Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 47
✝ Svavar Jónssonfæddist 14. jan- úar 1928. Hann lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 22. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Aðalheiður Soffía Bjarnadóttir húsmóðir, f. 31. júlí 1898, d. 27. janúar 1963 og Jón Erlend- ur Jónsson sjómað- ur, f. 10. ágúst 1883, d. 28. júlí 1949. Syst- kini Svavars eru Þorgerður Jens- dóttir, f. 1. nóvember 1921, alsystk- ini Gunnjóna Fanney, f. 7. nóvember 1923, d. 31. júlí 1924, Guð- varður, f. 18. desem- ber 1924, Gunnjóna Fanney, f. 11. febrúar 1927, d. 23. september 1978, Yngvi f. 22. febr- úar 1930, Hjörleifur, f. 29. júní 1931, d. 3. apr- íl, Sigurbjörg, f. 20. maí 1933, Hreiðar, f. 25. desember 1935, og Guðbjörn, f. 10. október 1941. Svavar var jarðsettur í Gufu- neskirkjugarði 27. september. Svavar fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð og dvaldi þar fyrstu fimm mánuði ævinnar. En í síðari hluta maí 1928 flytjast foreldrar hans að Fossi í Nauteyrarhreppi við Ísafjarð- ardjúp. Þar elst Svavar upp til níu ára aldurs en þá fer hann í fóstur til Valdimars Björnssonar og Sigríðar Magnúsdóttur sem bjuggu í Lágadal. Þar er hann til tólf ára aldurs, en þá deyr Valdimar og Svavar fer að Nauteyri til Sigurðar Pálssonar odd- vita og Sigurveigar Jónsdóttur. Rétt áður en Svavar fer að Nauteyri verð- ur hann fyrir fólskulegri árás og fannst meðvitundarlaus eftir þungt höfuðhögg. Þetta atvik átti eftir að hafa veruleg áhrif á allt hans líf. Á Naut- eyri er hann fram yfir fermingu en fer þá til Elísar Vigfússonar og Ragnheiðar Haf- liðadóttur á Neðri-Bakka í Langadal. Sex- tán ára fer hann svo til Hafnarfjarðar og stundaði sjómennsku, en sú vinna hentaði honum þó illa vegna fötlunar á vinstri hendi sem orsakaði það að hann var nánast afllaus í hendinni. Eftir að hafa tekið þátt í síldaræv- intýrinu mikla, fékk hann vinnu hjá Rafveitu Hafnarfjarðar við mæla- álestur og lokanir, sem hann vann við í mörg ár. Músík var ofarlega í huga Svavars og fékk hann tilsögn á því sviði og lærði að spila á saxófón og klarinett, í framhaldi af þeirri tilsögn fór hann að spila í Lúðrasveit Hafnarfjarðar og var þar í fjölda mörg ár. En það var fleira en músík sem heillaði Svavar, hann hafði mikinn áhuga á flugi og tók einka- flugmannspróf. Síðan flytur Svavar til Reykjavíkur og sækir um vinnu hjá Rafveitu Reykjavíkur, en á meðan hann beið eftir starfi þar fékk hann vinnu í þvottahúsinu hjá Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Þaðan fer hann svo til Rafveitu Reykjavíkur sem lokunarmaður. Þar hættir hann í kjölfar veikinda, en eftir sjúkrahúsvist verður hann vaktmaður í Grasagarð- inum í Laugardal þar til hann fór sem vistmaður á Grund. Svavar var afar jákvæður í sam- skiptum sínum við fólk og hjálpsamur þeim er til hans leituðu um aðstoð, hann var glaður í viðmóti og hló oft hátt og hvellt en erfið og langvinn veikindi mörkuðust djúpt í sál hans og hneigðist hann þá til trúar og biblíu- lesturs sem virtist veita honum sálar- frið og var hann ötull í því að kynna trúarlega túlkun safnaðar síns. Allir þeir sem kynntust Svavari munu minnast hans með hlýhug. Guðvarður Jónsson. Svavar Jónsson MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 47 STJÓRN Samtaka um betri byggð telur óhjákvæmilegt að tekið verði á vegamálum á Suðvesturlandi á heildstæðan hátt og hefur lagt fram samræmda umræðutillögu að upp- byggingu Vesturlandsvegar