Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 41 UMRÆÐAN ELDRI borgarar vilja geta notið lífsins á efri árum. Helstu áhyggjur þeirra um framtíðina beinast að því að samfélagslegur stuðningur sé ekki til staðar þegar heilsa brestur og sjálfsbjarg- arhæfni skerðist. Krafa þeirra er að þeim sé gert kleift að lifa eins eðlilegu lífi og hægt er við breyttar aðstæður og að sjálf- ræði þeirra og mann- gildi sé virt. Skert þjónusta Nýlega fékk ég sím- tal frá mætri konu sem sagði farir sínar ekki sléttar. Maður hennar er nýkominn heim af sjúkrahúsi eftir erfiða sjúkdóms- legu og hefur fengið heimahjúkrun kvölds og morgna, sem hefur gert þeim kleift að njóta samvista á eig- in heimili, þrátt fyrir veikindi hans. Þau hafa verið ánægð með þá að- stoð sem þau hafa fengið og góð persónuleg tengsl myndast milli þeirra hjóna og starfsmanna sem koma á vegum heimahjúkrunar. Þau búa í nágrannasveitarfélagi Reykjavíkur. Nú eru hins vegar blikur á lofti. Vegna hagræðingar hefur þjónusta á kvöldin og um helgar verið færð frá heimabyggðinni til miðstöðvar heimahjúkrunar í Reykjavík. Í stað þess að njóta aðstoðar kunnuglegra andlita um kvöld og helgar kæmu sífellt nýir aðilar til að hjálpa þeim. Þess utan fengi maðurinn fyrst að- stoð á hádegi um helgar til að klæðast og aðstoð við að hátta stuttu eftir kvöldmat alla daga. Þetta vilja þau skiljanlega ekki sætta sig við og hafa afþakkað aðstoðina. Virðing og öryggi Á höfuðborgarsvæð- inu sér Miðstöð heimahjúkrunar um heimahjúkrun á veg- um heilsugæslunnar á svæðinu. Starfsmenn hafa kvartað undan óhóflegu álagi og aldr- aðir hafa bent á að mikil mannaskipti í þjónustunni geri hana ópersónulega og verk- hæfða. Heimaþjónusta þarf að byggja á persónulegum tengslum, virðingu í samskiptum og stuðla að öryggi þeirra sem hana fá. Það er ljóst að taka verður skipulag heimahjúkrunar á höfuðborg- arsvæðinu til endurskoðunar svo hún nái tilgangi sínum. Frábært starfsfólk heimahjúkrunar gæti með breyttu skipulagi notið sín enn betur í störfum sínum. Flókið kerfi Heimahjúkrun er á höndum rík- isins, en félagsleg heimaþjónusta er á vegum sveitarfélaganna. Þeir sem njóta þessarar þjónustu þurfa að eiga samskipti við fleiri en einn þjónustuaðila, sem gerir lífið flókn- ara. Stjórnmálamenn og fagaðilar hafa rætt um það um áratugaskeið að sameina þessa tvo þjónustuþætti á eina hendi. Samhæfing á þjón- ustu milli þessara kerfa er í dag bæði kostnaðarsöm og tímafrek. Aðeins á Akureyri og Höfn í Hornafirði hafa þessir tveir þjón- ustuþættir verið sameinaðir, sem tilraunaverkefni, með góðum ár- angri og til hagsbóta fyrir skjól- stæðingana. Þörf á endurskoðun Orð og yfirlýsingar duga skammt ef þeim er ekki fylgt eftir. Nú þarf að sameina þessa þjón- ustuþætti og minnka flækjustigið. Það er stefna stjórnvalda að efla heimaþjónustu við aldraða til að styðja þá til að vera heima hjá sér eins lengi og nokkur kostur er. Skipulag þjónustu í heimahúsum þarf að taka til gagngerrar endur- skoðunar og leggja manngildi, sjálfræði og öryggi til grundvallar þjónustunni. Eflum þjónustu við aldraðra í heimahúsum Ásta Möller skrifar um málefni eldri borgara »Heimaþjónusta þarfað byggja á per- sónulegum tengslum, virðingu í samskiptum og stuðla að öryggi þeirra sem hana fá. Ásta Möller Höfundur er alþingismaður. GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 