Morgunblaðið - 20.10.2006, Side 12

Morgunblaðið - 20.10.2006, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is ÁSÝND Íslensku friðargæsl- unnar mun mýkjast og áherslur færast yfir á borgaraleg verkefni, og starfsemi „jeppagengja“, sem nú eru í Afganistan, verður hætt, sagði Valgerður Sverrisdóttir ut- anríkisráðherra í gærmorgun, að loknum fundi í utanríkismála- nefnd Alþingis þar sem þessar breyttu áherslur voru kynntar. Nýjar áherslur friðargæsl- unnar munu einkum liggja á fjór- um sviðum, á sviði löggæslu og réttarfars, flugmála og flugvalla- stjórnunar, fjölmiðlunar og upp- lýsingamála, og heilbrigðisgæslu og heilbrigðismála, sagði hún. „Við ætlum að mýkja ásýnd friðargæslunnar með þessu móti, og færa hana enn meira inn á borgaraleg svið. Þarna höfum við mikla reynslu, við Íslendingar, og höfum getið okkur gott orð þar sem við höfum komið að málum á þessum sviðum,“ sagði Valgerður. Dæmi um mýkri ásýnd sagði Valgerður nýtt verkefni í Afgan- istan þar sem ætlunin er að standa fyrir námskeiði fyrir kon- ur sem koma að barnsfæðingum, og munu íslenskar ljósmæður taka að sér fræðslustarfið. „Við munum með tíð og tíma draga út þá starfsemi sem hefur átt sér stað í Afganistan, og hefur verið kallað jeppagengi. Þau hafa vissulega skipt máli, en við teljum að það sé mál sem sé ástæða til þess að draga út.“ Auka áhuga kvenna Hún segir að dregið verði úr vopnabúnaði hjá friðargæslulið- um. „Það er ekki hægt að útiloka að það verði um vopnaburð að ræða, til dæmis þar sem við tök- um þátt í flugvallarstarfsemi og í því sambandi má nefna að það eru miklar líkur á því að við tökum að okkur fyrir hönd NATO að yf- irfæra Kabúl-flugvöll til heima- aðila, sem er gríðarlegt verkefni og reynir mjög á okkar fólk.“ Valgerður segir að eitthvað muni fjölga í friðargæsluliðinu á næstunni. „Við höfum ekki náð þeim markmiðum sem við settum okkur fyrir nokkrum árum. Við ætluðum okkur að vera komin upp í 50 manns í lok þessa árs, en við erum bara komin liðlega hálfa þá leið, svo það verður um ein- hverja fjölgun að ræða. Vissulega er mikið af áhugasömu fólki sem vill taka þátt í þessu starfi, en fram að þessu hafa verið of fáar konur, en með þessum nýju áherslum teljum við að við getum aukið áhuga kvenna á frið- argæslustörfum, og það tel ég að skipti miklu máli.“ Spurð um kostnað við frið- argæsluna sagði ráðherra að ekki væri hægt að nefna nákvæma kostnaðaráætlun. „Á fjórum síð- ustu árum hefur framlag til frið- argæslu verið að hækka um 40% eða svo.“ Valgerður leggur áherslu á að sem mest sátt ríki um friðargæsl- una hér á landi, og því sé mik- ilvægt að efna til umræðu, til dæmis í þinginu. Þar verði fljót- lega lagt fram frumvarp um frið- argæsluna. Samkvæmt upplýs- ingum frá utanríkisráðuneytinu mun þar vera á ferðinni endur- skoðað frumvarp sem lagt var fyr- ir á síðasta þingi, en þar er ætl- unin að móta lagaramma um Íslensku friðargæsluna. Utanríkisráðherra kynnir nýjar og mýkri áherslur Íslensku friðargæslunnar „Jeppagengin“ verða kölluð heim frá Afganistan Morgunblaðið/Davíð Logi Gæta friðarins Ísland hefur skuldbundið sig til að halda úti hreyfanlegum sveitum í Afganistan þar til í apríl á næsta ári og þá verður starfsemi þeirra hætt, segir forstöðumaður Íslensku friðargæslunnar. Í DAG eru 26 starfsmenn Íslensku friðargæsl- unnar starfandi á erlendri grundu, en reiknað er með því að um mitt næsta ár verði þeir orðnir um 40, segir Anna Jóhannsdóttir, forstöðumaður Ís- lensku friðargæslunnar. Í dag eru 14 friðar- gæsluliðar í Afganistan og 10 á Sri Lanka, en að auki er einn í Belgrad og einn í Bagdad. Anna segir að mesta breytingin sem nú sé boð- uð á starfsemi friðargæslunnar felist í breyttu verkefnavali. „Mesta breytingin verður þegar við hættum með jeppateymi í Afganistan og förum í önnur og öðruvísi verkefni þar. Við höfum skuld- bundið okkur gagnvart NATO til að sinna þessu verkefni fram í apr- íl á næsta ári, þannig að ef við ætlum að hætta fyrr þurfum við að ræða það og semja um það við NATO.