að Borgarnesi, Suðurlandsvegar að Selfossi og Reykjanesbrautar að Leifsstöð. Í yfirlýsingu stjórnar Samtaka um betri byggð segir: „Gerð verði vönduð áætlun um fækkun alvarlega slasaðra og dá- inna í umferðinni á Íslandi. Þessi áætlun feli í sér fjárhags- og fram- kvæmdaáætlun og verði sambæri- leg við bestu áætlanir á þessu sviði á Norðurlöndum og í V-Evrópu. Unnið verði eftir áætluninni á ár- unum 2007–20012 og miðist hún við það að dánir í umferðinni verði a.m.k. 50% færri árið 2012 en með- altal áranna 2001–2005. Hið sama verði einnig látið gilda um fækkun alvarlega slasaðra í umferðinni. Stjórn samtakanna leggur áherslu á að uppbygging vegakerf- isins gegnir hér lykilhlutverki. Stjórn Samtaka um betri byggð bendir á mikilvægi þess  að söðlað verði um og héðan í frá ráði arðsemi framkvæmda for- gangsröðun verkefna í vegamál- um á Íslandi,  að sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu taki yfir alla ábyrgð á stofnbrautum innan sveitarfé- lagamarka sinna ásamt tilheyr- andi tekjustofnum,  að til komi stóraukið fjármagn til framkvæmda á öllum þjóð- vegum út frá höfuðborginni (að Borgarnesi, Selfossi og Leifs- stöð) til að unnt sé að koma þeim í mannsæmandi horf á næstu 6 árum.“ Yfirlýsing um arðsemi og öryggi stofnbrauta SÝNING á nýrri húsgagnalínu opn- ar í dag í Epal sem hönnuðirnir Guð- rún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson hafa unnið í samvinnu við sænska framleiðandann Möbelsnick- armästare Johansson. Útflutningsráð kom á samstarfi ís- lenskra hönnuða og sænskra fram- leiðenda í samvinnu við sendiráð Ís- lands í Stokkhólmi, Sænska innflutningsráðið og Samtök hús- gagnaframleiðenda í Smálöndum. Ráðinn var markaðsráðgjafi í Sví- þjóð til að gera samvinnuna mark- vissari og auðvelda samskipti, segir í fréttatilkynningu. Hugmyndin að MGO-húsgagnalín- unni voru borðstofustólar Sveins Kjarvals, þá nýkomnir í framleiðslu aftur eftir langt hlé, en Guðrún Mar- grét og Oddgeir hönnuðu borðstofu- borð sem sérstaklega var ætlað að passa við þá. Á Íslandi er línan seld í versl- uninni Epal og þar verða húsgögnin til sýnis frá kl. 17. fimmtudaginn 12. október. Christina Nilroth sænski markaðsráðgjafinn og forsvars- menn Möbelsnickarmästare Jo- hansson verða viðstödd opnun sýn- ingarinnar. Samstarf íslenskra hönnuða og sænskra húsgagnaframleiðenda STJÓRN Heimdallar fagnar ákvörð- un ríkisstjórnarinnar að lækka virð- isaukaskatt á matvæli, veitingaþjón- ustu og hótelgistingu, sem og lækkun tolla á innflutt matvæli og af- námi vörugjalda að mestu. Með þessum aðgerðum er ríkisstjórnin að standa við gefin loforð í stefnuyfir- lýsingu sinni frá 2003. Þetta er stór- liður í að auka kaupmátt og bæta kjör einstaklinga, segir í ályktun. „Stigið hefur verið stórt skref til að lækka matvælaverð á Íslandi og er það góðra gjalda vert, en stjórn Heimdallar telur að ganga eigi lengra. Mikilvægt er að tryggja framgang hins frjálsa markaðar þar sem verð ákvarðast af framboði og eftirspurn. Það á ekki að vera hlut- verk ríkisins að vernda óhagkvæman atvinnurekstur með tollum og vöru- gjöldum og skekkja þannig sam- keppni á markaði. Stjórn Heimdallar hvetur ríkis- stjórnina til þess að stíga skrefið til fulls og afnema tolla og vörugjöld að fullu. Skattar og gjöld ríkisins eiga ekki að vera notaðir til neyslustýr- ingar af neinu tagi,“ segir í álykt- uninni. Skrefið verði stigið til fulls HLUTI af tillögum ríkisstjórnarinn- ar til lækkunar