níræð Guðný Pálsdóttir, Lind- arsíðu 4, Akureyri. 80ára afmæli. Ígær, 11. októ- ber, varð Freyja Leó- poldsdóttir áttræð. Í tilefni af tímamót- unum mun hún taka á móti ættingjum og vinum í Listhúsinu í Laugardal nk. föstu- dag milli kl. 17 og 19. Kunningi Víkverjahnussaði yfir ný- lagðri vegarklæðningu á dögunum og kvað hana vera ódýra og rennislétta sem gæfi ekkert grip þegar frysti. Þetta væri „Black Ice“ eins og varnarliðsmenn munu einhverntíma hafa kallað svart og slétt malbik í frostum. Vík- verja þótti þetta um- hugsunarefni nú í vetr- arbyrjun. Eins þótti honum umhugs- unarvert hvort það ættu að vera eingöngu dekkin á bílum sem önnuðust veg- grip eða grófari og dýrari klæðning? Er þetta hin klassíska spurning um hvernig deila skuli ábyrgðinni milli hins opinbera og vegfarenda? Eða er verið að bjóða vegfarendum upp á ódýrt og flughált malbik? Eitt er þó víst, dekkin hjá ýmsum eru ekki upp á marga fiska og síst til fyr- irmyndar. Dekkin á bíl Víkverja eru t.d. komin á síðasta snúning og hann stendur nú frammi fyrir tveim kost- um, þ.e. að kaupa ný (ónegld) vetr- ardekk á næstunni eða leggja bíln- um fram á vorið. Strætisvagna og reiðhjól má líka nota. Einnig mælir Víkverji með afar snjöllu ráði sem er bæði ódýrt og þægi- legt: Sníkja far með öðrum og helst láta þá keyra sér alveg upp að dyrum. Þegar menn fá sig fullsadda af þessari heimtufrekju má finna sér næsta fórnarlamb og svo koll af kolli þangað til öruggt er að fyrsti „vinurinn“ er bú- inn að steingleyma matröðinni og gengur í gildruna aftur. Víst er að spara mætti rekstr- akostnað bifreiðar sem nemur hundruðum þús- unda króna á ári með þessu snilldarbragði og kaupa sér eitthvað fallegt fyrir and- virðið. Víkverji þarf að flísaleggja baðið heima hjá sér og þar gæti 150 þúsund kall t.d. nýst vel. x x x Í Ártúnsbrekkunni er ekki enn bú-ið að gera við vegriðið sem beygl- aðist rækilega í árekstri vegna ofsa- aksturs ungmennis fyrir mörgum vikum. Hvers vegna er ekki mann- virkið lagað? Ef annað eins atvik ætti sér stað myndi fólk ekki sleppa jafn vel og síðast. Með hliðsjón af því að ekkert lát er á hraðakstri í borg- inni finnst Víkverja þetta undarlegt í meira lagi. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is           dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er fimmtudagur 12. október, 285. dagur ársins 2006 Orð dagsins: En hann frelsar hinn bágstadda með bágindum hans og opnar eyru þeirra með þreng- ingunni. (Jb. 36, 15.) Fanginn Mark Chapman, semheimurinn þekkir sem bana- mann Bítilsins og listamannsins Johns Lennons, hefur verið neitað um reynslulausn í fjórða skiptið sök- um þess hve glæpur hans var „und- arlegur“. Chapman, sem er 51 árs, mun því, að minnsta kosti, dúsa á bak við lás og slá næstu tvö árin fyr- ir að hafa skotið Lennon til bana þann áttunda desember árið 1980. Sérstök fangelsisnefnd fór yfir mál Chapmans en komst að þeirri niðurstöðu að það væri ekki í al- mannaþágu að honum yrði sleppt lausum. Nefndin veitti því þó at- hygli að Chapman hafi sýnt af sér góða hegðun í fangelsinu. Chapman hafði átt við geð- sjúkdóm að stríða áður en hann myrti Lennon. Hann mætti fyrir nefndina, sem skipuð er þremur ein- staklingum, í Attica-fangelsinu í gær. Fram kemur í ákvörðun nefnd- arinnar að hún hafi áhyggjur af því hversu undarlegur glæpurinn, sem var gerður af ráðnum hug, hafi ver- ið. Það væri því ekki í almannaþágu að veita Chapman reynslulausn.   Fólk folk@mbl.is Ný könnun hefur leitt í ljós aðbreskir karlmenn kjósa síður að konur séu með sílíkonbrjóst. 85% karlmanna á aldrinum 18 – 34 ára sögðu að þeim væri ekki vel við fegrunaraðgerðir og sögðu að þeim fyndist það fráhrindandi ef konur hefðu farið í slíka aðgerð. 1.600 karlmenn voru spurðir og sögðu 15% þeirra að þeir tækju ekki eftir því hvort kona hefði farið í fegr- unaraðgerð. Tímaritið More lét gera þessa könnun og talskona þess segir að nær væri að konur eyddu peningum sínum í eitthvað annað en stór sílí- konbrjóst. Því sé það misskilningur að karlar vilja konur með slík brjóst, og nefnir þar fyrirsætuna Jordan sem dæmi. Þá voru þátttakendur spurðir hvaða þekktu konu þeir löðuðust helst að og nefndi 51% söngkonuna Cheryl Tweedy úr sveitinni Girls Aloud, en 24% leikkonuna Scarlett Johansson og 10% fyrirsætuna Kate Moss. 9% nefndu Jordan. Könnunin kom greinilega víða við þar sem karlarnir voru einnig spurðir að því hvort þeir horfðu á klámefni og sögðust 49% gera það en aðeins 10% sögðust ekki gera það. 4% sögðu að kærasta þeirra bannaði þeim það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.