Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 45
hjá þér, þú varst alltaf til í að leika
við mig og oftast fórum við í búð-
arleik sem mér fannst svakalega
skemmtilegt. Þú varst líka alltaf til í
að fara með mér út á róló eða við fór-
um út á Mikló ég á hjóli eða línu-
skautum og þú labbaðir með. Við
fórum líka oft út í bókabúð og í
Kringluna þar sem þú lést allt eftir
mér og keyptir það sem mig langaði
í. Hjá þér fékk ég líka að baka kökur
sem að ég bjó til upp úr mér og
skemmtilegast fannst mér að fá að
gista hjá ykkur afa og vera hjá ykk-
ur í fríum. Þú varst alveg einstök
amma og ég á eftir að sakna þín mik-
ið.
Þín
Alma.
Í dag kveðjum við okkar kæru
mágkonu Ölmu Pálmadóttur. Þökk-
um henni samverustundir á liðnum
árum. Margs er að minnast þegar
komið er að hinstu kveðjustund sem
ekki verður rakið hér.
Nú hverfur sól í haf
og húmið kemur skjótt.
Ég lofa góðan Guð,
sem gefur dag og nótt,
minn vökudag, minn draum og nótt.
Þú vakir, faðir vor,
og verndar börnin þín,
svo víð sem veröld er
og vonarstjarna skín,
ein stjarna hljóð á himni skín.
Lát daga nú í nótt
af nýrri von og trú
í myrkri hels og harms
og hvar sem gleymist þú
á jörð, sem átt og elskar þú.
Kom, nótt, með náð og frið,
kom nær, minn faðir hár,
og legðu lyfstein þinn
við lífsins mein og sár,
allt mannsins böl, hvert brot og sár.
(Sigurbjörn Einarsson.)
Kæri bróðir Ólafur, sendum þér
og börnum þínum, Þóri, Lindu og
fjölskyldum þeirra innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Bergþóra, Jóna, Erna,
Helga og fjölskyldur.
Elsku systir. Þú hverfur svo
snögglega af sjónarsviðinu að eftir
stöndum við hnípin og hálfrugluð.
Efst í huga mér á stund sem þess-
ari er þakklæti fyrir allar góðu
stundirnar okkar saman, en þó fyrst
og síðast fyrir að hafa átt þig að. Þeir
eru trúlega ekki margir sem tækju
að sér þrjú yngri systkin eftir fráfall
móður og reyndust þeim jafnvel og
þú gerðir, og þú sjálf þá aðeins 16
ára.
Í huga mér varðst þú mamman
sem mig langaði til að eiga, því
mamma var svo lengi mikið veik áð-
ur en hún dó, að kynni mín af henni
voru mjög takmörkuð.
Þú hafðir einstakt lag á því að fá
okkur systkini þín ofan af vitleys-
unum. Eins og þegar þeir Stebbi og
Búji sátu heila kvöldstund og biðu
eftir því að bólgna upp eins og
hrognin sem þeir höfðu borðað. Þú
hafðir sagt þeim að þeir kæmust
kannski ekki inn um dyrnar aftur, ef
þeir færu út. Árið sem þú fórst suður
í skóla, var fljótt að gleymast því þú
komst aftur og þá með Óla þinn og
svo fljótlega Þóri, fallegasta barn í
heimi. Ég hafði þá ekki gert mér
grein fyrir því að ég ætti yngri bróð-
ur, Þórð, sem hafði farið í fóstur til
ömmu, Öllu og Helga, svo til strax
eftir fæðingu. Þórir varð því litli
bróðir minn, allir aðrir í kring áttu
fullt af systkinum. Þau voru yndisleg
árin þrjú sem þið voruð hjá okkur.
En svo kom að því að þið ungu hjón-
in þurftuð að vera út af fyrir ykkur
og við þrjú ásamt pabba fluttum til
Öllu og Helga, þeirra þáttur í upp-
eldinu verður seint þakkaður frekar
en ykkar Óla.
Alltaf stóð fallega og snyrtilega
heimilið ykkar opið fyrir okkur hin-
um og einhverju sinni er við systk-
inin vorum í heimsókn hafði bæst í
hópinn lítil sæt prinsessa – Linda.
Sú var ekki síður ráðsnjöll en móð-
irin. Varla þriggja ára lýsti hún því
yfir að Þórir hefði borðað nammi í
heil fimm ár áður en hún fæddist svo
hún átti sko skilið að fá meira en
hann. Sú litla hafði vinninginn að því
mig minnir.
