Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Í TILLÖGUM nefndarinnar felast
m.a. verulegar breytingar á lögum
og reglum um á hvaða svæðum verð-
ur leyft að rannsaka og nýta orku-
auðlindir.
Nefndin leggur einnig til að gjald
verði tekið fyrir nýtingu auðlinda á
eignarlöndum ríkisins og á þjóðlend-
um og að hægt verði að velja á milli
umsækjenda um rannsóknar- og
nýtingarleyfi með uppboði.
Lykilatriði í tillögum nefndarinn-
ar er að Alþingi samþykki ekki síðar
en 2010 lög eða þingsályktun um sér-
staka verndar og nýtingaráætlun
fyrir auðlindir í jörðu og vatnsafl til
raforkuframleiðslu. Áætlunin yrði til
t.d. 25 ára í senn og endurskoðuð
reglulega. Meirihluti nefndarinnar
leggur til að þar til sú áætlun tekur
gildi, verði farið eftir sérstökum
reglum um úthlutun á rannóknar- og
nýtingarleyfum sem m.a. þýðir, að
sögn formanns nefndarinnar, að ekki
verða veitt rannsóknarleyfi vegna
Skaftárveitu, virkjunar í Brenni-
steinsfjöllum eða í Gjástykki, fram
til ársins 2010, nema að undan-
gengnum rannsóknum og mati og
með samþykki Alþingis.
Farvegur til þjóðarsáttar
Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra,
sagði á blaðamannafundinum að með
skýrslu nefndarinnar væri náð
merkilegum áfanga í mikilvægum
málaflokki. Í tillögum nefndarinnar
væri sannarlega fólginn farvegur til
þjóðarsáttar. Tillögurnar yrðu að
sjálfsögðu teknar til athugunar hjá
ríkisstjórninni og sagði hann að
stefnt væri að því að frumvarp sem
byggði á tillögum nefndarinnar yrði
samþykkt á yfirstandandi þingi.
Karl Axelsson, formaður nefndar-
innar, sagði að um niðurstöður
nefndarinnar hefði náðst sam-
komulag um stærstu þættina ef frá
væri talið það álitaefni hvaða auð-
lindanýtingu eigi að heimila fram til
2010.
Karl sagði ljóst að nefndarmenn
hefðu gengið til starfa með afar mis-
munandi skoðanir.
„Í þeirri viðleitni að ná sameigin-
legri niðurstöðu um meginatriðin í
tillögugerð okkar þá er alveg ljóst að
einstakir nefndarmenn hafa þurft að
slá af kröfum sínum og við höfum um
fjölmörg atriði þurft að ná málamiðl-
unum.“
Verkefni nefndarinnar voru fyrst
og fremst þríþætt; í fyrsta lagi hvaða
framtíðarstefnu ætti að marka um
verndun og nýtingu auðlinda í land-
inu, í öðru lagi að taka afstöðu til
þess hvað ætti að heimila þangað til
sú stefna tæki gildi og í þriðja lagi
hvaða aðferðum skyldi beitt til að
velja á milli umsókna um rannsóknir
og nýtingu á þeim kostum sem á
annað borð verður heimilað að nýta.
Karl sagði að með því að með sam-
þykkja verndar- og nýtingaráætlun
árið 2010 myndi þjóðin öðlast skýra
og gagnsæja mynd af því hvaða val-
kostir væru til staðar. Mönnum yrði
þá alveg ljóst hvaða staði ætti að
vernda og hverja ætti að nýta en
hingað til hefði mörgum þótt skorta
á að sú mynd væri skýr. Við gerð
áætlunarinnar yrði haft víðtækt
samráð og í þeim tilgangi yrði skip-
aður starfshópur með fulltrúum
ráðuneyta, fagstofnana, fulltrúa
orkufyrirtækjanna, náttúruverndar-
samtaka og sveitarfélaga.
Áætlunin yrði ennfremur gerð
með tillti til niðurstaðna rannsókna
og mats á hugsanlegum virkjunar-
kostum í skýrslu um niðurstöður 1.
áfanga rammaáætlunar um nýtingu
vatnsafls og jarðvarma og niður-
stöðu rannsókna og mats 2. áfanga
rammaáætlunarinnar sem áætlað er
að liggi fyrir árið 2009. Starfshóp-
urinn myndi skila forsætisráðherra
tillögum sínum eigi síðar en 1. janúar
2010 og í ársbyrjun þess árs yrði lagt
fyrir Alþingi frumvarp um verndar-
og nýtingaráætlun til framtíðar.
Lausn í millibilsástandi
Rúmlega þrjú ár eru þar til áætl-
unin gæti í fyrsta lagi tekið gildi og
því var nauðsynlegt fyrir nefndina að
útkljá hvernig rannsóknar- og nýt-
ingarleyfi yrðu veitt fram að því.
Í skýrslu nefndarinnar kemur
fram að í gildi eru sjö rannsóknar-
leyfi vegna jarðhita, þar af tvö vegna
hitaveitna og taldi meirihluti nefnd-
arinnar að leyfishafar ættu að fá að
halda áfram rannsóknum í samræmi
við gildandi lög.
Öðru máli gegnir um umsóknir um
rannsóknarleyfi sem nú liggja á
borði iðnaðarráðuneytisins en þær
eru alls 21, tólf vegna jarðhitarann-
sókna og níu umsóknir vegna vatns-
aflsrannsókna.
