Morgunblaðið - 20.10.2006, Side 37

Morgunblaðið - 20.10.2006, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 37 GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Lið-a-mót FRÁ www.nowfoods.com NNFA QUALITY APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR A ll ta f ó d ýr ir MEÐ kvikmynd sinni um hinn óþægilega sannleika tekur hinn stórvaxni Al Gore að sér hlutverk hrekklausa litla barnsins hans H. C. Andersens og bendir á að keisarinn Bush og félagar séu ekki í neinu þegar þeir spranga sperrtir og gera lítið úr hættunni af meðferð manns- ins á loftinu sem þeir fylla lungun með. Kvikmynd Gores um þennan óþægilega sannleika er lofsvert framtak. Sérstaklega líkar mér sú áhersla sem hann leggur á að koltvísýringur loftsins hafi nú skyndilega vaxið jafn mikið og hann hefur gert í hvert skipti sem of- urhlýnun hefur orðið frá ísöld til hlýskeiðs á undanförnum hundr- uðum þúsunda ára. Hann var sem sagt um 180 millj- ónarpartar andrúmsloftsins á ísöld- um, 280 á hlýskeiðum,eins og fram að iðnbyltingu um 1800, en er nú orðinn 380. Það ætti reyndar að vera honum undrunarefni að slík dæmalaus hlýnun hefur mjög látið á sér standa og hennar sér fremur litla staði. Það varð 10 stiga hlýnun í grennd við heimskautin í hvert sinn sem ísaldarjöklunum miklu var svipt af fjöllunum en vegna jafn mikillar aukningar koltvísýrings eru nú aðeins komnar fram svo sem tvær gráður í grennd við pólana. Hann hefði getað bent á þá senni- legu ástæðu að núverandi aukning koltvísýringsins þarf að afla gíf- urlega mikils varma frá sólinni til að hita fjögurra kílómetra djúp heimshöfin svo að jafnvægi náist í hitabúskap hnattarins með núver- andi koltvísýringi í loftinu. Það gæti tekið hundruð ára. Þarna held ég að voðinn sé enn meiri en Al Gore ger- ir grein fyrir. Jafnvel þó að nú þeg- ar yrði stöðvuð öll aukning koltvísýrings, sem ekkert útlit er fyr- ir, væru hin ógnvæn- legu eftirmál óhjá- kvæmileg. Annar kafli í kvik- mynd Al Gores finnst mér reyndar orka nokkurs tvímælis. Hann er hallur undir kenningu sem með þversögn sinni hefur hlotið furðu mikið fylgi. Hún er sú að Golfstraumurinn stöðvist vegna hlýnunarinnar, jafn- vel fyrir sunnan Ísland, og hér renni upp ísöld, einangruð frá hin- um heita heimi. En nýlega flutti norskur prófessor, Helge Drange í Bergen, erindi í Reykjavík um ýt- arlega útreikninga á loftslagi allt til ársins 2100, þar sem tekið var sem nákvæmast tillit til allra viðbragða andrúmslofts, hafs og hafíss, við væntanlegum gróðurhúsaáhrifum. Niðurstaða hans var að vísu að eitt- hvað mundi draga úr Golf- straumnum, en á móti því kæmi að hann yrði hlýrri en áður. Einnig mundu hlýna allir vindar sem til okkar blása, og þess vegna væru líkurnar á ísöld af þessum sökum mjög litlar. Hins vegar benti þessi spá til þess að með hálfrar aldar millibili mundi draga mjög úr gróð- urhúsaáhrifum og kólna í bili, en hlýna svo því meira á eftir. Þetta er áhugaverð niðurstaða. Hún er í góðu samræmi við gamla könnun mína á hafís liðinna alda, en í 400 ár hefur yfirleitt hlýnað hér á landi á um það bil 50 ára fresti, en kólnað þess á milli. Sömu sérkenni lofts- lagsins má lesa úr borunum í Græn- landsjökul. Ég hef lengi fengist við spennandi athugun