Og enn og aftur tókstu mig að þér
þegar ég hóf framhaldsskólanám. Í
heila þrjá vetur átti ég skjól hjá ykk-
ur og lifði eins og blómi í eggi. Þú
tókst virkan þátt í því sem ég var að
gera og varst svo stolt af því þegar
mér gekk vel.
Elsku Alma. Þökk fyrir allt, líka
það sem ekki kemst fyrir hér. Það er
vissa mín að þér hefur verið vel tekið
á fjarlægri strönd. Óli, Þórir, Linda
og fjölskyldur, fagrar og skemmti-
legar minningar veita mikla huggun
og af þeim veit ég að mikið er til.
Sigurbjörg Dan Pálmadóttir.
Ég er ein þeirra sem urðu þeirrar
gæfu aðnjótandi að kynnast Ölmu.
Hún varð mér strax mjög kær og
finnst mér nú erfitt að þurfa að
kveðja.
Þegar ég kynntist manninum mín-
um, Degi, fyrir rúmum 10 árum
kynnti hann mig fljótlega fyrir
ömmu sinni Ölmu og afa Óla. Hún
var honum mjög kær og lýsti hann
henni sem mjög sérstakri ömmu. Ég
skildi það síðar þegar ég hafði
kynnst þessari skemmtilegu konu
hvers vegna hún var honum svo kær.
Ég gleymi seint þeirri stundu þegar
ég hitti þau hjónakorn í fyrsta sinn.
Þá stóð þessi glæsilega, tignarlega
og glaðlega kona í anddyrinu og tók
á móti mér með opinn faðminn. Það
var eins og ég hefði þekkt hana alla
tíð.
Árin liðu og kynntist ég henni
mun betur. Okkar samskipti voru
góð á allan hátt og á ég margar góð-
ar minningar um hana. Hún reyndist
mér ávallt góð og fannst mér alltaf
notalegt og skemmtilegt að vera í
kringum hana.
Í hvert skipti sem ég hitti hana
minnti hún okkur Dag á hversu frá-
bær við værum. Hún hugsaði vel til
okkar og var stolt yfir því hvað okk-
ur gekk vel í lífinu.
Fyrstu árin var hrifning mín slík
að ég talaði oft um hana og hafði
gaman af því að segja skemmtilegar
sögur af henni. Hún reyndist mér og
mínum vel. Hún tók til dæmis systur
minni, Tinnu, ákaflega vel. Hún
spurði oft um hana og spurði hvort
hún ætlaði ekki að kíkja fljótlega í
heimsókn. Í matarboðin sem hún
hélt bauð hún henni sérstaklega.
Systir mín leit mjög upp til hennar
og þótti afar vænt um hana.
Það var alltaf svo gaman að koma í
heimsókn til þeirra hjóna. Fyrstu ár-
in okkar Dags fengum við turdildúf-
urnar oft að gista hjá þeim. Þessar
helgar eru mér mjög eftirminnilegar
þar sem gestrisni Ölmu var engri lík.
Hún hugsaði um okkur frá morgni til
kvölds og passaði upp á að öllum liði
vel. Fyrir mér voru þessar heim-
sóknir ævintýri líkastar.
Ég leit mjög upp til þessarar konu
og fannst mikið til hennar koma.
Hún var ein þeirra persóna í lífi
mínu sem mér þótti afskaplega vænt
um. Hún var hin fullkomna amma og
var Dagur maðurinn minn heppinn
að eiga hana sem slíka.
Ég kveð þessa yndislegu konu
með söknuði og bið góðan Guð að
varðveita hana og styrkja þá sem
eftir lifa.
Hjördís Dögg Grímarsdóttir.
Mig langar að minnast Ölmu
Pálmadóttur með nokkrum orðum.
Hún var besta vinkona móður
minnar, og þar af leiðandi höfðum
við verið samferða alla tíð, heimur-
inn verður tómlegur án hennar.
Mér hlýnar um hjarta við að rifja
upp ótal minningarbrot frá liðnum
50 árum sem við höfum þekkst, frá
fyrsta skóladegi mínum á Akranesi
þegar ég fór til hennar eftir skóla til
að sýna henni skólatöskuna mína og
nýju úlpuna, allar götur síðan hef ég
haft þörf fyrir að bera undir hana
það sem ég hef gert, hvort sem það
var handavinna, ný innréttað heimili
eða nýr maður? Í sjötugsafmæli
móður minnar sagði Alma við Þor-
björn, nýbakaðan eiginmann minn,
mikið er ég ánægð með að vera
svona ánægð með þig, svona tilsvör
átti hún ein til.
Alma var í mínum huga alla tíð
skörungur, hafði mjög fágaðan
smekk og var með myndarlegri kon-
um, það tóku allir eftir henni.