Meirihluti nefndarinnar taldi að
veita megi ný rannsóknar- og nýt-
ingaleyfi fyrir kostum sem falla í um-
hverfisflokk a í fyrsta áfanga
rammaáætlunar um nýtingu vatns-
afls og jarðvarma og þeim kostum í
umhverfisflokki b sem ekki voru
gerðar sérstakar athugasemdir við
vegna umhverfisverðmæta. Ekki
skuli veita ný leyfi til rannsókna eða
nýtingar á öðrum kostum til raforku-
öflunar nema að undangengnum
rannsóknum og mati og með sam-
þykki Alþingis. Aðspurður sagði
Karl að þau svæði í umhverfisflokki
b sem féllu í þennan flokk væru
Brennisteinsvirkjun og Skaftárveita.
Samkvæmt þessu yrði ekki heldur
veitt rannsóknarleyfi í Gjástykki þar
sem ekki hefði verið fjallað um það
svæði í 1. áfanga rammaáætlunar.
Að lokum lagði nefndin til grund-
vallarbreytingu á afgreiðsluferli um-
sókna um rannsóknar- og nýtingar-
leyfi. Í tillögum hennar er gert ráð
fyrir að á landi í einkaeigu ráði land-
eigandi sjálfur hvort og við hvern
hann semur um rannsókn og nýtingu
auðlindar en í slíkum tilvikum þurfi
engu að síður að uppfylla almenn
lagaskilyrði og afla tilskilinna leyfa.
Þá lagði hún til að úthlutun rann-
sókna- og nýtingarleyfa færist frá
iðnaðarráðuneyti til Orkustofnunar.
Framvegis yrði auglýst eftir leyfum
til rannsókna og nýtingar á auðlind-
um í jörðu og vatnsafli á eignarlönd-
um ríkisins og í þjóðlendum og sett
yrðu lágmarksskilyrði um fjárhags-
legt bolmagn og þekkingu umsækj-
enda. Lagði nefndin einnig til að
gjald verði tekið fyrir nýtingu auð-
linda í þjóðlendum og landi í ríkis-
eigu. Ef fleiri en einn sækja um verði
tekið hagstæðasta tilboði, og yrði í
bæði tekið mið af hæstu fjárhæð en
einnig umhverfsissjónarmiðum. Sú
meginregla gildi að rannsóknarleyfi
feli í sér forgang til nýtingar.
Gjald fyrir nýtingu auðlinda og val-
ið milli umsækjenda með uppboði
Nefnd sem falið var að
móta framtíðarsýn um
verndun og nýtingu auð-
linda í jörðu og vatnsafls
kynnti tillögur sínar á
blaðamannafundi í gær.
Morgunblaðið/Golli
Niðurstaða Karl Axelsson, formaður nefndar um verndun og nýtingu auðlinda í jörðu og vatnsafls til raforkuframleiðslu, og Jón Sigurðsson iðnaðar-
ráðherra á blaðamannafundi um skýrslu nefndarinnar í gær. Jón sagði að með skýrslunni væri merkilegum áfanga náð í mikilvægum málaflokki.
Í HNOTSKURN
» Formaður nefndarinnarlagði áherslu á að nefndin
hefði ekki lagt blessun sína yf-
ir ákveðna virkjunarkosti eða
hafnað öðrum, eingöngu lagt
fram tillögur um hvaða virkj-
anakosti mætti skoða nánar
fram til ársins 2010, að því
gefnu að öll önnur leyfi væru
til staðar.
» Tíu manns voru skipaðir ínefndina og skrifuðu þrír
undir með fyrirvara.
NEFNDIN náði ekki saman um
hvaða auðlindanýtingu ætti að
heimila fram til ársins 2010 þegar
mörkuð hefur verið framtíð-
arstefna um auðlindanýtingu. Þrír
nefndarmanna skrifuðu því undir
skýrslu nefndarinnar með fyr-
irvara um þann þátt og gerðu grein
fyrir afstöðu sinni í sérstakri bók-
un.
Í bókun Agnars Olsen segir að
flokkun Grændals í flokk c í 1.
áfanga rammaáætlunar hafi byggst
á að rannsóknarborholur yrðu í
Grændalnum sjálfum en í úrskurði
um mat á umhverfisáhrifum frá
2003 hefði ekki verið gerð at-
hugasemd við rannsóknir og nýt-
ingu með borun utan dalsins. Því
ætti að heimila rannsóknir í Græn-
dal enda yrðu þær framkvæmdar í
samræmi við fyrrnefndan úrskurð.
Þá taldi hann að veita ætti leyfi til
rannsókna í Gjástykki enda hefðu
opinberar stofnanir og aðrir lög-
bundnir umsagnaraðilar veitt sam-
þykki sitt.
Hjörleifur B. Kvaran bókaði að
ekki ætti að takmarka útgáfu rann-
sóknarleyfa á þessu tímabili utan
miðhálendis, enda væru margir
kostir í rammaáætluninni ekki full-
kannaðir. Þá væri eðlilegt að gefið
yrði út rannsóknarleyfi vegna
Grændals, með sömu rökum og
Agnar vísaði til.
Agnar og Hjörleifur voru til-
nefndir í nefndina af Samorku.
Í bókun Kolbrúnar Halldórs-
dóttur alþingismanns segir m.a. að
enn hafi Alþingi ekki tekið pólitíska
afstöðu til rammaáætlunarinnar og
henni sé auk þess ólokið. Verkefn-
isstjórn um áætlunina hefði sjálf
sagt að uppröðun virkjanakosta
væri háð þeim annmörkum að
gögnum væri í mörgum tilvikum
ábótavant eða vantaði algjörlega.
Rammaáætlun væri því engan veg-
inn nothæf sem grundvöllur
ákvarðana. Jóhann Ársælsson,
þingmaður Samfylkingarinnar,
lagði fram bókun en skrifaði undir
skýrsluna án fyrirvara.
Þrír nefndarmenn skrif-
uðu undir með fyrirvara