30 ára 9. okt. Gigtarfólk - Gigtarfólk- Gigtarfólk Við göngum í dag Gengið frá Lækjartorgi upp á Skólavörðuholt undir kjörorðinu „Gigtin gefur“. Við stöndum fyrir dugnað, einurð og útsjónarsemi. Úrræði við gigtarsjúkdómum er fjárfesting. Við erum fleiri en margur heldur. * Hægt er að koma inn í gönguna við Bergstaðastræti. „Af stað“ er kjörorð dagsins um allan heim. Verum sýnileg, tökum fjölskylduna með. Skráning er á skrifstofu Gigtarfélagsins og á Lækjartorgi. Allar frekari upplýsingar er að fá á skrifstofu GÍ í síma 530 3600. Gigtarfélag Íslands 17:00 - Safnast saman á Lækjartorgi 17:20 - Upphitun fyrir gönguna 17:30 - Gengið upp Bankastr. og Skólavörðust. * 18:10 - Göngufólki er boðið að hlusta á stutt orgelverk í Hallgrímskirkju, Hörður Áskelsson spilar Ótrúleg helgartilboð aðeins - 20 sæti Helgarferð til Tallinn 18. október frá kr. 29.990 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Fegursta borg Eystra- saltsins. Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum í helgarferðum til Tallinn í Eistlandi 18. október. Gríptu þetta frábæra tækifæri á helgarferð til þessarar einstöku borgar á frábærum kjörum. Fjölbreyttir gistimöguleikar í boði í miðborginni. Glæsileg 4ra stjörnu gisting. Verð kr.29.990 - helgarferð Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli með morgunverði í 4 nætur á Hotel Domina Inn Ilmarine ****. Í ÞÆTTINUM Ísland í dag fimmtudagskvöldið 21. september var Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, minntur á að Hengilssvæðið væri undirlagt virkj- unarframkvæmdum þakið rörum, vírum og drasli. Stjórn- arformaðurinn tók af öll tvímæli um að Orkuveita Reykjavík- ur myndi ganga vel frá eftir sig og bætti jafnframt við að Orkuveitan hafi þegar tekið til hendinni og fjarlægt um hundrað tonn af alls kyns drasli sem aðrir hefðu skilið eftir sig á svæðinu áður en Orkuveitan kom þar til sögunnar. Hann sagði Orkuveituna stefna að því að gera Hengilssvæðið að útivistarsvæði sem nýttist sem allra flestum. Eða með hans eigin orðum: „Það er al- gjört markmið hjá okkur og við erum að leggja mikið á okkur hvað það varðar að sjá til þess að við lítum svo á að við tökum þetta svæði í fóstur og við ætlum að ganga þannig frá því að það verði til fyrirmyndar sem útivist- arsvæði.“ Orkuveita Reykjavíkur hefur þannig markað sér þá stefnu að starfa í sátt við umhverfið og almenning í landinu og stjórn- arformaðurinn er bjartsýnn á að það takist. Tvær jarðvarmavirkjanir hafa þegar risið á Hengilssvæðinu, Nesjavallavirkjun og Hellisheið- arvirkjun, og sitt sýnist hverjum um hvernig til hafi tekist frá um- hverfissjónarmiði. Margir hafa fundið að því að Hellisheið- arvirkjun sé áberandi og fátt hafi verið gert til þess að draga úr þeirri sjónmengun sem óneit- anlega fylgir virkjuninni. En virkjunin er þegar risin og því verður ekki breytt hvað sem fólki kann að finnast um hana. Öðru máli gegnir hins veg- ar um fyrirhugaðar virkjanir á Ölkeldu- hálsi og við Hvera- hlíð. Í þessum sama sjónvarpsþætti benti framkvæmdastjóri Landverndar á að ef virkjað verði við Öl- kelduháls væri að sínu mati „talsvert miklu fórnað“ og víst er að háspennulínur sem lagðar yrðu frá virkjuninni um Heng- ilssvæðið austan- og sunnanvert að Hellisheiðarvirkjun myndu valda mikilli sjónmengun. Línustæðin í