Morgunblaðið - 20.10.2006, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 49
FRÉTTIR
ALÞJÓÐADAGS flugumferð-
arstjóra er minnst víða um heim
20. október, þar á meðal hér á
landi, í tilefni af því að þennan
dag árið 1961 voru stofnuð Al-
þjóðasamtök flugumferðarstjóra,
IFATCA, í Amsterdam.
Félög í 12 Evrópuríkjum stóðu
að stofnun samtakanna fyrir 45
árum, þar á meðal Félag íslenskra
flugumferðarstjóra. Nú eru alls
um 50.000 félagsmenn skráðir í
135 aðildarfélög Alþjóðasamtaka
flugumferðarstjóra og þeim fjölg-
ar ört.
„Flugumferðarstjórn er aug-
ljóslega ung starfsgrein sem
þróast hefur hratt á síðustu ára-
tugum. Háþróuð tækni hefur rutt
sér til rúms á nánast öllum svið-
um, og það kallar á fjölbreytt og
vandað nám fyrir verðandi flug-
umferðarstjóra og markvissa þjálf-
un og endurmenntun þeirra sem
þegar starfa við fagið. Miklar
kröfur eru gerðar til þeirra sem
veljast til starfans en ávinning-
urinn er krefjandi og fjölbreytt
starf þar sem nýjar aðstæður og
úrlausnarefni koma upp á hverjum
degi.
Æðsta markmið flugumferð-
arstjórans hefur alltaf verið að
tryggja öryggi í flugi. Auk þess
ber honum að vinna skipulega að
starfi sínu og veita hraða og góða
þjónustu. Á síðustu árum hafa
ógnir steðjað að flugöryggi og í
ár, á degi flugumferðarstjórans,
verður áhersla lögð á að öryggið
hefur alltaf forgang við flug-
umferðarstjórn,“ segir í frétta-
tilkynningu.
Alþjóðadagur
flugumferðar-
stjóra
KJÖRSTJÓRN Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs á
höfuðborgarsvæðinu hefur auglýst
eftir framboðum í forval Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs
vegna alþingiskosninga 2007 í
kjördæmunum Reykjavík suður,
Reykjavík norður og Suðvestur-
kjördæmi. Forvalið fer fram 2.
desember nk. samkvæmt reglum
sem samþykktar hafa verið í
aðildarfélögum VG sem um ræðir.
Markmið forvalsins er að velja
fjóra efstu frambjóðendur flokks-
ins í hverju þessara kjördæma í
næstu alþingiskosningum og eru
niðurstöður þess leiðbeinandi fyrir
kjörstjórn við röðun frambjóðenda
á lista, segir í fréttatilkynningu.
Framboðsfrestur er til kl. 17
hinn 11. nóvember 2006 og skulu
tilkynningar um framboð berast
skriflega fyrir þann tíma. Þeir
sem vilja stinga upp á frambjóð-
anda eiga einnig að koma uppá-
stungum sínum skriflega til kjör-
stjórnar eigi síðar en 4. nóvember.
Kosningarétt í forvalinu hafa allir
félagsmenn í VGR og VGSV sem
skráðir eru fyrir kl. 17, 25.
nóvember. Kjörstjórn VG á
höfuðborgarsvæðinu skipa Einar
Ólafsson, Margrét Pétursdóttir,
Svanhildur Kaaber, Sverrir Jak-
obsson og Úlfar Þormóðsson.
Framboðsfrestur
hjá VG til 11. nóv.
SJÁLFSAFGREIÐSLA stofnana
eykur hagræði fyrir fyrirtæki og
almenning. Rafræn þjónusta, raf-
ræn skilríki og rafræn innkaup
verða meginumræðuefni UT-
dagsins sem haldinn verður í ann-
að sinn fimmtudaginn 8. mars
2007.
Það eru forsætisráðuneyti og
fjármálaráðuneyti sem standa að
UT-deginum sem hefur þann til-
gang að beina sjónum að hinum
ýmsu möguleikum og tækifærum
sem felast í nýtingu upplýsinga-
tækninnar á Íslandi.
Á UT-deginum verður að þessu
sinni lögð áhersla á sjálfs-
afgreiðslu í þjónustu opinberra
stofnana og
fjallað um lausnir á borð við
rafræna þjónustu, rafræn skilríki
og rafræn opinber innkaup.
Slík þjónusta sparar fyr-
irtækjum og almenningi tíma og
fyrirhöfn í samskiptum við
opinberar stofnanir sem skilar
sér m.a. í auknum gæðum og
miklu hagræði í rekstri stofnana.
Ýmsar hindranir hafa verið á
vegi stofnana sem haft hafa hug á
að koma á sjálfsafgreiðslu en
unnið er að því að ryðja þeim
helstu úr vegi, segir í frétta-
tilkynningu.