á þeirri keðju- verkun sem þessu veldur í höfunum norður undan og orkar síðan á allt norðurhvelið, en ætla ekki að fjöl- yrða um hana í þetta skipti. Sem aukaafurð þykist ég hafa fundið til- tölulega augljósa mælingu sem seg- ir til um gróðurhúsaáhrifin en flest- um sést yfir. Það er einfaldlega hitinn á suðurhveli sem fræðir okk- ur um þetta því að þangað ná ekki hitabrigðin miklu sem eiga líklega upptök sín að miklu leyti í hafinu norður af Íslandi. Al Gore og loftslagið Páll Bergþórsson skrifar um kvikmynd Als Gores »Kvikmynd Gores um þennan óþægi- lega sannleika er lofsvert framtak. Páll Bergþórsson Höfundur er veðurfræðingur og rithöfundur. Í MORGUNBLAÐINU 15. októ- ber sl. birtist grein eftir Signýju Sigurðardóttir, for- stöðumann flutn- ingasviðs Samtaka verslunar og þjón- ustu, undir fyrirsögn- inni „Hvað gengur Neytendasamtök- unum til?“ Í greininni lýsir Signý furðu sinni á samþykkt þings Neytenda- samtakanna sem haldið var 29.–30. september sl. um vöruflutningaþjón- ustu til og frá lands- byggðinni. Af þessu tilefni er rétt að birta samþykktina í heild sinni: „Samkvæmt skýrslu sem gerð var af Hagfræðistofnun HÍ á árinu 2005 er skattlagning á strandflutninga með skipum u.þ.b. 780 prósent hærri en sem nemur kostnaði hins opinbera. Aft- ur á móti eru vöruflutningar um þjóðvegi landsins skattlagðir miklu minna en sem nemur kostnaði hins opinbera við þá flutninga. Minnt er á að einn stór flutningabíll hlaðinn vörum slítur þjóðvegunum að minnsta kosti á við 50 þúsund fólksbíla. Mikilvægt er að vöruflutningar til og frá landsbyggðinni séu sem hagkvæmastir. Því telur þing Neytendasamtakanna mikilvægt að þeir aðilar sem stunda strandflutn- inga þurfi ekki að greiða meira en sem nemur kostnaði við þá þjón- ustu sem hið opinbera veitir þess- um aðilum. Einnig er nauðsynlegt að hækka verulega opinberar álög- ur á vöruflutningabíla, einkum þá stærstu, enda eðlilegt að þeir greiði mun meira vegna mikils slits þeirra á vegum. Þjóðvegir landsins eru víðast hvar ekki hann- aðir fyrir svo stóra og þunga bíla. Því ber stjórnvöldum með aðgerð- um sínum að beina vöruflutningum til og frá landsbyggðinni þannig að þeir séu sem þjóðhagslega hag- kvæmastir en það er með strand- flutningum. Þingið leggur jafn- framt áherslu á að strandflutningar með skipum eru umhverfisvænni kostur en með vöruflutningabílum.“ Í þessari samþykkt vísar þingið í sömu skýrslu og Signý gerir í sinni grein. Sá er þó munurinn að þingið vísar efnislega rétt í skýrsluna, en tilvísun Signýjar er í besta falli villandi. Þannig nefnir hún það ekki einu orði að skattlagning hins opinbera á strandflutninga með skipum er 780 prósent hærri en sem nemur kostnaði stjórnvalda af þessum flutningum. Það sem Neytenda- samtökunum gengur til með þessari sam- þykkt er að bæta hag neytenda almennt en það er ekki okkar verkefni að gæta sér- hagsmuna eins og Signý hefur jú vinnu við. Það liggur fyrir að það eru ekki hags- munir almennings að stórir flutningabílar séu að sliga vegakerfið á landsbyggðinni, hvattir áfram með nið- urgreiðslum frá stjórnvöldum. Auk þess eykst slysahætt- an á þjóðvegunum verulega með þessum þungaflutningum. Neytendasamtök- unum er þó ljóst að það er óraunhæft að