Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Arnar Ein-arsson, mótoristi
og sjómaður í Vest-
mannaeyjum, fædd-
ist á Ísafirði 2. ágúst
1945. Hann lést á
Heilsustofnuninni í
Vestmannaeyjum 5.
október síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Einar Sigurðsson,
mótoristi og sjómað-
ur í Vestmanna-
eyjum og Reykjavík,
f. 24. mars 1918 á
Þinghóli í Hvol-
hreppi, og Rannveig Konráðs-
dóttir, húsmóðir og verkakona, f.
29. janúar 1923 á Ísafirði, d. 3. jan-
úar 1994. Systkini Adda eru: a)
Þorbjörg, f. 7. janúar 1947 á Ísa-
firði, skrifstofumaður og húsfreyja
í Reykjavík. Maður hennar Jón
Ólafsson endurskoðandi, d. 4. febr-
úar 1994. b) Konráð, f. 4. desember
1948 í Reykjavík, verkamaður í
Vestmannaeyjum. Kona hans Unn-
ur Katrín Þórarinsdóttir, banka-
starfsmaður í Vestmannaeyjum. c)
Sigurjón, f. 4. desember 1948 í
Reykjavík, skrifstofustjóri í
Reykjavík. Kona hans, Anna Gunn-
mótorvélstjórapróf í Vestmann-
eyjum 1966, lauk 2. stigi í Vélskól-
anum í Vestmannaeyjum 1971 og
3. stigi í Vélskóla Íslands í Reykja-
vík 1972.
Á skólaárunum stundaði Addi
ýmsa vinnu eins og aðrir peyjar í
Eyjum á þeim tíma. Og á sumrum
var unnið í frystihúsunum eða í
saltfiski, humri o.fl. Addi byrjaði
að róa á sumrum tvö síðustu árin í
Gagganum með Binna í Gröf og
pabba sínum á Gullborginni.
Hann stundaði alla ævi sjó bæði
sem háseti og mótoristi og meðal
skipa má nefna: Gullborg RE 38,
síðar VE 38, Hvítanesið, Haförn-
inn, Ísleif VE 63, Dala-Rafn VE
508, Klakk VE 103, Bjarnarey VE
501, Bergey VE 544, Danska Pétur
VE 423 og Stíganda VE 77 en þar
slasaðist hann um borð í september
2002 og lét þá af sjómennsku.
2003 fluttu þau Wanthana til
Taílands og reistu sér hús og veit-
ingastað í Pan Phaeo.
Um mánaðamótin júní-júlí 2005
flutti Addi svo fársjúkur heim til
Íslands og var skorinn upp við
lungnakrabba sem dró hann til
dauða. Síðustu mánuðina dvaldi
hann á Heilsustofnuninni í Vest-
mannaeyjum.
Útför Arnars verður gerð frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum í
dag og hefst athöfnin klukkan 13.
hildur Sverrisdóttir
framkvæmdastjóri. d)
Jóhann, f. 6. desem-
ber 1961 í Vest-
mannaeyjum, raf-
eindavirki í
Danmörku. Kona
hans var Ása Þorkels-
dóttir, látin. Sam-
býliskona Birna Guð-
mundsdóttir.
Addi, eins og hann
var ævinlega kall-
aður, var þríkvæntur
og átti tvo syni.
Fyrsta eiginkona
Adda var Þorbjörg Guðný Ein-
arsdóttir fiskvinnslukona í Vest-
mannaeyjum og átti hann með
henni soninn Einar Örn, sjúkra-
flutningsmann á Selfossi, f. 26. jan-
úar 1975. Önnur eiginkona Adda
var Jakobína Sigurbjörnsdóttir
fiskvinnslukona í Vestmannaeyjum
og átti hann með henni soninn
Sturlu, járnsmið í Reykjavík, f. 12.
mars 1984. Þriðja eiginkona Adda
var Wanthana Srihiran, versl-
unarmaður frá Taílandi.
