Morgunblaðið - 12.10.2006, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 12.10.2006, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 19 TÓLF manns fórust þegar farþega- lest og vöruflutningalest lentu í árekstri í þorpinu Zoufftgen í Frakk- landi, um 1,6 km frá landamærunum að Lúxemborg. Farþegalestin var að koma frá Lúxemborg og var á leið til borg- arinnar Nancy þegar hún mætti flutningalestinni, en sú var á leið til Lúxemborg. Viðgerðir hafa staðið yfir þannig að aðeins eitt brautar- spor var í notkun í stað tveggja. Átti önnur lestanna því að bíða eftir því að hin væri farin um. Virðist sem franska lestin hafi verið á undan út á sporið og haft var eftir frönskum embættismanni að slysið væri lestastjórnendum í Lúxemborg að kenna. Níu farþegar í farþegalestinni dóu í árekstrinum, lestarstjórar beggja lestanna og maður sem var við störf á lestarteinunum. Meira en hundrað björgunarmenn voru kallaðir á vett- vang, bæði frá Frakklandi og Lúx- emborg, og var unnið að því að draga fólk út úr lestarflakinu. Aðstæður voru hins vegar erfiðar, enda hafði verið um harðan árekstur að ræða og flutningalestin nánast uppi á hinni. Reuters Mannskætt lestarslys í Frakklandi London. AFP. | Að minnsta kosti 11.000 börn eru enn neydd til að vera í vopnuðum hópum í Kongó tveimur árum eftir að þarlend stjórnvöld hófu ráðstafanir til að bjarga þeim, að sögn alþjóðamannréttindasam- takanna Amnesty International í gær. Markmiðið með ráðstöfunum var að afvopna um 200.000 liðsmenn vopnaðra hópa í Kongó og gera þeim kleift að hefja nýtt líf og aðlagast samélaginu. Amnesty sagði að ráðstafanirnar hefðu ekki dugað til að uppfylla þarf- ir unglinga og barna sem neydd voru til að berjast í stríðinu í Kongó. Þetta ætti einkum við um stúlkurnar. Stjórn Josephs Kabila, forseta landsins, hefði lítið gert til að hafa uppi á stúlkunum og hjálpa þeim. Að sögn samtakanna er algengt að látið sé hjá líða að hjálpa stúlkunum eða að ranglega sé litið á þær sem „ómaga“ fullorðinna hermanna. Á ákveðnum svæðum eru stúlkur aðeins um 2% þeirra barna sem bjargað hefur verið úr búðum vopn- aðra hreyfinga. Stúlkur eru þó allt að 40% af þeim börnum og unglingum undir átján ára aldri sem voru neydd til að berjast í stríðinu í Kongó, að sögn Amnesty. Foringjar hópanna líta oft svo á að þeim beri ekki skylda til að leysa stúlkurnar úr haldi og embættis- menn stjórnarinnar láta oft hjá líða að frelsa þær. Þúsundir barna enn hermenn GORDON Brown, fjármálaráðherra í bresku ríkisstjórninni, lýsti aðeins yfir stuðningi sínum við innrás Breta og Bandaríkjamanna í Írak 2003 eft- ir að honum var orðið ljóst að Tony Blair forsætisráðherra myndi reka hann úr stjórn sinni ef hann gerði það ekki. Þetta kemur fram í The Guardian í gær en fréttin byggist á dagbókarfærslum Davids Blunketts, sem var innanríkisráðherra þegar ráðist var inn í Írak. Dagbækur Blunketts koma senn út í bókarformi en The Guardian hef- ur byrjað að birta brot úr þeim. Af dagbókarfærslum sem blaðið birti í gær og eru ritaðar í aðdraganda inn- rásarinnar í Írak má ráða að hart var deilt um málið á fundum bresku stjórnarinnar. Þótti sumum ráðherr- um sem Tony Blair væri orðinn George W. Bush Bandaríkjaforseta of leiðitamur. Á dagbókarfærslu Blunketts frá 13. mars 2003 má hins vegar ráða að Blair hafi veitt Brown viðvörun. „Gordon er búinn að ákveða að vera með,“ skrifar Blunk- ett síðan. Blunkett skrifar síðan áfram um þessi mál næstu dagana á eftir og segir 18. mars að Brown sé búinn að gera sér ljóst að Blair sé ekki á för- um sem forsætisráðherra og að hann standi því sjálfur frammi fyrir vali. „Annaðhvort er hann með í þessu og heldur fjármálaráðherraembættinu eða hann gengur gegn stefnunni og Tony mun þá reka hann þegar hern- aðaraðgerðir eru yfirstaðnar,“ skrif- ar Blunkett. Blair var tilbúinn að reka Brown Colombo. AFP. | Að minnsta kosti 38 stjórnarhermenn féllu og meira en 300 særðust í bardaga við skæruliða- sveitir tamíla í norðurhluta Sri Lanka í gær. Tíu tamíl-tígrar féllu einnig í bardaganum. Talsmenn tamíl-tígra sögðu mann- fall í röðum stjórnarhersins raunar hafa verið mun meira, fullyrtu þeir að 75 hefðu fallið í bardaganum, sem átti sér stað á yfirráðasvæði skæruliða á Jaffna-skaga. Bardaginn hófst eftir að stjórnarherinn hóf árás á skærulið- ana í því skyni að bregðast við miklum liðssafnaði tígra á Jaffna-skaga. Harður bardagi á Sri Lanka LOKASKÁKIN í heimsmeist- araeinvíginu í Elista í rússneska sjálfstjórnarlýðveldinu Kalmykíu verður tefld í kvöld. Búlgarinn Veselin Topalov, heimsmeistari alþjóðaskák- sambandsins FIDE, og Rússinn Vladimir Kramnik, heimsmeistari klofningssambands Kasparovs og Shorts, sömdu um jafntefli í elleftu skákinni í fyrradag í sameining- areinvíginu um heimsmeistaratit- ilinn. Topalov og Kramnik standa nú jafnir að vígi, með fimm og hálfan vinning hvor. Verði jafntefli í skákinni í dag verður einvíginu haldið áfram og skákmeistararnir eiga þá að tefla aftur á morgun. Jafnir fyrir lokaskákina ♦♦♦ Fréttir á SMS Síðumúla 3, sími 553 7355. Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15. Tilboðsdagar 12.-20. október 30-40% afsláttur af völdum undirfatalínum frá og NÝTT KORTATÍMABIL Dögg Pálsdóttir Í dag,12. október, kl. 17 opnar kosningaskrifstofa Daggar Pálsdóttur að Laugavegi 170, 2. hæð (í gamla Hekluhúsinu). Við hlökkum til að sjá þig. Stuðningsmenn 4.í sætiðwww.dogg.is Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík, 27. og 28. október 2006 LÁTUM VERKIN TALA KOSNINGASKRIFSTOFA Laugavegi 170, 2. hæð dogg@dogg.is sími 517-8388
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.