á vöruverði er að lækka virðisaukaskatt af þeim vörum sem verið hafa í 14% þrepi niður í 7% þann 1. mars 2007. Þessi lækkun tekur til bóka, blaða og tíma- rita. Félag íslenskra bókaútgefenda og Rithöfundasamband Íslands fagna þessum aðgerðum, enda hefur niðurfelling eða lækkun virðisauka- skatts á bækur um langt skeið verið eitt helsta baráttumál útgefenda og rithöfunda. Með þessum aðgerðum verður virðisaukaskattur á bækur sambæri- legur við flest nágrannalönd okkar eftir að hafa verið um langt skeið óeðlilega hár. Árin 1990 – 1993 báru bækur, blöð og tímarit hérlendis ekki virðisaukaskatt, líkt og raunin er nú í mörgum Evrópulöndum, og til þess hefur verið vísað æ ofan í æ að ein af áhrifaríkustu leiðum hins opinbera til að styðja við stöðu bókmenningar, auka lestur og styrkja stoðir upp- lýsts samfélags sé að gera Íslending- um fært að kaupa lesefni án óhófleg- ar skattlagningar, segir í yfirlýsingu Félags íslenskra bókaútgefenda og Rithöfundasambands Íslands. Bókaútgefendur og rithöfundar benda ennfremur á að endanleg nið- urfelling virðisaukaskatts á bækur hlýtur að vera eitt af meginmarkmið- um þeirra sem vilja styrkja stöðu ís- lenskrar bókmenningar og þar af leiðandi sjálfan grundvöll tilveru þjóðarinnar: íslenska tungu. Fagna lækkun virðis- aukaskatts á bækur Elsku mamma mín. Þá er baráttu þinni lokið. Mikið var gott að fá að standa með þér og styðja þig í veikindum þínum. Stundum ætlaðir þú að henda mér út af Landspítalanum, fannst ég vera farinn að stjórna starfsfólkinu aðeins of mikið, hvort sem það voru hjúkkur eða læknar. Svo sagðir þú alltaf við mig áður en við fórum á sjúkrahús, hvort sem það var í Reykjavík eða á Blönduósi, vertu svo ekki eins og heimalningur hérna inni á sjúkrahús- unum. Hjúkrunarfólkið gerði meira að segja grín að því, að nú þyrfti ég að fá hjúkkubúning og ég sett á launa- skrá. Það þurfti nú stundum að tala þig til og þá var gott að hafa Stínu frænku sér við hlið. En þér þótti nú ekkert leiðinlegt að láta mig stjana í kringum þig. Þér fannst nú þægilegt þegar ég nuddaði kalda fæturna þína, ✝ Sveinbjörg DóraSveinbjörns- dóttir fæddist í Reykjavík 12. jan- úar 1960. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Blönduósi 25. sept- ember síðastliðinn og var jarðsungin frá Hólaneskirkju 30. september. og bar á þig krem. Alveg frá upphafi af veikindum þínum, gát- um við gert grín, hvort sem það var að sjúk- dóminum eða bara hvað við vorum sveitó í Reykjavík. Alltaf var stutt í hláturinn og grínið það var alveg sama hvort þú varst völt á fótum, gleyminn eða þegar þú varst á sterum og borðaðir eins og hestur. Alltaf gat ég grínast svolítið í þér en það besta var að þú gast gert grín að þessu sjálf. En ég gat nú verið kvik- indi við þig líka. Pínt þig áfram t.d. að labba sjálf, borða sjálf og að klæða þig. Því þetta voru hlutir sem þú gast ekki gert um tíma. En með þrjóskunni og sjálfstæðinu gastu þetta að lokum. Mjög sjaldan sáust tár en mjög oft heyrðist hlátur. Ég mun aldrei gleyma síðustu ferð- unum okkar suður, þvílíkt ævintýri. Þegar þú labbaðir upp á 2. hæð til Stínu frænku. Við héldum að hún myndi líða útaf þegar hún sá þig við eldhúsborðið. Svo gekk nú ýmislegt annað á hjá okkur. En alltaf heyrðist í þér „fall er fararheill“. Ferðin okkar til Mallorca í sumar var æðisleg, þrátt fyrir mikla verki sem voru að hrjá þig, þá stóðstu þig rosalega vel. Við nutum okkar mjög mikið liggjandi í sólbaði, sötrandi öl, og