ætlast til að slíkir flutningar á veg- um landsins hætti með öllu. Þann- ig munu flutningar með vörur sem hafa stutt geymsluþol verða áfram á landi. Ef strandflutningar með skipum verða teknir upp að nýju og á réttum forsendum er ljóst að hægt verður að senda mikinn hluta vara til og frá landsbyggðinni með skipum. Ef slíkt tekst er um mjög þjóðhagslega hagkvæma aðgerð að ræða og sem almenningur hvar sem hann býr á landinu mun hagn- ast á. Og það er einmitt það sem Neytendasamtökunum gengur til í þessu máli. Þeim, sem vilja kynna sér áð- urnefnda skýrslu Hagfræðistofn- unar HÍ, er bent á að hana má finna á vef Morgunblaðsins en slóðin er: http://mbl.is/morgunbladid/ itarefni/184.pdf Vöruflutningar eiga að vera sem hagkvæmastir Jóhannes Gunnarsson svarar grein Signýjar Sigurðardóttur um vöruflutningaþjónustu til og frá landsbyggðinni Jóhannes Gunnarsson » Það semNeytenda- samtökunum gengur til með þessari sam- þykkt er að bæta hag neyt- enda almennt. Höfundur er formaður Neytenda- samtakanna. Dóra Hjálmarsdóttir: Áhættu- mati fyrir Kárahnjúkavirkjun er ekki ábótavant. Oddur Benediktsson: Áhættumati fyrir Kárahnjúka- virkjun er ábótavant Páll Jóhann Einarsson skrifar um trú og vísindi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Í TILEFNI af alþjóðamat- væladegi Sameinuðu þjóðanna 16. október sl. skrifar Valgerður Sverr- isdóttir utanríkisráðherra ágæta grein í Morgunblaðið. Í greininni segir Valgerður að hún sem utanrík- isráðherra hafi gert þróunaraðstoð að forgangsverkefni, með sérstaka áherslu á hlutverk kvenna á land- búnaðarsvæðum í því að skapa sér og sínum fæðuöryggi. Allir flokkar hafi stefnu í þróun- armálum Ég fagna mjög þess- ari yfirlýsingu ráð- herrans sem er löngu tímabær í íslenskri ut- anríkispólitík. Allt of lengi höfum við Íslend- ingar látið sem þessi mál komi okkur ekkert við og því miður hafa stjórnmálamenn ekki haft neinn sér- stakan áhuga á þessum málum enda kannski ekki til þess fallin að veiða atkvæði. Nú hefur hins vegar orðið breyting á og vona ég að það sé ekki eingöngu vegna ákvörðunar stjórn- valda um að bjóða sig fram til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þróunarfræði eru nú kennd við ís- lenska háskóla, fjölmiðlar fjalla meira um stöðu fátækra landa en fyrr og almenningur hefur margoft sýnt vilja sinn í verki með mjög góðri þátttöku í söfnunum fyrir neyðaraðstoð og þróunarhjálp. Ég vona því að þessi málaflokkur verði til umræðu nú í komandi kosninga- baráttu og skýr markmið í þróun- armálum verði á stefnu allra flokka. Góðir stjórnarhættir og svo að- stoð? Eða öfugt? Í grein sinni bendir utanrík- isráðherra á að með því að stuðla að auknu fæðuöryggi í heiminum renn- um við jafnframt stoðum undir lýð- ræði, mannréttindi, góða stjórn- arhætti og heilbrigð viðskipti á milli þjóða. Það er gleðilegt að heyra því ríkar þjóðir vilja oft ekki sinna þró- unar- og hjálparstarfi í löndum þar sem spilling ríkir og gera kröfu um að stjórnarháttum verði fyrst breytt til hins betra. Vissulega er það mik- ilvægt að aðstoða þjóðir við að koma á góðum og skilvirkum stjórn- arháttum en forsendur þess að það takist eru að efla menntun, aðgang að heilbrigðisþjónustu og tryggja fæðuöryggi. Það er