tengslum við Öl- kelduhálsvirkjun og Hverahlíð- arvirkjun eru í umhverfismati og ef leyfi fæst til að reisa virkj- anirnar fylgir þeim gríðarlegt víravirki á þessum hluta Heng- ilssvæðisins fyrir utan önnur mannvirki sem tilheyra slíkum virkjunum. Þessi framtíðarsýn Orkuveitu Reykjavíkur á Hengilssvæðinu er skelfileg. Virkjanir á Ölkelduhálsi og við Hverahlíð munu gerbreyta ásýnd austur- og suðurhluta Hengilssvæðisins og afskræma þetta fósturbarn Orkuveitunnar. Stór og áberandi mannvirki munu rýra útivistargildi og náttúrugæði á Ölkelduhálsssvæðinu og við Hverahlíð og háspennulínur og möstur blasa við á Hellisheiðinni hvert sem litið verður. Vandséð er hvernig þessar umfangsmiklu framkvæmdir samræmast þeirri stefnu Orkuveitunnar að gera Hengilssvæðið að útivistarparadís og starfa í sátt við umhverfið og almenning í landinu svo að ekki sé minnst á ferðaþjónustuaðila sem bjóða upp á skipulagðar göngu- og hestaferðir á svæðinu og hafa beina hagsmuni af útivistargildi þess og náttúrugæðum. Núna stendur yfir djúpbor- anaverkefni sem lofar góðu um það að hægt verði að margfalda orkunýtingu á þeim svæðum sem þegar hafa verið virkjuð. Vonir eru bundnar við að verkefnið skili árangri innan 10-15 ára. Fram- kvæmdastjóri Landverndar spyr hvort ekki sé rétt að halda að sér höndum þangað til og láta ógert að fara inn á ósnortin svæði með tækni sem einungis nýtir 10 – 20% af auðlindinni. Getur Orkuveitan ekki beðið þangað til ný tækni hefur verið þróuð sem gerir mönn- um kleift að fullnýta þá orku sem er að hafa á athafnasvæði Hellis- heiðarvirkjunar? Hvers vegna þarf að fórna náttúruperlum á borð við Ölkelduháls og austan- og sunn- anvert Hengilssvæðið fyrst aðrar lausnir eru innan seilingar? Það væri glámskyggni hjá stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur að ætla að sátt muni ríkja milli Orkuveitunnar og al- mennings ef Orkuveitan reisir fyr- irhugaðar virkjanir við Ölkeldu- háls og Hverahlíð. Sjálfur segir hann að fátt fari jafn mikið í taug- arnar á sér og háspennulínur þeg- ar hann vill njóta útivistar og náttúrufegurðar. Stjórnarformað- urinn er ekki einn um það. Þeim fjölgar stöðugt sem vilja standa vörð um náttúru landsins og vernda svæði eins og Ölkelduháls sem er á náttúruminjaskrá. Verði af þessari framkvæmd er líklegt að hyldýpisgjá myndist milli Orkuveitu Reykjavíkur og þess ört vaxandi hóps Íslendinga sem unna náttúru landsins og vilja varðveita sem stærstan hluta hennar ósnortinn. Þegar fyrirhugaðar virkjanir hafa verið reistar við Ölkelduháls og Hverahlíð býður Orkuveita Reykjavíkur upp á útivist á Heng- ilssvæðinu í skugga háspennulína. Ef marka má orð stjórnarfor- manns Orkuveitunnar er harla ólíklegt að gestir og gangandi á svæðinu ef einhverjir verða muni rekast á hann þar. Stjórn- arformaðurinn, Guðlaugur Þór Þórðarson, fer væntanlega eitt- hvert annað til þess að njóta úti- vistar í óspilltri náttúru. Hengilssvæðið í fóstur hjá Orkuveitu Reykjavíkur Stefán Erlendsson skrifar um virkjunarframkvæmdir á Hellisheiði » Getur Orkuveitanekki beðið þangað til ný tækni hefur verið þróuð sem gerir mönn- um kleift að fullnýta þá orku sem er að hafa á athafnasvæði Hellis- heiðarvirkjunar? Stefán Erlendsson Höfundur starfar sem leiðsögumaður í hestaferðum á Hengilssvæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.