Addi lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskólanum í Vest-
mannaeyjum 1961. Tók minna
Ég lifi og þér munuð lifa. Þessi
orð, sem standa yfir sáluhliðinu í
kirkjugarðinum í Vestmannaeyjum,
koma upp í hugann þegar ég sest
niður og ætla að skrifa nokkur orð
til minningar um hann Adda bróð-
ur. Hvað tákna þau?
Þótt ekki væru nema rúm þrjú ár
á milli okkar Adda var það svo að
við lékum okkur lítið sem ekkert
saman sem börn. Þetta stafaði ef til
vill af því að við Konni, tvíbura-
bróðir minn, vorum öllum stundum
saman.
Það eru ekki margar minning-
arnar frá æskuárunum, en þó man
ég þegar við vorum að fara til
Bobbu frænku að passa og hlusta á
þessi hræðilega spennandi og ógn-
vænlegu leikrit sem voru í útvarp-
inu á kvöldin „i den tid“. Þá var
gott að hafa stórabróður að halda í
á heimleiðinni.
Á unglingsárunum fékk Addi sér
mótorhjól og stundum fékk maður
að sitja aftan á og þeysast kringum
Helgafellið eða eitthvað annað
skemmtilegt. Í kjölfarið kom svo
Ford Falcon, hvílík drossía maður,
og hér fékk maður stundum að fara
á rúntinn, vá.
Upp úr þessu fór Addi á sjóinn
og ég slasaðist og flutti til Reykja-
víkur og stofnaði fjölskyldu og fór í
nám erlendis. Hér rofnuðu tengslin
og eftir gos, þegar pabbi og
mamma fluttu til Reykjavíkur,
sáumst við Addi ekki svo árum
skipti.
Það er svo ekki fyrr en Addi gift-
ist Wanthana og þau fara að venja
komur sínar til okkar Önnu í
Fljótaselið að sambandið fer aðeins
að aukast.
Eftir að Addi kom fárveikur
heim frá Taílandi í fyrra og var
skorinn upp við lungnakrabba höf-
um við verið í miklu sambandi sem
ég met mikils. Það stefndi að vísu
bara í eina átt hjá honum eftir
skurðinn en samt finnst manni
skrítið að hann sé farinn og það skil-
ur eftir visst tómarúm.
Far í friði, bróðir.
Er ef til vill líf eftir dauðann?
Sigurjón bróðir.
Hann fæddist á Ísafirði. Mamma
hans, systir mín, kom til heimabæj-
ar síns frá Vestmannaeyjum til að
fæða frumburð sinn. Hann fæddist í
rúmi pabba og mömmu. Ég var 14
ára og yfirspennt, þetta var fyrsta
reifabarnið sem ég sá.
Hann var ótrúlega fallegur Hárið
kolsvart og augun líka. Þetta eru
fyrstu minningar mínar um Adda.
Síðan þá finnst mér ég alltaf eiga
svolítið í honum.
Einar pabbi hans var vélstjóri á
Gullborginni með Binna í Gröf. Það
var árviss viðburður að þegar Gull-
borgin fór norður á síld kom hún
við, setti Veigu systur ásamt fjórum
börnum hennar í land og voru þau
hjá okkur á Ísafirði yfir sumarið,
fóru svo aftur með skipinu til Eyja
um haustið. Strax þá var Addi hvers
manns hugljúfi.
Eftir gosið 1973 fóru foreldrar
hans ekki aftur til Eyja, húsið
þeirra fór undir hraun, en Addi var
þar mestan hluta ævi sinnar, fór í
vélskólann og var vélstjóri á topp-
skipum alla tíð eftir það.
Ég sá miklu minna til Adda eftir
að hann óx upp. Fékk þó alltaf jóla-
kort og fréttir í gegnum fjölskyld-
una.
Hann var þrígiftur og átti tvo
syni. Pabbi hans var algjör snill-
ingur í meðferð véla. Addi erfði þá
snilli og ég hef heyrt að synir hans
hafi þetta báðir í genunum.
Líf hans var enginn dans á rósum
og hann blótaði Bakkus ótæpilega,
þó aldrei svo að það kæmi niður á
vinnu og alltaf var hann sami ljúf-
lingurinn.
