Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 21 TÓNLEIKAR, fjölskylduhátíð, málþing, dans- sýningar, myndlistasýningar, bókmenntakynn- ingar og kvikmyndasýningar. Þetta er meðal þeirra fjölmörgu dagskrárliða sem verða á boð- stólum á Kanadískri menningarhátíð sem Kópa- vogsbær stendur fyrir dagana 14.–22. október. Hátíðin er haldin samvinnu við við lista- og menn- ingarstofnanir bæjarins og sendiráð Kanada á Ís- landi, ásamt fleiri aðilum, og verður sjónum m.a. beint að menningu kanadískra frumbyggja í nú- tímanum. Aðstaða bæjarins nýtt til að kynna menningu annarra þjóða Þetta er í þriðja sinn á jafnmörgum árum sem haldin er hátíð í Kópavogi sem beinist að menn- ingu eins tiltekins lands. Hefðinni var hrundið af stað með spænskri hátíð og í fyrra var sjónum beint að rússneskri menningu. Gunnar I. Birg- isson bæjarstjóri segir það svo vera í skoðun að líta austur til Kínverska alþýðulýðveldisins að ári. Að hans sögn hafa hátíðirnar aukist að umfangi ár frá ári og verið mjög vel sóttar. Gunnar útskýrir að hugmyndafræðin sé sú að nýta þá aðstöðu sem Kópavogsbær hefur upp á að bjóðatil að kynna menningu annarra þjóða, þ.e. í Listasafni Kópavogs – Gerðarsafni, Salnum, bóka- safninu o.s.frv. Nefndar menningarstofnanir koma mikið við sögu þá rúmu viku sem hátíðin stendur yfir. For- seti Íslands opnar þrjár sýningar í Listasafni Kópavogs – Gerðarsafni á laugardaginn en þar með hefst hátíðin formlega. Sýningarnar eru ólíkar en tengjast allar með einum eða öðrum hætti frumbyggjamenningu Kanada. Á þeirri fyrstu getur að líta þrívíð verk inúíta af mönnum, dýrum og ýmsum furðuverum. Á sýningu Myron Zabol eru svo sviðsettar port- rettmyndir af írokesaindíánum og á þriðju sýning- unni eru verk eftir Carl Beam sem unnin eru með blandaðri tækni upp úr ljósmyndum. Michael Ondaatje meðal gesta Þá verður fjölbreytt tónleikadagskrá á boð- stólum í Salnum. Þar ber hæst tvenna tónleika pí- anóleikarans Angelu Hewitt þar sem hún flytur verk eftir Bach, Beethoven, Rameau og Chabrier. Óperusöngkonan Mary Lou Fallis snýr aftur ásamt meðleikara sínum, Peter Tiefenbach, en góður rómur var gerður að heimsókn þeirra í Salinn vorið 2005. Þá mun fjöllistahópurinn Red Sky flytja æv- intýri úr sagnaheimi Cree-indíána og inúítarnir Tracy Brown og Kendra Tagoona verða með barkasöng og trommudans. Á bókasafninu verður athyglin dregin sér- staklega að kanadískum bókmenntum og ber þar hæst stefnumót við rithöfundinn Michael Ondaatje. Þá verða sýndar kanadískar kvikmyndir alla daga hátíðarinnar. Og er margt ótalið. Af öðrum dagskrárliðum má nefna málþing um tengsl íslenskra landnema og frumbyggja Kanada og fjölskylduhátið, sem verður blásið til í Vetr- argarðinum í Smáralind laugardaginn 21. október. Hátíð | Fjölbreytt dagskrá á kanadískri menningarhátíð í Kópavogi Eitthvað fyrir alla Morgunblaðið/Kristinn Metnaður Frá vinstri: Guðbjörg Kristjánsdóttir í Gerðarsafni, Hrafn Harðarson á Bókasafni Kópa- vogs, Vigdís Esradóttir í Salnum, Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri og Björn Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri tómstunda- og menningarsviðs Kópavogsbæjar. www.kopavogur.is Fylgist með umfjöllun um þessa bók í helgarútgáfunni á Rás 2, nú á laugardaginn kl. 11.00 “Geðveikislega fyndin” - Daily Telegraph Lækjargata 2a sími 511-5001 opið alla daga frá 9.00 - 22.00 Helgar tilboð 1.799,- FYRSTA breiðskífa hljómsveit- arinnar Skakkamanage, Lab of Love, kom í verslanir í síðustu viku og á laugardaginn mun sveitin halda útgáfutónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem öll tólf lög plöt- unnar verða leikin. Á tónleikunum munu þeir Valdi- mar Kolbeinn Sigurjónsson, Örvar Þóreyjarson Smárason, Björn Kristjánsson, og Benedikt Her- mann Hermannsson, (Benni Hemm Hemm) leggja sveitinni lið en flestir þeirra komu við sögu á nýju plöt- unni. Eftir tónleikana verður svo sleg- ið upp heljarinnar veislu í nágrenn- inu þar sem hinni langþráðu útgáfu verður fagnað með látum en þar munu skífuþeytararnir Dj. Apfel- blut og Bj. Össi halda gestum á dansgólfinu. Aðgangseyrir að þessu öllu sam- an er átta hundruð krónur. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fjör Skakkamanage ætlar að spila í Fríkirkjunni um helgina. Skakka- manage í Fríkirkjunni myspace.com/skakkamanage
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.