mikilvægt, ekki bara fyrir þá sem búa við aðstæð- urnar heldur okkur hin líka. Og sem betur fer er fólk að átta sig betur á því. Fátækt og misskipting veldur óstöðugleika og átök- um á milli þjóða og stétta. Með aukinni misskiptingu eykst hættan. Hlutverk frjálsra félagsamtaka er mjög mikilvægt í þessu sambandi. Þau ná oft betur til þeirra sem verst eru settir og því heppilegur farveg- ur fyrir fjármuni stjórnvalda. Því miður aldrei of seint Það er gleðiefni að íslensk stjórn- völd ætli að auka verulega opinber framlög til þróunar- og neyð- arhjálpar og vinna þannig gegn því að þúsaldarmarkmiðin verði orðin tóm. Þótt líklega séu þau búin að missa af lestinni fyrir árið 2015 verð- ur þörfin ekki horfin og enn verk að vinna. Til að ná sem bestum árangri er mikilvægt að stjórnvöld auki sam- starf sitt við íslenskar hjálparstofn- anir sem margar hverjar hafa einar sér og/eða sem hluti af alþjóðlegum hjálparsamtökum, áratuga reynslu af þessum málum. Með þetta í huga er gleðilegt að lesa á heimasíðu ráð- herrans, valgerður.is að nú sé unnið að gerð verklagsreglna um stuðning stjórnvalda við starfsemi frjálsra fé- lagasamtaka en félagasamtök á Ís- landi hafa í nokkurn tíma kallað eftir slíkum reglum. Hjálparstarfið kynnir sann- gjörn viðskipti Ljóst er að heilbrigð og sanngjörn viðskipti skipta miklu máli í að bæta hag fátækra landa. Viðskiptahöml- ur, tollar og mörg alþjóðafyrirtæki sem einoka markaðinn hafa staðið í vegi fyrir réttlátum viðskiptum á milli þjóða. Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar höfum undanfarnar vik- ur kynnt hugtakið „Fairtrade“ eða sanngjörn viðskipti. Fairtrade- vörumerking er staðfesting á því að í viðskiptum með vöruna hafi sann- girni verið gætt gagnvart framleið- anda. Fairtrade er engin góðgerð- arstarfsemi heldur eingöngu sanngjörn viðskipti. Hjálparstarfið efndi til samstarfs við Kaupás um að bjóða Fairtrade-merktar vörur í verslunum sínum og Kaupás styrkti einnig útgáfu upplýsingabæklings um sanngjörn viðskipti. En einnig fást þessar vörur t.d. í verslunum Hagkaupa. Nú kemur til kasta neyt- enda því án þeirra verða engin við- skipti, hvorki sanngjörn né önnur. Friðarsetur Undirritaður fagnar þeirri ákvörðun Reykjavíkurborgar að stofna hér friðarsetur. Ég er sann- færður um að við Íslendingar séum í einstæðri stöðu til að miðla málum með þúsund ára sögu lýðræðis og friðar að baki. Staða okkar er sterk og trúverðug ólíkt þátttöku okkar í vopnaðri friðargæslu þar sem fer vopnlaus þjóð með enga reynslu af þannig störfum. Við eigum vel menntað, reynsluríkt fólk sem getur fengið stríðandi öfl að samninga- borðinu. Og ef þörf er á alþjóðlegri viðurkenningu má ætla að Íslend- ingar yrðu meira metnir fyrir slíkt framlag. Til hamingju, ráðherra, með einarða afstöðu til þróunarmála og borgarstjóri með friðarsetur. Ef svona er haldið á málum mun fram- tíðin verða björt. Hungur, friður og framfarir Jónas Þórir Þórisson skrifar um þróunaraðstoð » Til hamingju, ráð-herra, með einarða afstöðu til þróunarmála og borgarstjóri með friðarsetur. Jónas Þórir Þórisson Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar og hefur áratuga reynslu af hjálparstörfum. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.