Sl. 15 mánuði hefur hann barist
við krabbamein og sýnt ótrúlegt
æðruleysi. Hann kvartaði aldrei en
átti sér þann draum að geta farið,
þótt ekki væri meira en í mánuð til
Taílands í draumahúsið sem hann
byggði þar fyrir sig og konu sína,
með sundlaug, loftkælingu og öllum
hugsanlegum lúxus. Sá draumur
rættist ekki. Ég kveð Adda frænda
minn með miklum söknuði og sendi
sonum hans og systkinum innilegar
samúðarkveðjur.
Unnur Konráðs.
Það er með ólíkindum að ég þurfi
að senda þessa grein á þessu augna-
bliki. Ekki af því að Addi er dáinn
heldur af því að þegar ég hugsa til
þess þegar við hittumst síðast í maí
og kvöddumst var ég alveg viss um
að við sæjumst aldrei aftur. Á þessu
augnabliki er ég ekki viss um hvað
maður hefur að segja við vini eins
og Adda frænda. Þeir sem að
þekkja mig vita að það gerist ekki
að ég eigi ekki til orð eða skoðun.
En allt í einu sit ég hér svo langt í
burtu og mér líður eins og það komi
aldrei nýr dagur. Addi frændi átti
alla þá galla og slæma ávana eins og
restin af okkur. En þrátt fyrir það
var hans ótrúlegi kostur sá að hann
sá ekki slæman hlut í neinum. Ég
verð að viðurkenna að stundum átti
ég af öllum ekki til orð yfir það sem
hann gerði en núna verð ég bara að
muna það sem hann sagði við mig:
„Frændi, ef þú eyðir tíma í að sjá
eftir hlutum missirðu af tækifæri til
að njóta þeirra.“
Mamma, þegar pabbi dó varð það
svo erfitt og núna er Addi frændi
farinn frá okkur og stundum finnst
okkur að allt sé svo óréttlátt en ég
veit að báðir geta verið stoltir yfir
því að þeir skildu eftir sig spor í
hjarta okkar sem er svo stórt að
jafnvel fólk í Suður-Ameríku hefur
fengið að kynnast þessum mönnum
sem verða aldrei þekktir fyrir annað
en að sigrast á endalausu mótlæti
með því að verða ódauðlegir í minn-
ingum sinna nánustu.
Addi, ég kem til með að sakna þín
alla mína ævi og ef þú getur lesið
þetta vil ég bara segja á milli mín og
þín að þar sem þú hefur gengið get-
ur enginn fyllt í þín spor.
Einar Veigar og synir.
Arnar Einarsson
Það er erfitt að setj-
ast niður og ætla sér
að skrifa eitthvað, því
það er svo margt sem
flýgur um huga minn þegar ég hugsa
um þig. Já, við áttum svo margar
góðar stundir saman, þó sérstaklega
síðustu vikuna sem þú varst hér hjá
okkur, þegar þú bjóst hjá mér. Ég vil
byrja á því að þakka þér fyrir þann
tíma því hann er mér mikils virði og
mun ég ávallt lifa á því. Hún Sólrún
Brynja dóttir mín missir af miklu að
fá ekki að kynnast þér meira því
hvergi leið henni betur en í fanginu á
þér þegar þið kúrðuð ykkur hérna
heima á kvöldin, hvort sem horft var
á sjónvarp eða verið í tölvunni. Ég á
myndir af ykkur sem ég mun varð-
veita og sýna henni og segja henni
sögur af þér. Ég veit að þú ert kom-
inn til ömmu Gunnu og dóttur minn-
ar hennar Birgittu Hrannar og þið
munuð hugsa vel hvort um annað og
fylgja okkur.