UT-dagurinn verður haldinn í
tengslum við sýninguna Tækni og
vit 2007, fagsýningu tækni- og
þekkingariðnaðarins, sem mun
fara fram í Fífunni í Kópavogi
dagana 8.–11. mars. Einnig verð-
ur ráðstefna í Salnum í Kópavogi
þar sem meðal annars verður
fjallað um hvernig auka megi raf-
ræna sjálfsafgreiðslu opinberra
stofnana.
AP sýningar standa að sýning-
unni ásamt samstarfsaðilum. Upp-
lýsingar um Tækni og vit má
finna á www.taekniogvit.is.
Rafræn þjónusta
rædd á UT-degi
BÚIST ER við harðri keppni á Ís-
landsmóti skákfélaga 2006 sem
hefst í dag, föstudag, kl. 20 í
Menntaskólanum við Hamrahlíð. Ís-
landsmótið er fjölmennasta skák-
mótið sem haldið er innanlands á
þessu ári, en þátttakendur eru um
400 talsins.
Fyrirfram þykir líklegast að Ís-
landsmeistarar Taflfélags Reykja-
víkur og Taflfélag Vestmannaeyja,
sem í fyrra hlaut silfrið, verði
sterkust.
Áhorfendur eru velkomnir á
skákstað en teflt verður í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð sem hér
segir:
1. umferð föstudag kl. 20
2. umferð laugardag kl. 11
3. umferð laugardag kl. 17
4. umferð sunnudag kl. 11.
Fjölmennasta
skákmót ársins
HINN árlegi kjötsúpudagur verð-
ur haldinn hátíðlegur á Skóla-
vörðustígnum í Reykjavík á
morgun, laugardag.
Þeir sem búa og starfa við
Skólavörðustíginn taka höndum
saman og taka á móti gestum og
gangandi. Verslanir og veitinga-
staðir við stíginn verða opnir upp
á gátt, og góða skapið verður
allsráðandi.
Auk hefðbundinna sérkjara hjá
verslunum verða margskonar
skemmtiatriði allan daginn um
allan Skólavörðustíg. Fyrirtækin
opna kl. 11 árdegis en loka ekki
fyrr en kl. 17.19 síðdegis.
„Ýmsir þekktir menn og kunn-
ar konur taka þátt í framreiðslu
lífrænu kjötsúpunnar alkunnu,
sem er samansett af hráefni frá
Markaðsnefnd kindakjöts, afurð-
um frá völdum ræktendum líf-
ræns grænmetis, og eldamennsku
hins alþjóðlega meistarakokks
Sigga Hall. Það má búast við þó
nokkrum „frambjóðendum“ við
kjötsúpukatlana, enda tilvalið
tækifæri til að hitta fólk á ferli á
Kjötsúpudaginn,“ segir í frétta-
tilkynningu.
Kjötsúpudagur á
Skólavörðustíg
Á AÐALFUNDI kjördæmisráðs
Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi,
sem haldinn var á Ísafirði helgina
7.–8. okt. sl., var skipuð kjörnefnd
vegna uppstillingar á framboðslista
flokksins fyrir komandi alþing-
iskosningar 12. maí 2007.
Kjörnefnd hefur hafið störf og er
formaður hennar Ásbjörn Ótt-
arsson, forseti bæjarstjórnar í Snæ-
fellsbæ. Starfsmaður kjörnefndar er
Bjarki Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri kjördæmisráðs sjálf-
stæðismanna í NV-kjördæmi.
Þeir aðilar sem áhuga hafa á að
gefa kost á sér á framboðslista
flokksins í NV-kjördæmi geta haft
samband við starfsmann kjör-
nefndar á netfangið bjarki@xd.is
eða í síma 660 8245 fyrir laugardag-
inn 28. október. Framboðin skulu
vera bundin við flokksbundna sjálf-
stæðismenn, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Kjörnefnd vegna
uppstillingar
VIÐSKIPTARÁÐ varar við hækk-
un fjármagnstekjuskatts. Í frétt
frá ráðinu segir:
Samfara góðu gengi á íslensk-
um hlutabréfamarkaði und-
anfarin ár hafa fjármagnstekjur
þjóðarinnar vaxið af miklum
hraða. Með stærri hlutdeild fjár-
magnstekjuskatts hefur umrædd-
ur tekjustofn vakið aukna athygli
ákveðinna stjórnmálamanna.
Lagt hefur verið fram frum-
varp þar sem kveðið er á um að
fjármagnstekjuskattur verði
hækkaður í 18% þegar í stað.
Markmið frumvarpsins er annars
vegar að auka tekjur ríkissjóðs
og hins vegar að sporna við ætl-
uðu óréttlæti sem stafar af mis-
ræmi í skattlagningu fjármagns-
og launatekna.
Viðskiptaráð telur frumvarpið
hvorki til þess fallið að vinna
gegn óréttlæti og því síður lík-
legt til að auka tekjur ríkisins.
Nánar er fjallað um málið á
vi@vi.is.
Viðskiptaráð
varar við hækkun