kaupa heil ósköp. Það var ýmislegt sem þú lagðir á þig í veik- indunum þínum. Til dæmis fórstu á námskeið hjá slökkviliðinu heila helgi hérna á Blönduósi. Það var nú meiri upplifunin fyrir hann Bergsvein Snæ að sjá ömmu sína í slökkviliðsbúningi, og fá að fylgjast með æfingunum. Bergsveinn sagði við mig um daginn að nú væri amma orðin stjarna á himninum. Mikið á hann eftir að sakna þín. Honum fannst svo gaman að koma til þín. Það var nú ansi mikið sem við stóðum af okkur saman, hvort við fengum slæmar fréttir af sjúk- dómnum eða mótlæti í gegnum þetta annars erfiða tímabil. Ég fékk að kynnast þér betur og sjá hversu mikil baráttukona þú varst, það sem þú ætl- aðir að gera, gerðir þú með stæl. Þú varst lengi að sætta þig við ýmsa hluti en tókst á þeim sem sönn hetja og hetja muntu alltaf vera. Það var mér sönn ánægja að fá tækifæri til að geta staðið með þér í þessu. Ég vil þakka þeim sem gerðu mér það mögulegt að hjálpa þér, og eyða með þér þessum dýrmætu stundum. Nú bið ég góðan Guð og aðra að taka vel á móti þér. Ég elska þig alltaf. Þín dóttir Guðrún Björk. Elsku amma. Takk fyrir að vera mér svona góð amma. Það var gaman að eiga ömmu sem var í slökkviliðinu. Það eru fáir svo heppnir. Elska þig. Þinn Bergsveinn Snær. Sveinbjörg Dóra Sveinbjörnsdóttir Nú er sumarið á enda og haustið að fær- ast yfir. Eftir frekar skrýtið sumar er stuttur tími fram- undan þar til jólin koma. Eftir tvær til þrjár vikur á fyrsta langa lang ömmu barnið þitt að koma í heiminn. Ég man þegar ég var hjá þér síðast þá lofaði ég að það yrði ekki langt í næstu heim- sókn, en því miður leið allt of langur tími. Ég hélt bara í þá von að ég kæmi til þín síðar á árinu svo þú fengir að hitta litla krílið. Jóhanna Pálsdóttir ✝ Jóhanna Páls-dóttir fæddist í Ytri Dalbæ í Land- broti 1. september 1913. Hún lést á Dvalarheimilinu Klausturhólum 28. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Prest- bakkakirkju á Síðu 5. september. Ég man þegar ég var yngri þá var alltaf fullt borð af allskonar góð- gæti þegar okkur bar að garði. Minning mín um þig er sterk, þú varst alltaf brosandi og hlæjandi. Og á þann hátt eru allar mínar minningar frá Klaustri svo bjartar að ég man ekki eftir mörgum rign- ingadögum. En alltaf man ég þegar ég stakk af upp að Systrafossi og fór alla leið upp og skoðaði útsýnið, þið amma voruð ekk- ert ánægðar með það. En mikið of- boðslega fannst mér það gaman að fara þarna upp og sjá hvað það er fal- legt þarna í kring. Mikið er ég þakklát fyrir þann tíma sem við fengum öll að njóta mér þér. Einnig er ég þér afar þakklát fyrir allt sem þú hefur prjónað og saumað handa mér. Vænst þykir mér um eng- ilinn sem þú saumaðir handa mér. Hann fór beint í ramma og verður þar, upp á vegg um alla tíma. Með hinum englinum sem amma saumaði á móti. Svo engillinn frá þér yrði ekki ein- mana. Báðir minna þeir mig á þann kærleik sem fylgir ykkur báðum. Síðast þegar ég hitti þig þá sagðirðu mér að þú vildir ekki fá neinar gjafir eða myndir. Þú sagðir mér að þú ættir alla þá hluti og allar þær myndir sem þú þyrftir, þar sem ekki væri svo mik- ið eftir af þínu lífi hér á jörð. Enginn getur meinað mér minning þína’ að geyma. Kringum höll sem hrunin er, hugann læt ég sveima. Elsku langamman mín. Megi minn- ing þín lifa í hjörtum okkar sem eftir stöndum. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Ellen Rós Guðmundsdóttir FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.