“ Nýtt verkefni er þegar hafið í Afganistan, en íslensk hjúkrunar- kona og íslensk ljósmóðir fóru til Afganistan á miðvikudag. Þær munu halda tveggja vikna námskeið fyrir konur sem koma að fæð- ingu barna í Ghor-héraði, og gefa þeim útbúnað sem nýtist þeim í starfi. „Það er mikill barna- og mæðradauði í Afganistan og mikið þörf á að fræða ljósmæður og yfirsetukonur,“ segir Anna. Anna segir að nýjar áherslur friðargæslunnar, m.a. á heilbrigðis- og heilsugæslumál, ættu að höfða meira til kvenna en verið hefur. „Ég held að ef verkefnin eru þess eðlis að bæði kynin geti sinnt þeim sé enginn skortur á konum sem hafa áhuga á að fara í friðargæslu, og við höfum fullt af hæfu fólki þar.“ Friðargæsluliðum fjölgað úr 26 í um 40 á næsta ári Anna Jóhannsdóttir Á SÍÐASTA ári ákvað stjórn Fé- lags náms- og starfsráðgjafa að 20. október ár hvert yrði dagur náms- og starfsráðgjafar. Í framhaldi af því hyggst félagið árlega beita sér fyrir sérstöku átaki í þágu náms- og starfsráðgjafar og helga þennan dag rækt við náms- og starfsráð- gjöf á Íslandi og þá einstaklinga, skóla, stofnanir, fræðsluaðila og fyrirtæki sem tengjast náms- og starfsráðgjöf. Með því móti er ætl- unin að beina athygli þjóðarinnar að stöðu náms- og starfsráðgjafar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menntun og atvinnulíf, að sögn Ágústu Ingþórsdóttur, forsvars- manns dagsins. „Dagur náms- og starfsráðgjafar er þannig fyrst haldinn hátíðlegur nú í dag, 20. október árið 2006. Fjölmargir aðilar lögðu hönd á plóg og efndu til viðburða af þessu tilefni. Má þar nefna fjölmiðla, skóla, stofnanir og fræðsluaðila. Vert er að geta að menntamála- ráðuneytið, Háskóli Íslands, Kenn- arasamband Íslands, Vinnumála- stofnun, Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar og Heimili og skóli hafa auk þess styrkt okkur dyggi- lega og gert félaginu kleift að halda þennan dag hátíðlegan,“ seg- ir Ágústa. „Dagur náms- og starfsráðgjafar mun verða haldinn hátíðlegur með svipuðu sniði í framtíðinni og von- andi munu sífellt fleiri aðilar taka virkan þátt í honum með ýmsu móti. Íslendingar hafa verið hvattir til að draga athygli sína að náms- og starfsráðgjöf sem mikilvægu jöfnunartæki til eflingar menntun- ar og mannsauðs í dag. “ Hún segir ljóst að mikil þróun eigi sér stað í náms- og starfs- ráðgjöf hér á landi. „Þessa sér stað til að mynda í námi í náms- og starfsráðgjöf. Meistaranám í náms- og starfsráð- gjöf við félagsvísindadeild Háskóla Íslands er mikið framfaraskref þar sem námið mun auka ennfremur fagþekkingu náms- og starfsráð- gjafa auk þess sem rannsóknir munu stóraukast á fagsviðinu,“ segir hún ennfremur en bætir við að efla þurfi náms- og starfsráðgjöf á öllum skólastigum. „Annað skref er að lögfesta starfshlutfall náms- og starfsráð- gjafa með tilliti til nemendafjölda. Staðreyndin í dag er sú að of margir nemendur eru að baki 100% starfshluta náms- og starfsráðgjafa í menntakerfinu sem gerir það að verkum að ekki er hægt að sinna nægilega þörfum nemenda hvað varðar náms- og starfsráðgjöf, náms- og starfsfræðslu, náms- og starfsval og persónulega ráðgjöf.