En mikið svakalega er sárt að
hugsa til þess að Bragi bróðir eigi
aldrei aftur eftir að kíkja í kaffi til
mín, ég get ekki lengur hringt í þig
þegar mig langar og það verður ekki
meira um spjall yfir kaffisopa. Við
höfum gengið í gegnum svo margt
saman, frá því að vera lítil börn, rifist
og slegist, í að verða samrýnd systk-
in sem gátu leitað hvort til annars í
blíðu og stríðu. Þrátt fyrir að við
Bragi Rúnar
Hilmarsson
✝ Bragi RúnarHilmarsson
fæddist á Akureyri
11. júlí 1971. Hann
lést í Keflavík mið-
vikudaginn 27. sept-
ember síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Keflavík-
urkirkju 6. október.
hefðum ekki daglegt
samband varst þú allt-
af fyrstur á staðinn við
öll tilefni, þú varst
fyrstur til að heim-
sækja mig þegar ég
lenti í slysinu, þú varst
fyrstur á staðinn þeg-
ar við Einar misstum
Birgittu Hrönn í fyrra,
og þú varst mér mjög
nærri þegar við eign-
uðumst svo litla sólar-
geislann okkar Sól-
rúnu Brynju í sumar.
Já, þú varst alltaf boð-
inn og búinn að veita aðstoð og
hjálpa til við hvað sem er, en varst
minna fyrir að biðja sjálfur um hjálp
þegar þú þurftir á því að halda.
Elsku Bragi minn, þín verður sárt
saknað alla tíð og takk fyrir gömlu
góðu tímana sem við áttum saman,
þær minningar mun ég geyma í
hjarta mér alla tíð. Mig langar að
segja svo margt en einhvern veginn
gerist ekkert. Takk fyrir að hafa ver-
ið bróðir minn, ég hefði ekki viljað
missa af því. Ég mun alltaf elska þig.
Þín systir
Karen.
Ég get ekki lýst hvernig mér leið
þegar Einar hringdi í mig um morg-
uninn og sagði mér að þú værir lát-
inn. Það var eins og öll veröldin
kæmi beint ofan með fullu afli á
hausinn á mér. Af hverju þú? er ein
af þeim spurningum sem ég hef velt
nánast stanslaust fyrir mér síðan.
Einnig hafa allar þær frábæru og
góðu minningar sem ég á um þig ver-
ið duglegar að skjótast upp í kollinn
á mér. Á lífsleiðinni kynnist maður
fullt af alls konar fólki, misgóðu, sem
maður kallar jafnvel vini sína. En
þegar öllu er á botninn hvolft þá
kemur maður alltaf að sömu niður-
stöðu, maður eignast sorglega fáa
góða og hundrað prósent trygga vini.
Og því miður tekst manni ekki alltaf
að greina þarna rétt á milli hverjir
eru góðir vinir, og hverjir ekki. Og
núna þegar skilja leiðir (allavega í
bili) þá er ég búinn að fara yfir sam-
band okkar í huganum fram og aftur,
og sé það betur en nokkru sinni fyrr
að þú varst einn besti vinur sem ég
hef eignast um ævina, þó að við höf-
um farið hvor í sína áttina um tíma.
Þú varst alltaf tilbúinn þegar ein-
hver þurfti á þér að halda! Eins og
þegar við kynntumst, undir frekar
erfiðum kringumstæðum þegar Ósk-
ar frændi minn týndist. Þá varst þú í
björgunarsveitinni í Keflavík og þeg-
ar fór að draga úr leit hjá sveitinni,
þá neitaðir þú að gefast upp, og við
héldum uppi stanslausri leit sjálfir í
langan tíma. Að eignast vin eins og
þig í þessum kringumstæðum er
ómetanlegt, og áttum við margar
ógleymanlegar stundir saman eftir
það.
Eins margt og þú kenndir mér, þá
ertu ennþá að kenna mér helling um
lífið sjálft, t.d. að manni ber að varð-
veita hverja stund sem maður á með
ástvinum sínum því enginn veit ævi
sína fyrr en hún er öll. Þín verður
sárt saknað og vona ég að sá kær-
leikur sem bjó í þínu hjarta muni
verða okkur sem eftir lifum til eft-
irbreytni. Þannig verður þinni minn-
ingu haldið hátt á lofti.
