Morgunblaðið - 20.10.2006, Side 64

Morgunblaðið - 20.10.2006, Side 64
Icelandair samdi við Olíu- félagið um eldsneytiskaup Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is ICELANDAIR Group hefur tekið tilboði Olíufélagsins hf. (ESSO) í flugvélaeldsneytisviðskipti til eins árs, en undanfarin ár hefur félagið keypt flugvélaeldsneyti hér innan- lands af Skeljungi. Samkvæmt upp- lýsingum Jóns Karls Ólafssonar, forstjóra Icelandair Group, er hér um að ræða mjög stóran samning, ríflega helming alls eldsneytis sem félagið kaupir á ári, eða um 28 millj- ónir gallona, viðskipti upp á þrjá til fjóra milljarða króna. Icelandair er stærsti einstaki eldsneytiskaupandinn á Íslandi. „Við höfum haft þann háttinn á, hvað varðar eldsneytiskaup félags- ins, að við bjóðum út kaupin mjög reglulega, auðvitað til þess að leita hverju sinni eftir hagstæðasta til- boðinu. Nú fengum við bestu kjörin frá Olíufélaginu og það munaði þó- nokkuð miklu. Heildareldsneytis- reikningur félagsins á ári er á milli sjö og átta milljarðar króna, þannig að hvert sent sem verðið á gallon- inu lækkar um skiptir okkur gríð- arlegu máli, í þessu tilviki einhverj- um milljónatugum,“ sagði Jón Karl. Jón Karl segir að viðskiptin að þessu sinni hafi verið gerð með sama hætti og félagið ástundi við eldsneytiskaup sín erlendis. Ákveðnum aðilum hafi verið send bréf, þar sem þeim var boðið að bjóða í þessi viðskipti og þessi hafi orðið niðurstaðan. Olíufélagið bauð betur „Skeljungur hefur haft þessi við- skipti við Icelandair undanfarin ár. Við gerðum þessa verðkönnun nú um daginn og þá kom á daginn að Olíufélagið bauð betur. Á grund- velli þessa höfum við gengið til samninga við Olíufélagið um elds- neytiskaup til eins árs, með fram- lengingarákvæðum, þannig að þetta getur orðið samningur til tveggja ára, áður en til næsta út- boðs kemur.“ Í HNOTSKURN »Aðaleigendur Esso, Bene-dikt og Einar Sveinssynir, eiga einnig Naust ehf. sem keypti 11,1% í Icelandair Group í liðinni viku, en Lang- flug, dótturfélag Samvinnu- trygginga keypti þá 32%. »Skeljungur er í eiguFons eignarhaldsfélags, sem Pálmi Haraldsson og Jó- hannes Kristinsson eiga. Fons á einnig Iceland Express, sem nú hefur hafið harða sam- keppni í flugi innanlands og utan, við Icelandair Group. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is BEÐIÐ er afstöðu sveitarstjórnar Flóahrepps vegna beiðni Flug- fjarskipta ehf., sem er dótturfélag flugmálastjórnar og rekur fjar- skiptamöstrin á Rjúpnahæð, um að fá að reisa tíu möstur á hæð- arbilinu 18–36 metrar í landi Galt- arstaða í Flóahreppi. Skiptar skoð- anir eru um þessi áform innan sveitarfélagsins. Félagið keypti nýverið hluta jarðarinnar á Galtarstöðum, eða 86 hektara, sem ætlaður er undir möstrin, sem nú eru staðsett á Rjúpnahæð við Vatnsenda en verða flutt ef sveitarstjórn veitir leyfi fyrir sitt leyti. Búið er að leggja fram tillögu að breytingu á aðal- og deiliskipulagi Flóahrepps, sem er sameinað sveitarfélag Villingaholtshrepps, Hraungerðishrepps og Gaulverja- bæjarhrepps. Athugasemdafrestur er til 1. nóvember og hefur verið boðað að athugasemdir muni ber- ast sveitarstjórn. Ómönnuð sendistöð Að sögn Brands Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra Flug- fjarskipta ehf., eru möstrin notuð til fjarskipta við flugvélar á ís- lenska flugstjórnarsvæðinu. Hann segir að félagið muni ekki taka neinar ákvarðanir varðandi flutn- ing mastranna fyrr en Flóahrepp- ur hafi gefið sitt svar. Ástæður þess að land Galtar- staða varð fyrir valinu eru fjölþætt- ar að hans sögn. „Við erum að leita að stað með tiltölulega opnum sjón- deildarhring og með tryggu að- gengi að rafmagni,“ segir Brandur og bætir við: „Einnig þurfa að vera fyrir hendi góðar símatengingar og annarskonar fjarskiptatengingar auk þess sem staðurinn má ekki vera of langt frá Reykjavík. Við gerum ráð fyrir að reka þessa sendistöð ómannaða en með við- haldsþjónustu frá Reykjavík.