Ég er svo þakklát fyrir föstudags-
eftirmiðdag sem við Alma áttum
heima hjá mér í júni síðastliðnum
ásamt móður minni, systur og Ingu
Siggu vinkonu þeirra, þá var mikið
hlegið og haft gaman.
Kæra vinkona ég þakka fyrir að
hafa fengið að vera samferða þér,
það verður stórt skarð sem þú skilur
eftir í huga okkar sem þekktum þig.
Elsku Óli, Þórir og Linda, tengda-
börn og barnabörn, mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Birna Sigurðardóttir.
Það er margs að minnast um hana
Ölmu okkar „niðri“ eins og við köll-
uðum þau sómahjónin Ólaf og Ölmu.
Í 25 ár bjuggum við foreldrar okkar
og fjögur systkin í sama húsi og þau
á Kjartansgötunni. Alma var
skemmtileg kona og barngóð með af-
ar stórt hjarta sem alltaf var gaman
að hitta og spjalla við. Þau voru lag-
hent og smekkleg hjónin og samhent
í umhirðu hússins og garðsins. Þær
voru ófáar stundirnar með henni
Ölmu í kjallarastiganum, garðinum
eða þvottahúsinu að spjalla um
heima og geima. Hún fylgdist alltaf
með því sem við vorum að gera og
sýndi okkur væntumþykju og áhuga.
Ekki ósjaldan gleymdust lyklar
heima og þá var farin leynileið í
gegnum þvottahúsgluggann og milli-
hurðin opnuð með hnífnum sem
Alma hafði komið fyrir á handhæg-
um stað fyrir okkur krakkana. Aldr-
ei nokkurn tíma var eins og þau
heyrðu brambolt og hávaða sem
fylgdi okkur örugglega fjórum börn-
um. Þvert á móti talaði hún alltaf um
að við værum svo ofsalega góð og vel
uppalin að hún hefði aldrei nokkurn
tíma orðið vör við hávaða af neðri
hæðinni! Þetta finnst mér lýsa Ölmu
best og svona munum við hana fjöl-
skyldan. Hún var mikil gæðakona.
Þegar foreldrar okkar voru flutt af
Kjartansgötunni rifjaði Alma upp
ófáar uppákomur og skemmtilegheit
úr samveru okkar í húsinu allan
þennan tíma. Það var mikil eftirsjá
eftir nágrönnunum niðri Ölmu og
Ólafi.
Við sendum Ólafi, Lindu, Þóri og
fjölskyldum innilegar samúðar-
kveðjur.
Þóra Margrét Pálsdóttir.
Alma langamma mín var
mjög góð við mig. Við gerð-
um oft eitthvað skemmtilegt
saman. Langamma mín var
alltaf góð við alla. Hún gaf
manni oft sínalkó og spælt
egg. Hún gaf manni fallegar
jólagjafir á jólunum og
páskaegg á páskunum. Ég
og Alma frænka mín gistum
stundum hjá langömmu og
það var mjög gaman og hún
naglalakkaði okkur stund-
um.
Sigrún Amina.
HINSTA KVEÐJA
Blóm vaxa,
blómstra, visna, fölna
og deyja. Ragnheiður
var blóm. Blóm sem
hvorki visnaði né föln-
aði. Blóm sem dó. Sagt er að enginn
viti hvað átt hefur fyrr en misst hef-
ur. Hjarta mitt segir að Ragnheiður
sé undantekningin sem sannar regl-
una. Af hverju? Blómaunnendur
njóta blómanna þar sem þau standa
tíguleg, gefa frá sér mjúkan ilm og
baða umhverfi sitt fögrum litum. Að
sama skapi skildu persónutöfrar,
lífsgleði, bros og hlýja hennar engan
eftir ósnortinn. Enda finnur maður
mikinn styrk í faðmlagi frá öllu því
góða og heiðarlega fólki sem staðið
hefur Ragnheiði næst. Hver stund
talaði sínu máli.
Ég hringdi til að athuga meðmæli
fyrir Ragnheiði þegar hún kom í at-
vinnuviðtal hjá mér í Skipholtinu
fyrir fimm árum. Reyndur atvinnu-
rekandi sagði: „Ég hef verið með at-
vinnurekstur í um 40 ár. Þú færð að-
eins einu sinni starfskraft eins og
Ragnheiði í vinnu. Þitt er valið en
eitt get ég sagt þér; þegar ég lokaði
mínum rekstri stóð hún enn mér við
hlið og hjálpaði mér að þrífa og
ganga frá og skellti í lás fyrir mig.