„Kærleikurinn er langlyndur,
hann er góðviljaður. Kærleikurinn
öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki
raupsamur, hreykir sér ekki upp.
Hann hegðar sér ekki ósæmilega,
leitar ekki síns eigin, hann reiðist
ekki, er ekki langrækinn. Hann
gleðst ekki yfir óréttvísinni, en sam-
gleðst sannleikanum. Hann breiðir
yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber
allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr
gildi.“ (1. Kor.13.4–8.)
Með þessum orðum kveð ég þig í
bili kæri vinur.
Hvíl þú í friði.
Þinn vinur,
Arnar.
Mikið skelfilega var sorglegt og
þ.a.l. erfitt að kveðja vin og sam-
starfsfélaga föstudaginn 6. október
sl., var ekki viss um hvort ég myndi
treysta mér í jarðarförina þína en
vissi að ef ég færi ekki yrði líðanin
verri yfir því að hafa ekki kvatt vin-
inn. Þessi vinur var Bragi okkar sem
starfaði með okkur á leigubílastöð-
inni Ökuleiðum.
Bragi var ótrúlegur persónuleiki,
hann var svo hlýr og viðmótsþýður,
sýndi mjög svo þroskaða sál. Bragi
var einn af þeim sem við kynnumst á
lífsleiðinni sem er svo hjálpfús að
leitun er að öðru eins. Þú komst aldr-
ei að tómum kofunum hjá honum,
gæska hans og trúfesti var slík að
hún gleymist aldrei.
Við sem störfuðum þarna á stöð-
inni vorum eins og lítil fjölskylda, all-
ir þekktust vel og vildu ætíð rétta
hvert öðru hjálparhönd ef eitthvað
vildi láta undan í daglega lífinu eða ef
sálartetrið var aumt. Margir geta
farið beina leið í gegnum lífið en þó
eru flestir sem reka sig stundum á
þyrnana í lífinu og þurfa oft að reyna
að sneiða framhjá veginum og reyna
að finna færan hliðarveg.
Ekki tekst öllum að finna sína
réttu leið og þá verður fólk í eins
konar blindgötu, sér ekki ljósið og
leiðina heim. Við sem hjá stöndum
reynum þó af fremsta megni að leið-
beina og fylgja okkar meðbræðrum
og systrum inn á aðalveginn á ný en
með misjöfnum árangri, stundum
vill fólk ekki eða getur ekki þegið
fylgdina og lætur heldur ekki vita að
það hafi týnt leiðinni.
Bragi var tengdur fólki sínu órjúf-
anlegum böndum, hann átti þessar
fallegu dætur sem hann talaði svo oft
um og var stoltur af þeim, þráði að
njóta meiri samvista við þær en hann
átti ekki alltaf nægilegan kost á slík-
um samvistum. Bragi gekk rósum
prýdda leið í lífinu en engin rós er án
þyrna og það sannaðist í lífi Braga
sem oft fékk að kenna á þyrnunum
og oft svo illa að hann var ekki viss
um að ná sér af stungunum en svo
sterkur persónuleiki komst þó ætíð
áfram.
Sterkur persónuleiki getur þó
brotnað af miklu álagi en það gerðist
einmitt hjá Braga okkar, að kikna
undan álaginu og finna ekki leiðina
áfram og því vorum við að kveðja
hann 6. okt. sl. og ég veit að engl-
arnir taka vel á móti honum og fylgja
honum heim í ljósið þar sem hann
mun vaka yfir ástvinum sínum.
Elsku Bragi okkar, hvíldu í friði í
hópi hinna englanna. Guð varðveiti
þig og styrki og styðji fallegu prins-
essurnar þínar.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um réttan veg
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt því þú ert hjá mér.
Sproti þinn og stafur huggar mig.
Þú býrð mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyrð höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi drottins bý ég langa ævi.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
(23. Davíðssálmur
/Margrét Scheving)
Ragnhildur L. Guðmundsdóttir,
Eyrún Sif Rögnvaldsdóttir.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar