Morgunblaðið - 20.10.2006, Síða 28
daglegt líf
28 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Þetta byrjaði allt saman árið1971 þegar ég fór með föð-ur mínum í Norðurleit ogætlaði að vera fjallmaður í
fyrsta skipti, þá var enginn sér-
stakur á traktornum sem fór inn yf-
ir sand og Geiri heitinn í Skáldabúð-
um, sem var þá fjallkóngur, setti
mig á traktorinn og ég hef verið á
honum síðan. Í 29 ár hef ég svo far-
ið alla leið inn að Arnarfelli við
Hofsjökul með þeim fjallmönnum
sem lengst fara, en þær leitir taka
níu daga. Fyrstu árin flutti ég ein-
göngu trússið og fjallmenn tóku
sjálfir með sér mat, en fyrir 15 til
20 árum síðan fór ég að sjá um mat-
inn líka fyrir þá sem fóru alla leið
en það er styttra síðan ég fór að
elda í alla fjallmenn,“ segir Óli, eins
og hann er alltaf kallaður, þegar
blaðamaður leit í kaffi til hans einn
haustdag eftir fyrrasafn.
Leið Óla um Gnúpverjaafrétt
liggur víða í einni fjallferð og þarf
hann að dvelja margar nætur í mis-
góðum afréttarhúsum. „Það er ein
nótt í Hólaskógi, önnur í Bjarna-
lækjabotnum, tvær nætur í Tjarn-
arveri og þá smala ég Þjórsárverin
með fjallmönnum. Svo er farið aftur
til baka og verið tvær nætur í
Bjarnalækjabotnum og Norðurleitin
smöluð, skilur þá leiðir milli fjall-
manna Gnúpverja og Flóa og
Skeiða. Ég held í Gljúfurleit þar
sem Dalsársmalarnir bætast við
auk Höllu í Ásum sem sér um elda-
mennskuna með mér seinustu þrjá
dagana þar og í Hólaskógi.“
Farið sjötíu ferðir
Þrátt fyrir að trússarahlutverkið
hafi tilheyrt Óla svona lengi komst
hann einu sinni sem fjallmaður í eft-
irsafn árið 1975, með þeirri ferð
hefur hann farið sjötíu ferðir á af-
rétti í tengslum við smalamennsku.
„Ég trússa nú orðið þrisvar á ári, í
fyrrasafni í níu daga, í eftirsafni
sem eru sex dagar og svo eftirleit á
Flóa- og Skeiðamannaafrétt um
miðjan október í um fjóra daga.“ Óli
hefur aldrei þurft að sleppa úr ferð
og hefur sjaldan lent í veseni þó
einn atburður sé honum minn-
isstæður. „Fyrir sextán árum lent-
um við í brjáluðu veðri í eftirsafni,
ég komst ekki leiðar minnar vegna
ófærðar og vissi ekkert um fjall-
menn frekar en þeir um mig. Ég
var samt alltaf í sambandi við byggð
og frétti að þeir hefðu komist í
Gljúfurleit við illan leik, daginn eftir
kom leiðangur og ruddi leiðina fyrir
mig. Ég óttaðist þennan dag um af-
drif þeirra sem voru ríðandi en allt
endaði vel.“
Vinsæll vagn
Þeir sem sjá til Óla á leið á fjall
halda oft að þar sé sirkus á ferð, en
Óli keyrir um á skínandi blárri og
vel bónaðri New Holland-dráttarvél
og er með tvo vagna í eftirdragi. Í
þeim fyrri er eldunaraðstaða og
langborð og í þeim seinni er hann
með hey fyrir fjallhesta og trúss-
kofort, allt er vel skipulagt og
snyrtilegt. „Afréttarhúsin eru oft
lítil svo það er mikill munur að geta
eldað í rúmgóðum vagninum en svo
minnkar vagninn stundum á kvöldin
þegar hann breytist í samkomuhús.
Fjallmenn sækja svolítið í að sitja í
honum á kvöldin til að hressa sig
við og syngja. Ég fór jafnvel að
hugsa um að halda vagnakvöld í
byggð því það myndast oft svo
skemmtileg stemning í honum á
fjöllum,“ segir Óli og hlær.
Spurður út í undirbúning fyrir
hverja fjallferð segir Óli hann vera
heilmikinn. „Ég þarf að kaupa í
matinn fyrir fjölda manns og huga
að ýmsum smáatriðum. Það hefur
stundum verið gert grín að mér fyr-
ir að vera með allt sem fjallmenn
vantar, en það eru nú ýkjur.“ Fjall-
menn vakna um hálfsex að morgni
og því er Óli vanalega kominn á
fætur um fimm til að elda hafra-
graut ofan í þá. Óli sér aftur um að
elda í fjallmenn á kvöldin og er orð-
inn rómaður fyrir þann veislumat
sem hann ber fram á fjöllum.
