Morgunblaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 63 THE MATERIAL Girls segir frá Marchetta systrunum Ava (Haylie Duff) og Tanzie (Hilary Duff) sem skortir ekki neitt. Þær eru erfingjar risastórs snyrtivörufyrirtækis og þær lifa lífinu eins og það sé eitt stórt stelpupartí. En hneyksli sem viðkemur snyrtivörum frá þeim gerir fyr- irtækið gjaldþrota og systurnar auralausar, heimilislausar og ráðalausar. Stjórn fyrirtækisins vill selja það aðalkeppinautnum en syst- urnar vilja það ekki því það myndi sverta nafn föður þeirra sem byggði fyrirtækið upp frá grunni. Í staðinn ákveða Ava og Tanzie að vernda það sem er réttilega þeirra. En til að þær geti það þurfa þær að gera hluti sem þær hafa aldrei hugsað út í áður, eins og að þroskast, taka ákvarðanir, axla ábyrgð og biðja aðra um hjálp í staðinn fyrir að búast við því að allt komi upp í hendurnar á þeim. Ef þær finna innri styrk gætu þær hreinsað nafn fjölskyldunnar af hneykslinu, ef það tekst ekki gæti partíið verið búið að eilífu. The Material Girls hefur verið flokkuð sem gamanmynd fyrir stelpur á öllum aldri enda syst- urnar myndalegu Hilary og Hay- lie Duff þekktar fyrir leik sinn í slíkum myndum. Leikstjóri er Martha Coolidge og önnur aðalhlutverk eru í höndum Anjelica Huston, Maria Conchita Alonso og Lukas Haas. The Material Girls er frumsýnd í Sambíóunum í dag, föstudag. Sætar Systurnar Hilary og Haylie Duff í hlutverkum sínum. Frumsýning | The Material Girls Snyrtivörusystur í klípu Erlendir dómar Metacritic: 17/100 New York Times: 30/100 Hollywood Reporter: 0/100 Entertainment weekly: 16/100 Variety: 50/100 Allt skv. Metacritic Nú er hún Whitney litla Houstonloksins búin að sækja formlega um lögskilnað við vandræðagripinn hann Bobbi Brown. Þetta gerði hún í síðustu viku, mánuði eftir að hún sótti um skilnað að borði og sæng. Whitney, sem nú er 43 ára sótti um forræði yfir Bobbi Kristina, þrettán ára dóttur þeirra hjóna, en að eig- inmaðurinn senn fyrrverandi, fengi umgengnisrétt. Hjónaband Whitney og Bobbi hef- ur verið afar skrautlegt frá því þau gengu í það, árið 1992. Bobbi hefur nokkrum sinnum verið handsam- aður fyrir misnotkun áfengis og eit- urlyfja og frúin hefur tvisvar þurft að fara í eiturlyfjameðferð. Um dag- inn sögðum við frá vanskilum Bobbis á meðlagi með eldri börnunum tveimur sem hann á með konu í Massachusetts, en nú er hann búinn að greiða þær skuldir sem hljóðuðu upp á andvirði tæpra átta hundraða þúsunda króna og var ekki seinna vænna því yfir höfði hans vofði enn ein handtakan og lögreglumálið fyr- ir þau vanskil. Því hefði hann varla mátt við. Fólk folk@mbl.is E N N E M M / S ÍA / N M 2 4 0 8 6 Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 464 7940 Nissan X-Trail er kröftugur, sérstakur og hentar öllum aðstæðum – hverjar sem þær eru. Þú átt jafn auðvelt með að leggja fyrir framan fínt veitingahús og klöngrast í giljadrögum. Stíllinn snýst ekki aðeins um glæsilegt útlit. Hönnun fram- og afturenda bílsins er miðuð við að akstur í torfærum, grjóti og snjó verði auðveldari og að þú sjáir öll fjögur hornin úr ökumannssætinu og getir stjórnað og lagt X-Trail af öryggi. Komdu og reynsluaktu Nissan X-Trail, hann er leikur á hjólum! Nissan X-Trail Sport Verð aðeins 2.890.000 kr. Verð áður 3.290.000 kr. VERÐLÆKK UN! Nissan X-Trail Elegance Verð aðeins 2.990.000 kr. Verð áður 3.490.000 kr. VERÐLÆKK UN! ALVÖRU VETRARBÍLL Á ÓTRÚLEGU VERÐI! VERÐLÆKKUN ALLA LEIÐ! NISSAN X-TRAIL GARMIN NUVI 310LEIÐSÖGUTÆKI FYLGIRFRÍTT MEÐ AÐ AUKI! Í TILEFNI af útkomu bókarinnar Ein til frásagnar er höfundurinn, Immaculée Ilibagiza, væntanleg til landsins. Immaculée fæddist og ólst upp í Rúanda í faðmi ástríkrar fjöl- skyldu og lagði stund á rafmagns- verkfræði í Háskóla Rúanda en árið 1994 var fjölskylda hennar miskunn- arlaust brytjuð niður í þjóðarmorði hútúa á tútsum en morðæðið stóð í þrjá mánuði og kostaði nærri eina milljón landsmanna lífið. Immaculée lifði blóðbaðið af því í 91 dag sat hún ásamt sjö öðrum konum þögul í hnipri í þröngri baðherbergiskytru sóknarprests nokkurs meðan hundr- uð morðingja með sveðjur á lofti leit- uðu þeirra. Í bókinni segir hún frá þessari ótrúlegu lífsreynslu en aðrar þjóðir fréttu lítið af helförinni í Rú- anda fyrr en löngu síðar. Immaculée býr nú á Long Island með manni sínum og tveimur börn- um. Hún starfar fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Bandaríkjunum og hefur sett á laggirnar stofnun til að hlúa að þeim sem þjást af völdum þjóð- armorða og styrjalda. Immaculée kemur hingað á vegum JPV útgáfu sem gefur bók hennar út á Íslandi. Viðtal verður við Immaculée Iliba- giza í Morgunblaðinu á sunnudag. Bjargaðist Immaculée Ilibagiza faldi sig í baðherbergiskytru prests ásamt sjö öðrum konum meðan morðaldan reið yfir. Lifði af þjóð- armorð hú- túa á tútsum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.