Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 19
TÓLF manns fórust þegar farþega-
lest og vöruflutningalest lentu í
árekstri í þorpinu Zoufftgen í Frakk-
landi, um 1,6 km frá landamærunum
að Lúxemborg.
Farþegalestin var að koma frá
Lúxemborg og var á leið til borg-
arinnar Nancy þegar hún mætti
flutningalestinni, en sú var á leið til
Lúxemborg. Viðgerðir hafa staðið
yfir þannig að aðeins eitt brautar-
spor var í notkun í stað tveggja. Átti
önnur lestanna því að bíða eftir því
að hin væri farin um. Virðist sem
franska lestin hafi verið á undan út á
sporið og haft var eftir frönskum
embættismanni að slysið væri
lestastjórnendum í Lúxemborg að
kenna.
Níu farþegar í farþegalestinni dóu
í árekstrinum, lestarstjórar beggja
lestanna og maður sem var við störf
á lestarteinunum. Meira en hundrað
björgunarmenn voru kallaðir á vett-
vang, bæði frá Frakklandi og Lúx-
emborg, og var unnið að því að draga
fólk út úr lestarflakinu. Aðstæður
voru hins vegar erfiðar, enda hafði
verið um harðan árekstur að ræða og
flutningalestin nánast uppi á hinni.
Reuters
Mannskætt lestarslys í Frakklandi
London. AFP. | Að minnsta kosti
11.000 börn eru enn neydd til að vera
í vopnuðum hópum í Kongó tveimur
árum eftir að þarlend stjórnvöld
hófu ráðstafanir til að bjarga þeim,
að sögn alþjóðamannréttindasam-
takanna Amnesty International í
gær.
Markmiðið með ráðstöfunum var
að afvopna um 200.000 liðsmenn
vopnaðra hópa í Kongó og gera þeim
kleift að hefja nýtt líf og aðlagast
samélaginu.
Amnesty sagði að ráðstafanirnar
hefðu ekki dugað til að uppfylla þarf-
ir unglinga og barna sem neydd voru
til að berjast í stríðinu í Kongó. Þetta
ætti einkum við um stúlkurnar.
Stjórn Josephs Kabila, forseta
landsins, hefði lítið gert til að hafa
uppi á stúlkunum og hjálpa þeim.
Að sögn samtakanna er algengt að
látið sé hjá líða að hjálpa stúlkunum
eða að ranglega sé litið á þær sem
„ómaga“ fullorðinna hermanna.
Á ákveðnum svæðum eru stúlkur
aðeins um 2% þeirra barna sem
bjargað hefur verið úr búðum vopn-
aðra hreyfinga. Stúlkur eru þó allt að
40% af þeim börnum og unglingum
undir átján ára aldri sem voru neydd
til að berjast í stríðinu í Kongó, að
sögn Amnesty.
Foringjar hópanna líta oft svo á að
þeim beri ekki skylda til að leysa
stúlkurnar úr haldi og embættis-
menn stjórnarinnar láta oft hjá líða
að frelsa þær.
Þúsundir barna
enn hermenn
GORDON Brown, fjármálaráðherra
í bresku ríkisstjórninni, lýsti aðeins
yfir stuðningi sínum við innrás Breta
og Bandaríkjamanna í Írak 2003 eft-
ir að honum var orðið ljóst að Tony
Blair forsætisráðherra myndi reka
hann úr stjórn sinni ef hann gerði
það ekki. Þetta kemur fram í The
Guardian í gær en fréttin byggist á
dagbókarfærslum Davids Blunketts,
sem var innanríkisráðherra þegar
ráðist var inn í Írak.
Dagbækur Blunketts koma senn
út í bókarformi en The Guardian hef-
ur byrjað að birta brot úr þeim. Af
dagbókarfærslum sem blaðið birti í
gær og eru ritaðar í aðdraganda inn-
rásarinnar í Írak má ráða að hart var
deilt um málið á fundum bresku
stjórnarinnar. Þótti sumum ráðherr-
um sem Tony Blair væri orðinn
George W. Bush Bandaríkjaforseta
of leiðitamur. Á dagbókarfærslu
Blunketts frá 13. mars 2003 má hins
vegar ráða að Blair hafi veitt Brown
viðvörun. „Gordon er búinn að
ákveða að vera með,“ skrifar Blunk-
ett síðan.
Blunkett skrifar síðan áfram um
þessi mál næstu dagana á eftir og
segir 18. mars að Brown sé búinn að
gera sér ljóst að Blair sé ekki á för-
um sem forsætisráðherra og að hann
standi því sjálfur frammi fyrir vali.
„Annaðhvort er hann með í þessu og
heldur fjármálaráðherraembættinu
eða hann gengur gegn stefnunni og
Tony mun þá reka hann þegar hern-
aðaraðgerðir eru yfirstaðnar,“ skrif-
ar Blunkett.
Blair var tilbúinn
að reka Brown
Colombo. AFP. | Að minnsta kosti 38
stjórnarhermenn féllu og meira en
300 særðust í bardaga við skæruliða-
sveitir tamíla í norðurhluta Sri Lanka
í gær. Tíu tamíl-tígrar féllu einnig í
bardaganum.
Talsmenn tamíl-tígra sögðu mann-
fall í röðum stjórnarhersins raunar
hafa verið mun meira, fullyrtu þeir að
75 hefðu fallið í bardaganum, sem átti
sér stað á yfirráðasvæði skæruliða á
Jaffna-skaga. Bardaginn hófst eftir
að stjórnarherinn hóf árás á skærulið-
ana í því skyni að bregðast við miklum
liðssafnaði tígra á Jaffna-skaga.
Harður
bardagi á
Sri Lanka
LOKASKÁKIN í heimsmeist-
araeinvíginu í Elista í rússneska
sjálfstjórnarlýðveldinu Kalmykíu
verður tefld í kvöld.
Búlgarinn Veselin Topalov,
heimsmeistari alþjóðaskák-
sambandsins FIDE, og Rússinn
Vladimir Kramnik, heimsmeistari
klofningssambands Kasparovs og
Shorts, sömdu um jafntefli í elleftu
skákinni í fyrradag í sameining-
areinvíginu um heimsmeistaratit-
ilinn.
Topalov og Kramnik standa nú
jafnir að vígi, með fimm og hálfan
vinning hvor.
Verði jafntefli í skákinni í dag
verður einvíginu haldið áfram og
skákmeistararnir eiga þá að tefla
aftur á morgun.
Jafnir fyrir
lokaskákina
♦♦♦
Fréttir á SMS
Síðumúla 3, sími 553 7355.
Opið mán.-fös. kl. 11-18,
lau. kl. 11-15.
Tilboðsdagar
12.-20. október
30-40%
afsláttur af völdum
undirfatalínum frá
og
NÝTT KORTATÍMABIL
Dögg Pálsdóttir
Í dag,12. október, kl. 17
opnar kosningaskrifstofa
Daggar Pálsdóttur að
Laugavegi 170, 2. hæð
(í gamla Hekluhúsinu).
Við hlökkum til að sjá þig.
Stuðningsmenn
4.í sætiðwww.dogg.is
Prófkjör sjálfstæðismanna
í Reykjavík, 27. og 28. október 2006
LÁTUM
VERKIN TALA
KOSNINGASKRIFSTOFA
Laugavegi 170, 2. hæð
dogg@dogg.is
sími 517-8388