“ Nágrannar Galtarstaða munu vera mishrifnir af þessum áform- um og segist Elvar Ingi Ágústsson á Hamri vera mótfallinn hugmynd- unum sem og sumir bændur í ná- grenninu. „Það er réttur okkar sem búum nálægt þessu að mót- mæla og ég vil ekki fá möstrin fyrir utan eldhúsgluggann hjá mér,“ segir hann. „Við sem næst búum erum á móti þessu. Það er sjón- mengun af þessu og sumir eru hræddir við bylgjur frá möstr- unum. Og svo lengi sem maður býr hér er þetta aldrei annað en ljótt. Auk þess hlýtur þetta að hafa mikil áhrif á verðgildi eigna hér í ná- grenninu. Ef fólk vill ekki fá þetta ofan í sig, þá vill fólk heldur ekki flytjast að þessu. Ég gæti verið með óseljanlega eign og það er al- varlegt.“ Flugfjarskipti ehf. keyptu jörð undir tíu möstur í Flóahreppi Morgunblaðið/Ómar Skógur Mörg möstur eru á Rjúpnahæð en Flugfjarskipti ehf. færa aðeins þau möstur sem tilheyra fyrirtækinu ef sveitarstjórn Flóahrepps samþykkir beiðni fyrirtækisins að lokinni umræðu um athugasemdir sem berast. Andstaða meðal íbúa nágrannabæja sem kæra sig ekki um möstrin ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 293. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  NA-átt, 18–25 m/s með SA- ströndinni en 8–13 annars staðar. Dá- litlar skúrir NA-lands, bjart S-lands og vestan. » 8 Heitast Kaldast 8°C 2°C KOSTNAÐUR Strætós bs. af því að taka upp rafræn greiðslukort er kominn í 216 milljónir króna og að minnsta kosti 10 milljónir eiga eftir að bætast við, en upp- haflega var gert ráð fyrir að kostnaður Strætós við verkefnið yrði 50 milljónir króna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í stjórnsýsluúttekt á Strætó bs. sem unnin var að ósk stjórnar fyrirtækisins og kynnt var á blaðamannafundi í gær. Fram kemur einnig að pólitísk afskipti hafa verið tölu- verð af fyrirtækinu og því skaðleg og að stefnumótun skortir, t.a.m. hvað varðar leiðakerfi, þjónustustig og kostnað. | 22 Kostnaður Strætós vegna rafrænna korta 216 milljónir ♦♦♦ H VÍ TA H Ú SI Ð / SÍ A -6 14 2 Allir fíla Nýr, mjúkur, ferskur ostur ASÍ-ÞING á tveggja ára fresti koma í stað árs- funda ef samþykktar verða nýjar tillögur sem lagðar verða fyrir árs- fund ASÍ næstkomandi fimmtudag. Lagðar eru til róttækar breytingar á stjórnskipulagi ASÍ og er búist við að tekist verði á um þær á fund- inum. Lögð er til fjölgun í miðstjórn úr 15 í 31 en fundum hennar verði fækkað og hún komi saman ekki sjaldnar en fjórum sinnum á ári. Í staðinn verði mynduð 11 manna framkvæmda- stjórn forseta, varaforseta, formanna landssambanda og þriggja stærstu aðild- arfélaganna. Verði lagabreytingarnar samþykktar þarf að kjósa á ársfundinum um forseta og varaforseta ASÍ til næstu tveggja ára. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, staðfesti í gær að hann gæfi kost á sér áfram í emb- ætti forseta. Tvö framboð eru komin fram til varaforseta þar sem fulltrúar stærstu landssambandanna, það er verslunar- manna og Starfsgreinasambandsins, munu sækjast eftir embætti varaforseta. Ingi- björg R. Guðmundsdóttir, núverandi vara- forseti og formaður Landssambands versl- unarmanna, gefur kost á sér áfram og einnig hefur Signý Jóhannesdóttir, formað- ur Vöku á Siglufirði, tilkynnt framboð sitt. Risið hafa deilur um hvort breytingarnar muni draga úr áhrifum landsbyggðarinnar innan hreyfingarinnar. Grétar segir að með breytingunum sé síður en svo verið að draga úr vægi miðstjórnar þótt um það séu deildar meiningar meðal félaganna. „Þess- ar skipulagstillögur miða að því að reyna að gera skipulagið eins og valdastrúktúrinn er í raun og veru í hreyfingunni,“ segir Gunn- ar Páll Pálsson, formaður VR. Róttækar breytingar á ASÍ Grétar Þorsteinsson Tvær konur hafa lýst yfir framboði til varaforseta Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.