“ Halda upp á fyrsta dag náms- og starfsráðgjafar AÐ SÖGN Hildar Dungal, forstjóra Útlendingastofn- unar, getur fjöldi útlend- inga hér á landi sem ekki hafa gilt dvalarleyfi numið hundruðum. Á lista sem stofnunin tók saman yfir fjölda leyfislausra í sumar var fjöldinn 550 en þegar nánar var að gáð höfðu fjöl- margir þeirra þegar farið af landi brott. Þessar tölur miða við alla útlend- inga sem hafa verið með leyfi en ekki sótt um endurnýjun, en Hildur telur erfitt að áætla um fjölda útlendinga á Íslandi sem aldrei hafa sótt um leyfi. Hildur áréttar einnig að EES-borgarar, sem eru stór hluti leyfislausra útlendinga, séu ekki flokkaðir sem ólöglegir innflytjendur þar sem þeir eigi rétt á dvalarleyfi á landinu að upp- fylltum vissum skilyrðum. Nauðsynlegt sé hinsvegar fyrir þá að sækja um slíkt leyfi til að komast inn í þjóðskrá og fá skattkort. Ólögleg- ir eru hinsvegar þeir sem ekki eiga rétt á leyfi eða endurnýjun leyfis. Aðspurð telur Hildur ólíklegt að á Íslandi leynist margir leyfislausir útlendingar sem ekki eigi rétt á leyfi. „Slíkt verður alltaf erf- iðara og erfiðara. Við erum í samstarfi við skattinn sem athugar hvort fólk hafi leyfi áður en skattkort eru gefin út. Þeir sem ekki hafa dvalarleyfi fara heldur ekki inn í þjóðskrá, þeir geta mögulega fengið kennitölu en eru þá skráðir í svokallaða utangarðsskrá,“ segir Hildur og bendir á að erfitt sé að lifa eðilegu lífi í íslensku samfélagi án þess að hafa gilt dval- arleyfi. „Það myndi komast upp ef fólk þyrfti að fara á spítala og jafnvel ef það skryppi út í vídeó-leigu,“ segir hún. Jafnframt bætir hún við að eftirlit með útlendingum innanlands sé í höndum lögreglu, sem vinni þó oft eftir upplýs- ingum og ábendingum frá Útlendingastofnun. Spurð að því hver viðurlögin séu við því að lifa á Íslandi án dvalarleyfis segir Hildur að hörðustu úrræðin séu brottvísun úr landi og endurkomubann sem gildi þá inn á allt Schen- gen-svæðið. „Við reynum að sjálfsögðu að gæta meðalhófs. Yfirleitt er þeim sem ekki hafa sótt um endurnýjun dvalarleyfis sent bréf þar sem þeir eru áminntir um að endurnýja leyfið,“ segir Hildur og tekur fram að séu mál- in alvarlegri sé það í höndum lögreglu að fara með framkvæmd þeirra. „Vinnuveitendur geta einnig þurft að greiða sektir vegna leyfislauss starfsfólks,“ bætir hún við. Að lokum áréttar Hildur að Útlendinga- stofnun fylgist náið með endurnýjun leyfa og kanni það í samstarfi við lögreglu hvort að á landinu sé leyfislaust fólk sem nauðsynlegt er að vísa af landi brott. Hundruð án dvalar- leyfis Hildur Dungal Útlendingar gleyma að sækja um endurnýjun leyfa ÁGÚST Ólafur Ágústsson, vara- formaður Sam- fylkingarinnar, sækist eftir 4. sætinu í prófkjöri Samfylkingarinn- ar í Reykjavík, sem er jafnframt 2. sætið í öðru hvoru kjördæm- anna. Ágúst Ólaf- ur var kjörinn á þing 2003 og var kosinn varaformaður Samfylkingar- innar árið 2005. Ágúst Ólafur er með háskólapróf í lögfræði og hagfræði frá Háskóla Íslands. Ágúst Ólafur er í efnahags- og við- skiptanefnd Alþingis, allsherjar- nefnd og er varamaður í utanríkis- málanefnd og hefur einnig verið í heilbrigðis- og trygginganefnd. Þá situr hann í sérnefnd um stjórnar- skrármál. Auk þess hefur hann gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyr- ir Samfylkinguna. Gefur kost á sér í 4. sætið Ágúst Ólafur Ágústsson GRÍMUR Gísla- son, fram- kvæmdastjóri frá Vestmannaeyj- um, hefur ákveðið að sækjast eftir 3.–5. sæti í próf- kjöri Sjálfstæðis- flokksins í Suður- kjördæmi 11. nóvember nk. Grímur, sem er fæddur og uppal- inn Eyjamaður, starfaði lengi sem vélstjóri til sjós. Hann hefur starfað sem blaðamaður, kennari, verkefn- isstjóri og starfar nú sem fram- kvæmdastjóri Atlas hf. Grímur hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum gegnum árin. Hann var m.a. um langt árabil formaður stjórnar Herjólfs hf. í Vestmanna- eyjum. Grímur hefur verið virkur í störfum innan Sjálfstæðisflokksins frá unglingsaldri. Hann var formað- ur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Eyjum. Sækist eftir 3.–5. sæti Grímur Gíslason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.