Hún brást mér aldrei.“ Þetta reynd-
ust vera orð að sönnu. Ragnheiður
brást mér heldur aldrei. Ég reyndi
mitt bezta til að bregðast henni ekki
og líklega er það þess vegna sem
reksturinn hefur blómstrað. Hún var
stoð og stytta og allt í öllu, veitti
gleði, var uppörvandi, lífsglöð, alltaf
jákvæð, með hreint og fallegt hjarta
og stóð mér við hlið þar til hún var
kölluð til æðri verka. Það er víst að
nú er himnaríki enn fallegra þar sem
bros hennar og viðhorf til umhverfis
síns og annarra lýsir nú upp aðrar
vistarverur. Ég fæ víst ekki tækifæri
til að gefa Ragnheiði minni meðmæli
þar enda er þess ekki þörf þar sem
persóna hennar talar sinni tungu þar
sem hún er nú. Hún var fyrsti starfs-
maðurinn sem ég réð til vinnu. Ég
mun njóta innblásturs hennar allt
mitt líf og ávallt gera mitt bezta til að
bregðast henni ekki.
Ragnheiður
Björnsdóttir
✝ RagnheiðurBjörnsdóttir
fæddist í Reykjavík
10. júní 1951. Hún
lést af slysförum
sunnudaginn 1.
október síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Langholts-
kirkju 9. október.
Valdi, Bjarki, Vigdís
og allir þeir sem eftir
sitja, allt þetta góða
fólk hefur fundið fyll-
ingu í nærveru Ragn-
heiðar og saknar
hennar. Ég hugsa
hlýtt til ykkar allra og
veit að þið finnið styrk
í brosinu hennar sem
lifir innra með okkur.
Ég er hrærður og
þakklátur fyrir að ég
hafi fengið að hafa
Ragnheiði mér við hlið
heil fimm ár í blíðu og
stríðu.
Ýmir Björgvin Arthúrsson.
Í dag kveðjum við hinstu kveðju
vinkonu okkar Ragnheiði Björns-
dóttur.
Það er svo margt sem kemur upp í
hugann, margar góðar og skemmti-
legar minningar, minningar sem við
munum geyma hjá okkur um ókomin
ár.
Það var alltaf gaman að ferðast
með Lillu og Valda. Eins og þegar
við sigldum um Ísafjarðadjúpið og
Breiðafjarðareyjarnar, þar áttum
við alveg frábærar stundir saman.
En ferðin sem er mér kær er þegar
ég og Lilla fórum austur á Djúpavog
á Pickupinum að sækja karlana okk-
ar.
En þeir höfðu þá verið að sigla
hringinn um landið. Við töluðum og
hlógum alla leiðina í heila fimm tíma,
það var ekki þögn í eina mínútu. Það
fyndna var að allir þeir sem við
mættum blikkuðu ljósunum á okkur
og við sem vorum með ljósin kveikt.
En við tókum því bara þannig að við
værum svo miklar gellur og þess
vegna væri verið að blikka. En annað
kom á daginn þegar við vorum næst-
um komnar á leiðarenda. Þá tókum
við eftir því að við vorum búnar að
vera með kveikt á kösturunum og
höfðum blindað alla þá sem við
mættum. Við fórum alveg í hláturs
kast þegar við föttuðum að við vor-
um nú ekki eins miklar gellur og við
héldum. Það var einróma samþykki
að segja körlunum okkar ekkert frá
þessu.
Með þessum fátæklegu orðum
kveðjum við þig, kæra vinkona, og
þökkum fyrir samfylgdina.
Far þú í friði, elsku Lilla.
Valda og fjölskyldunni allri send-
um við Óskar, Birna og Kristófer
samúðarkveðjur.
Birgitta.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upp-
lýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein berist
áður enfrestur rennur út.
Minningargreinar
Helluhrauni 10, 220 Hf.,
sími 565 2566,
www.englasteinar.is
Englasteinar
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR,
f. 19. desember 1926,
andaðist á heimili sínu, Skjóli, Kleppsvegi 64,
laugardaginn 30. september.
Jarðsungið verður frá Laugarneskirkju föstu-
daginn 13. október kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á
minningarsjóð Félags aðstandenda Alzheimers-sjúklinga.
Sveinn Rúnar Hauksson, Björk Vilhelmsdóttir,
Óttar Felix Hauksson, Guðný Þöll Aðalsteinsdóttir,
Sigríður G. Hauksdóttir, Evald Sæmundsen,
Sigfús Guðfinnsson, Andrea Henk,
Guðmundur Guðfinnsson, Lena María Gústafsdóttir,
María Þ. Guðfinnsdóttir, Hörður Hauksson,
barnabörn og barnabarnabörn.