Þar sem Óli hefur farið svona oft
sem trússari er vert að spyrja hann
hvort honum finnist þetta ekki
örugglega skemmtilegt. „Jú, jú,
annars væri ég ekki að þessu,“
svarar hann hógvær. „Stundum
hugsa ég eftir hverju ég sé að sækj-
ast því þetta er bara puð en eftir því
sem nær dregur hausti vex fjalla-
veikin. Ég sæki mikið inn úr og
toppurinn er að smala Þjórsárverin,
þeim vil ég alls ekki láta sökkva.“
Oft gaman á fjalli
Það eru ýmsar hefðir hjá Óla í
fjallferðum og ein þeirra er að hann
stillir Norðurleitarmönnum og
Sandleiturum alltaf upp við Bjarna-
lækjabotna og tekur af þeim mynd,
jólin á eftir fá fjallmennirnir jóla-
kort frá Óla með myndinni og er
þessi hefð orðin þeim mörgum kær.
„Það er oft gaman hjá okkur á fjalli
þó að smalamennskan geti verið
strembin, ég man sérstaklega eftir
því árið 1990 þegar við reistum
kamar inni í Tjarnarveri. Þá und-
irbjó ég smá fíflalæti, tók upp á
kassettu lúðrasveit spila Fífil-
brekka, gróin grund, lagði traktorn-
um hjá kamrinum og setti spóluna í,
svo var dansað í kringum kamarinn
og dansinn endaði á því að allir
tróðu sér inn á kamarinn. Það er
ýmislegt sem fólk finnur sér til
skemmtunar á fjalli,“ segir Óli
kankvís og bætir við að hann stefni
á að trússa nokkur ár í viðbót.
Trússari með fjallaveiki að hausti
Ljósmynd/Ólafur Jónsson
Lopapeysulið Ólafur lengst til vinstri ásamt fjallmönnum Gnúpverja og Flóa- og Skeiðamanna sem fóru í Norður- og Sandleit haustið 2006.
Trússari Óli við traktorinn og vagnana uppi á Flóamannaöldu á Gnúpverjaafrétti, í eftirsafni haustið 2006.
Þeir sem sjá til Óla á
leið á fjall halda oft að
þar sé sirkus á ferð, en
Óli keyrir um á skín-
andi blárri og vel bón-
aðri New Holland-
dráttarvél og er með
tvo vagna í eftirdragi.
Á haustin er farið í fjár-
smölun á afréttum víðs
vegar um land. Þar sem
lengst er farið fylgir oft
maður fjallmönnum með
farangur þeirra og eldar
ofan í þá í afréttarhús-
unum, er hann kallaður
trússari. Ólafur Jónsson í
Eystra-Geldingaholti í
Gnúpverjahreppi í Ár-
nessýslu hefur verið
trússari fyrir fjallmenn
Gnúpverja síðan 1971,
Ingveldur Geirsdóttir
forvitnaðist um starfið.
ingveldur@mbl.is
Kærleikurinn er hinn sanni boð-skapur jólanna og gleðin semfylgir því að gefa öðrum er mikil
og góð. Og kannski er hún allra best
gleðin sem fylgir því að gefa þeim sem lít-
ið eiga og sjaldan fá gjafir. Á vegum
KFUM og KFUK fer nú í þriðja sinn af
stað verkefni sem kallað er Jól í skókassa
og gengur út á það að við Íslendingar
sem lifum við allsnægtir, höfum tækifæri
til að sýna kærleikann í verki með því að
setja gjafir til barna í skókassa og koma
þeim í höfuðstöðvar KFUM og KFUK
Holtavegi 28. Þaðan eru þeir sendir til
Úkraínu þar sem fátækt er mikil og köss-
unum verður meðal annars komið til
barna á munaðarleysingjaheimilum,
barnaspítölum og til barna einstæðra for-
eldra. Í kassana er til dæmis hægt að
setja ritföng, vettlinga, sokka, hreinlæt-
isvörur, leikföng og sælgæti. Mikið not-
aðir eða illa farnir hlutir mega alls ekki
fara í kassana og sama er að segja um
matvöru, stríðsdót, vökva, lyf og brot-
hætta hluti. Og þó spilastokkar séu eitthvað
sem okkur hér heima finnst jólalegt, þá eru
þeir tengdir fjárhættuspilum í Úkraínu og
eru því á bannlistanum yfir það sem fara má
í kassann.
Viðbrögð hafa verið mjög góð þau tvö síð-
astliðin ár sem skókassar hafa verið sendir
héðan. Fyrsta árið söfnuðust 500 kassar og í
fyrra voru þeir 2.600 og vonandi verða þeir
enn fleiri fyrir þessi jól.
Síðasti mótttökudagur verður laugardag-
inn 11. nóvember.
Jól í skókassa
Gaman að fá jólapakka Úkraínskur drengur
gramsar í skókassanum sem hann fékk frá Ís-
landi um síðustu jól.
Nánari upplýsingar:
www.skokassar.net
S:588-8899